Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 2
\iku
skammtur
Ég er laumuíhald og afturhaldsþankinn er líklega
snarasti þátturinn í skaphöfn minni. Ég er að vona að
þetta komist ekki upp, vegna þess að það er dálítið
ófínt að vera ekki „radíkal" eins og við köllum það í
„intelígensíunni". Með þessu er ég ekki að segja, að
ég væri ekki til í að breyta einu og öðru í lífinu og
tilverunni. Ég vil bara ekki breyta því, sem er gott eins
og það er, bara til að breyta, venjulega til verri vegar.
Ég er fæddur hérna í Kvosinni og er búinn að eiga
heima í miðbænum í hálfa öld, svo gamla Reykjavík
hefur öðlast dálitla hlutdeild í mér og ég í henni. Þetta
er stundum kallað að þykja vænt um bæinn sinn.
Kannske gerist ég stundum heimaríkur úr hófi, eins og
sagt var um hundana og menn sem búnir voru að vera
, í sama skipsrúmi lengi, en það verður þá að hafa það.
Mér finnst stundum að ég eigi meira í Austurstræt-
inu, Austurvelli, Lækjargötunni, Tjörninni og Arnar-
hólnum en annað fólk, líkt og Húnvetningum finnst um
Eyvindastaðarheiðina og Auðkúluheiðina, og þess
vegna rennur mértil rifja, þegarframin eru meiri spjöll
á miðbænum en góðu hófi gegnir. Þess vegna brá mér
meira en lítið, þegar Davíð borgarstjóri kom í sjónvarp-
ið um daginn og óskaði eftir nýjum tillögum um Arn-
arhólinn. Ég hélt nú satt að segja að þar væri nóg að
gert.
Auðvitað væri hugsanlegt að setja á Arnarhólinn
vatnsorgel, tré og pulsuvagna, bekki, hellulagða
gangstíga og risalúdó fyrir þá sem komast ekki við að
risataflið við Lækjargötu. Þar mætti líka hafaTívolí. Við
fótskör Ingólfs yrði svo komið fyrir þúsundvatta hátöl-
urum og dælt úr þeim pung-þungarokki yfír
hólnjótendur dægrin löng af slíkum styrk að það yfir-
af nýjum Arnarhóli
gnæfði plötuskarkala einkaframtaksins við Austur-
stræti og Lækjartorg.
Þjóðráð væri svo að hola þennan gamla hulduhól
innan og flikka uppá gömul heimkynni álfa og vætta
með því að steypa þar upp bílageymslur fyrir þá sem
óska að njóta útivistar á hinu nýja bílageymsluþaki í
Arnarhóli, sem fengi ekki lengur að heita Arnarhóll,
heldur öðlaðist verðugri nafngift einsog Klambratún
forðum og bæri nú nafn með rentu; Miklihóll.
Og ekki má gleyma því að Miklihóll stæði í skjóli nýja
Seðlabankans, sem í framtíðinni mun skýia þeim, sem
leið eiga um þennan merkilega reit í miðbænum, fyrir
norðannepjunni og útsýninu til þess fjalls, sem sumir
telja öðrum fjöllum fegurra en aðkomumenn að
norðan segja að sé einsog fjóshaugur.
Félagsvísindamenn sérfróðir í mannlífi hafa nokkuð
lengi verið að klifa á því að miðbærinn í Reykjavík sé
lífvana. Þetta er ekki bara misskilningur, heidur
beinlínis haugalygi.
Miðbærinn er satt að segja nokkurs konar spegil-
mynd af árstíðum, veðurfari, mannlífi og sálarástand-
inu í Reykjavík.
Minnsta sólarglæta kveikir líf í miðbænum og fyllir
hann af góðu fólki og fallegu, sem heldur áfram að
elska Kvosina svo lengi sem hún fær að vera eins og
hún er ekki eins og hún á að vera, að dómi verktaka,
sem eru réttu megin í pólitík.
Þegar loftvogin fellur hverfur fólkið úr götunni, en
um leið og sér til sólar er lífsanda blásið í miðbæinn.
í meira en 150 ár hefur Austurstrætið verið alfara-
leið, athvarf og aðsetur bæjarbúa. Embættismenn í
spássértúrum, heiðurshjón á göngu, flagarar við iðju
sína, daðurdrósir að gefa falskar vonir, ungt fólk að
draga sig saman, eða segja hvert öðru upp, ósofnir
bankamenn að skunda í vinnuna sem er í því fólgin að
hugga þá sem eyða dögunum í að „berjast í bönkum",
útsofnir mangarar að opna búðir sínar til að selja
kaupglöðum vegfarendum nauðsynjavörur eða
óþarfa, Ijóðelskir reikunarmenn með görótta kokkteila
á furðulegum flöskum, blómarósir, trúbadúrar, Stefán
í Möðrudal, drukknir ofbeldismenn og frelsaðir bind-
indismenn.
Ungir og gamlir, fallegir og Ijótir, blankir og ríkir,
góðir og vondir fylla Austurstrætið ásamt með lífgjafa
sínum, blessaðri sólinni.
