Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 9
MANNLIF
Sumar í sveit
Yfir 50 sveitabýli taka á móti sumargestum
Þau eru nú orðin allmörg, ís-
lensku sveitabýlin, sem í stakk
eru búin til að taka á móti gestum
til dvalar í lengri eða skemmri
tíma. Ferðaþjónusta bænda
skiptir býlum þessum í þrjá
flokka.
í A-flokknum eru þau býli þar
sem gisting er á bænum sjálfum
með morgunverði, hálfu eða
fullu fæði. Uppbúin rúm eru gest-
unum til reiðu en einnig er boðið
upp á svefnpokapláss. Ferða-
maðurinn verður eins og einn af
fjölskyldunni, getur fylgst með
störfunum eða verið beinn þátt-
takandi í þeim að vild. Sveitagist-
ing er besta tækifærið til þess að
komast í tengsl við fólkið og lífið í
sveitinni.
í B-flokknum eru þau býli þar
sem gisting er í sérhúsi, sumar-
bústað, íbúð eða hjólhýsi með
eldunaraðstöðu. Ferðamaðurinn
er meira út af fyrir sig en getur þó
fylgst með sveitastörfunum því
gistiaðstaðan er nálægt eða hjá
býlinu.
í C-flokknum eru svo þau býli,
sem bjóða lengri eða skemmri
ferðir á hestum, jafnframt því að
til boða stendur fyrirgreiðsla um
fæði og húsnæði. En oft skarast
þessir flokkar nokkuð að sjálf-
sögðu.
Ekki er hér rúm til að rekja
hvað upp á er boðið á hverju býli
fyrir sig. En þeir, sem hug hafa á
að eyða sumarleyfi að einhverju
eða öllu leyti á sveitabýlum, ættu
að snúa sér til Ferðaþjónustu
bænda í Bændahöllinni, sími 91-
19200. Þar verða fúslega veittar
allar upplýsingar, auk þess sem
þar er fáanlegur myndskreyttur
bæklingur, þar sem taldir eru upp
þeir bæir, sem þessa þjónustu
veita, ásamt þvf, sem á boðstól-
umerá hverjum stað. En til þess
að koma lítillega til móts við les-
endur skulu hér nefnd þau býli,
sem nú eru reiðubúin til þess að
taka á móti sumargestum:
A-flokkur: Kiðafell íKjós, Ný-
höfn í Melasveit, Brennistaðir í
Flókadal, Fljótstunga á Hvítár-
síðu, Garðar og Ytri-Tunga í
Staðarsveit, Brekkulækur í Mið-
firði, Geitaskarð í Langadal,
Hagi á Árskógsströnd, Laxár-
bakki í Mývatnssveit, Hof I í
Öræfum, Hunkuakkar á Síðu,
Leirubakki í Landssveit, Sel í
Grímsnesi og Hvoll í Ölfusi.
B-flokkur: Brennistaðir í
Flókadal, Húsafell í Hálsasveit,
Garðar í Staðarsveit, Arnarfell á
Amarstapa, Gíslabær á
Hellnum, Kverná í Grundarfirði,
Bær í Reykhólasveit, Brjánslæk-
ur á Barðaströnd, Breiðavík á
Rauðasandi, Staður í Hrútafirði,
Víðigerði í Víðidal, Hof í Vatns-
dal, Stóra-Giljá í Torfulækjar-
hreppi, Vatn á Höfðaströnd,
Hraun í Fljótum, Steinsstaða-
skóli í Tungusveit, Syðri-Hagi og
Ytri-Vík á Árskógsströnd, Pét-
ursborg í Glæsibæjarhreppi,
Stöng í Mývatnssveit, Húsey í
Hróarstungu, Grund í Borgar-
firði eystra, Gistiheimilið á Egils-
stöðum, Karlsstaðir, Berunes og
Eyjólfsstaðir í Berufirði, Stafa-
fell í Lóni, Nýibær í Landbroti,
Suður-Foss í Mýrdal, Leirubakki
í Landssveit, Þjóðólfshagi í Holt-
um, Fljótshólar í Flóa, Frum-
skógar 3 í Hveragerði.
C-flokkur: Sigmundarstaðir í
Hálsasveit, Bjarnastaðir á Hvít-
ársíðu, Brekkulækur í Miðfirði,
Fagranes á Reykjaströnd, Ár-
bæjarhjáleiga í Holtum,
Austvaðsholt í Landssveit, Þjóð-
ólfshagi I í Holtum og Miðdalur í
Laugardal.
- mhg
Fjóla Gísladóttir húsmóðir á Gíslabæ á Hellnum, ásamt þremur af barnabörnum sínum, Friðriki Þór, Berglind og Andra
Þór Steingrímsbörnum. Þau hafa gaman af að veiða niðri á bryggju, sögðust stundum fá ufsa og sjóða hann handa kisu.
