Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.08.1984, Blaðsíða 13
MANNUF Matur og bókmenntir Mikið langar mig í fisk millum rekkjuvoða. Soltinn sit ég yfir disk senn fer grjót að hnoða Mér til ama fellur flest fáir þar um geta. Eitt er við mig allra verst að ég þarf að éta. Þannig orti hinn sísvangi Bólu- Hjálmar á ofanverðri 19. öld í ljóðinu „Óþolinmæði.“ Ekki er hann þó eini höfundurinn sem hefur sótt yrkisefni sitt í mat. Flest skáld hafa ort um mat í ein- hverri mynd og rithöfundar tala oft mikið um mat í sögum sínum. Áður en við skoðum nokkur dæmi úr skáldsögum og smá- sögum um mat og mataræði megum við til að smella hér inn öðru ljóði eftir Hjálmar karlinn frá Bólu, en hér hefur hann feng- ið eitthvað í gogginn og heitir þetta Ijóð „Þakkarávarp. Hvaðan er brauð það, á borði stendur? Hefur sjóli vor sent oss gáfur, eður stjörnur hans stutt stöðu vora? Það mun sannlega silfur kosta Nei, hér er annað undir falið, hér er bóndabrauð og blessan drottins framreidd á borði að Flatatungu, sem guð og Gísli gefið hefir. markað fyrir möðkuðu skreiðina sína eins og við og verður því ekki farið út í utanríkisviðskipti þeirra hér. Hitt er svo annað að í þessari sömu sögu er lítill kafli sem tekur af allan vafa um að heila skreið hafi þeir etið sjálfir: „Einn dag á föstu bjuggu þær Kristín og Jófríður nestiskreppur fyrir skógarhöggsmenn, þær börðu harðfisk uns hann varð meyr og þjáll, drápu smöri í eski, fylltu tréflöskur öli og mjólk.“ Matvendni Engar samlokur, ekkert mæj- ones, engar niðursoðnar, baunir, þurrt hangiket, gamlar rækjur og gos. Ónei, það hefur ekki verið matvendninni fyrir að fara. Ekki eru þó allar bókmenntir lausar við matvendni, eins og kemur heimili fyrir aldraða, þau eru ein- faldlega ekki hönnuð fyrir svona sérþarfir. Hrísgrjónabrúðkaup Jón Thoroddsen lýsti mataræði á fleiri vegu en út frá matvendni og sérþörfum. í „Pilti og stúlku“ fáum við aðeins að sjá hvað talið hefur verið veislumatur í brúð- kaupi þeirra Sigríðar í Tungu og Indriða á Hóli: „Nú víkur frásögninni til stof- unnar, þar sem heldra fólkið og brúðhjónin sátu. Þar fór allt vel fram og iystilega. Síra Tómas stýrði söngnum og öllum siðum vel og vandlega. Þar var fyrst grautur á borð borinn, eigi al- mennur grautur, heldur hrís- grjónagrautur. Menn skeiðuðu grautinn, var alþjóðleg þögn í verið betur á sig kominn eða not- ið jafnmikilla vinsælda, og dýrin báru af aldrei meiri ákefð. Slátr- að var ótal nautum, svínum og svo margar hænur voru höggnar í endalausar veislur að moldin í garðinum varð að blóðrauðu svaði... Aureliano yngri fitnaði, varð bláleitur og hnöttóttur af áti... Frægðarorð af taumlausri græðgi, óstöðvandi eyðslusemi hans og óvenjulegri gestrisni barst langt út fyrir mýrlendið og dró til Macondos mestu matar- háka strandarinnar. Víðfræg átvögl streymdu úr öllum áttum og reyndu sig í húsi Petru Cotes í fáránlegri keppni um hver gæti hámað í sig og þyldi mestan mat. Aureliano yngri hafði borið sigur úr býtum fram að laugardeginum langa þegar Kamilla Sagastúme kom í heimsókn, feikistór og Kaflar og þættir um mat í skáldverkum eiga það til að fara fram hjá okkur, oft vegna þess að þeir eru ekki beinn þáttur í at- burðarás sögunnar, heldur ein- hverskonar útúrdúr. Þessir kaflar