Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 18
SKAK Kynning á PROLOG á vegum Reiknistofnunar Háskólans Kynning Reiknistofnunar Háskólans á forritunarmál- inu PROLOG hefst mánudaginn 20. ágúst nk. kl. 1&- 18, og verður auk þess dagana 21., 23. og 27. ágúst, eða alls 8 tíma. Þess á milli er frjáls aðgangur að tölvum til æfinga. Þátttökugjald er kr. 3.000.-. Kennari er prófessor Oddur Benediktsson. Stuðst verður við bók Clark og McCabe: MICRO-PROLOG, PROGRAMMING IN LOGIC, og fæst hún í bóksölu stúdenta. PROLOG er um flest ólíkt hefðbundnum forritunar- málum, svo sem Fortran, Cobol, Pascal o.fl. PRO- LOG hefur ásamt LISP náð mikilli útbreiðslu á sviði tölvurits (Artificial Intelligence), m.a. við gerð svon- efndra þekkingarkerfa (Expert Systems). Ástæða ertil að ætla að PROLOG eða svipuð mál eigi eftir að gerbreyta notkun tölva í framtíðinni. Til dæmis hafa Japanir valið PROLOG til notkunaráfimmtu kynslóð- ar tölvum sínum. Námskeiðið er öllum opið, en gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi kynnst a.m.k. einu forritunarmáli. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til Ólafar Eyjólfsdóttur í síma 25088 (fyrir hádegi). Reiknistofnun Háskólans. ss ss ss s\ ss ss s\ ss ss ss ss ss ss ss ss Heimsækið Heimaey Tjaldstæði íHerjólfsdal 15 mínútna gangurfrá miðbæ Velkomin til Vestmannaeyja ss ss ss ss ss ss ss ss ss ss ss ss ss ss u Hálfsdags starf Hefur einhver áhuga á aö sjá um léttan há- degisverð fyrir okkur? Starfsmenn Þjóðviljans ÚTBOÐ Fyrir hönd Keflavíkurkaupstaðar er óskað eftir tilboð- um í steinsteyptan vatnsgeymi í Keflavík. Geimirinn er um 800 m3, sívalur, 15.0 m í þvermál og stendur á 7.0 m háum stoðum. í mannvirkið þarf um 230 m3 af steypu. Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 1985. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Ármúla 4 Reykjavík og á tæknideild Keflavíkur Hafnargötu 32 Keflavík gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á tæknideild Keflavíkur Hafn- argötu 32 Keflavík þriðjudaginn 28. ágúst 1984 kl. 11.00. m JM—T VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ' ARMULI 4 REYKJAVIK SlMI 84499 íslenska unglingalandsliðið komið heim frá New York: srae og Bandaríkjanna Á myndinni má sjá skákfrömuðinn mikla John W. Collins sem hefur helgað skákinni líf sitt. Á hægri hönd er Andri Áss Grétarsson sem tefldi á 4. borði fyrir hönd íslands. Unglingalandslið íslands er nú nýkomið úrskákferðalagi frá New York þar sem það sigraði lið Bandaríkjanna með 44 vinningum gegn 38 og lið ísrael með 12V2 vinningi gegn 41/2. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi árangur sé glæsilegur og greinilegt að við íslendingar þurfum ekki að kvíða framtíðinni. Allir strákarnir, en þeir voru alls 25, eru í mikilli framför og það er víst að slík ferð sem þessi eykuf áhuga þeirratil muna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík keppni fer fram því að allar götur síðan um áramótin 1977-78 hefur þetta verið árlegur við- burður og hafa Bandaríkjamenn og við skipst á að sækja- hvorir aðra heim. Þetta er því í fjórða skiptið sem íslendingar fara með sigur af hólmi en Bandaríkja- menn hafa sigrað tvisvar. Þessi keppni er kannski einum manni öðrum fremur að þakka, en það John W. Collins sem bandaríska liðið er kennt við. Hann hefur um langt skeið haldið skákskóla og eru bandarísku strákarnir nem- endur hans. Collins þessi er fatl- aður