Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 18
FLOAMARKABURIHN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagiö í Reykjavík Skundum á Þingvöll Sumarferð Alþýðubandalagsins í ár verður laugardaginn 18. ágúst. Farið verður frá Reykjavík lil Þingvalla. Valinkunnir leiðsögumenn, vönduð dag- skrá, - Halldór Laxness mun lesa kafla úr íslandsklukkunni á Þingvöllum. Leikir og þrautir fyrir börn á öllum aldri munu gera ferðina bráðskemmti- lega. Allar nánari upplýsingar verða birtar í Þjóðviljanum. Skráning farþega og sala farmiða er á skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105. Eru allir hvattir til að panta sér far og eigi síðar en 15. ágúst. Síminn er 17500. Ferðanefndin. Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæöu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7355. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf s. 8811. Stykklshólmur Þórunn s. 8421. Dalir Kristjón 4175. Ferðin er öllum opin og fyrir alla fjölskylduna. - KJördæmlsráð. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Sumarferðir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hafa verið mjög vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjaldað í Hvítárnesi um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað laugardaginn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blöndu- ós. Allur hóþurinn mætist við Svartárbrú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Blönduvirkjunarsvæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suð- austan Langjökuls. Daginn eftir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir markverðir staðir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en börn og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason Hvammstanga (s: 1474), Elísabet Bjarnadóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd (s: 4685), Guðmundur Theodórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96- 71255) og Ragnar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). Suðurnesjamenn - Sumarferð Alþýðubandalagsfélögin Suðurnesjum fara sína árlegu skemmtiferð helg- ina 18. til 19. ágúst n.k. Farið verður um Sigöldu, Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri í Eldgjá. Gist verður við Öfæru. Sunnudaginn 19. verður ekið niður í Skaftárlungur og Vestursveitir. Komið verður við í Hjörleifshöfða og Vík í Mýrdal. Byggðasafnið í Skógum verður skoðað. Einnig verður gerður stuttur stans við merka sögustaði á þessari leið. Komið verður til Keflavíkur kl. 22.00 til 23.00 þann 19. ágúst. Þátttakendur láti skrá sig hjá Sólveigu Þórðardóttur í síma 92-1948 og hjá Torfa Steinssyni í síma 7214 og Elsu Kristjánsdóttur sími 7680. Málefni heilabilaðra Samstarfshópur um málefni dementra (heilabilaöra) mun koma saman í Múlabæ, Ármúla 34, í kvöld fimmtudaginn 2. ágúst kl. 20. Kolbrún Ágústsdóttir forstööumaður heimahjúkrunar mun ræða um heima- hjúkrun og dementsjúklinga. Aðstandendureru hvattir til þátttöku og annað áhugafólk er velkomið. Útboð, gluggabreyting og fleira Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í breytingu 30 glugga og smíði hurða ásamt lagfæringum á Alfaskeiði 64. Útboðsgögn verða afhent gegn 100 kr. skilatryggingu á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 9. ágúst kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. Óska eftir að taka á leigu lítinn bílskúr eða 20 m2 herbergi (helst í Vesturbænum) undir léttan iðnað. Góðri umgengni heitið. Hafið samband við auglýsingadeild Þjóðviljans, sími 81333, Margrét. Til sölu Range Rover árgerð 74 í góðu standi. Upplýsingar í síma 27180. Húsnæði óskast Þrjár 22 ára stelpur óska eftir að taka á leigu 4ra herbergja íbúð. Góðri um- gengni og öruggum mánaðar- greiðslum heitið, e.t.v. fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar í síma 40541 á kvöldin. Á vinnutíma í síma 26055, innanhússími 31 - 46. Til sölu stækkari svart/hvítur, gott tæki. Carmenrúllur, Ronson hárþurrkari, borðskurðarhnífur og ýmis hljóm- flutningstæki, m.a. Equalizer og An- alizer. Uþplýsingar í síma 39024. Notað úr eldhúsi, eldavél 4 hellur, tvöfaldur stálvaskur í stóru borði, blöndunar- tæki. Baðherbergi, baðker, handlaug og blöndunartæki, spegill í dökkum ramma, handklæðahengi og skápur. Einnig 2 svefnbekkir. Upplýsingar í símum 33959 og 18396. Bíll Audi 100 LS árgerð 77. Góður bíll, bein sala eða skipti á tveimur góðum bílum eða einum ódýrari. Upplýsing- ar í síma 39024. Veiðimenn Stangaveiðifélag Borgarness selur veiðileyfi í Langavatn. Góð hús, vatnssalerni. Traustir bátar. Verð með aðstöðu kr. 300.