Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 3
FRETllR Hagvangur Björn Sigurösson Þann sjöunda ágúst var til moldar borinn Björn Sigurðs- son, sem lést þann 30. júlí síð- astliðinn. Sökum mistaka birtist ekki mynd af Birni með minningargreinum í Þjóðvilj- anum í gær og biðst blaðið vel- virðingar á því. Súðavík Ekki veit stjórnin Atvinnuleysisvofan ígœttinni „Það má guð vita, ekki veit rík- isstjórnin það!“, sagði Börkur Akason framkvæmdastjóri Frosta hf. í Súðavík í gær þegar hann var spurður að því hvað við tæki, þegar togarinn Bersi hefur klárað kvótann. Bersi sem er eini togari þeirra Súðvíkinga á aðeins eftir rúm 200 tonn af kvótanum og verður því skipt á tvo túra. Börkur sagði að menn gætu rétt ímyndað sér hvað við tæki á staðnum, „ef við fáum ekkert að veiða, þá höfum við ekkert að vinna“, sagði hann, en 90-100 manns hafa unnið afla Bersa. í viðtali viða DV í gær ásakar Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, útgerðarmenn togaranna fyrir skipulagsleysi í veiðum og voru orð hans borin undir Börk. „Ég veit ekki hvernig á að skipu- leggja þetta“, sagði hann. „Hér er aðeins einn togari og fólkið hefur bara vinnu meðan hann aflar. Ég sé engan mun á því að senda fólkið heim 10 daga í hverj- um mánuði eða 2 til 3 mánuði í lok ársins. Við erum búnir að stoppa tvisvar í sumar, viku í senn en það dugir skammt". -ÁI Bankamenn Uppsögn samninga Samband íslenskra banka- manna sagði þann 31. júlí 1984 upp launalið gildandi kjarasamn- ings milli SIB og bankanna. Gild- ir uppsögnin frá og með 1. sept- ember og kemur því ekki til fram- kvæmda sú 2% launahækkun, er áður hafði verið um samið. Reiknað er með, að samninga- nefndirnar komi saman til við- ræðna um miðjan ágúst. SÍB ger- ir m.a. þær kröfur, að kaupmátt- ur launa bankafólks verði aukinn til samræmis við þær verðiags- hækkanir er að undanförnu hafa orðið. Stjórnin tapar Ríkisstjórnin hefur tapað fyigi frá því í aprflmánuði sam- kvæmt skoðanakönnun Hag- vangs, sem Morgunblaðið birti í gær. í aprfl naut ríkisstjórnin stuðnings 69.6% en í júlíkönnun- inni 58% kjósenda, sem þýðir að stjórnin hafi tapað fylgi 11.6% kjósenda frá því í aprfl. í fyrri hluta könnunarinnar sem birtur var í Morgunblaðinu fyrir helgi kom fram að Alþýðubandalagið hafi bætt við sig 5.6% frá því í aprflkönnuninni. Samkvæmt könnuninni nýtur stjórnin meiri stuðnings í dreif- býlinu heldur en á höfuðborgar- svæðinu eða 56.7% á höfuðborg- arsvæðinu en 61.2% á lands- byggðinni. Þá stingur í augu að 64.9% karia styðja n'kisstjórnina en 50.4% kvenna. Samkvæmt fyrri hluta könnun- arinnar höfðu einungis Alþýðu- bandalagið og Bandalag jafnað- armanna bætt við sig fylgi frá því í apríl. Alþýðubandalagið er þannig með fylgi 14.9% þeirra sem afstöðu tóku í júlí en í apríl fékk Alþýðubandalagið einungis 9.3%. Bandalag jafnaðarmanna hafði einnig bætt við sig frá því í apríl; var með 3.7% en er með 6.2% fylgi í júlíkönnuninni. Al- þýðuflokkurinn hefur tapað 0.4% frá því í apríl, er nú með 6.4%. Framsóknarflokkurinn er kominn niður fyrir Alþýðu- bandalagið og er með 14.7% fylgi en var með 17.1% í aprfl. Kvennalistinn er með 8.1% og hefur tapað 1.1% frá því í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn er með 48.8% og hefur tapað 3.3% frá því í apríl, samkvæmt þessari skoðanakönnun Hagvangs. -óg Nokkrir eggjabændanna og stjórnarmeðlimir að baki „lseggs“ sem er heiti á framleiðslu Sambands eggjaframleiðenda. Frá vinstri: Stefán Guðbjartsson Sætúni Kjalarnesi, Jón Hermannsson Högnastöðum, Jón Gíslason Hálsi í Kjós og formaður Sambands eggjaframleiðenda, Skarphéðinn Össurarson Blikastöðum, Þorsteinn Sigmundsson Elliðahvammi og Eyþór Elíasson framkvæmdastjóri. Mynd - eik. Egg Hvorki einokun né illvirkjastarfsemi Eggjabœndur fullyrða að nýjaflokkunar- og dreifingarstöðin breyti ekki vöruverði til neytenda. Samkeppnin nú milli 4 stórraframleiðenda. Samtök smærri eggjabænda hafa nýlega ýtt úr vör dreif- ingarstöð sinni. Samband eggja- framleiðenda hefur nú keyrt vél- arkost sinn í einn mánuð og er starfsemin að komast í fullan gang. „Við stefnum hvorki að ein- okun né illvirkjastarfsemi með samtökum okkar heldur er mark- miðið að neytandinn fái betri vöru fyrir sama verð“, sagði Skarphéðinn Össurarson eggja- bóndi á Blikastöðum á fundi í gær þar sem starfsemi