eru þó ekki neinn óþarfa útúrdúr, því þeir gefa sögum oft sannverðugan blæ og eru oft heimildir um lífskjör og venjur á þeim tíma sem sögurnar gerast, eins og sést af eftirfarandi tilvitn- un í Kristínu Lafransdóttur eftir norska rithöfundinn Sigrid Unds- et. Kristín er söguleg skáldsaga og gerist í Noregi á 14. öld. Jóla- matur á borðum í þá tíð er ekki alveg það sem við eigum að venj- ast í dag: Spikfeitir bringukollar „En áður en menn héldu til kirkjunnar var öllum leifum af föstumatnum burtu rutt, en móð- ir hennar og þernurnar dúkuðu borð að nýju, sem þær best kunnu, báru fram smjör og ost, hlaða af þunnu hvítu brauði, hvítt flesk og spikfeita bringukolla." Kannski heldur hversdagslegt fyrir okkar tíma og hrædd er ég um að einhverjir segðu „oj“ við því síðastnefnda. En í næstu lýs- ingu, sem er úr sömu sögu, er uppskrift af fiskrétti. Er aldrei að vita nema einhver hafi áhuga á að prófa hana: „Hún hafði boðið Þorbjörgu eldakonu að sjóða fiskinn í skyr- blönduðu vatni. En hún óttaðist að Gunnúlfur héldi slíkt vera föstubrot. En Eiríkur prestur hafði ekki talið svo vera, skyr væri ekki mjólkurmatur, hafði hann sagt; þar að auki væri soð- inu helt niður. En harðfiskinn sem Erlendur hafði dregið til bús- ins um haustið máttu þær ekki bragða; hann hafði verið bæði skernmdur og maðkétinn." Greinilegt að maðkétin skreið hefur veriðböl mannkynsins frá örófi alda, en hvergi kemur fram að þeir í Noregi hafi átt sér negra- fram í eftirfarandi kafla úr „Manni og konu“ eftir Jón okkar Thoroddsen en það er Þuríður gamla sem mælir: „Hér er sumsé kjötsúpugutlið gamla, þunnt er þetta, drottinn minn! Þá held ég að ketið sé burðugt, ójá, einn horaður hryggjarliður og ekki ljós tægja á.“ Svona breytast nú tímarnir og mennirnir með. í dag stendur fólk tímunum saman fyrir framan ketborð í verslunum í þeirri von að finna fitusnautt ket og þykir fita almennt hinn mesti óþverri, jafnvel svo að til er fólk sem fær svima og ógleði þegar það heyrir orðið „fita.“ En Þuríður gamla var sólgin í fleira en fitu: „Við þetta slitu þær Þuríður talið; sat Þuríður gamla eftir á rúmi sínu, seildist á hillu fyrir ofan rúmið sitt, tók þar fiskþunn- ildi og tók að fást við það...“ Það var þá staðurinn! Þetta þætti nú ekki par fínt í öllu okkar mahóní og furu og það sem er enn alvarlegra; hún Þuríður gamla fengi aldrei inni á nýmóðins stofunni, svo var grauturinn góð- ur og spakmáll. Nú varð nokkuð vopnahlé og fóru menn að taka sér neðan í því, því nóg var fram reitt af öllum ölföngum. Gerðist þá glaumur mikill í veislusalnum og getum vér ekki talið allt sem talað var, meðan staupin og steikin og pönnukökurnar - því þar voru engar lummur sem í skemmunni - fóru í kringum borðið.“ Hér er nú mataræðið heldur farið að nálgast okkar siðmennt- aða þjóðfélag, þótt við myndum ekki kalla þetta veislumat og þýð- ir lítið fyrir Steingrím að ætla að innleiða grjónavelling aftur sem slíkan nú á tímum sælgætisgrauta í pappaöskjum. Af ofáti Ekki eru allar veislur eins snyrtilegar og brúðkaupsveisla þeirra Sigríðar og Indriða. í „Hundrað ára einsemd“ eftir Ga- briel Garcia Marques er heljar- innar veisla, þar sem keppt er í ofáti: „Aureliano yngri hafði aldrei landsfrægur kvenmaður sem gekk undir nafninu kvenffllinn. Einvígi