Og svo halda félagsvísindamenn sérfróðir í mannlífi
því fram að miðbærinn í Reykjavík sé lífvana.
Líklega dálítið lífvana sjálfir.
Og í þessum unaðslega miðbæ er aðeins eitt, sem
hefur í áranna rás fengið að standa nokkurn veginn
óhaggað, ef frá eru taldar hamfarirnar í norðanverðum
hólnum.
í guðs bænum Davíð og þið hinir. Látið þið nú
það sem eftir er af þessari grænu perlu í miðbæn-
um í friði. Annars farið þið bara til helvítis og það
jafnvel áður en þið geispið golunni endanlega.
Hér fer vel á því að rifja upp gamla góða vísu, sem
reikunarmenn settu saman undir blikkinu á norðan-
verðum Arnarhóli hérna á árunum, þegar gleðimenn
bæjarins áttu sér þar griðastað:
Hvurgi á byggðu bóli
er betra að una sér
en uppi á Arnarhóli
af því hann fær að vera bara eins og hann er.
Flosi
Aldrei féll öfugt orð
- segir Jónas B. Jónsson sem er nýkominn úr
ferð félagsstarfs aldraðra í Kópavogi til Fœreyja.
„Þetta var ákaf lega eftirminnileg
ferð og öllum tíl sóma sem að
henni stóðu. Það vardekrað við
okkur í Færeyjum og vinsemd og
gestrisni með eindæmum",
sagði Jónas B. Jónsson, einn
Kópavogsbúanna sem fóru til
Færeyja á dögunum á vegum fé-
lagsstarfs aldraðra.
í hópnum voru alls 40 manns
auk þriggja fararstjóra, þeirra
Önnu Sigurkarlsdóttur, Ásdísar
Skúladóttur og Þórhildar Gísla-
dóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem
farið er í slíka utanlandsferð á
vegum félagsstarfs aldraðra, en
áður hefur verið farið í
sólarlandaferðir og einnig ferðir
innanlands. Vakti heimsókn
þessi allmikla athygli í Færeyjum
og mikið skrifað um hana í blöð-
in. Og Jónas heldur áfram að
segja okkur frá ferðinni: „Ég hef
sjaldan mætt annari eins vinsemd
og einlægni. Hópurinn var mjög
samstilltur og aldrei féll öfugt orð
eða annað millum fólks. Ég hefi
farið áður í ýmsar hópferðir á
vegum félagsstarfs aldraðra í
Kópavogi og jafnan verið ánægð-
ur. En þessi ferð var alveg sér-
stök.“
„Hvað var eftirminnilegast“?
„Mér þótti eftirminnilegast að
skoða Kristjánskirkjuna í
Klakksvík. Hún er 1000 ára
gömul að formi til, en var endur-
byggð að innan 1912 þegar Krist-
ján X tók við konugdómi. Ég hef
mikinn áhuga á sögufræði og
náttúrufræði og það var margt að
skoða í Færeyjum á því sviði.“
„Hvað hefúr þú starfað um æf-
ina Jónas?“
„Og það er nú sitt af hverju og
væri of langt mál að telja það allt
upp. Margt, já bæði á sjó og
landi, skulum við segja. Síðast
vann ég í áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi, en hætti þar fyrir 6
árum þá 71 árs að aldri. Þegar ég
var yngri og hugði á nám hafði ég
mestan áhuga á náttúrufræði og
sagnfræði og veit reyndar ekki
hvort hefði orðið fyrir valinu. En
ég var ekki hvattur til náms og
svo fór að ég stundaði þetta bara í
frístundum. Ég les mikið, en
reyni líka að gera eitthvað í hönd-
unum. Nú er ég að fást við að
binda inn. Maður getur ekki bara
lesið bækurnar, stanslaust.“
„Hvað lestu helst?“
„Það eru nú þessi áhugamál
mín, sagan og náttúrufræðin. Svo
les ég ljóð og laust mál. Þórberg
og Laxness. Og Stein Steinarr.
Hann var það sem maður þurfti
af þvf taginu. Flestir þessir ungu
yrkja bara eftirlíkingar, - eins og
segir í Hávamálum: „Hálfgert
fimbulfamb“. En Disneyrímurn- /
ar hans Þórarins Eldjárn á ég og
mér þykja þær ágætar. Og allar
bækur Kristjáns föður hans Eld-
jáms hef ég lesið“.
„Hvað með fomsögurnar,
áttu þær?“ )
„Hvað heldurðu? Allar. Njála
var löngum mitt uppáhald, en
það er búið að jaska henni mikið. r
Hrafnkelssaga Freysgoða er ekki N
síðri og sálfræðilega mjög merki- v
leg bók.“ Og þar með lýkur stuttu
spjalli við þennan eldhressa
Kópavogsbúa, sem fór til Fær-
eyja á 78.nda aldursári og er
hvergi þreyttur.
þs
Held mest upp á
Hrafnkelssögu",
segirJónas.
Ljósm. Loftur
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1984