Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 18
FLOAMARKAÐURINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Skundum á Þingvöll Sumarferð Alþýðubandalagsins í ár verður laugardaginn 18. ágúst. Fariö verður frá Reykjavík til Þingvalla. Valinkunnir leiðsögumenn, vönduð dag- skrá, - Halldór Laxness mun lesa kafla úr íslandsklukkunni á Þingvöllum. Leikir og þrautir fyrir börn á öllum aldri munu gera ferðina bráðskemmti- lega. Allar nánari upplýsingar verða birtar í Þjóðviljanum. Skráning farþega og sala farmiða er á skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105. Eru allir hvattir til að panta sér far og eigi síðar en 15. ágúst. Síminn er 17500. Ferðanefndin. Suðurnesjamenn - Sumarferð Alþýðubandalagsfélögin Suðurnesjum fara sína árlegu skemmtiferð helg- ina 18. til 19. ágúst n.k. Farið veröur um Sigöldu, Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri í Eldgjá. Gist verður við Ófæru. Sunnudaginn 19. verður ekið niður í Skaftártungur og Vestursveitir. Komið verður við í Hjörleifshöfða og Vík í Mýrdal. Byggðasafnið í Skógum verður skoðað. Einnig verður gerður stuttur stans við merka sögustaði á þessari leið. Komið verður tii Keflavíkur kl. 22.00 til 23.00 þann 19. ágúst. Þátttakendur láti skrá sig hjá Sólveigu Þórðardóttur í síma 92-1948 og hjá Torfa Steinssyni í síma 7214 og Elsu Kristjánsdóttur sími 7680. Vestfirðir - Kjördæmisráðstefna Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður haldin á ísafirði dagana 25. og 26. ágúst. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. ABR 1. deild - Fundur Stjórnarfundur verður í 1. deild ABR mánudaginn 13. ágúst kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. - Form. Laus staða Sjávarútvegsráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa hálfan daginn, eftir hádegi. Um framtíðarstarf er að ræða. Góð vélritunarkunnátta er nauðsynleg, svo og tungumálakunnátta. Skriflegar umsóknir er greini frá menntun og fyrri störf- um sendist ráðuneytinu að Lindargötu 9,101 Reykja- vík, eigi síðar en 20. ágúst n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 3. ágúst 1984. Bókari Meðalstórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða bókara til starfa sem fyrst. Starfið felst í að sjá um bókhald fyrirtækisins þ.e. merkingar, afstemmingar og launaút- reikninga. Leitað er að reglusömum og ábyggilegum starfskrafti sem getur unnið sjálfstætt. Æskileg menntun: verslunarskólapróf, svo og reynsla í bókhaldi. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Þeim sé skilað á afgreiðslu Þjóðviljans fyrir 13. þessa mánaðar merkt: bókhald 1215. . Rauður: * þríhymingur = Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan í umferðinni? uæ IFERÐAR Til sölu stækkari, svart hvítur gott tæki. Carmenrúllur, Ronson hárþurrkari og ýmis hljómflutningstæki t.d. Equaliz- er og Analizer. Upplýsingar í síma 39024. Halló mömmur og pabbar mig vantar börn í gæslu. Hef leyfi. Hringið í síma 78868. Bíll Audi 100 LS árgerð '77 - góður bíll. Bein sala eða skipti á tveimur góðum bílum eða einum ódýrari. Upplýsingar í síma 39024. Veiðimenn Stangaveiðifélag Borgarness selur veiðileyfi í Langavatn. Góð hús, vatnssalerni. Traustir bátar. Verð með aðstöðu kr. 300.-, án að- stöðu kr. 150.-, hver stöng. Upplýsingar í síma 93-7355. Dúlla Snorrabraut 22 Mikið úrval af ódýrum fatnaði t.d. bux- ur og skór frá kr. 40.