Þjóðviljinn - 05.08.1984, Blaðsíða 20
Myndlist
aðmlög
Dagur: Lítið er
gertfyrir
núansana
á holdinu
Dagur Sigurðarson, skáldið og
myndlistarmaðurinn, opnar
málverkasýningu í Djúpinu á
horninu á Hafnarstræti og
Pósthússtræti á mánudag kl.
18.30. Þar sýnir hann 17
akrýlmyndir og stendur sýningin
til mánaðarmóta.
Dagur sagði í samtali við Þjóð-
viljann að myndirnar sem hann
sýndi væru endir á tímabili hjá sér
því nú væri hann að byrja á nýjum
myndum og stærri í sniðinu. Dag-
ur sýndi í fyrra á sama stað og
sagði hann að sú væri helst
breyting á myndum á þessari sýn-
ingu að þær væru einfaldari - ekki
eins dekoratífar - en í fyrra. Á
myndunum er fyrst og fremst fólk
- fólk í faðmlögum - en lítið gert
fyrir núansana á holdinu en meira
fyrir atmosfæriska tilfinningu. Þó
að faðmlögin séu grunntónn
myndanna eru þær ekki endilega
erótískar.
Nýja málverkið bar á góma og
sagði Dagur að það væri ekkert
nýtt í nýja málverkinu - þetta
nafn væri andvana fætt og örugg-
lega dautt í London þó að kolleg-
arnir hér uppi á íslandi væru ekki
búnir að frétta það í Art News.
-GFr
vel um. Það er nefnilega ekki heiglum
hent að velja rétt Nizza
súkkulaði.
Ef farið er nákvæmlega eftir
neðangreindum upplýsingum
ættu þó allir að komast hjá því
að gera vitleysu.
JMaaMrfas
Veldu íslenskt. . . ef það er betra!
Nafn sitt dregur súkkulaöiö
af ítölsku þorpi á Sikiley.
Þrátt fyrir að zetan
hafi veriö gerö útlæg úr íslensku
máli hefur hún haldið
velli á Nizzanu.
Nafn og merki framleiðandans
utan á umbúöunum ættu aö
auövelda mönnum aö
foröast eftirlíkingar.
Örþunnur og velvandaður
svissneskur pappír úr áli.
Hver einasti biti er sérstaklega
gæðastimplaður. Ef stimpilinn
vantar tekur Nói Síríus enga ábyrgö
á gæöum súkkulaðisins, enda gæti
verið um vöru frá öörum
framleiðendum aö ræöa.
Rauðgulur grunnlitur umbúðanna
táknar, aö innihaldið sé allslaust
rjómasúkkulaði.
Öfundargrænt Nizza býr yfir
umtalsverðu magni af
landbúnaöarafurðum Jimmy Carters,
— hesilhnetum.
Nizza meö rúsínum ber
upprunalegan lit rúsínanna,
vínberjabláan.
Mönnum ber ekki saman um hvort
stykkið er fjólublátt, vínrautt, bleikt
eöa einhvern veginn ööru vísi á
litinn. Þess vegna er öruggara aö
biöja bara um Nizza meö hnetum
og rúsínum.
Súkkulaðibrúnt Nizza sækir
bragökeim sinn alla leiö suöur til
Suður-Ameríku. Samt er þetta ekki
suðusúkkulaði, heldur ekta Mokka
úr Arabica kaffibaunum.
OÖTT FOLK