Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 15
Gómsætt úr
grænmeti
Um þessar mundir er feykilega
fjölbreytt úrval af grænmeti á
boðstólum í verslunum. Er því
kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja
gerast grænmetisætur að byrja
núna.
En hvað þýðir það að ætla að
gerast grænmetisæta. Þarf það að
þýða að maður þurfi að taka upp
einhverja nýja heimspekistefnu,
ný trúarbrögð eða að stokka upp í
bragðlaukunum. Nei, ekkert af
þessu þarf að vera til staðar, því
hægt er að búa til mat úr græn-
meti með nákvæmlega sama
bragði og maður á að venjast í
þeim mat sem maður hefur verið
að borða árum saman, fyrir utan
það, auðvitað, að kjötið lætur
maður eiga sig.
Eftirfarandi uppskriftir eru dæmi
um lostæti sem hefur mikið nær-
ingargildi og er eingöngu sett
saman úr hráefni sem á rætur að
rekja til moldarinnar.
Rósakálspottur
250 g. rósakál
1 msk. smjör
1 stór laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksrif
1 grœn paprika, smáttsöxuð
500 g. tómatar, flysjaðir og
skornir í átta bita
7/2 tsk svartur pipar
114 tsk basilikum
1 tsk. salt
Skafið skemmd blöð af rósa-
kálinu og þvoið það vel upp úr
köldu vatni. Bræðið smjörið í
potti við vægan hita, bætið lauk,
hvítlauk og grænni papriku út í og
látið þetta malla áfram við vægan
hita í 8 mínútur. Hrærið tómat-
ana út í, bætið rósakálinu, pipar,
basilikum og salti. Bragðið til
með meira salt og pipar ef þið
viljið. Einnig má bragða til með
því kryddi sem ykkur finnst gott í
pott.
Lækkið nú hitann og setjið lok
á pottinn og látið malla í 15-20
mínútur, eða þar til rósakálið er
orðið meyrt. Berið fram með
grófu brauði, sem má gjarnan
vera ofnbakað með osti. Þessi
uppskrift nægir fyrir fjóra.
Ghuvetch
Þessi réttur er rúmenskur og
uppskriftin nægir fyrir sex
manns:
1 blómkálshöfuð, þvegið og skipt
niður
3 meðalstórar kartöflur (skrœlið
látið með efþœr eru nýjar íslensk-
ar)
2 meðalstórar gulrœtur
1 lítil rófa, flysjuð og skorin í ten-
inga
5 bollar af grœnmetissoði (súpu-
kraft)
2 '/2 tsk salt
7/2 bolli grœnmetisolía
2 meðalstórir laukar, skornir í
þunnar sneiðar
1 grœn eða rauð paprika
2 sellerístilkir
200 g. frosnar grœnar baunir
400 g. niðursoðnir tómatar
1 msk dill
POTTURINN
Hinn fornírœgi kínverski Wok-pottur
er pósttilboð Habitat í desember.
Með Wok-pottinum fylgja ausa, spaði, tólí matarprjónar
og leiðbeiningar á íslensku og ensku.
Hann hentar mjög vel við matreiðslu á
smátt skornum réttum. Engir pottar nýta hliðarnar
eins vel og Wok-potturinn.
Matreiðsla í Wok-pottinum er afar einföld.
Að loknum undirbúningi er matreitt í pottinum sjálíum.
Wok-potturinn er gerður úr carbon-stáli,
sem er besta hitaleiðandi efni sem völ er á
Matreiðsla í Wok-pottinum sparar því orku.
Wok-potturinn kostar aðeins 797 krónur.
lauk, græna eða rauða papriku og
sellerí út í. Steikið í 5-7 mínútur
og hrærið stöðugt í. Bætið þá
baununum, tómötunum (safan-
um af þeim líka), dillinu og rest-
ini af saltinu og pipar út í. Hrærið
vel í og hitið upp að suðumarki.
Hellið þá af pönnunni út í græn-
metispottinn og látið malla í 10-
15 mínútur. Hrærið þá kartöflu-
mjölinu út í og hrærið saman í 3
mín. á meðan sósan þykknar.
7/2 tsk svartur pipar
1 tsk. kartöflumjöl leyst upp í 1
msk. af vatni
Setjið blómkálið, kartöflur,
gulrætur og rófur í stóran pott.
Hellið grænmetissoðinu yfir og 2
tsk af salti. Hitið upp að suðu-
marki. Lækkið þá hitann, setjið
lok á pottinn og látið malla við
vægan hita í 8-10 mínútur. Takið
þá grænmetið úr pottinum og
fjarlægið af vökvanum allt nema
ca. 1 bolla og setjið grænmetið
aftur út í pottinn.
Hitið síðan olíuna á steikar-
pönnu. Setjið síðan lauk, hvít-
Góð hönnun fyrir gott verð
hab itat
VERSLUN —POSTVERSLUN LAUGAVEGUR 13 SIMI: 25808
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15