Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 9
Hann á eigin bát, sem hann heldur úti til fiskveiða frá Fre- deriksháb (Pamiut), sem er 2400 manna bær á vestur- strönd Grænlands. Hann er jafnframtforseti Stórstúkunn- arog starfsmaður hennar, í hálfu starfi. Grænlendingar hafa ekki frem- ur en mörg samfélög, sem búið hafa að eigin menningu, í einang- run, farið varhluta af innrás vest- rænna áhrifa, sem oftast hafa í för með sér miklar breytingar á lifn- aðarháttum og röskun, sem er fráleitt jákvæð í alla staði. í þessu viðtali segir forseti stúkunnar í Grænlandi frá sorglegu vanda- máli, sem orðið er óskaplegt þar í landi, drykkjuskap. „Því er ekki að leyna, drykkju- skapur er hrikalegt vandamál á Grænlandi“ sagði Karl M. Josefs- en, forseti stórstúku Grænlend- inga, en hann kom hingað til lands með hóp grænlenskra ung- linga. Tóku þeir þátt í æskulýðs- móti templara, sem haldið var að Varmá í Mosfellssveit nú í enda- ðan júlí. „Almennur drykkju- skapur er orðið stórkostlegt samfélagslegt og efnahagslegt vandamál hjá okkur“, sagði Karl, „og hefur aukist gífurlega". Við hittum Karl M. Josefsen á ' mótsvæðinu uppi í Mosfellssveit í rigningunni á dögunum. Það var heldur vætusamt í tjaldbúðum mótsgesta, eftir úrhelli undan- genginna daga. Þar var umhorfs, líkt og oft vill verða á sumarsam- komum unglinga hér á landi, þar sem veðurguðirnir leggja sorg- lega sjaldan blessun sína yfir sam- kunduna, for og drullupollar. Hins vegar var hér allt með ró og spekt, hvorki háreisti né sukk, svo sem stundum vill verða í tjaldbúðum á sumarsamkomum hér á landi, enda er Bakkus hér víðs fjarri. Mótsgestir mötuðust í félags- heimilinu Hlégarði. Þar sat Karl ásamt tveimur ungum löndum sínum, frísklegum strákum, sem óðar voru komnir út í suddann í boltaleik. Við spurðum hann hvort drykkjuskapur hefði aukist meðal unglinga á Grænlandi, eða hversu gamait íóik væfl yfíriCIÍt, þegar það byrjaði að drekka. „Það byrjar yfirleitt um 16 ára aldurinn. Ungiingar eru ekkert áberandi hvað óreglu varðar. Hún er útbreidd og almenn með- al alls fullorðins fólks, hjá ungum sem öldnum. Þetta eru sorglegar staðreyndir og ástandið verður æ ískyggilegra í þessum efnum“. Fyrir tveimur árum var drykkja Grænlendinga 12,3 lítrar á hvert mannsbarn í landinu, að sögn Karls, en aukningin hefur verið ótrúleg nú allra síðustu ár og nú er þessi tala komin í 21,3 lítra á mann! Það eru raunar tölur frá 1983. Þetta er nærri fimm sinnum meira magn en íslending- ar létu ofaní sig á síðasta ári, pr. mann. Danir, sem stunda stífast drykkju allra norðurlandabúa drukku 12,43 pr. mann árið 1982 og þeir eru ofarlega á blaði í þess- um efnum í Evrópu. „Þetta eru ógnvænlegar tölur“, segir Karl M. Josefsen. „Við höf- um þann vafasama heiður að vera „fremstir" að þessu leyti. Drykkjuskapurinn kemur orðið niður á öllum þáttum þjóðlífsins. Menn afrækja vinnu vegna ölv- unar, mæta seint, eða alls ekki. Börn eru ekki send í skóla vegna áfengisneyslu foreldra. Atvinnu- lífið bíður stórtjón af þessum ósköpum. Mörg fyrirtæki eru lömuð dögum saman vegna þess að svo og svo margir starfsmenn velta einhvers staðar um ofurölvi í stað þess að stunda starfann sinn“. „Það er sorglegt að horfa upp á þetta“ hélt Karl áfram. „Menn liggja oft afvelta út um grundir og móa. Þegar vínbúðir eru opnaðar á mánudagsmorgnum hópast fólk þangað. Og klukkan eitt eftir há- degi vafrar kannski fjöldi manna um ofurölvi. Bjórdósir og vín- flöskur liggja eins og hráviði út Karl M. Josefsen, forseti stórstúkunnar ó Grœnlandl: um allt. Þessu fylgja svo auðvitað pústrur, stimpingar, áflog og oft stórslys. Lögreglan hefur ekkert undan að taka menn úr umferð. Sjúkrahúsin hafa ærinn starfa af því að gera að meiðslum, sem verða í drykkjulátum". Tölur tala sínu máli. Áfengis- neysla þykir til dæmis ærin í Finn- landi. Þar er vínneysla sem svarar 7,92 lítrum á mann (tölur frá ’82) og er það þó rétt rúmlega þriðj- ungur þess sem gerist á Græn- landi. I Svíþjóð er drukkið sem svarar 6,10 lítrum af alkóhóli á mann og í Noregi 4,86 lítrar. En drykkja hefur minnkað síðustu árin í báðum þessum grann- löndum okkar. „Það sem okkur, sem berjumst gegn þessu böli, SVÍður hvað sárast", sagði Karl M. Josefsen, „er að pcSSl ógnvænlega þróun skuli eiga sér stað á sama tíma og hugmyndir um heimastjórn og sjálfstæði Grænlendinga eru að fá byr undir vængi. í hugum okkar stúku- manna er baráttan gegn áfengis- ofneyslunni tengd sjálfstæðisbar- áttunni. f okkar augum hefur landsstjórnin brugðist illa í þess- um málum. 