Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 11
Söluskattur
(477 krónur)
Allskrónur 2506.50
Lyf, sem kostar í innkaupi til landsins 1000 krónur, er skráö í lyfjaverðskrá á 2.506.50
krónur. Þaraf fær lyfsalinn hvorki meira né minna en 850 krónur! Ofan á þetta fær svo
lyfsalinn sérstakt afhendingargjald fyrir að afhenda viðskiptavininum lyfið (!) sem
nemur 19.20 krónum fyrir hverja lyfjaávísun eða 13.00 krónur ef það er keypt í
lausasölu. Sé um símalyfseðil að ræða bætast 14.90 krónur viö hlut lyfsalans. Sé lyfið
eftirritunarskylt fær hann enn aðrar 19.20 krónur í sinn hlut.
• Einokun ó markaðnum • Fjallhá álagning • Aukagjöld leggjast við skráð verð
Þegarskattskrárvoru lagðar
fram fyrir skömmu kom í Ijós
að langfjölmennasta stéttin í
hópi skattkónga ársins 1984
voru lyfsalar. Hvorki meira né
minna en 16 lyfsalar voru í
hópi hæstu gjaldenda víðs
vegar um landið. Þetta er ekki
giska smátt hlutfall þegar litið
er til fámennis stéttarinnar en
samkvæmt upplýsingum Ap-
ótekarafélagsins munu nú
starfandi færri en 40 apótek á
landinu. Þeireru heldurekki
fáir sem komið hafa að máli
við Þjóðviljann og spurt
hvernig standi á því að meðan
samdráttur á sér stað í flest-
um geirum heilbrigðiskerfis-
ins þá hafi tekjur manna sem
selja lyf aldrei verið jafn drjúg-
ar.
Gífurleg
álagnlng
Ýmsir samverkandi þættir
valda blómstrandi gengi lyfsal-
anna.
Fyrst ber að nefna hina geysi-
háu smásöluálagningu sem lyfsöl-
um er heimilt að leggja á lyfin, en
hún er núna 72prósent. Til
skamms tíma var hún raunar 76
prósent en 1. apríl síðastliðinn
þótti einsýnt að hagur lyfsalanna
stæði með bærilegum blóma, svo
hún var lækkuð - um heil 4 prós-
ent!
Álagningin er ákvörðuð af
Lyfjaverðlagsnefnd, en sam-
kvæmt upplýsingum Ingimars
Sigurðssonar deildarstjóra í
heilbrigðisráðuneytinu er hún
skipuð fimm aðilum: Trygginga-
stofnun ríkisins, Apótekarafélag-
ið, Lyfjafræðingafélagið og Hag-
stofa í slands tilnefna einn full-
trúa hver og að auki situr forstjóri
Lyfjaverslunar ríkisins í forsæti
nefndarinnar.
Starfsmaður hj á Verðlags-
stofnun taldi - en tók fram að
honum væru nákvæmar tölur
ekki handbærar- að smásöluál-
agning á aðrar nauðsynjavörur
væri fráleitt yfir 15 til 30 prósent.
Því má spyrja:
Hvernig stendur á því að smá-
söluálagning á lyf er svona miklu
hærri?
Því miður tókst ekki að hafa
upp á neinum úr lyfjaverðlags-
nefnd til að svara þessari spurn-
ingu og starfsmaður nefndarinn-
ar var nýhættur störfum - orðinn
Iyfsali á Patreksfirði!
Guðmundur Reykjalín, fram-
kvæmdastjóri Apótekarafélag-
anna á íslandi, sagði hins vegar
að hann teldi 72 prósent alls ekki
of háa álagningu og kvað ekki
hægt að bera lyfsala í þessu tilliti
saman við aðra sem stæðu í
venjulegri verslun. Til dæmis
kvað hann fy rningar lyfj a tölu-
verða kostnaðarbyrði í lyfsölu því
„þeir verða að liggja með mjög
fjölbreyttan lager, á þeim hvílir
lagaskylda um að hafa til reiðu
hvert einasta lyf. Af þeim ors-
ökum verða fyrningar miklar því
lyf hafa yfirleitt bara tiltekinn
endingartíma og ganga úr sér
eftir að hann erúti“.
