Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 21
Þetta eru þau Arnór Diego 14 ára, Eydís Eyjólfsdóttir 16 ára og Sigurður
Kjartansson 13 ára. Þau voru öll í Viðey um verslunarmannahelgina (þeirri sem
rigndi niður). Strákarnir hafa æft breikdans í 4 mánuði alla daga og þeir stefna
að því að komast á Roxy sem er í New York. Það er diskotek sem er sjö sinnum
stærra en Laugardalshöllin og er eingöngu notuð í breik. Að vísu er þar
íijólaskautabraut líka. Strákarnir vildu taka það skýrt fram að þeir eru mjög
Tiikið á móti því að íslenska orðið breik, þeir sögðu að það væri alþjóðlegt orð
sem allir skildu. Mynd: eik.
Var virkilega ekki eins vont veður í Viðey eins og allir sögðu? Mynd: eik.
Hér má sjá stóran hluta áheyrendahópsins sem hlustuðu á Kuklið f Viðey. Við
minnum þau á að drífa sig á síðustu hljómleika hljómsveitarinnar sem verða í
kvöld. Mynd: eik.
Nýjar fréttir
af Kuklinu
Fyrir aðdáendur Kuklsins eru
gleði fréttir en fyrir hina, ja...
alla vega nýjar fréttir. Kuklið
ætlar að halda aukatónleika hér á
landi.
Ástæðuna segja þeir góða að-
sókn á fyrri tónleika, (verðum við
ekki að trúa þessu). Alla vega
verða tónleikar hjá þeim í Safarí í
kvöld.
Það verður þó ekki bara Kukl-
ið sem kemur fram. Bara-
flokkurinn ætlar að aðstoða þá
svo og Vonbrigði. Þessir tón-
leikar verða þeir seinustu sem
Kuklið ætlar að halda hér á landi
áður en þau fara út í hinn stóra
heim en þau ætla að fara þann 20.
ágúst í Evrópureisu sem hefst í
London. Og þá er bara að óska
þeim góðs gengis.
-HS
Fimmtudagur 9. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 21