Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 8
FURÐUR Amalgam Afgreidum einangmnar plast a Stór -m Reykjavskur svœóió fra H mánudegi föstudags. Afhendum yjjgffl vöruna á U| byggingarstjW vióskipta jESt mönnum aó Wm kostnaóar 'V lausu. “ Hagkvœmt veró og greiósluskil málar vió flestra _ hœfi.i Aörar framkíidsluvórur pipueinangrun *^>og skrufbutar 'Orgarplastl hf Bofgarneti Eigum aðeins nokkur stykki á þessu hag- stæða ágústtilboði í gulu, grænu, rauðu og hvítu. Eldavél kr. 14.900.- Gufugleypir kr. 4.900.- Útborgun kr. 3.000.- eftirstöðvar á 6 mán. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 9. ágúst 1984 í burðarliðnum Hættulegt tannfyllingarefni Innan skamms verður hœgt að nota vasatelex á stœrð við penna til að koma skila- boðum um gervihnetti til hvaða lands sem er. Flestir kannast við kerfið sem gerir sjúkrahúsunum kleift að ná sambandi við lækna hvenær sem nauðsyn krefur. Læknarnir bera með sér lítið, svart og mjög dularfullt píptæki, sem þeir kalla „beeper“ (af því þeir eru flestir menntaðir í Amríku) og píptækið gefur frá sér lágvær píp þegar sjúkrahúsið þarf að hafa samband við viðkomandi píptækjabera. Sá rýkur þá ábúðarmikill á svipinn í næsta síma og fær skilaboð um að koma strax í næsta hjartaflutning ellegar hringja baraheim. Fyrir utan að vera afskaplega sniðugt fjarskiptakerfi eflir þetta sjálfstraust læknanna verulega sem fá auðvitað á tilfinninguna að þeir séu gersamlega ómissandi fólk og koma því væntanlega vel til skila í kjarasamningum eins og má sjá af nýju skattskránni. Fram að þessu hafa píptækin fyrst og fremst verið notuð í læknapíp. Þó hefur færst í vöxt Westra að bandarískar fjöl- skyldur búi sig út með pípara og fjölskyldumeðlimir hafa þá sam- band hvor við annan með pípi. Nú er hins vegar að koma á markaðinn ný kynslóð slíkra tækja sem ekki einungis pípar, heldur getur líka tekið á móti skilaboðum og skrifað þau út á pappír eða þá slegið þeim upp á lítinn skerm. Nýjustu tækin eru ekki stærri en venjulegir pennar, þau geta geymt nokkrar orðsendingar, en þó enga lengri en 80 stafi. Fyrir- hugað er að bjóða viðskipta- jörlum upp á þjónustu sem verð- ur þannig að verðbreytingum á mikilvægum vörum eða gjald- miðlum verður komið áfram um þessi undratæki. í framhaldi af því er svo í bí- gerð að búa til tæki sem ekki að- eins taka á móti skilaboðum, heldur má einnig nota til að senda skilaboð. Slík tæki munu nú vera rétt í burðarliðnum, og nýjustu fregnir herma að þau verði þar að auki hræbilleg. í reynd þýðir þetta að fólk getur verið með mjög fyrirferðalítið vasatelex og haft samband um þau við aðra telexbera. Tæknivandamál munu ráða því að ekki er talið að hægt sé að þróa slík tæki þannig að þau geti borið mannamál. Enn um sinn verður einungis hægt að koma skilaboð- um til og frá fólki á formi skrifaðs máls með þessari tækni. Um þessar mundir er ekki hægt að senda skilaboð milli píptækja og móðurstöðva um meiri fjar- lægð en 100 kílómetra og í bili mun sama gilda um hin tilvon- andi vaxatelex. Hins vegar er skammt í það að komið verði upp kerfi vasatelexa og gervihnatta. Með því verður þá kleift að ná ekki einungis til fólks í sömu borg eða landi, heldur í hvaða landi sem er. -ÖS SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! UUMFERÐAR RÁÐ Glæsilegt tilboð á eldavél sem stendur í ágúst meðan birgðir endast / efninu er kvikasilfur sem getur tœrst út úr tannfyllingunupi, borist