og þess vegna bundinn við hjólastól en sálin er heil og hug- sjónirnar stórar enda er þessi maður elskaður af öllum þeim sem til þekkja. En Collins er kannski þekktastur fyrir það að hann var þjálfari Fischer og var honum í raun hálfgerður faðir. Hingað til hefur keppni þessi verið eingöngu milli Islands og „Collins Kids“, eins og þeir eru ævinlega nefndir, en nú var því nýmæli komið á fót að unglingal- ið ísrael var einnig þátttakandi og setti þetta dálítinn rugling á fyrir- komulagið. ísraelsmenn tefldu ýmist á 4 eða 5 borðum og t.d. tefldu þeir við ísland á 1-5 borði þá tefldi 6-25 borð íslands við samsvarandi borð „Collins Kids“. Þrír íslensku náðu þeim góða árangri að sigra í öllum skákum sínum en það voru þeir Þráinn Vigfússon, Jóhann Sigurbjörns- son og Sigurður Daði Sigfússon. Samanlagt náðu þeir því 12 vinn- ingum (4x3) og er fengur í slíkum mönnum í sveitakeppni. Eins og gefur að skilja eru slík- ar ferðir mjög erfiðar fjárhags- lega og því þungur bakki á skák- hreyfingunni. Gripið var til þess ráðs, af hálfu Skáksambands fs- lands og Taflfélags Reykjavíkur, að gefa út blað um þessa keppni, Skáktíðindi, í von um að gera unglingum mögulegra að fara í þessa ævintýraferð. Þeim sem studdu við með því að auglýsa í blaðinu kann ég, fyrir hönd skák- manna á íslandi, miklar þakkir. Við skulum líta á eina skák með Þresti Þórhallssyni sem tefldi á þriðja borði fyrir ísland. Hvítt: Þröstur Þórhallsson. Svart: Amir Pisslivtz (ísrael). 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Dxd4 (Einkennandi leikur fyrir Þröst. Hann er lítið gefinn fyrir það að reyna á lestrarhæfni andstæðinga sinna í byrjanabókunum, kemur þeim á lítt kannaðar slóðir hið fyrsta. Hann vill einfaldlega tefla skák ekki afbrigði.) 4. - Rc6 (Annar töluvert traustur leikmáti er 4.-a6.) 5. Bb5 - a6?! (Að mínu mati vafasamur leikur, betra er 5.-Bd7 og svartur má vel við una.) 6. Bxc6 bxcó 7. c4! (Að sjálfsögðu, Hvítur hefur nú náð góðum tökum á miðborðinu og ekki gott fyrir svartan að koma d5 við.) 7. -Rf6 8. e5!? (Leikið af eldmóði æskunnar, það á ekki að gefa svörtum neina möguleika á að koma liði sínu fyrir. Varkárari sálir myndu treysta á yfirburði í rými með t.d. 8. Rc3.) 8. - Rd7 (Hvað skeður eftir 8.- dxe5 9. Dxd8+ Kxd8 10. Rxe5 Ke8 er ekki gott að segja 11. Rxc6 Bb7.) 9. exd6 exd6 10. 0-0-Be7 (Full djúpt tekið í árina. Að vísu dugar 10.- Rc5 ekki t.d. 11. Hel+ Re6 (11. -Be6 12. b4!) 12. Rg5!. Það hefði því verið best fyrir svartan að leika 10.-RÍ6 11. Hel Be7.) 11. Dxg7 - Bf6 12. Dg3 - Re5 13. Hel - Kd7 (Ef þú segir a verður þú að segja b.) 14. Rc3 - Hg8 15. Df4 - Kc7?! 16. Rxe5 - Bxe5 17. Dxf7+ - Bd7 18. Re4! - Bxh2?! 19. Kxh2 - Dh4+ 20. Kgl - Haf8 21. Bg5! (Snotur leikur sem gerir út um skákina.) 21. - Hxg5 (21. - Hxf7 22. Bxh4 var engu skárra.) 22. Dxf8 - Hxg2+ (Örþrifaráð í tapaðri stöðu.) 23. Kxg2 - Bh3+ 24. Kgl - Dg4+ 25. Rg3 - h5 26. He7+ - Kb6 27. Db8+ - Ka5 28. Dxd6 - Df3 29. Dc5+ - Ka4 30. b3+ Og svartur gafst upp enda mát eða tapar drottningunni. Mjög „blátt áfram“ skák hjá Þresti og einkennandi fyrir stíl hans. Blikkiðjan lönbúö 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI 46711 MUNIÐ SKYNDI- HJÁLPAR- TÖSKURNAR í BÍLINN RAUÐI KROSS ÍSLANDS Sarnafi! VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR T' FAGTÚN HF. LÁGMÚLA 7, 105 RE.YKJAVÍK, SÍMI 28230

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.