Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 17
LEÐARAOPNA Þjóðviljinn spyr: Valdís Kristinsdóttir form. verkalýðs- og sjómannafél. Stöðvarfjarðar engum bjóðandi Bónusinn Bónusinn er blekking fyrir það fólk sem vinnur í honum. Sú manneskja sem byrjar ung að vinna bónusvinnu, endist ekki lengi. Vinnuálagið er gífurlegt og engum bjóðandi. Bónusinn hefur haldið tímakaupinu niðri. Það er staðreynd. í þessum litlu sjávar- plássum hefur fólk getað halað tímakaupið upp með bónus og þannig er tímakaupinu haldið niðri um leið. Aðalvandinn er tímakaupið, það er alltof lágt og það verður að bæta það á annan hátt en með þessum gífurlega þrældómi. Vilhjólmur Ingvarsson, framkv.st. fsbjarnarins Bónusinn Bónusinn á fullan rétt á sér. Fólk sem skilar mestum af- köstum á að hafa hæstu launin. Það er sanngirnismál. Sá sem skilar tvöföldufn afköstum á ekki er sanngjarn að fá sömu laun, hvernig sem þau eru nú reiknuð, og aðrir. Þetta mætti hafa í huga við aðrar launa- greiðsiur og taxta líka. Hvað snertir langtímareynslu af bón- uskerfinu er erfitt að spá, þar sem bónuskerfi í þessari mynd er svo nýlegt. En mér finnst óréttlátt að greiða ölium sömu laun, án tillits til vinnuframlags og því á bónus- inn sannariega rétt á sér. Elísabet Þorgeirsdóttir Heldur tímakaupinu niðri Bónusinn hefur aldrei verið eins óréttlátur og einmitt nú, vegna þess-að tímakaupið í fisk- vinnslunni er lægra en lágmarks- kaup í landinu í dag. Vissulega skilar bónusinn auknum tekjum fyrir þá sem geta hamast,fæstir vilja æfiráða sig í fiski og þess vegna tekur fólk þetta sem hverja aðra ígripavinnu. Og sumir segja að tíminn verði óendanlega lengi að líða, ef ekki væri bónusinn að keppa eftir. En þetta mál hefur margar hliðar og margar mjög ómanneskjulegar. Krakkar sem eru að byrja hafa enga möguleika á að ná í bónus, það tekur amk. ár að ná þessari þjálfun. Þar við bætist að við þetta er svo flókinn útreikningur og venjuleg mann- eskja er algerlega varnarlaus gagnvart honum. Lámarkstaxt- inn verður að hækka og það verð- ur að finna kerfi-sem er mann- eskjulegra en bónusinn. Kristjón Ragnarsson, framkvstj. Landsamb. ísl. útvegsmanna Bónusinn Af því sem ég hefi kynnst.bón- usvinnunni með heimsóknum í flestöll frystihús landsins hefur mér virst þetta skynsamlegt fyrir- komulag og fólk sækjast eftir því. Það er gott að geta veitt fólki kaupauka eftir afköstum og gæð- um, en bónusinn reiknar einnig er skynsamlegur gæðin. Hafandi alist upp að veru- legu leyti í frystihúsi verð ég að segja að mér virðist þetta fyrir- komulag mun skynsamlegra en það sem áður gilti og engan veg- inn svo íþyngjandi að það réttlæti sé lagt af. Fólk virðist yfirleitt sækjast eftir þessu, - það á kost á uppgripavinnu stuttan tíma eða jafnvel hluta úr degi, ef það vill sinna öðru, t.d. heimilisstörfum á móti, og það nær jafnvel fullum dagvinnulaunum samt sem áður. Ég get því ekki annað sagt en mér finnist bónusinn eiga fullan rétt á sér. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir fiskverkunarkona Bónus er í grundvallaratriðum eru til tvö form launagreiðslna. Það eru laun fyrir vinnutíma og laun fyrir framleiðslu. Ef kafað er lengra niður í spurninguna, er aðeins um að ræða eitt atriði sem laun eru greidd fyrir. Og það er tími. Þeg- ar farið er út í að greiða ákvæðis- laun í stórum stfl (hér á landi fag- lærðum körlum og síðan ófag- lærðum konum) var það ætlað til blekking að bæta samkeppnisaðstöðu um- ræddra greina. Það gerði það náttúrulega, því iðnaður sem lagar sig ekki að lögmálum heimskapitalsins, dettur úr skaft- inu. Spurningin er hvort við vilj- um svoleiðis samfélag. Þess vegna var það ekki endanleg lausn á samkeppnisaðstöðu þess- ara greina, að margfalda fram- leiðnina á tímaeiningu. Aftur á móti er þessi stundarlausn dýr- keypt því verkafólki sem þarf að margfalda afköst sín á tímaein- ingu, til þess að hafa svipuð laun í stórurii dráttum. Tekjur batna ekki í bónusvinnu, bónusvinna hefur ekki bætt stöðu kvenna á vinnumarkaðinum, bónusvinna hefur slæmar heilsufarslegar af- leiðingar. Þess vegna er bónus blekking gagnvart verkafólki. Sunnudagur 5. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.