Þjóðviljinn - 08.08.1984, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Qupperneq 4
LEIÐARI Fylgiskreppa Framsóknar Málgagn Framsóknarflokksins var seinheppið í leiðara á laugardaginn. Þar skein í gegn óánægja með frásagnir Þjóðviljans af átökum í herbúðum ríkisstjórnarinnar og hug- leiðingum ýmissa forystumanna Sjálfstæðis- flokksins um nauðsyn þess að skipta um for- sætisráðherra. Huggun leiðarahöfundar NT fólst í fullyrðingu um að þessi skrif Þjóðviljans skiptu engu máli því „stjórnarandstaðan er í svo litlu áliti að meðal almennings er enginn áhugi á stjórnarskiptum“ eins og það var orð- að í NT. Seinheppni Framsóknarmálgagnsins fólst hins vegar í því að sama dag birti Morgun- blaðið niðurstöður úr skoðanakönnun Hag- vangs sem sýnir að stjórnarandstaðan hefur verulega unnið á síðustu þrjá mánuði á sama tíma og stjórnarflokkarnir hafa tapað. Þessi skoðanakönnun er áfall fyrir ríkis- stjórnina, sérstaklega forystuflokk hennar Framsóknarflokkinn. Samkvæmt niðurstöð- unum er Framsóknarflokkurinn nú með minna fylgi en Alþýðubandalagið. „Smáflokkamir" tveir sem svo hafa verið nefndir - Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista - eru til samans með nokkurn veginn sama fylgi og Framsóknarflokkurinn. Hagvangskönnunin sýnir því að forystu- flokkur ríkisstjórnarinnar býr nú við mikla fylg- iskreppu. Alþýðubandalagið eitt sér eða Bandalag jafnaðarmanna ásamt Kvennalista eru nú jafnfætis Framsóknarflokknum að fylgi. Stjórnarandstaðan í heild hefur rúmlega tvö- falt meiri stuðning en flokkur forsætisráðher- rans. Hún er með 35.6% fylgi en Framsókn- arflokkurinn aðeins 14.7%. Leiðarahöfundur Framsóknarmálgagnsins hefði því átt að spara sér stóru orðin. Niðurstöður þessarar könnunar leiða fleira athyglisvert í Ijós. Ef kosið hefði verið í júlí hefði Framsóknarflokkurinn tapað rúmlega þriðj- ungi allra þingmanna sinna. Tap flokksins hefði orðið eins mikið og í fylgishruninu mikla 1978. Þá varð Framsóknarflokkurinn minnsti flokkur landsins og fékk aðeins um 14% at- kvæða. Þær kosningar komu í kjölfar sam- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins sem réðst harkalega á kjör launa- fólks líkt og núverandi ríkisstjórn hefur gert. Hagvangskönnunin sýnir að fylgisgrund- völlur Framsóknarflokksins er kominn á sams konar hættustig og í fyrri samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn hefur haldið áfram að tapa frá því að síðasta Hagvangskönnunin fór fram í apríl. Á sama tíma hefur Alþýðu- bandalagið sótt verulega á og Bandalag jafn- aðarmanna bætt við sig. Alþýðuflokkurinn hef- ur staðið í stað og Samtök um kvennalista misst nokkuð fótfestu út um land en haldið henni í Reykjavík. Könnunin sýnir einnig minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins, sérstak- lega í Reykjavík. Er það athyglisvert í Ijósi þess að markaðskreddumennirnir hafa ráðið þar ferðinni. Könnunin sýnir að Alþýðubandalagið hefur bætt verulega stöðu sína á landsbyggðinni eða um 70%. í Reykjavík er breytingin hins vegar minni, um 50%. Hvort tveggja sýnir að hin markvissa og málefnalega gagnrýni á að- gerðir ríkisstjórnarinnar hefur hlotið verulegan hljómgrunn. Niðurstöðurnar sýna þó að nauðsynlegt er að taka enn betur á í þeim efnum. Hagvangskönnunin