Hœpln rök
Þetta stangast hins vegar á við
upplýsingar sem fengust hjá
lyfjaheildsölum. Þannigtaldi Sig-
urður Jörgensen framkvæmda-
stjóri hjályfjaheildversluninni
Stefán Thorarensen hf. að lítil
brögð væru að fyrningum lyfja í
apótekum landsins og með réttri
lagerstýringu mætti komast hjá
henni að mestu. Þjónusta
heildsalanna væri það góð að þeir
þyrftu ekki að liggja með birgðir
af lyfj unum, þó vissulega væri
lager þeirra fjölbreyttur. Hjá
Stefáni Thorarensen hf. eru
þannig sendar út vörur tvisvar í
viku til lyfsala í höfuðborginni og
einu sinni útá land, lyfsölunum
algerlega að kostnaðarlausu.
Að auki greindi Sigurður frá
því að lyfsalar gætu skilað lyfjum
inn til heildsalanna og fengið þau
endurgreidd ef skilin yrðu áður
en skráður endingartími lyfjanna
væri úti, „til dæmis svona fjórum
til fimm mánuðum áður, svo við
getum selt vöruna öðrum við-
skiptavini. Þetta er bara hluti af
þeirra góðu þjónustu sem við
reynum aðveita“.
Fyrnist lyfin samt sem áður hjá
lyfsölunum þá geta þeir ennþá
skilað þeim til lyfsalanna og feng-
ið 55 prósent andvirðisins endur-
greitt, þó varan sé gengin úr sér.
Heildsölurnar munu síðan fá
þetta endurgreitt að einhverju
leyti frá umbjóðendum sínum er-
lendis, þó ekki muni öll erlend
lyfjafyrirtæki sýna þá rausn.
Það virðist því fráleitt að ætlla
að óhóflegur kostnaður vegna
mikillar fyrningar lyfja geti talist
réttlæting fyrir hinni fjallháu
smásöluálagningu sem lögð er á
lyfin.
Aukatekjur
Guðmundur Reykjalín kvaðst
líka vilja benda á að „það eru allt
önnur hlutföll í launakostnaði hjá
lyfsölum en öðrum sem standa að
einhvers konar verslun. Þeir
þurfa sérhæfðari starfskraft og
því dýrari. Jafnframt verða lyfsal-
ar að taka bæði lyfjafræðinema
og lyfj atækninema í starf sþj álfun
og að sjálfsögðu borga þeim
laun.“
Á móti þessum auka kostnaði
kemur hins vegar að til að standa
straum af umstangi sem fylgir
sölu lyfjanna fá lyfsalarnir ýmis-
legt smálegt ofaná lyfjaverðið
eins og það er skráð í lyfjaverð-
skránni. Þannig er sérstakt af-
hendingargjald fyrir að afhenda
lyfin og símalyfseðilsgjald fyrir
að taka á móti lyfjaávísun í síma.
Eftirritunargjald kemur líka á lyf
sem þarf að skrá sérstaklega, þ.e.
„dóp“ lyf ýmis. Frá þessu er
greint annars staðar hér á síð-
unni.
Lyfjafræðingur sem unnið hef-
ur hj á lyfsala hátt á annan tug ára
sagði í samtali við blaðið að menn
skyldu ekki ofmeta þennan þátt í
tekjum lyfsalanna, og sló á að
þessi smágjöld færu langt með að
greiða launakostnað afgreiðslu-
fólks í apótekunum.
Einokunar-
aðstaða
Jafnframt má
heldur ekki líta fram hjá því að þó
lyfsalar kunni að hafa hærri
launakostnað en aðrir sem standa
í verslun þá vegur meir en á móti
að þeir búa við ákveðin forrétt-
indi sem nánast engin önnur
grein verslunarinnar hefur:
Þeir hafa einokun á markaðn-
um og þurfa ekki að standa í sam-
keppni af neinu tagi.
