Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Gróði lyfsalanna Sú staöreynd aö sextán af tæpum fjörutíu lyfsölum landsins eru í hópi skattkónganna í ár hefur undanfarnar vikur dregiö athygli al- mennings að óeðlilegum gróöa þessarar fá- mennu stéttar. Þeir eru ekki fáir sem hafa spurt: hvernig stendur á því aö meðan stór- felldur samdráttur á sér staö í flestum geirum heilbrigöiskerfisins og alþýða manna kveinkar sér undan miklum hækkunum á lyfjaveröi, þá skuli gróöinn af lyfsölunni aldrei hafa verið meiri en nú? í umfjöllun Þjóöviljans á þessu máli hefur veriö bent á ýmsa samverkandi þætti sem valda hinum fjallháa gróöa lyfsalanna. í fyrsta lagi búa þeir viö ákveðin forréttindi sem nánast engin önnur grein verslunarinnar hefur. Þeir hafa algera einokun á markaðnum og þurfa ekki aö standa í samkeppni af neinu tagi. Einungis mjög takmarkaður fjöldi lyfsölu- leyfa er jafnframt gefinn út, þannig aö sérhver lyfsali situr einsog alvaldur kóngur yfir mark- aðnum á sínu svæði og þarf ekki aö óttast aö keppinautarnir næli sér í skerf af gróðanum. I ööru lagi er lyfsölum heimilt að leggja geysiháa smásöluálagningu á lyf, eöa hvorki meira né minna en 72 prósent! Til skamms tíma var þessi álagning raunar enn hærri. Til samanburðar má geta þess aö smásöluálagn- ing á aðrar nauösynjavörur er yfirleitt ekki hærri en 15 til 30 prósent. Hvernig stendur þá á því aö álagning á lyf er svona miklu hærri? Málsvörn lyfsalanna ertvíþætt. Annars veg- ar segjast þeir hafa lagaskyldur til aö hafa miklar birgöir lyfja og þar sem endingartími þeirra sé takmarkaður veröi kostnaöur sökum fyrningar lyfjanna mikill. í annan stað benda þeir á aö hlutföll í launakostnaði séu allt önnur í apótekum en annarri verslun, þar sem þeir þurfi sérhæfðari og dýrari vinnukraft. Þessar röksemdir standast hvorugar. Þjóö- viljinn hefur sýnt fram á aö kostnaður vegna fyrningar lyfja er sáralítill og þaö hefur veriö staðfest af lyfjaheildsölum. Á móti röksemd- inni um dýrara vinnuafl vegur líka aö lyfsalar fá aö leggja smágjöld einsog afhendingargjald, símalyfseðilsgjald og eftirritunargjald ofan á hið skráða lyfjaverð, einmitt til aö standa straum af umstangi kringum lyfin. í stuttu máli: það er harla erfitt að koma auga á réttlætingu fyrir hinni háu álagningu enda sýna skattar lyfsalanna aö vel er smurt. Enn má svo nefna aö á síðastliðnú ári fengu lyfsalar aö leggja sérstakt gengisálag ofan á lyfjaverö sökum áætlaös gengissigs. Gengiö hélst hins vegar stöðugt en þrátt fyrir þaö var lyfjaverð ekki lækkað og lyfsalarnir héldu hin- um rangfengna gengisgróða óáreittir. Síöastnefnda dæmiö sýnir í sjálfu sér betur en flest annaö þær ógöngur sem lyfjaverö- lagsmál á íslandi hafa rataö í. Á lyfsölum virki- lega aö leyfast að halda röngum gengisgróða einungis af því reglurnar um útreikning lyfja- verös eru svo vitlausar? Á þeim aö leyfast að nota einokunaraðstööu til að taka sérstakt gjald fyrir þaö eitt aö af- henda vörurnar sem þeir eru að selja? Og á það er rétt aö benda, aö ekki hefði þurft að lækka hina geysiháu smásöluálagningu á lyfjum um nema nokkur prósent til aö ná fram svipuðum sparnaöi og ríkið hugðist gera með því að hækka lyfjaverð til almennings í júní- byrjun. Það þarf því aö stokka upp reglur um lyfja- verö