Þjóðviljinn - 08.08.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Blaðsíða 11
UTIHATIÐIR Um 40 manns voru að hlusta á hljómsveitina Kukl í Viðey um fimmleytið á laugardaginn þegar Þjóðviljamenn voru þar á ferð. Mynd -eik. Viðeyjarhátíðin Mikill sigur þrátt fyrir allt „Þaö er rétt að sú hugmynd hefur komið upp að endurtaka Viðeyjarhátíð eftir hálfan mánuð. Mér finnst það reyndar ekki alveg nógu snið- ugt vegna þess hversu dimm- ir hratt. Aftur á móti vonast ég til að við fáum að endurtaka útihátíð í Viðey næsta sumar. Mannvirkin eru til staðar og nú höfum við fengið dýrmæta reynslu í skipulagningu, sagði Magnús Kjartansson við Þjóðviljann í gær. Hann stóð fyrir útihátíðinni í Viðey ásamt Eggerti Sveinbjörnssyni. Á sunnudaginn var ákveðið að aflýsa frekari skemmtiat- riðum. Þjóðviljinn fór í fámennið í Viðey á laugardaginn. Aðeins 200-300 manns höfðu keypt sig inn á hátíðina, að sögn Magnús- ar. Fáir þeirra sáust á ferli á laugardaginn, höfðust menn við í tjöldum sínum eða veitingatjöld- um, aðrir höfðu skroppið í bæ- inn. „Það er mikil ábyrgð að standa fyrir svona hátíð. En ef einhverjir kunna að bregðast við vandanum þá erum það við sem höfum í ára- tugi verið í skemmtanabransan- um og umgengist unga fólkið. Þess vegna held ég að við höfum getað hætt við hátíðina án þess að sárindi hafi orðið hjá krökku- num, sagði Magnús Kjartansson. Gæslumenn og annað starfslið í Viðey hafði mikið að gera að- faranótt sunnudags við að að- stoða fólk við að halda tjöldunum uppi. „Fólk lenti í vosbúð og vit- leysu“, sagði Magnús. „Eina leiðinlega áttin í Viðey, suð- austanáttin, þurfti vitanlega að kóróna hátíðina. Það varð til þess að á sunnudagsmorgun tíndist fólk heim á leið. 20-30 manns voru eftir í rigningu og þoku um hádegi“. „Nei, þau fengu ekki endur- greitt. Ég ræddi við þau og bauð þeim að vera áfram í stóru tjaldi sem við kyntum með hitablásara. Þau fengu fríar samlokur og síga- rettur að vild. Þeim sem fóru í land bauð ég aðstoð við að kom- ast inn á dansleiki í bænum. Þau tóku vel í það á leiðinni í bæinn en virtust síðan hætta við þegar í land var komið. Þau skildu vel að erfitt var að halda skemmtiat- riðum áfram. Til dæmis er hrein- lega hættulegt að spila á raf- magnshljóðfæri í jafn miklum raka og var á sunnudaginn, alltaf getur leitt út“. „Það voru sterk öfl í bænum á móti þessari útisamkomu í Við- ey“, sagði Magnús. „Þjóðminja- vörður, Náttúruverndarráð og neikvæð skrif í Mogganum urðu til þess að fólk var farið að ímynda sér unglingana í Viðey hrapandi fyrir björg og syndandi í sjónum. Lögreglan virtist afbrýðisöm vegna þess að borgarráð sam- þykkti útihátíðina án þess að lög- reglan væri með í ráðum. Lög- reglustjóri var einn þeirra sem skrifaði í Morgunblaðið gegn hát- íðinni. Ég á eftir að fara í gegnum blaðaskrif og auglýsingar til að komast að því hvers vegna slíkt fámenni varð hjá okkur“. „Nú eru mannvirki á staðnum, vatnsleiðslur, salerni og fleira. Annar danspallurinn ætti auðveldlega að standast vetrar- veðrin. Ég lít á það sem mikinn sigur að leyfi fékkst fyrir þessum hátíðahöldum. Þau fóru líka vel fram. Þess vegna ætti að vera hægt að endurtaka þetta og skipuleggja þá betur. Við þurfum t.d. að taka til athugunar að hægt verði að kaupa sig inn fyrir styttri tíma. Fólk var óánægt með að greiða 1.300 krónur ef það ætlaði ekki að vera alla hátíðina". Magnús sagðist bjartsýnn á næstu Viðeyjarhátíð sem yrði væntan- lega haldin á öðrum tíma en um Verslunarmannahelgi. -JP „Hérna eru ógeðslega fáir og í gærkvöldi var ógeðslega mikið fyllerí en fínt stuð“, sögðu Móeiður Anna, Ingibjörg og Æsa Björk. Þær komu á föstudaginn út í Viðey. Sögðust vera 14 ára og hafa þurft að standa í harðri baráttu heima fyrir áður en leyfi fékkst til fararinnar. Mynd -eik. Hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík var lítið um að vera. Þau sáu um slysavaktina í Viðey og höfðu ekki lent í öðru en að gera að hendi eftir að einn mótsgesta haföi ætlað að skera rauf í pulsubrauð og skorið of djúpt. Fáeinir tognuðu á fæti en ekki alvarlega. Mynd -eik. ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.