Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 16
LEBARAOPNA Bakgrunnur Bónuskerfi í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag hefur verið í notkun í rúma tvo áratugi, en segja má að bónus í einhverri mynd hafi verið til jafn lengi og mannkynið. Fjöldamörg dæmi eru úr gömlum dæmisögum,, ævintýrum og þjóðsögum um manninn sem var umbunað af húsbónda sínum fyrir vel.unnin störf. Upphaflega má því segja að hugsunin á bak við þessa hugmynd sé jákvæð, en byggist þó á því að til sé bæði húsbóndi og hjú. Húsbóndi, sem getur hyglað sínu fólki eftir getu þess eða eigin geðþótta. í bónuskerfi nútímans finnst enginn misvitur húsbóndi, sem metur eftir persónulegum dynt- um sínum vinnuframlag starfs- manna sinna, heldur vinna dauðar vélar úr afkastaskýrslum, gæðaútreikningi og nýtingu án tillits til persónulegra aðstæðna og skila síðan nákvæmum út- reikningi á umbun þeirri sem hver og einn verðskuldar, sam- kvæmt því kerfi sem vinnu- veitendur og verkafólk hafa kom- ið sér saman um. Mælingin á vinnuframlagi hvers og eins er svo flókin, að starfsmaðurinn hefur tæpast möguleika á að skilja hana, ofaná það kapp sem hann verður að leggja í vinnuna sjálfa, eigi hann að fá umbun um- fram lágmarkskaupið. Og því spyrja margir: hvað er orðið um hugsunina á bak við bónusinn? Er hann orðinn klafi á herðum verkafólks, ný og kaldranaleg að- ferð til að mjólka þrek þess fólks sem hefur ekki í aðra vinnustaði að venda? Lítum nánar á bónus- greiðslurnar eins og þær tíðkast í dag. í nánast öllum frystihúsum á landinu er greitt samkvæmt bónuskerfi og í æ fleiri iðnaðar- fyrirtækjum einnig. Flest frysti- húsin hafa samskonar bónus- kerfi, en önnur fyrirtæki sín eigin kerfi eftir því hvers eðlis fram- leiðslan er. í álverinu í Sraumsvík eru t.d. margs konar bónuskerfi í notkun og í ráði að fjölga þeim enn með því að taka upp t.d. þrif- abónus til viðbótar við fram- leiðslubónusinn. í ræstingum, uppskipun og ýmiss konar ann- arri vinnu sem tiltölulega auðvelt er að mæla eru ýmiss konar akk- LEIÐARI orð eða bónusgreiðslur við lýði og víða í verslun er mönnum greitt hlutfall af sölu. Fjöldamörg störf eru þó enn þess eðlis að þau verða ekki mæld hvorki í afköstum né magni. Eða hvemig ætti t.d. að greiða kenn- urum, fóstrum eða listamönnum bónus? Gæðabónusinn, sem víða er settur á móti framleiðslubónus til að tryggja að gæði séu í ein- hverju samræmi við afköstin, er ekki alltaf auðreiknaður og að- eins í þeim störfum sem verða metin á einhvers konar vogar- skálum. Hópbónus hefur einnig verið reyndur en með misjöfnum árangri, því hver vill byrjanda eða gamalmenni í sinn hóp? Umfangsmesta bónuskerfið er í frystihúsunum, en nánast öll frystihúsin nota sama kerfið ef Vestmannaeyjar era undan- skildar. Par er bónuskerfið skyld- ara akkorði eins og það tíðkaðist t.d. í sfldarsöltuninni á árum áður. Það er almennt ekkert þak á bónusnum í Vestmannaeyja- frystihúsunum og hann greiðist einnig á eftirvinnu. Bónus- greiðslur í öðrum frystihúsum reiknast ofan á dagvinnutaxta, sem er lægri en tekjutrygging og er það skoðun margra að bónus- greiðslurnar haldi þannig da- gvinnutaxtanum niðri. Nætur- vinna hefur nánast lagst af í þess- um frystihúsum, enda bónus ekki greiddur ofan á annað en dag- vinnukaup. Þessi útreikningur, sem er séríslenskur, var sam- ræmdur í samningum 1970 og er reiknað út í sérstökum rekstrar- stofum úti í bæ, en trúnaðarmenn eiga að fylgjast með því að bónu- sinn sé rétt út reiknaður og met- inn. Það er víst enginn vafi á því að bónusgreiðslur hafa í lang- flestum tilvikum hækkað launin og ef til vill veitt svolitlu lífi og spennu í annars daufleg störf, en spurningin er hvað vinnst í bónus þegar til lengdar lætur. Og hvort einhvern tíma tekst að finna raunverulega réttlátt kerfi í launagreiðslum. þs Burtu með bónusinn „Bónusinn á rétt á sér“, segir forstjóri frysti- hússins og framkvæmdastjóri útgerðarmanna tekur í sama streng. Ástæðan er að þeirra mati sú, að fólkið „vilji“ vinna í bónus - og það sé réttlæti fólgið í því að greiða launafólki eftir af- köstum. