Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 6
FURÐUR
Matseljur - Ritari
Eftirtaldar stööur viö grunnskóla Kópavogs eru lausar
til umsóknar. Heilt starf matselju við Snælandsskóla,
hálft starf matselju við Hjallaskóla
60% staða matselju við Kópavogsskóla
50% staða ritara við Kópavogsskóla.
Umsóknum sé skilað fyrir 15. ágúst á skólaskrifstofu
Kópavogs Digranesvegi 12, sími 41863.
Skólafulltrúi.
„Á elleftu stundu“
Fundur veröur viö bandaríska sendiráöiö viö
Laufásveg í kvöld kl. 22.00 til aö minnast
fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkja-
manna á Hirósima og Nagasaki í ágúst 1945
og til aö mótmæla kjarnorkuvígvæðingu stór-
veldanna.
Samtök herstöðvaandstæðinga.
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í Hafnarfirði, Garðakaup-
stað og í Bessastaðahreppi 1984.
Skoðun fer fram sem hér segir:
14. ágúst þriðjudagur G- 1 - G- 400
15. ágúst miðvikudagur G- 401 - G- 800
16. ágúst fimmtudagur G- 801-G- 1200
17. ágúst föstudagur G- 1201 -G- 1600
20. ágúst mánudagur G- 1601 -G- 2000
21. ágúst þriðjudagur G- 2001 - G- 2400
22. ágúst miðvikudagur G- 2401 - G- 2800
23. ágúst fimmtudagur G- 2801 - G- 3200
24. ágúst föstudagur G- 3201 - G- 3600
27. ágúst mánudagur G- 3601 - G- 4000
28. ágúst þriðjudagur G- 4001 - G- 4400
29. ágúst miðvikudgur G- 4401 - G- 4800
30. ágúst fimmtudagur G- 4801 - G- 5200
31. ágúst föstudagur G- 5201 - G- 5600
3. sept. mánudagur G- 5601 - G- 6000
4. sept. þriðjudagur G- 6001 - G- 6400
5. sept. miðvikudagur G- 6401 - G- 6800
6. sept. fimmtudagur G- 6801 - G- 7200
7. sept. föstudagur G- 7201 - G- 7600
10. sept. mánudagur G- 7601 - G- 8000
11. sept. þriðjudagur G- 8001 - G- 8400
12. sept. miðvikudagur G- 8401 - G- 8800
13. sept. fimmtudagur G- 8801 - G- 9200
14. sept. föstudagur G- 9201 - G- 9600
17. sept. mánudagur G- 9601 -G-10000
18. sept. þriðjudagur G-10001 -G-10400
19. sept. miðvikudagur G-10401 -G-10800
20. sept. fimmtudagur G-10801 - G-11200
21. sept. föstudagur G-11201 -G-11600
24. sept. mánudagur G-11601 -G-12000
25. sept. þriðjudagur G-12001 - G-12400
26. sept. miðvikudagur G-12401 - G-12800
27. sept. fimmtudagur G-12801 -G-13200
28. sept. föstudagur G-13201 -G-13600
1. okt. mánudagur G-13601 -G-14000
2. okt. þriðjudagur G-14001 -G-14400
3. okt. miðvikudagur G-14401 — G-14800
4. okt. fimmtudagur G-14801 -G-15200
5. okt. föstudagur G-15201 -G-15600
8. okt. mánudagur G-15601 -G-16000
9. okt. þriðjudagur G-16001 - G-16400
10. okt. miðvikudagur G-16401 -G-16800
11. okt. fimmtudagur G-16801 -G-17200
12. okt. föstudagur G-17201 -G-17600
15. okt. mánudagur G-17601 -G-18000
16. okt. þriðjudagur G-18001 -G-18400
17. okt. miðvikudagur G-18401 - G-18800
18. okt. fimmtudagur G-18801 -G-19200
19. okt. föstudagur G-19201 -G-19600
22. okt. mánudagur G-19601 og yfir
Skoðað verður við Helluhraun 4 Hafnarfirði frá kl. 8.15 -
12.00 og 13.00 - 16.00 alla framantalda daga.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bif-
reiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram
fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðagjöld
séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að
bifreiðin hafi verið Ijósastillt eftir 1. ágúst s.l. Athygli skal
vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunar á
auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum sam-
kvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið úr umferð
hvar sem til þess næst.
Einkabifreiðar, sem skráðar hafa verið nýjar á árinu 1982 og
síðar, eru ekki skoðunarskyldar að þessu sinni.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og i Garðakaupstað.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
7. ágúst 1984
Elnar Ingimundarson.