út í líkamann og valdið hægfara eitrun. Tannhirðing er af hinu góða. En efnið amalgam sem notað er í sumar tannfyllingar getur reynst dýrkeypt tannvernd að því er Ævar Jóhannesson segir í nýútkomnu tölublaði af Hollefni og heilsurækt. Ljósm. Atli. með gullfyllingar, að láta sem fyrst fjarlægja allt amalgam úr tönnum sínum. Nú vill svo til að Ævar hefur sjálfur gert athuganir á upp- leysanleika amalgams. Voru fyll- ingarnar látnar standa í nokkrum vökvategundum við 22.gr. hita í þrjá sólarhringa. í öllum tilfellum reyndist kvikasilfur hafa síast út í vökvann. Ævar segir tilraun sína ekki sanna neitt um eitrun af völdum kvikasilfurs en hún af- sanni á hinn bóginn „meginrök- semd þeirra, sem hafa haldið t\\VJ° b v^miÍK s fimi 93 7170 kvold 09 heigðnimi 93 735S Vifta meö sjálfvirkri stillingu fyrir eldavélina. Ljós, 2 hraðar, digitalklukka. Skyldi það vera svo, að efnið amaigam, sem í áratugi hefur verið notað í tannfyllingar sé hættulegt heilsu manna ekki síst ef gull er jafnframt notað til tannviðgerða í sama einstakl- ingi? Svo telur Ævar Jóhannes- son vera í grein, sem hann ritar í nýútkomið hefti ritsins Hollefni og heilsurækt. f grein sinni vitnaði Ævar til þess, að rannsóknir erlendra vís- indamanna, einkum sænskra og þýskra, hafi leitt í ljós svo óyggj- andi sé, að kvikasilfrið í amalgam-tannfyllingunum, tær- ist smátt og smátt úr þeim með ýmsum hætti, berist út í líkamann og eitri hann með margháttuð- um, hættulegum afleiðingum. í grein sinni segir Ævar m.a.: „í stuttu máli má segja, að dr. Stock, (þýskur efnafræðingur), ... og samstarfsmenn hans hafi þá sannað á óyggjandi hátt, að am- algam í tannfyllingum leysist og gufar upp og getur í mörgum til- fellum valdið langvarandi, hæg- verkandi kvikasilfurseitrun, sem getur lýst sér með ýmsu mótí. Al- gengustu einkennin eru höfuð- verkur, sem líkist migren, minnisleysi, sérstaklega skortur á skammtíma minni, spenntar taugar og streita, vangeta til vinnu bæði andlegrar og líkam- legrar, ásamt þunglyndi, magn- leysi og jafnvel skertri hreyfi- getu, sem stundum líkist ein- kennum heila- og mænusigga (MS) og í verstu tilfellum jafnvel geðtruflanir. Líkamleg einkenni eru oft málmbragð í munni, eymsli og/ eða sár í tannholdi, skert sjón eða sjóntruflanir, eymsli í liðum og jafnvel alvarlegar lamanir.". Ævar ráðleggur þeim, sem eru fram skaðleysi amalgams, þ.e. að efnið sé óuppleysanlegt við þau skilyrði, sem eru í munninum“. Ævar telur óréttmætt að áfell- ast tannlækna fyrir að nota am- algam í tannfyllingar. Þeir hafi al- mennt ekki aðstöðu til rannsókna á þessu sviði og treysti því eðli- lega, að þær upplýsingar, sem þeir fá í námi sínu, séu réttar. Nú sé annað komið í ljós og þar sem ýmist séu að koma á markað eða þegar komin ný og ágæt tannfyll- ingar efni verði að vænta þess, að notkun amalgams sé senn úr sögu. Fólki skal eindregið ráðlagt að lesa þessa grein og hið sama á raunar við um aðrar þær greinar, sem birtar eru í Hollefni og heilsurækt. -mhg Vasatelex 4 hellur af hentugri stærö. Ytri brún í sömu hæö og hellurnar. Upplýst rofaborö. Tvöföld ofnhurö meö örygg- islæsingu. Stór 50 lítra sjálfhreinsandi bakara- og steikingarofn. Rafdrifinn grillbúnaöur. Fylgirhlutir: 3 bökunarplöt- ur, ofnskúffa og grind. Stór 38 lítra emeleraður bökunar- og steikingaofn. Hægt aö baka í báöum ofnunum í einu. Stillanlegur sökkull.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.