Hver sem er getur sett upp
verslun með fatnað eða matvæli,
svo eitthvað sé nefnt, en til að
hefja lyfjasölu þarf sérstakt leyfi
sem hið opinbera veitir. Og það
er ekki útgefinn nema mjög
takmarkaðurfjöldi leyfa, í dag
eru þannig starfandi 39 apótek og
eitt mun vera að taka til starfa á
Suðurnesjunum. Sérhver lyfsali
situr því eins og alvaldur kóngur
yfir markaðnum á sínu svæði og
þarf ekki að óttast að keppinaut-
arnir næli sér í skerf af gróðanum.
Lyfsalinn þarf heldur ekki að
óttast að varan fari úr tísku eða
menn þarfnist hennar ekki
lengur. Allir þurfa lyfja með ef
holdið veikist, þannig að hann
situr nánast með markaðinn í
fangi sér.
Einokunaraðstaðan og eðli
markaðarins veldur því einnig að
lyfsalarnir þurfa ekki að leggja út
í þann kostnað sem felst í auglýs-
ingum á vörunni. f þjóðfélagi nú-
tímans þar sem velgengni fjöl-
margra verslunarfyrirtækja bygg-
ist á auglýsingum getur kostnað-
ur af þeim numið háum fjárhæð-
um þannig að þetta j afngildir
talsverðum sparnaði.
Auk þessa hafa lyfsalar dágóð-
ar aukatekjur af sölu snyrtivara.
Þó ekki hafi þeir að vísu formlega
einokun á snyrtivörum þá ráða
þeir eigi að síður drjúgum hluta
af snyrtivörumarkaðnum, eink-
um utan miðborgar Reykjavíkur.
í stuttu máli: það er harla erfitt
að koma auga á réttlætingu fyrir
hinni háu álagningu, enda sýna
skattar lyfsalanna að vel er
smurt.
Óþarft
genglsálag
Þess má svo líka geta að góðæri
lyfsalanna á síðasta ári varð j afn
drjúgt og raun bar vitni meðal
annars af því að mistök áttu sér
stað við útreikninga lyfjaverðs á
síðasta ári, sem leiddu til óþarfa
hækkunar á l'yfj a verði, að því er
DV upplýsti í síðpstu viku.
Lyfjaverðskrá er alla jafna gef-
in út þrjá mánuði fram í tímann
og þegar verðið er reiknað út er
gert ráð fyrir að gengisbreytingar
á gildistíma skrárinnar verði hin-
ar sömu og urðu á þriggja mán-
aða tímabilinu fyrir útreikning-
ana. í maí í fyrra varð 18 prósent
gengisfelling og hún var reiknuð
inn í lyfjaverðið sem síðan gilti
yfir sumarið. Jafnframt var gert
ráð fyrir að svipað gengissig yrði
og hafði verið um vorið.
En þegar til kom hélst gengi
íslensku krónunnar stöðugt það
sem eftir Iifði árs, þannig að
gengisálagi hafði að nauðsynja-
laustu verið bætt við lyfjaverð.
Spyrja má: hvers vegna tók
ekki lyfjaverðlagsnefnd tillit til
þessa og lækkaði til dæmis smá-
söluálagninguna um einhver
prósent uns búið var að taka aftur
af lyfsölunum þann gengisgróða
sem þeir höfðu út úr mistökun-
um?
Endurgreiðsla
gengisgróða
í þessu sambandi má geta þess
að árið 1981 kom í ljós að álagn-
ing nokkurra lyfjaheildsala á lyf
sem þær seldu apótekum hafði
verið of há yfir tiltekið tímabil.
Eftir því sem Þjóðviljinn kemst
næst stafaði hin of háa verðlagn-
ing af því að heildsölurnar höfðu
vanrækt að láta gengishækkanir
koma til lækkunar lyfjaverði.
Lyfsalar tóku skörulega á því
máli og fengu framgengt að um
tiltekinn tíma var álagning frá
nokkrum fyrirtækjum lækkuð til
að endurgreiða lyfsölunum.
