Þjóðviljinn - 08.08.1984, Side 20

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Side 20
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663. 8. ögúst 1984 176. tölublað 49. örgangur MOÐlflUINN Ávísun á gengisfellingu 3% styrkirnir jafngilda 600 miljónum á ári! 7% gengisfellingu frestað fram yfir kjarasamninga? að eina sem hönd er á festandi í þessum aðgerðum er greiðsla úr ríkissjóði til útgerðarinnar upp á 3%, en það er ekkert annað en ávísun á gengisfellingu síðar í haust, sagði Ragnar Arnalds fyrrverandi fjármálaráðherra í gær um aðgerðir ríkisstjórnar- innar. Ragnar benti á að greiðslan fyrir þá þrjá mánuði sem um er rætt næmi 150 miljónum króna eða 600 miljónum á ári. „Útilokað er eins og staðan er nú hjá ríkissjóði að bæta 600 milj- ón króna halla á hann án þess að tekjur komi á móti. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga að sl. vetur var ákveðið að bæta rekstrarstöðu útgerðarinnar um 4% með greiðslum úr aflatryg- gingasjóði og það fé verður upp- urið um áramót. Það má því hik- laust segja að þarna er verið að búa til tilefni til gengisfellingar upp á 7% og gengið er falsað sem því nemur. Þetta ætla þeir sér ekki að opinbera fyrr en eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir í haust. Þá verður gengisfelling- unni sem þegar er orðin að raun- veruleika dengt út og verkalýðs- hreyfingunni kennt um allt sam- an“, sagði hann. Ragnar sagði að ekkert sem sagt hefði verið um þessar að- gerðir væri jafn innantómt og þau orð Þorsteins Pálssonar að helsta inntak þeirra væri að halda fast við gengisstefnu stjórnarinnar. „Það er aðeins um tvennt að ræða“, sagði hann. „Annað hvort gengisfellingu eða hrikalegan halla á ríkissjóði“,“ sagði Ragnar Arnalds að lokum. Ái Byggingariðnaðurinn Yfirborganir eru ekki mestar í þessum bransa. Þvert á móti er engin eftirspurn eftir byggingamönnum á höfuðborgar- svæðinu, segir Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingamanna. Nei, það er langt í frá að bygg- ingamenn séu ánægðir með kjör sín og kannski hefur enginn hópur farið verr út úr kjara- skerðingunni en einmitt þeir, sagði Benedikt Davíðsson for- maður Sambands bygginga- manna í gær, en aðeins örfá félög byggingamanna hafa sagt upp samningum nú, 1. september nk. Benedikt var spurður hvort ástæðan væri góð kjör, mikil vinna og yfírborganir í stéttinni. „Samningur byggingamanna er allt öðru vísi upp byggður og til miklu lengri tíma en samningar annarra félaga“, sagði Benedikt. „Aðstæðurnar eru því mjög mikið ólíkar h j á okkur og h j á hin- um félögunum. Kjaraskerðingin hefur bitnað hart á bygginga- mönnum því samningurinn gerði ráð fyrir að mikill hluti kauphækkananna kæmi til fram- kvæmda einmitt á þeim tíma sem samningabannið var í gildi. Byggingamenn gerðu grein fyrir því á vegum verkalýðshreyf- ingarinnar í vor að þeir teldu tvennt nauðsynlegt áður en til uppsagnar kæmi, - í fyrsta lagi að samstaða væri innan hreyfingar- innar um kröfugerð og í öðru lagi að knúið yrði á um lausn strax í upphafi. Ónnur félög voru ekki reiðubúin til þess, þannig að byggingamenn töldu sínar for- sendur til uppsagnar brostnar. Þeirra mat var að það væri ekki staða fyrir þá eina til að rétta úr kútnum 1. september; þeir hefðu viljað fara með ef aðrir hefðu ákveðið aðgerðir, en fyrst svo er ekki, vilja þeir velja annan tíma. Næsti möguleiki til að losa samn- inginn er um áramót en þó eru ýmsir möguleikar á breytingum án þess að hann verði íosaður. Viðræður hafa verið í gangi nú um nokkurt skeið og eru enn og við bindum vonir við árangur af þeim, helst fyrir 1. september". - En er ástæðan ekki í raun yfírborganir og mikil vinna í Orkan komin hringinn Hringtengingu raforkukerfísins í landinu verður loks lokið þann 1. nóvember í haust, þegar svoköiluð Suðurlína, milli Sig- öldu og nýrrar aðveitustöðvar við Hóla í Hornafírði, verður tengd. Nær þá