er fyrst og fremst veru- legt áfall fyrir Framsóknarflokkinn. Hún stað- festir þá skoðun, sem sett var fram í Innsýnar grein Þjóðviljans um helgina, að meðan for- sætisráðherrann kætist í kúrekaklæðnaði vestan hafs, sér þjóðin mistökin, sundrungina og frestanastílinn sem setja svip á ríkisstjórn- ina. Fólkið hefur dregið þá réttu ályktun að refsa Framsóknarflokknum, forystuflokki ríkis- stjórnarinnar, á eftirminnilegan hátt. KUPPT 0G SKORIÐ Ráðstafanir til að koma i veg fyrir að landið sporðreisist Myndin var Icikmmynd af byggdinni. því ad hann ci — SUNNUDAGS BIAÐlj^- A Nr rftÍMtJóraariaaar kywtar. skuldasofnunm þjóðinni yfir hofuó. þar vcm Albcrtsgaiið var lika leysl mcð erlendri skuldasofnun rikisins. Hér varð þvl að gcra vissar ráðstafamr til samdráttar. Sumar þcirra styrkja einnig logaraútgerðina. því að þxr Ounnars i norooosen - f>í~ myndi atvmnurekstunnn . a landsbyggðinm vera kominn i kalda kol Þá varri sannarlega hargt að tala um. að landtð væri að sporðreisast Mikihrœai ríkisstjómar- Efnahagsráðstafanir þxr. sem rfkisstjórnin grcip tiJ í byrjun þessarar viku, hóAu þann megintilgang. að koraa f málamiðlun. scm sumum ksmonnum þeirra getur t varhugavcrð Reynslan [verður að skera úr því, hver útkoman verður. Vonir standa þó til þcss, að með þessu vinnist tvennt. Ann- ars vegar batni heldur staða sjávanitvcgsins og nokkuð dragi ur því, að landið sporð- reisist. Hins vegar dragi frekar úr skuldasofnuninni við útlónd. MJsvísunin Er landið að sporðrelsasf? Sporð- reisnin Á NT hafa menn um hríð horft hugstola á forsíðumynd í Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans á dögunum - en þar er landið að sporðreisast vegna stríðs straums fólks til höfuðborgarsvæðisins. Engu lík- ara en grónir Framsóknarmenn sjái í slíkri mynd og þeim skrifum sem hún vekur athygli á eins kon- ar menetekel : þú ert veginn og léttvægur fundinn. Þú - það er að segja Framsóknarflokkurinn, sem hefur talist dreifbýlisflokk- urinn mesti, en hefur um hríð staðið í aðlögunarferli af sama tagi og því sem á sínum tíma breytti Bændaflokki Kekkonens í Finnlandi í Miðflokkinn. Og fylgja því breytingaskeiði höfuð- verkir margvísiegir eins og vænta mátti. Veikar vonir Eitt dæmi um þrautir þessar af allmörgum er grein sem Þórarinn Þórarinsson ritstjóri skrifaði í blað sitt um helgina um efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar. Hann byrjar á því helgisiða- haldi varnarmanna ríkisstjórna, að ef önnur stjórn (í þessu tilfelli stjórn Gunnars Thoroddsens, sem Framsóknarmenn sátu vitan- lega í) hefði haldið áfram sínu vafstri - þá hefði landið svo sann- arlega sporðreistst. En nú er Framsókn sem sagt komin í betri félagsskap en hún þá var, og því eru nú gerðar ráðstafanir sem Þórarinn vonar að stefni í aðra átt. Þegar hann hefur hringsólað um skeið í kringum nauðsyn „bráðabirgðaráðstafana" sem hann kallar svo lýsir hann svo á- setningi þeirra sem að þeim standa: „Vonir standa þó til að með þessu vinnist tvennt. Annars veg- ar batni heldur staða sjávarút- vegsins og nokkuð dragi úr því að Iandið sporðreisist. Hins vegar dragi frekar úr skuldasöfnun við útlönd". Það er ljóst að ekki er nú þessi von sterk hjá Þórarni. Hann treystir sér ekki til að fara lengra en vona að það „dragi nokkuð úr því að landið sporðreisist“. Þetta er allt erfitt. Það er eiginlega til- vistarnauðsyn fyrir Framsókn- armenn að trúa á það að það sem verið er að gera komi m.a. í veg fyrir byggðaröskun og haldi hjól- um sjávarútvegsins gangandi. Það sem við sjálfir gerum hlýtur að vera rétt, annars værum við ekki að því. Hins vegar gæti það vel hugsast að við vildum gera eitthvað annað, og því er það kannski tóm tjara sem við erum að gera. Þórarinn segir: Öfug áhrif „Tilgangurinn með þessum að- gerðum á að vera sá að draga úr þenslu og innflutningi en við- skiptahallinn við útlönd hefur farið sívaxandi. Að mati margra Framsóknar- manna er það hæpið að vaxta- hækkun nái framangreindum til- gangi. Hér eru nú ríflegir raun- vextir og veldur því vafalítið margt annað þenslunni en að ekki fáist raunvextir af innlánsfé. Hins vegar má óttast, að vaxta- hækkunin geti leitt til verðhækk- ana, þyngt rekstur atvinnuvega og hleypt fjöri í launakröfur". Þórarinn heldur áfram með efasemdir sínar um að bráða- birgðaráðstafanirnar með vaxta- hækkunum og fleiru, komi sjáv- arútveg dreifbýlisplássanna til góða. Hann segir: „Það er ljóst mál, að atvinnu- vegirnir standa mjög misjafnt að vígi, þegar lánsfé er á eins konar uppboði. Verslunin og önnur milliliðastarfsemi geta látið vaxtahækkun ganga strax út í verðlagið. Þetta geta sjávarút- vegurinn og aðrir útflutningsat- vinnuvegir ekki, því að þeir eru háðir verðlagi á erlendum mörk- uðum. Hér er því gífurlegur að- stöðumunur“: Hið góða sem ég vil Og þegar nú öllu er á botninn hvolft og því síðan snúið við aft- ur: hver er nú merkingin í þessum þrautum Þórarins? Að því er best verður séð feta vangaveltur hans þessar slóðir hér: - Ef Steingrímur hefði haldið áfram í vondum félagsskap við Alþýðubandalagið og aðra ber- synduga, þá hefði ísland sporð- reistst alveg (undanskilið: og Framsóknaratkvæðin týnst á mölinni) - Nú er Steingrímur í öðru og betra kompaníi og mun grípa til karlmannlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir stöðvun sjávarút- vegsins, sem er forsenda þess að menn haldist við dreifbýli. -Ráðstafanirnar eru nauðsyn- legar en þær munu ekki koma að tilætluðu gagni, vegna þess að Sjálfstæðismenn menga þær með vaxtafrelsi sínu. - Ráðstafanirnar sem munu bjarga dreifbýlinu munu ekki bjarga sjávarútveginum heldur gera honum erfiðara fyrir. - Samt verða þessar ráðstafanir gerðar vegna þess að stjórnín er svo ábyrg - og undir lokin er látin uppi sú fróma ósk, að Seðlabank- inn fylgist með því, að sá fjandi sem ríkisstjórnin hefur hleypt lausum, geri engan óskunda. Um allt þetta má segja með orðum skáldsins sem tók að sér að ríma ódauðleg orð postulans: Hið góða sem ég vil það geri ég ekki en geri hitt sem helst ég skyldi forðast. _ÁB ÞJÚÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víöir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- héðinsson. Ljósmyndír: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Pröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsíngar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslu8tjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mónuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 8. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.