eggjadreifing- arstöðvarinnar var kynnt og „óvæginn mótbyr“ sá sem sam- tökin telja sig hafa fengið í fjöl- miðlum gagnrýndur. „Sú kenning að neytandinn muni greiða fyrir viðbótarkostn- að sem hlýst af flokkun og sam- eiginlegri dreifingu eggjanna er blekking“, sagði Skarphéðinn Össurarson eggjabóndi. Fram- kvæmdastjóri Samb- eggjafram- leiðenda skýrði frá fyrirhug- aðri starfsemi. Sagði hann að dreifingarstöðin myndi sjá um að sækja egg til framleiðenda í viku hverri, flokka þau í hinum nýja vélarkosti stöðvarinnar í 8 stærð- arflokka og kasta úr gölluðum eggjum. Síðan yrði séð um dreif- ingu eggjanna í verslanir undir nafninu Isegg. Kostnaður sem af þessu hlýst er greiddur af fram- leiðendum, því þeir fá minna fyrir vöruna. Hingað til hefur mikill kostnaður verið fólginn í því að hver bóndi er að aka sínum eggjum milli kaupenda. Með samtökunum sparast dreifingar- kostnaður og verður niðurstaðan sú að neytandinn fær betri vöru fyrir sama verð“, sagði fram- kvæmdastjórinn Eyþór Elíasson. í Sambandi eggjaframleiðenda eru 40% eggjaframleiðenda. Þrjú stærstu búin á landinu eru ekki í Sambandinu en þau eru samtals með 36% framleiðslunn- ar. Samkeppnin mun því fram- vegis verða milli þessara fjögurra aðila auk nokkurra smærri fram- leiðenda. -jP A Ikalískemmdir Anað áfram hugsunarlaust Igær var kynnt á blaðamanna- fundi ráðstefna um rannsóknir á steinsteypu og steyptum mannvirkjum á Norðurlöndun- um. Aðal áhersla Islendinganna verða alkalískemmdir. Ráðstefnan hefst 10. ágúst og þann dag mun einn þckktasti verkfræðingur veraldar, próf. F. Leonhardt, flytja erindi um sam- tvinnun rannsókna og hönnunar. Ráðstefna sem þessi er haldin þriðja hvert ár og er þessi sú tólfta. Tilgangurinn með þeim er ekki síst að skapa tengsl milli þeirra sem stunda rannsóknir svo og hinna sem þurfa að nýta sér niðurstöðurnar. f ár valdi undir- búningsnefndin tvö viðfangsefni, viðgerðir á steypuskemmdum og ný sementsbundin efni. Kísilryk, sérvirk þjálniefni og fleira hafa opnað mönnum nýja möguleika í notkun sementsbundinna efna. íslendingar eiga mikla möguleika vegna hráefna og nauðsynlegt að heltast ekki úr lestinni. „Að vísu hættir íslendingum nokkuð til að eyðileggja möguleikana með landlægri áráttu að ana áfram hugsunarlaust án þess að taka til- lit til rannsókna“, segja þeir sem að ráðstefnunni standa. Um það bil 210 manns munu sitja ráðstefnuna en gestir alls verða 280. 32 fundir verða í þessa þrjá daga. Framkvæmdastjóri ráðstefnunnar er Ríkharður Kristjánsson. HS Fimmtudagur 9. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Ætli Alli ríki fari ekki að gera út á Kosta Ríka? Nýr forstjóri Fiskmatsins Einar M. Jóhannsson hefur verið skipaður forstjóri Fiskmats ríkis- ins en auk hans sótti um stöðuna Jóhann Guðmundsson forstjóri, sem hefur verið í ársfríi. Þá er umsóknarfrestur um stöður for- stöðumanna afurðadeildar og ferskfiskdeildar útrunninn og mun sjávarútvegsráðherra skipa þær innan tíðar. Leiðrétting 160-170 miljónir í styrki í viðtali við Ragnar Arnalds í Þjóðviljanum í gær fjallaði hann m.a. um hinar miklu greiðslur úr ríkissjóði sem þarf til að standa skil á 3% af aflaverðmæti til út- gerðarinnar. en með þeim greiðslum sagði Ragnar að verið yæri að hilma yfir gengislækkun sem í raun væri orðin nú þegar. Hins vegar var talan, sem nefnd var í viðtalinu, 600 miljónir á ári ekki rétt út reiknuð. Sam- kvæmt upplýsingum Aflatrygg- ingasjóðs í gær nema þessar greiðslur á ársgrundvelli 160-170 miljónum króna eða 45 miljónum á 3 mánuðum. Sú tala getur þó orðið töluvert hærri ef loðnuafli verður mikill í haust. Talan sem Aflatryggingasjóður gefur upp er meira en helmingi hærri en sú sem fjármálaráðherra sagði í við- tali við Þjóðviljann í gær og virð- ist í þessu sem öðru að menn viti ekki hvað fyrirhugaðar ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar komi til með að kosta. Hattur Steingrímur heim á þriðjudag Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sem almennt er nefndur „Maðurinn með hatt- inn“ þessa dagana, er væntan- legur heim úr Ameríkuför sinni á þriðjudaginn kemur. Mun hann þá taka við stjórnar- taumunum að nýju, en hann hef- ur verið í orlofi þar vestra, og fylgst með Ólympíuleikunum þar sem hann hefur útdeilt nafn- spjöldum embættis síns. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.