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að ástæða þess að fólk neyðist til að „vilja" vinna í bónus er einfaldlega sú, að launafólk getur ekki lifað af dagvinnutekjum samkvæmt launatöxtum. Til þess ertímakaup, daglaunin alltof lág. Að hinu leytinu til hlýtur matið á arðsemi vinnuaflsins alltaf að vera afstætt; lífsreynsla, iðni, reglusemi, vandvirkni. Allt eru þetta atriði sem ekki er hægt að bregða á málbandi eða mælitæki og greiða laun eftir. Á sumum vinnustöðum er auðvelt að mæla afköst og ágóði atvinnurekandans er í beinu hlut- falli við afköst. í því Ijósi er ekki óeðlilegt að atvinnurekendurséu fylgjandi bónus. Hins vegar er hægt að líta svo á að bónusvelvild atvinnurek- enda sé enn eitt dæmið um kaldranalegt sjónar- horn kapítalsins þegar fólk er annars vegar. Það skeytir ekki um annað en fá sem mestan ágóða útúr vinnuaflinu, að arðurinn verði sem mestur. í púlsvinnu er fólk afkastamest undir þessum formerkjum um tveggja áratuga skeið. Og reynsla fólks á öllum aldri af bónusnum er sú ein „jákvæð" að fólk fær hærri tímalaun en taxti segir til um. En neikvæðu afleiðingar afkastahvetjandi launakerfis eru alvarlegri: 1) Bónusinn er and- stæður fullorðnu fólki á vinnustöðum og fólki sem af öðrum ástæðum hefur skerta starfsgetu; 2) Afkastahvetjandi launakerfi flýtir fyrir líkamlegu sliti og veldur streitu; 3) Bónusinn ýtir undir tog- streitu og samkeppni á vinnustöðum; 4) Bónus- inn kemur beinlínis og óbeinlínis í veg fyrir að launafólk geti náð því takmarki að fá laun fyrir dagvinnu sem nægja til framfærslu í nútíma þjóðfélagi. Allar þessar ástæður nægja til að launafólk og verkalýðsfélög hljóta í meira lagi að þurfa að vera á varðbergi gagnvart bónusnum. Og flestum okk- ar þykja þessar ástæður sem hér eru nefndar nægja til að hafna slíku launakerfi. „Bónusinn er blekking" segja Valdís Kristins- dóttir og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir sem þekkja bónusvinnu frá hinni hliðinni. Hún er blekking þar sem neikvæðar afleiðingar hans eru ekki teknir til greina í launaumslögunum. Atvinnurekendur sem eru fylgjandi bónusnum væru áreiðanlega ekki jafn hressir með að fá sín laun greidd eftir slíkum grundvallarlínum og launafólk í fiskvinnslu þarf að búa við. Þeir hafa enda fimm til tíföld laun verkafólks sjálfir- og þarf þá bónus ekki að vera talinn með í þeim saman- burði. Verkalýðsfélög standa frammi fyrir því að geta ekki náð fram launatöxtum fyrir almenna dag- vinnu sem nægja til framfærslu. Þess vegna 'neyðast verkalýðsfélög og starfsfólk á launa- markaði til að sætta sig við bónuskerfið. Til að stöðva þetta fjandsamlega launakerfi þarf því að ná fram launum fyrir dagvinnu sem nægja til framfærslu. Kjarabaráttan þarf því í framtíðinni að snúast meira um það að hækka launin til að stöðva bónusfyrirkomulagið. Þjóðvilj- inn skorar á launafólk og hina skipulögðu verka- lýðshreyfingu að hefja baráttu til að koma þessu hættulega launafyrirkomulagi fyrir kattarnef. 16 SÍÐA - PJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.