Einnig veiða þau marhnúta sem Andri Þór sagðist gera plokkfisk úr! Mynd - eik.
Oftast fiskur
Ferðabændur sem krydda tilveru ferðalanga
„Ég hef ákaflega mikla ánægju
af að annast ferðafólkið sem kem-
ur hingað. Þetta er svo skemmti-
legt fólk, útlendingar og Islend-
ingar jafnt fjölskyldufólk sem ein-
staklingar. I sumar hefur fólk yf-
irleitt aðeins gist eina nótt en áður
vorum við með fólk á vegum
Flugleiða í viku til 10 daga“ sagði
Laugahátíð
Ný hljómsveit Bubba Morthens
leikur á öllum dansleikjum
Laugahátíöar sem hefst á föstu-
daginn. Hátíöin hefst kl. 14 á
morgun aö Laugum í S-
Þingeyjasýslu og skemmtidag-
skrá lýkur kl. 3 aöfaranótt mánu-
dags.
Dansað verður öll kvöld frá kl.
10 - 3. Auk þess verða kvikmynd-
asýningar allan daginn. Fjöl-
skylduhátíð verður á sunnudag-
inn og verðlaunakeppni í Skrykk
lýkur þann daginn. Sumargleðin
skemmtir, Bubbi og Megas auk
þess sem fleira verður á dagskrá í
íþróttahúsinu sem er stórt og
glæsilegt að hætti Þingeyinga.
-jp
Fjóla Guðjónsdóttir í Gíslabæ á
Heilnum í Breiðavíkurhreppi
þegar Þjóðviljinn heimsótti hana
á Snæfellsnesið.
Á Gíslabæ búa svokallaðir
ferðabændur. Þau eru meðlimir í
Ferðaþjónustu bænda sem eru
samtök bænda um sveitir landsins
þar sem ferðafólki býðst gisting
og ýmsar uppákomur tengdar
umhverfi hvers staðar. Á Gísla-
bæ er hægt að fara í róður með
húsbóndanum, Matthíasi Björns-
syni, eða syni hans, Karli guð-
fræðinema úr Kópavogi sem er á
skaki yfir sumarmánuðina. Nátt-
úran umhverfis Gíslabæ er einnig
heillandi stórkostleg. Eftir erfiði
dagsins er síðan hægt að fara í
sturtu og sauna og njóta góðrar
máltíðar hjá Fjólu. Ög fyrir alla
þessa stemningu er verðið ívið
lægra en á Edduhótelunum.
„Ég hef það í matinn sem fólk
biður um. Oftast er það fiskur“
sagði Fjóla. „Útlendingar vilja
helst ekkert annað. Ég matreiði
hann á ýmsan hátt. Oftast sýð ég
hann í eigin vökva í smurðu formi
í ofninum. Hann er inni í svona
10-20 mínútur í 200 °C heitum
ofni. Það er mjög gott að hafa
bakaðar baunir og tómata með“
sagði hún þegar við báðum um
góða uppskrift.
„Hefðbundin steikt ýsa er
einnig mjög vinsæl hjá mér og
steiktur skötuselur, sem sonur
minn matreiðir, er alveg frábær.
Við veiðum yfirleitt fiskinn sjálf.
Mér finnst þorskur mjög góður
og satt að segja ýsan varla fiskur
miðað við þorskinn sem við fáum
hér úti. Stundum fáum við líka
lúðu og einnig karfa sem er góð-
ur. Reyktur karfi er agalega góð-
ur soðinn, líka reyktur ufsi.“
Fjóla sagði galdurinn með fiskinn
vera þann að láta hann aldrei full-
þiðna ef hann er tekinn úr frysti.
Hún er með stóa frystikistu sem
hún nýtir vel og pakkar verkuð-
um fiskinum ofan í á þann hátt að
auðvelt er að taka hæfilegan
skammt út í hvert sinn sem á þarf
að halda.
„Hér hafa verið Frakkar sem
veiddu sér marhnúta og steiktu
yfir eldi. Þeir sögðu þá lostæti
mikið en ég hef aldrei matreitt
slíkt, legg ekki í að prófa“ sagði
Fjóla Guðjónsdóttir, á Gíslabæ.
Velkomin
til Akureyrar
• Góð gistiherbergi. • Góðar veitingastofur.
• Næg bílastæði.
Hótel Varðborg
Geisiagötu 7, Akureyri. Sími 96-22600. - Box 337.
súr sarrfá
ætinu
geysigott úrvar af
borgarkortum, og
Eins og áðtKy pigum. '
vegakortum, ’landakorti
feröahanábókum.
SnttbjörnKónsson&Cb.hl
i Hafnarstræti 4 og 9
símar: 11936 - 14281 I
í~-
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9