Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 4
ÞJÖÐMÁL Svavar Gestsson skrifar; Framleiðslan og fólkið gegn milliliðunum Aðgerðir ákveðnar. Matthías ..'<5 °g mBm Þorsteinn Menn spyrja hvaða áhrif efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar muni hafa. Tvennt liggur í augum uppi: 1. Þær munu hafa í för með sér atvinnusamdrátt og atvinnuleysi í heilu byggðarlögunum þar sem fjármagnskostnaður hæstu raun- vaxta í sextíu ár er að kollsigla fyrirtækin. Aðgerðirnar eru þess vegna ávísun á atvinnuleysi. 2. Þær munu hafa í för með sér auknar erlendar skuldir og töldu þó flestir nóg að gert í þessum címm-Af hverju? En af hverju samþykkir ríkis- stjórnin slíkar ráðstafanir? Ástæðurnar eru þessar: 1. Verslunarfjármagnið er sterkara í Sjálfstæðisflokknum en framleiðslufjármagnið. Núver- andi formaður Sjálfstæðisflokks- ins er afsprengi flokkseigendafé- lags Geirs Hallgrímssonar og þeir hafa hvorugur tengsl við fram- leiðsluna og láta kreddur stjórna ferð sinni. Það er kostulegt að menn eins og Matthías Bjarnason skuli láta sig hafa það að sam- þykkja síðustu efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar því hann ætti að skilja hvaða áhrif þær hafa á atvinnuvegi landsmanna. 2. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkari en Framsóknarflokkur- inn í ríkisstjórninni. Framsókn- arflokkurinn er tilbúinn til þess að braska með hvað eina í stjórn- arsamstarfi. Af því hafa flestir stjórnmálamenn á íslandi nokkra reynslu. Von Framsóknarforyst- unnar felst hins vegar í því að SÍS- fyrirtækin geti keypt upp einka- fyrirtækin í sjávarútvegi. Þannig verði stjórnin til þess að efla SÍS að lokum með aðgerðum sínum. Það er fróðlegt hlutskipti Þor- steins Pálssonar að leiða SÍS til öndvegis í atvinnulífinu. En það er ekki við öðru að búast: Von Sjálfstæðisflokksins í atvinnu- málum er í raun Verslunarráðið og erlent fjármagn. 3. Sjálfstæðisflokkurinn gengur fyrir kreddum og hann hefur ekki forystu sem áttar sig á lögmálum efnahagslífsins á Is- landi - þeim lögmálum að lífið er fiskur í þessu landi þrátt fyrir allt og allt. 4. Stjórnarflokkarnir vilja báð- ir þrengja enn frekar að verka- lýðshreyfingunni. Þeir hóta atvinnuleysi og hóta því að siga dýrtíðinni á fólk sem gerir kaup- kröfur. Þeir eru búnir að ganga svo nærri fólki með kauplækkun- um að lengra verður ekki gengið. Nú eru þeir að láta milliliðina mergsjúga undirstöðuna. Þeir eru að nota vanda sjávarútvegs- ins til þess að halda launafólki niðri. 5. Stjórnarflokkarnir hafa enga trú á getu íslenskra atvinnu- vega. Það er kallað þjóðrembing- ur. Þess vegna líta stjórnarflokk- arnir báðir (samanber grein Guð- mundar Þórarinssonar nýlega) á erlenda stóriðju sem eina úrræðið í atvinnumálum. Jarðvegur er- lendrar stóriðju er vantrú á getu landsmanna sjálfra til þess að reka atvinnufyrirtækin í landinu. Þetta eru aðalskýringarnar og bent var á helstu afleiðingarnar. Nœr þetta fram? En ná stjórnarflokkarnir sínu fram? Tekst þeim að koma á Tónabíó Tímabófarnir (Time Bandits) Við endursýnum nú þessa ótrúlega hugmyndaríku ævintýramynd fyrir alla á öllum aldri, sem kunna að gefa ímyndunarafli sínu lausan tauminn. Og Monty Python leikararnir eru mættir á staðinn! Leikstjóri: Terry Giiliam Aðalhlutverk: Auk Monty Python liðsins Sean Connery David Warner og fl. Tónlist: George Harrison Endursýnd kl. 5, 7.10 og 9.10. Sýnd í 4ra rása Starscope stereo. atvinnuleysi eins og í Bandaríkj- unum og Bretlandi? Þeirri spurn- ingu getur enginn svarað nema fólkið sjálft. En enginn þarf að sætta sig við atvinnuleysi né held- ur það lága kaup sem nú er greitt á fslandi. Það er unnt að hækka kaup og það er hægt að halda hér uppi fullri atvinnu. Nú er verkalýðshreyfingin að búa sig undir baráttu í haust og hafa sambönd og félög sett fram kjarakröfur. Jafnframt er ljóst að framleiðsluatvinnuvegirnir verða að sækja betri rekstrarskilyrði. Báðir þessir aðilar - verkalýðs- hreyfingin og framleiðsluat- vinnuvegirnir - verða að sækja aukið fjármagn til milliliðanna og í jafnari lífskjör í þjóðfélaginu. Það er greinilegt að meðan fjöl- dinn býr við lægra kaup en nokkru sinni fyrr lifa aðrir í vell- ystingum praktuglega og hafa ekki þurft að taka á sig neina kjaraskerðingu. Launafólk og framleiðslan eiga því samleið í þeirri baráttu sem framundan er. Sú vegferð þarf að eiga sér niður- stöðu í samstarfi um að stjórna þjóðfélaginu þar sem launafólkið sem skapar verðmætin með vinnu sinni og framleiðsluatvinnuveg- irnir gera bandalag um nýsköpun og endurreisn íslenska samfélags- ins úr rústum þeirrar kreppu al- þjóðlegs fjármagns sem núver- andi ríkisstjórn er að innleiða undir forystu Verslunarráðs ís- lands. Skamma stund... Alþýðubandalagið var eini flokkurinn sem birti á dögunum opinberlega tillögur um ráðstaf- anir í sjávarútvegsmálum sem hefðu tryggt rekstur atvinnu- greinarinnar meðan unnið er að úrlausn skipulagsvanda hennar. Enginn annar stjórnmálaflokkur, hvorki í stjórn eða stjórnarand- stöðu, sýndi þá ábyrgðartilfinn- ingu, að greina frá úrræðum sín- um lið fyrir lið. Einn annar aðili, Verslunarráð íslands, birti einnig tillögur um úrræði í efna- hagsmálum. í þetta skiptið varð Verslunarráðið ofan á vegna þess að það hefur ríkisvaldið í sínum höndum. En skamma stund verð- ur hönd höggi fegin; áður en langur tími líður mun launafólk og framleiðslan taka höndum saman um þau verkefni sem lýst var hér á undan og hafna forystu Verslunarráðsins og erlendum stórfyrirtækjum. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.