og Lyfjaverðlagsnefnd. Það þarf að sjá til þess að sá samdráttur og sparnaöur sem á sér nú stað í heilbrigðiskerfinu komi ekki einungis niöur á sjúklingum heldur líka á þeim sem hagnast af sölu lyfja. Meira um Framsókn í Ieiðara Þjóðviljans í gær var fjallað um þá miklu fylgiskreppu sem Framsóknarflokkurinn er kominn í samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Hagvangs. Framsókn er með minna fylgi en Alþýðubandalagið og myndi glata þriðjungi þingmanna sinna ef kosningar færu fram nú. Á meðan formaður Framsókn- arflokksins unir sæll í kúrekaleik í LA og kemst ódýrt inn á Ólym- píuleikana skrifar kollegi hans, Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins, fréttaskýring- ar í DV um ástæður þess að svona illa sé komið fyrir maddömunni í tíð Steingríms. Þar sem þeir deildu báðir súru og sætu í vist- inni hjá Gunnari Thoroddsen, Svavar og Steingrímur, er rétt að birta hér sýnishorn af skýringum félaga Svavars á því hvers vegna svona illa sé nú komið fyrir flokki Steingríms. Svik Svavar segir í greininni í DV: „Fyrir síðustu kosningar og á árunum þar á undan vildi Fram- sóknarflokkurinn hafa virkt verðlagseftirlit og Ólafur Jó- hannesson hélt fast um ákvæði eldri laga í ríkisstjórninni 1974- 1978. Nú hefur Framsóknarf- lokkurinn algjörlega snúið við blaðinu og líður íhaldinu það að innleiða löglegt vaxtaokur í landinu. Framsóknarflokkurinn vildi að ríkisstjórin hefði meira með vaxtamál að gera og gagnrýndi harðlega afskipti Seðlabankans af þeim málum með kröfum um að ríkisstjórnin tæki þau mál í sínar hendur. Þess vegna féllst Framsóknarflokkurinn á þá kröfu Alþýðubandalagsins 1979 að afurða- og rekstrarlán heyrðu undir ríkisstjórnina. Nú sam- þykkir Framsóknarflokkurinn að afhenda viðskiptabönkunum allt vald í vaxtamálum. Þar með er fallið frá grundvallarsjónarmiði félágshyggjumanna, því að verja fólkið með lögum og lýðræðis- legum ákvörðunum fyrir okri fjármagnsins. Framsóknarflokkurinn segist vera byggðaflokkur. Staðan er nú þannig að landið er að sporð- reisast; ördeyða er í atvinnumál- um á landsbyggðinni og atvinnu- leysi blasir við í fjölmörgum byggðarlögum. Stefna ríkis- stjórnarinnar birtist sem bein að- föf að landsbyggðinni og hags- munum þeirra sem þar búa. Meiri svik Framsóknarflokkurinn segist vera þeirrar skoðunar fyrir kosn- ingar að meirihluti stórfyritækja eigi að vera í eigu íslendinga. Eftir kosningar lýsir stóriðjuleið- togi Framsóknarflokksins því yfir að þess konar sjónarmið séu þjóðremba. Framsóknarflokkurinn segist styðja samvinnuhreyfinguna sér- staklega. Eftir kosningar tekur hann þátt í því að setja skattalög sem auðvelda hlutafélögum um- fram samvinnufélög að tryggja sér fjármagn. Framsóknarflokkurinn segist fyrir kosningar vilja halda aftur af hernaðarframkvæmdum hér á landi. Eftir kosningar samþykkir Framsóknarflokkurinn meiri hernámsframkvæmdir hér á landi en nokkru sinni fyrr. Fyrir kosn- ingar var Framsóknarflokkurinn á móti því að ríkisfyrirtæki styrki Vinnuveitendasamband íslands. Eftir kosningar samþykkir Fram- sóknarflokkurinn að öll ríkisfyr- irtæki gangi í Vinnuveitendasam- band lslands. Fyrir kosningar lýsti framsókn- arforystan því yfir að stofna yrði sterka ríkisstjórn eftir kosningar til þess að draga úr