Þannig munu til dæmist tvö fyrir-
tæki hafa þurft að endurgreiða til
lyfsala sem svaraði næstum tíu
prósentum af sölu þeirra yfir um
sex mánaða skeið árið 1981.
Fyrst lyfsalar fengu þannig
endurgreitt frá lyfj aheildsölun-
um er þá ekki réttlátt að fara fram
á að þeir sjálfir endurgreiði
neytendum rangan gengisgróða á
nákvæmlega sama hátt: með því
að lækka álagninguna?
• Gengisgróði sökum mistaka • Stór hluti
snyrtivörumarkaðarins í höndum þeirra
Hvers vegna
grœða
lyfsalarnir?
Lyfjaverð
Hvað kosta lyfin sem mörg okkar þurfa stöðugt að taka til að geta lifað áfram
með bærilegum hætti?
Svarið er einfalt í augum flestra, því við greiðum einungis fast gjald fyrir hvert
lyf sem við kaupum: 240 krónur fyrir erlend lyf og 120 fyrir innlent lyf.
Hið raunverulega lyfjaverð er þó í flestum tilvikum allt annað og yfirleitt miklu
hærra. Neytendur lyfjanna verða hins vegar ekki varir við það því ríkið greiðir mismun-
inn, hversu mikill sem hann er. Þannig er ríkið raunverulega hinn eiginlegi kaupandi
lyfjanna og samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans mun það greiða um 80 til 90 prósent af
lyfjakostnaði landsmanna.
Raunverulegt lyfjaverð
En hvert er þá hið raunverulega lyfjaverð?
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér er útreikningur þess
æði flókinn. Við kostnaðarverð innfluttra lyfja er bætt 18 prósent heildsöluálagningu.
Síðan er heildsöluverð leiðrétt með áætlaðri gengisbreytingu samkvæmt sérstökum
reglum. Ofan á þetta verða lyfsalarnir svo að leggja hvorki meira né minna en 72
prósent á lyfin sem þeir selja. Þetta þýðir í reynd, að sérhvert lyf sem kostar í innkaupi
til landsins eitt þúsund krónur færir lyfsölum heilar 850 krónur!
Síðan er bætt 23.5 prósent söluskatti á þetta og þar með er lyfjaverðið fundið, einsog
það er skráð í lyfjaverðskrám.
Tekjur lyfsalanna markast þó ekki einungis af þessu, því ýmislegt fleira smálegt
hrynur í vasa þeirra. Þannig bætist við afhendingargjald, sem er 19.20 krónur fyrir
hverja lyfjaávísun. Fyrir lyf í lausasölu er afhendingargjaldið 13 krónur fyrir hvert lyf
sem beðið er um.
Fyrir sérhvern símalyfseðil er einnig tekið sérstakt gjald, sem er 14.90 krónur.
Símalyfseðilsgjaldið leggst ofan á afhendingargjaldið.
Sölu sumra lyfja sem hætta er á að verði misnotuð þarf að skrá sérstaklega við sölu.
þau eru svokölluð eftirritunarskyld lyf. A ISggSÍ þVÍ ér.ú áFmaö gjaíd, eftirritunar-
gjÞáo er Í9.2Ö krónur fyrir lyfið.
Að sögn Hönnu Maríu Siggeirsdóttur, lyfjafræðings í Laugarvegsapóteki þá eru þessi
þrenn gjöld hluti af tekjum apóteksins, ætluð til að standa straum af því umstangi sem
hlýst af því að skrá sölu eftirritunarskyldra lyfja, svara í síma fyrir símalyfseðil og
afhendingargjaldið þá væntanlega fyrir að pakka lyfinu inn, afhenda viðskiptavininum
það og taka við peningunum! -ÖS
Kostnaðarverð
(1000 krónur)
Heildsallnn
(180 krónur)
Lyfsalinn
(850 krónur)
Skipting
lyfjaverðs
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1984
Sunnudagur 5. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11