byggðalínan, sem byrjað var á 1973 í ráðherratíð Magnús- ar Kjartanssonar og kölluð var „þjóðvegur orkunnar“, hringinn kringum landið. „Þetta vérður stór stund og merkur áfangi í orkumá!um“, sagði Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri, í viðtali við Þjóðviljann, „og eykur gífurlega öryggið í flutningi raf- líkja þessu við vegakerfísins orku. Það má hringtengingu 1974“. Nýja aðveitustöðin við Hóla tryggir Austur-Skaftfellingum sama öryggi í raforkumálum og öðrum landsmönnum, en hún er ellefta. stóra aðveitustöðin á byggðalínunni, sem Rafmagns- veitur ríkisins hafa byggt síðasta áratug, en byggðalínan er orðin 827 km löng. Framkvæmdum við suðurlínuna sem er 250 km löng mun ljúka í haust, þrátt fyrir að í ljós hafi komið gallar í stáli línu- mastra. Portúgalska fyrirtækið, EIP, sem framleiddi stálið, hefur viðurkennt ábyrgð á þeim göllum, en skaðabótakröfur á hendur því mun nema 4-5 milj- ónum króna. Hringtenging byggðalínukerf- isins gerir hvort tveggja að auka flutningsgetu kerfisins og auka öryggi í orkuflutningunum, þannig að framleiðsla rafmagns með díselvélum ætti að mestu að heyra sögunni til. Aðveitustöðin við Hóla tengir Suðurlínu við Suðausturlínu frá Hryggstekk í Skriðdal, auk þess sem Austur-Skaftafellssýsla tengist með henni við 132 kv línu- kerfið í heild sinni. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar er áætlað- ur 47 miljónir króna. Byggðalín- an er að mestu byggð upp af Raf- magnsveitum ríicisins, en í árs- byrjun 1983 tók Landsvirkjun við þeim til eignar og reksturs. Að- veitustöðvar á byggðalínu eru á hinn bóginn sameign Landsvirkj- unar og Rafmagnsveitu ríkisins. Fyrsti spotti byggðalínunnar var lagður milli Akureyrar og Varm- ahlíðar 1973, en það hefur tekið ellefu ár að loka hringnum. JH byggingariðnaðinum, einkum hér á höfuðborgarsvæðinu? „Nei. Yfirborganir eru nú ekki mestar í þessum bransa og það er alls ekki mikil þensla í byggingar- iðnaðinum núna. Þvert á móti er engin eftirspurn eftir bygginga- mönnum nú og þeir flykkjast hingað utan af landi. Astandið er allt annað en und- anfarin sumur. Þá hefur ætíð vantað mepn og við höfum verið hér með langa lista frá bygginga- meisturum sem hefur vantað menn. Nú er enginn slíkur listi hér. Þá hafa undanfarin sumur verið 50-100 manns frá okkur í vinnu úti á landi, en nú er enginn. Þó mikið sé byggt, þá verða menn að athuga það að einingahúsa- vinnan gengur mun fljótar yfir á byggingastaðnum, enda er búið að vinna megnið af þeim á verk- stæðum úti á landi. Það var mikil eftirspum í byrjun sumars og fram í júní, en.nú er hún engin“, sagði Benedikt Davíðsson að lok- um. _Ái Bílbeltin björguðu miklu „Það er enginn vafí á því að ef bflbelti hefðu ekki verið notuð í þessum tveimur tilfellum hefði verr farið“, sagði Stefán Matt- híasson læknir á sjúkrahúsinu á Húsavík, en læknar þaðan voru kallaðir til vegna tveggja meiri háttar umferðarslysa um helgina. Hið fyrra varð á föstudag við Grímsstaði á Fjöllum, þar sem tveir bflar rákust saman, hið síðara á laugardag, þegar bíll valt við Laugar í Reykjadal. Sex farþegar slösuðust við Grímsstaði, þrír það alvarlega að flytja þurfti þá til Reykjavíkur, en þeir em nú úr lífshættu. í bíl- veltunni voru allir með beltin spennt, þeirra á meðal ófrísk kona, og sluppu allir með minni háttar áverka. Stefán sagði að bflbeltanotkun ófrískra kvenna væri umdeild, einkum ef þær væru komnar langt á leið, en þaö væri sitt mat að í þessu tilfelli hefði beltið gert mikið gagn, hvað sem segja mætti um önnur. En hvað er það sem beltin gera? í fyrsta lagi sagði Stefán minni hættu á því að fólk kastaðist út úr bflum ef beltin eru spennt og það sem meira væri: alvarlegir áverkar og beinbrot væru mun sjaldgæfari. En notar Stefán sjálfur bflbeltið? „Já, jafnvel milli húsa hér í bænum“, sagði hann. _ÁI Engin þensla

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.