Þjóðviljinn - 08.08.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Qupperneq 9
UTIHATIÐIR Yfir sexþúsund unglingar skemmtu sér og dönsuðu við leik Stuðmanna í Atlavík. Arleg Ringó verðlaun Bítlinum þótti mest um vert að geta óáreittur spígsporað innanum 6000 unglinga „Piltarnir eru að dekstra mig. Ég kom hins vegar ekki til þess að troða upp, aðeins af- henda þessi verðlaun og skemmta mér og þetta er búið að vera voðagaman", sagði bítillinn Ringó Starr, sem lét þó til leiðast og tók við trommukjuðanum af Ásgeiri Óskarssyni stuðmanni á úti- hátíðinni í Atlavík á sunnudag- inn og lamdi taktinn í gamla rokklaginu „Johnny B good“. Gunnar Þórðarson var kapp- anum til fulltingis á sviðinu ásamt Stuðmönnum, sem héldu uppi miklu fjöri fyrir austanallahelgina. Stemmningin var mjög há- stemmd, þegar Ringó, eða Hringurinn, eins og hann var kallaðurinn í Atlavík, sté á sviðið frammi fyrir 6 þúsund áhorfendum. Meirihluti þeirra hafði raunaróljósa hugmynd um þessa miðaldra popp- hetju, enda flestir vel innan viðtvítugt. En allmargir jafn- aldrar Bítlanna gerðu sér þó leið í Víkina á sunnudagseftir- miðdaginn til þess eins að líta eigin augum gamalt poppgoð sitt, sem lagði heiminn aðfót- um sér fyrir tuttugu árum. Ringo Starr afhenti verðlaun í hljómsveitarsamkeppni Atlavík- urhátíðarinnar „Ringo Starr- armband“ og eiga verðlaunin í þessari árlegu keppni að vera helguð honum hér eftir. Það var hljómsveitin „Fásinna", skipuð nemendum úr Eiðaskóla, sem verðlaunin hlutu. Myndir: Árni Helgason. „Gerir aldurinn", segir Ringó, sem fór óáreittur ferða sinna innan um 6000 unglinga, þarsemhannhefðiskapaðmeiriháttarmúgæsingarfyrirtuttuguárum. En kappinn vildi lítið tala um fræga fortíð og lái honum hver vill. Hann styður hér við bakið á Barböm konu sinni á hljómsveitarpallinum í Atlavík. Miðvikudagur 8. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.