-, án aðstöðu kr. 150.- hver stöng. Upplýsingar í síma 93-7355. Til sölu mjög vel með farin dökkblár Silver Cross barnavagn. Upplýsingar í síma 12252 e. kl. 20. Til sölu 15 ára 4ra sæta sófasett frá trésmiðj- unni Víði, verð kr. 3000.-. Þarfnast bólstrunar og áklæðis. Sími 72453. Húseigendur athugið tvær reglusamar systur, þroskaþjálfi og hjúkrunarnemi óska eftir að taka á leigu 3ja til 4ra herbergja íbúð. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í símum 81681 - 26836-31130. Tilsölu Atlas ísskápur. Sími 53840. Til sölu General Electric þvottavél venjuleg stærð, lítið notuð. Staðgreiðsluverð 22.000.- kr. Einnig General Electric þurrkari, ónotaður, staðgreiðsluverð kr. 19.000.-. Upplýsingar í síma 14692. Til sölu 400 I frystikista með nýjum mótor. Sími 21464. Bíll til sölu Chevrolet Chevette ’80 árgerð, gul- brúnn, ekinn 39 þús. km. Verð 180- 200 þús. kr. Sími 10881 e. kl. 18. Hreinsýn gluggaþvottaþjónusta, Nönnugötu 16 - sími 621676 Þvoum glugga jafnt úti sem inni, hátt sem lágt. Tekið á móti pöntunum og upplýsingar veittar á mánudögum kl. 8-10.30 f.h. og fimmtudögum kl. 14- 17. Þrjú ungmenni með eitt barn óska eftir að taka á leigu 4ra herbergja íbúð helst í mið- bæ Reykjavíkur. Skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 26161 e. kl. 18. Til sölu mjög góð AEG eldavél með 4 hellum, góðum ofni og geymsluskúffu. Verð aðeins kl. 1000,- Upplýsingar í síma 75806. Manngildi umfram markaðsgildi Ung hjón með eitt barn óska eftir 2ja herbergja íbúð á viðráðanlegu verði helst í vestur- eða miðbæ Reykjavík- ur. Upplýsingar í síma 614647. Til sölu svart/hvítt Normende sjónvarpstæki. Sími 75605. ATH. Flóamarkaður er ókeypis þjónusta við áskrifendur Þjóðviljans. Herbergi Rólegur karlmaður óskar eftir her- bergi til leigu. Upplýsingar í síma 17087. Atvinna óskast 15 ára stúlka óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 74335. ísskáþur - eldavél Ég ætla að selja ísskáp og gefa elda- vél. Sími 23789 e. kl. 17. Til sölu 26 tommu ITT litasjónvarp, sem nýtt. Símar 17087 eða 97-7556. Til sölu vegna flutninga góð uppþvottavél, nýlegar barnakoj- ur, Ikea hilla, barnaskrifborð, gömul skrifstofumubla og linsusuðutæki. Upplýsingar í símum 16289 og 77285. Þrumu græjur Thorens fónn, Marantz magnari 2x75 W, Pioner útvarp, Marantz hátalarar 2x150 W, til sölu. Upplýsingar í símum 16289 og 77285. Bíll til sölu Suzuki árgerð '81, ekinn 26 þús. km. Útvarp, kassettutæki og fl. fylgir. Verðtilboð. Upplýsingar í síma 38887. Dúlla Snorrabraut 22 Mikið úrval af ódýrum fatnaði t.d. bux- ur og skór frá kr. 40.-. Gallar kr. 50.-. Ungbarnanærfatnaður kr. 25.-. Úti- gallar frá kr. 120.-. Margt, margt fleira. Komið. Upplýsingar í síma 21784 f.h. Dúlla Snorrabraut 22. Trommusett Til sölu Premier trommusett með töskum. Selst ódýrt ef samið er strax. Sími 71828. Til sölu Tilboð óskast í Toyota Carina árgerð 74 ekinn 50 þús. km. Útvarp og segulþand fylgir. Upþlýsingar í síma 72192 e. kl. 19. Ýmislegt til sölu Erum að flytja til útlanda og viljum selja: Vel með farið borðstofuborð úr furu + 4 stólar, tvíbreitt rúm, svart/ hvítt sjónvarp og hillur. Tvennt síðast nefnda selst ódýrt. Á sama stað ýmis konar eldhúsáhöld einnig til sölu. Upplýsingar í síma 25034. Til sölu Singer prjónavél með mótor af nýj- ustu gerð, selst á hálfvirði. Einnig til sölu sófasett úr eik, verð kr. 6000.-. Sími 44709. Til sölu mjög vel með farið píanó. Upplýsing- ar í síma 18179. Ég er rúmlega 1 árs og mig bráðvantar barnaferðarúm. Ef þú lumar á einu slíku máttu gjarnan hringja i mömmu og pabba í síma 30386. Hlynur Orri. Einstakt tilboð 20 m2 Álafoss alullarteppi með listum og undirlagi. Kostar um 22.000.- kr. í búð en selst á kr. 17.000.-. Ljósbrúnt að lit. Upplýsingar í síma 84021. N0NNI KJÓSANDI Þér er velkomið að leita álits annars staðar - ef þú hefur efni á því. Það er best að þú sjáir um sláttinn - þú barst áburðinn á hann. 14 19 12 21 16 17 13 18 20 10 15 11 KR0SSGÁTAN Lárétt: I æviskeið 4 sess 7 veggur 9 geð- vonska 12 blóta 14 gruna 15 smáger 16 spotta 19 sætabrauð 20 hræddist 21 reiðir Lóðrétt: 2 sáld 3 veiða 4 lasleiki 5 kaðall 7 vöxtur 8 yfirhöfn 10 bjálkar II spurðir 13 horfi 17 kostur 18 sói Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 hólk 4 fork 6 öfl 7 sukk 9 aska 12 ókunn 14 jól 15 egg 16 fætur 19 kaup 20 plat 21 raspa Lóðrétt: 2 ólu 3 kökk 4 flan 5 rák 7 stjaka 8 kólfur 10 snerla 11 aðgæta 13 urt 17 æpa 18 upp 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.