erlendum lán- tökum. Eftir kosningar eru elendar lántökur meiri en nokkru sinni fyrr og nú síðast eru allar gáttir opnaðar með því að leyfa viðskiptabönkunum að fjár- magna afurðalán með erlendum lántökum. Fyrir kosningar lýsti Fram- sóknarflokkurinn því yfir að bæta yrði hag húsbyggjenda. Eftir kosningar grípur Framsóknar- flokkurinn til efnahagsaðgerða, meðal annars vaxtahækkana og kjaraskerðingar sem hafa það í för með sér að íbúðabyggingar fara nú minnkandi og eru svo að segja horfnar í einstökum byggð- arlögum úti á landi. Fyrir kosningar lýsir Fram- sóknarforystan því yfir að hún muni standa vörð um hagsmuni bænda. Nðurstaðan er sú að vegna efnahagsaðgerða ríkis- stjórnarinnar getur fólk ekki lengur keypt landbúnaðarafurðir eins og áður og um leið er dregið stórlega úr niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum. Fyrir kosningar, einkum þegar ríkisstjórnin var mynduð 1980, lagði Framsóknarflokkurinn höfuðáherslu á það að jafnvægi yrði að mást í ríkisfjármálum. Nú stendur framsóknarforystan fyrir ríkisstjórn sem sýnir hraklegri út- komu ríkissjóðs en nokkru sinni fyrr.!! Dómurinn Svavar Gestsson lýkur grein sinni í DV með spádómsorðum um nauðsyn þess að minnka fylgi Framsóknarflokksins. Það er eins og hugur formannsins hafi fylgt straumi kjósendanna því að könnun Hagvangs gefur til kynna að hrunið sé þegar byrjað. f lok- akaflanum segir Svavar m.a.: „Hér er komið að alvarlegum þætti í lýðræðisskipulaginu: Að flokkum skuli liðið að snúast þannig eins og skopparakringlur og snúa við blaðinu gjörsamlega eins og framsóknárforystan hefur gert. En leiðin til þess að svara slíkri framkomu er einföld: Hún er sú að refsa Framsóknarflokkn- um í næstu kosningum fyrir íhaldssamvinnu svo rækilega að munað verði um langa framtíð. Framsóknarflokkurinn er úr sög- unni sem úrræði félagshyggju- manna. Hann hefur nú tekið að sér það hlutverk að vera hækja íhaldsins. Það þarf að sýna hon- um hið fyrsta að kjósendur hafa fyrirlitningu á kollsteypum eins og þeim sem framsóknarforystan ber ábyrð á. Það er eitt brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda að afhjúpa loddarana. Alþýðu- flokkurinn hefur aldrei - nema skamma stund 1978 - beðið þess bætur að hafa þjónað íhaldinu í 12 ár og þar með glatað sjálfum sér. Framsóknarflokkurinn þarf að fá sams konar áminningu. í kosningunum 1978 fékk hann slíkt kjaftshögg að það dugði Steingrími til þess að hann sagði fyrir kosningarnar 1979 að það ætti að mynda vinstri stjórn. Á þeirri yfirlýsingu vann Framsókn kosningasigur 1979. Sú yfirlýsing var svikin í fyrra eins og allar hin- ar sem taldar voru upp hér að framan. Framsóknarforystan var búin, fyrir kosningar, að taka ákvörðun um að mynda stjórn með íhaldinu, „sterka stjórn“ eins og það var kallað. Fram- sóknarforystan leyndi hins vegar samkomulaginu þar til eftir kosn- ingar. Þess konar framkoma er svik við kjósendur. Fyrir slíkt á að refsa. Það refsivald er í hönd- um kjósenda.“ -óg DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- hóðinsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Björn Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýslngar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverö: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.