Skjástefnur
nýfjarskiptatækni
í viðskiptaheiminumfœrist óðum í vöxt að haldafundi
með aðstoð gervihnatta. Það sparar tíma og
ferðakostnað enforstjórarnir tapa líka af kokteilunum
á kvöldin oggolfinu eða laxinum daginn eftir
Kostnaðarsöm og tímafrek
ferðalög fjársýslumanna sem
þurfa að endasendast í
viðskiptaerindum milli horna
verslunarheimsins kunna nú
innan skamms að verða óþörf
sökum splúnkunýrrar
fjarskiptatækni. Með því einu
að kveikja á sjónvarpsskermi
og ýta á nokkra takka geta
viðskiptajöfrar nú komist með
aðstoð fjarskiptahnattar ofar
jörðu í samband við kollega
sína á öðru heimshorni. Á
þennan hátt er hægt að halda
ráðstefnu með mönnum sem
kunna að vera staddir íTókíó,
París eða London, án þess að
viðkomandi þurfi að skreppa
með olíufrekri einkaþotu
ellegar hoppa upp í Concorde
þotuna hljóðfráu.
Á enskri tungu er þessi nýja
ráðstefnutækni nefnd „video -
conferencing“ sem á tungu mæð-
ranna mætti sem best kalla skjá-
stefnu.
Skjástefnur á
spottprís
Þessi tækni hefur þegar verið
notuð til að halda nokkrar skjá-
stefnur með amrískum stjórn-
málamönnum og evrópskum
blaðamönnum og nú færist óðum
í vöxt að viðskiptajöfrar notfæri
sér þetta form til að halda skyndi-
fundi á öldum ljósvakans og
spjalla þá hver við annan á sjón-
varpsskermi með aðstoð fjar-
skiptahnattarins.
Enn sem komið er mun þessi
tækni svo dýr að einungis stór fyr-
irtæki færa sér hana í nyt. í dag
mun til dæmis kosta milli 10 og 40
þúsund dollara að halda klukku-
stundar skjástefnu milli Lundúna
og New York. Ný tækni er hins
vegar á leiðinni sem mun snar-
lækka verðið. Þannig er amrískt
fjarskiptafyrirtæki í þann mund
að hefja sölu á skjástefnum milli
þessara borga fyrir litla 3 þúsund
dollara á stundina.
En samkeppnin mun harðna
enn meir í þessum fjarskiptageira
með tækniþróuninni og enn ann-
að fyrirtæki (Intercontinental
Hotel Intelmet) ráðgerir að selja
klukkutímann milli sömu borga á
minna en 2 þúsund dollara, þegar
líður á árið.
Mikill sparnaður
Stór fyrirtæki sem eyða mikl-
um tíma og peningum í ferðalög
yfirmanna og sölufólks telja sig
geta sparað háar upphæðir með
skjástefnutækninni. Eitt þeirra
fyrirhugar að spara miljón doll-
ara á ári í ferðalög með þessu
móti. Jafnframt færist í vöxt að
fyrírtæki með útibú á ýmsum
stöðum komi sér upp mögu-
leikum til skjástefnuhalds milli
útibúanna og eitt þeirra, trygg-
ingafélagið Aetna Life Insurance
taldi sig geta á þann hátt sparað 6
þúsund klukkustundir sem ella
hefðu farið í ferðalög milli útibú-
anna. Annað fyrirtæki, Atlantic
Richfields, kom sér upp búnaði
til skjástefnuhalds milli útibúa og
þurfti að verja til þess 17 miljón-
um dollara. En sú upphæð er
snögg að skilast til baka: sparnað-
urinn af skjástefnum er nefnilega
metinn á 7 miljónir dollara ár-
lega.
Skjástefnur komust ekki í
brennidepil fyrr en í frægu verk-
falli flugumferðarstjóra í Banda-
ríkjunum 1981. Fjármálajarlar
sem þurftu nauðsynlega að kom-
ast frá Bandaríkjunum til Evrópu
sátu í öngum sínum í miðju verk-
falli og komust hvergi. Þá brugðu
margir á það ráð að halda skjást-
efnur með aðstoð fjarskipta-
hnattanna.
Laxinn og golfið
tapast
í ljós kom að þetta var hinn
tryggasti miðill, og eitt fyrirtæki
komst að því að klukkustundar-
stefna kostaði það 34 prósent -
eða 15 þúsund dollurum - minna
en hefði ráðstefnan verið haldin
með hefðbundnum hætti öðru
hvoru megin Atlantsála.
Annað fyrirtæki sparaði 97
ferðalög yfir hafið, sem svaraði til
28 þúsund dollara, fýrir utan tím-
ann sem slíkir leiðangrar drápu.
Af þessum sökum er nú gert
ráð fyrir að skjástefnuhald muni
vaxa hraðfluga, enda er nú gert
ráð fyrir að á næstu tíu árum muni
hvorki meira né minna en 200
fjarskiptahnettir komast í gagnið
- þar af 36 á næstu þremur árum -
þannig að möguleikarnir til
skjástefna ættu að vera nógir.
Á skjástefnum er þó einn
meinbugur sem margir forstjórar
láta sér illa lynda: með þeim tap-
ast nefnilega hið hefðbundna
skemmtanalíf sem viðskipta-
stefnum að öðru jöfnu fylgir.
Kokteilarnir á kvöldin og golfíð
eða laxinn daginn eftir... -ÖS
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. ágúst 1984