1979 voru settar skorður við áfengisneyslu. Sam- kvæmt þeim reglum fékk hver maður að kaupa 3 kassa af áfengu öli á mánuði og eitthvað samsvar- andi af sterkari drykkjum. Það vildi að vísu við brenna að svind- lað væri á þessum reglum. Þeir sem ekki drukku skammtinn sinn fóru sumir hverjir að versla með hann og skapaðist af þessu tals- vert brask. Þetta varð til þess að stjórnin afnam hömlurnar. Ég tel að það hafi verið mikið glap- ræði“, sagði Karl. Á Grænlandi eru engar stofn- anir, sem sinna áfengissjúkling- um, eða aðstoða fólk við að losna við drykkjusýki, líkt og meðferð- arheimili SÁÁ og fleiri stofnanir hér á landi. Sjúkrahúsin hafa ekki aðstöðu til þess að sinna þessu hlutverki. f blaðinu „Folk- et“, sem fjallar um áfengismál, segir 25. júlí síðastliðinn frá rann- sókn, sem fjórir danskir læknar eru að gera á áfengisvandamálinu á Grænlandi. Telja þeir að það auki heilsugæslunni og sjúkra- stofnunum í landinu stórlega erf- iðið. Mikill hluti sjúklinga sjúkrahúsanna eigi mein sín að rekja til eigin drykkju, eða hafi orðið fyrir barðinu á ölæði ann- arra, hlotið áverka og meiðsl. Læknarnir segja að sjálfsmorðs- tíðni á Grænlandi sé tvisvar og hálfu sinni meiri en í Danmörku og þeir fullyrða að manndráp séu tiltölulega margfalt tíðari en í Kaupmannahöfn. En hvernig er hægt að snúast gegn þessari ógnvæniegu þróun? „Við viljum gera það með öllum tiltækum ráðum“ sagði Karl. „Stórstúkan „I.O.G.T." er ung á Grænlandi og telur aðeins á fjórða hundrað félaga, þar af eru um 200 í Frederiksháb. Mér finnst að sá áróður, sem við höf- um rekið þar hafi borið nokkurn árangur. I haust boðum við full- trúa allra sveitarfélaga á Græn- landi til fundar í Knud Rasmussens-skólanum í Hol- steinsborg (Sisimiut) til þess að ræða þessi mál. Þetta mót verður raunar öllum opið. Þar á að ræða tillögur til landsþingsins um á- fengismál. Ég tel að hefja verði mikia áröðursherfe.rö gegR áfengi, með fræðslu, auglýsing- um og hvers kyns ráðum. - Við erum reiðubúnir til samvinnu við alla aðila í þessari baráttu. Bar- áttumál Góðtemplarareglunnar eru bindindi, bræðralag og friður. Við teljum að þessi mál- efni fari vel saman og það er sannarlega ekki vanþörf á að berjast fyrir þeim á Grænlandi. Við verðum að einbeita okkur að börnunum og reyna að koma í veg fyrir að þau gangi þessa braut. Bindindisáróður í skólun- um hefur verið fremur slælega rekinn, sérstaklega þar sem kennararnir drekka sjálfir. Við höfum líka áhuga á að komið verði upp meðferðarheimili fyrir drykkjusjúka. En við verðum að sníða slíka starfsemi að okkar vexti“, sagði Karl, „Við getum naumast byggt slíkar stofnanir á sömu forsendum og gert er t.d. í Danmörku eða hér“. Varðandi önnur vímuefni, taldi Karl að neysla þeirra hefði einnig aukist, þótt minna væri um það vitað. En árangur eina hass- hundsins á Grænlandi, sem stað- settur er í Godtháb, sýndi að tals- verðu væri smyglað af kannabis- efnum til landsins. Hann hefur fundið talsvert magn í póstsendingum til dæmis. „Við erum fámenn þjóð, að- eins 52000 manns, en við eigum fallegt land. Það gat að líta stór- kostlega sjón daginn, sem ég hélt að heiman, 14. júlí. Sjór spegil- sléttur og sól glampaði á ísurn. Það er sannarlega von okkar að við getum lifað í landinu sjálfráð og að okkur takist að reka þann vágest sem drykkjuskapurinn er af höndum okkar“, sagði forseti stórstúkunnar á Grænlandi að lokum. JH kjuskapur er hrikalegt vandamál Sunnudagur 5. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.