-. Gallar kr. 50.-. Ungbarnanærfatnaður kr. 25.-. Úti- gallar frá kr. 120.-. Margt margt fleira. Komið. Upplýsingar í síma 21784 f.h. Dúlia Snorrabraut 22. Flateyri 4ra herbergja einbýlishús til leigu á Flateyri frá 1. september. Engin fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar í síma 94-7762. Til sölu sem ný frystikista 180 I. Verð kr. 10.000,- Rafha eldavél 3 hellna mjög vel með farin. Verð kr. 2.000.- Ennfremur hreint og vel með farið ullargólfteppi 3x3,80 m. Verð kr. 1.500,- Upplýsingar í síma 25372 á kvöldin. Tuskumottur tek að mér að vefa tuskumottur. Breidd 75 cm og lengd eftir pöntun. Gott verð. Upplýsingar gefur Berglind í síma 39536. Borð - stólar og rúm vegna flutninga af landi brott bjóðum við til sölu sænskt furuborð 1.25x0.80, hægt að lengja í 1.65 og 4 furustóla með pullum. Einnig fururúm með dýnu. Verð 5.000.-. Upplýsingar í síma 25034 og 10958. Til leigu 3ja herbergja íbúð í vesturbænum í 3 mánuði. Leigist með húsgögnum. Upplýsingar í síma 10172. Til sölu Yamaha-gítar G-245-S11 lítið notað- ur ásamt vönduðum gítarkassa. Upplýsingar í síma 17292. Til sölu drengjareiðhjól, Kalkoff 20" fyrir 6 til 9 Verið kr. 2.000.- sími 17164. Til sölu tvöfaldur stálvaskur, klósett og tveir klósettkassar. Upplýsingar í síma 10391. Heimilishjálp óskast 2 til 3 tíma á dag í vetur á heimili í vesturbænum. Upplýsingar í síma 17292. Til sölu Honda árgerð '78. Sjálfsskiptur, fallegur bíll. Upplýsingar í síma 32734 e.kl. 16. Til sölu nýlegt hjónarúm. Selst á hálfvirði. Upplýsingar í síma 32734 e.kl. 16. Barnabílstóll til sölu vel með farinn barnabílstóll. Sími 39164. Erum að flytja úr landi og þurfum að selja a.m.k. þetta: Kenwood hljómflutningstæki, spilara, magnara og 2 hátalara á kr. 10.000.- Lystadún svefnsófa á kr. 2.000.-, svefnsófa með sængurfataskúffu á kr. 2.000.-. Hansahillur og stoðir á kr.1.000.-, 2 lítil sófaborð á kr. 400,- stk. 6 til 12 manna borðstofuborð á kr. 1.500.-, „gamaldags" hægindastól á kr. 560.- og skrifborðsstól. Vanti þig einhvern þessara hluta þá fást nánari uþþlýsingar í síma 30386. Kojur og píanó til sölu eru kojur og gamalt píanó. Upplýsingar í síma 24429. Takið eftir nokkur stykki af hvítum matardiskum með bláu munstri. Mega vera gamlir, sprungnir og sitt af hvoru tagi. Ef þú lumar á einum slíkum sem þvælist fyrir í skápunum og vilt losna við, hafið þá samband í síma 96- 61682 á kvöldin. Húsnæði 1-2 til 3ja herbergja íbúð óskast til leigu í vetur helst í vesturbænum, gamlabænum eða Seltjarnarnesi. Upplýsingar í síma 10305. Vill ekki einhver kaupa Hókuspókus barnastól, barna- kerru mjög góða og barnabílstól. Upplýsingar í síma 29151. Til sölu sófi og tveir stólar, svart/hvítt sjón- varp, saumamaskína handsnúin, mánaðarbollarnir og 2 skápar á bað. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 35744 e.kl. 19. Húsnæði óskast Mæðgum bráðvantar 2ja herbergja íbúð helst í Laugarneshverfinu. Öruggar mánaðargreiðslur. Reglusemi og góð umgengni. Upplýsingar í síma 29151 e.kl. 20. Til sölu handofnar mottur úr tuskum. Hafnarstræti 15 II. hæð. Upplýsingar í síma 19244 og 13297. Viljum kaupa barnakojur ekki lengri en 1.85 cm. Vinsamlega hringið í síma 44237 e. kl. 18. Hluti búslóðar til sölu á vægu verði: Eldhúsborð og stólar, svefnbekkur, svefnsófi, stand- lampi, hægindastóll m/skemli, síma- borð, rafmagnsþvottapottur 50 I. Þetta er til sýnis að Fálkagötu 22 sími 18149. Ég er að leita að 2ja herbergja íbúð í gamla mið- bænum eða vesturbænum til leigu. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Nánari upplýsingar í síma 11257. Hanna G. Sigurðardóttir, eftir kl. 19 í kvöld. Halló - halló er ekki hugsanlega einhver sem get- ur selt eða jafnvel gefið mér kassagít- ar. Vinsamlega hafið samband við Björgu í síma 81369 e.kl. 20. Bíll til sölu Lada 1600, ekin 80 þús. km. Þarfnast viðgerðar á boddíi. Sími 84319. Húsnæði Mig vantar 3 til 5 herbergja íbúð fyrir 1. september sem næst Fossvogs- skóla. Herdís Árnadóttir kennari, sími 15103. Hjón með 2 börn óska eftir 2ja herbergja íbúð á leigu. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 21503 e.kl. 19. Húsnæði óskast hjúkrunarfræðingur og verkfræðing- ur óska að taka á leigu 2ja til 3ja herbergja íbúð í 1 til 2 ár. Helst í mið- eða vesturbæ. Upplýsingar gefur Margrét í síma 10305 e.kl. 17 í dag og alla næstu daga. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKI heldur nám- skeið í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 15. ágúst. Nám- skeiðið verður haldið í húsnæði RKÍ Nóatúni 21. Þátttökugjald er kr. 500.-. Námskeiðinu lýkur 23. ágúst. Allir þátttakendur fá skjal til staðfest- ingar á þátttöku sinni. Atvinnuhúsnæði Óska eftir að taka á leigu lítinn bílskúr eða ca. 20 m2 herbergi undir léttan iðnað. Hreinlætisaðstaða nauðsynleg. Góðri umgengni heitið. Vinsamlega hafið samband við auglýsingadeild Þjóðviljans sími 81333 Margrét. Til sölu falleg veggjasamstæða á góðu verði. Sími 28172. Húseigendur Er ekki einhver sem getur leigt náms- manni íbúð, vinnuaðstöðu eða stórt herbergi. Margt kemur til greina. Vinsamlega hafið samband i síma 27393 eða 17087. Halló við erum að leita að 3ja til 4ra her- bergja íbúð til leigu nú þegar. Uþplýsingar gefur Halldór í síma 28079 í íbúð 255. Stúdentagarðar. Vantar meðalstóran vel með farinn ísskáp. Upplýsingar í síma 26068. Dagmæður með leyfi Snorra litla 6 mánaða gamlan vantar dagmömmu allan daginn. Hringið í síma 22507 frá 9 til 12 eða e.kl. 17. Tveir góðir Fiat 127 árgerð '76 og Volkswagen árgerð '72 til sölu. Báðir nýskoðaðir og í góðu ástandi. Upplýsingar í síma 84310. Ungar - rólegar stilltar stúlkur vantar íbúð, helst í gamla bænum. Upplýsingar gefur Kolbrún í síma 13133 og í síma 71814 e.kl. 17. Til sölu felgur 5 stykki felgur undir Volvo ásamt eitthverju af slarkfærum dekkjum. Upplýsingar í síma 621126. Silver Cross kerruvagn með innkaupagrind til sölu. Verð kr. 3.500.-. Rauður kerru- poki. Verð 1.000.- Sími 81474. Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast til leigu 1. sept. Upplýsingar gefur Ásbjörn í síma 81333. KROSSGÁTAN Lárétt: 1 guðir 4 staka 6 munda 7 fitl 9 óhreinindi 12 tunnuna 14 eðli 15 fuglahópur 16 hraðinn 19 vistir 20 stakur 21 áhaldið. Lóðrétt: 2 vanvirða 3 áfengi 4 kerra 5 barði 7 spil 8 deyja 10 bölvið 11 hryssuna 13 dvelji 18 arinn 19 synjum. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 æska 4 sæti 6 fól 7 gafl 9 ergi 12 ragna 14 óra 15 fín 16 kvist 19 kaka 20 óaði 21 illir. Lóðrétt: 2 sía 3 afla 4 slen 5 tóg 7 gróska 8 frakki 10 raftar 11 inntir 13 gái 17 vaM8 sói. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.