þeirra stóð fram á þriðju- dagsmorgun. Aureliano þóttist öruggur um sigur fyrsta sólar- hringinn eftir að hafa hámað í sig heila kvígu með guðarót, sagó- grjónum og steiktum banönum, en kverkarnar vætti hann með hálfum öðrum kassa af kampa- víni... Þau sváfu í fjóra klukkutíma. Síðan vöknuðu þau og drakk hvort um sig safa úr fimmtíu app- elsínum, átta lítra af kaffi og supu úr skurn þrjátíu hrárra eggja. Áð morgni annars dags höfðu þau hesthúsað tvö svín, sofið lítið, étið af heilli bananagrein og tæmt flöskur úr fjórum kampavíns- kössurn." Þegar hér er komið sögu er enn einn sólarhringur eftir, einn sól- arhringur af tvísýnni og spenn- andi keppni og skemmtilegast er að lesa bókina til að fá úrslitin. Það væri illa gert að segja þau hér. En í þeirri góðu bók „Hundrað ára einsemd" eru menn gráðugir hver á sinn hátt. Rebekka, frænka Aurelianos kjamsar á annarri fæðu en hann. Misjáfn er smekkur... „Sú leynda, óseðjandi löngun, sem hafði eitt sinn verið læknuð með appelsínum og rababara, braust út í óstöðvandi þrá þegar gráturinn hófst. Hún byrjaði aft- ur að borða mold. í fyrstu bragð- aði hún á henni næstum af for- vitni, viss um að óbragðið yrði óbrigðult lyf gegn freistingunni. Og vissulega þoldi hún ekki óbragðið í munninum. En vax- andi ástríðan sigraði, hún byrjaði aftur og endurheimti smám sam- an forna lyst, smekk fyrir frum- efni jarðarinnar, og fyrsta næring mannsins fullnægði henni alveg.“ Nýr réttur handa þeim sem ekki þola að gæða sér á dýra- holdi. Og megum við til með að skella hér inn samtali sem græn- metisætur eiga í sögunni „Svín“ úr bókinni „Kiss, kiss,“ eftir Ro- ald Dahl; bókin hefur ekki verið þýdd svo samtalinu er hér laus- legasnarað: „Óvirkar kjötætur“ „Veistu hvað vinur minn“ sagði hún við hann dag einn, er hann sat á kolli í eldhúsinu og ' á hana búa til ost. „ég fæ séð afhverju ég ætti ekki að þér sjálf." Drengurinn horfði stóru bláu augunum sínum á hana og sendi henni sitt fegursta bros fullt af trúnaðartrausti: „Það væri indælt“ sagði hann. „Og það fyrsta sem ég ætti að gera er að kenna þér að mat- reiða.“ „Það þætti mér áreiðanlega gaman Gljápanna frænka." „Þú þarft að læra það fyrr eða seinna hvort eð er,“ sagði hún. „Grænmetisætur eins og við hafa ekki um eins margt að velja og venjulegt fólk og verða því að vera helmingi meiri snillingar með það sem þeir hafa.“ „Gljápanna frænka,“ sagði drengurinn, „hvað er það sem venjulegt fólk borðar en við ekki?“ „Dýr“ svaraði hún og hnykkti höfðinu til með vandlætingar- svip. „Meinarðu lifandi dýr?“ „Nei,“ sagði hún, „dauð.“ „Meinarðu að þau borði dýrin í stað þess að jarða þau, þegar dýr- in deyja?“ „Þau bíða ekkert þangað til dýrin deyja, lambið mitt. Þau drepa dýrin.“ „Hvernig drepa mennirnir dýr- in Gljápanna frænka?“ „Þeir skera þau á háls með hníf.“ „En hverskonar dýr?“ „ Aðallega kýr og svín, og kind- ur.“ „Kýr!“ æpti drengurinn, „meinarðu eins og Búkolla, Mjallhvít og Perla?“ „Laukrétt vinur minn.“ „En hvernig borða þeir þau Gljápanna frænka?“ „Þeir skera þau sundur í parta og sjóða partana. Þeim líkar best ef kjötið er alrautt og blóðugt og situr fast á beinunum. Þeim finnst best að næra sig á flykkjum af kýrholdi sem blóðið vellur úr.“ „Svín líka?“ „Svínin eru í uppáhaldi.“ „Flykki af blóðugu svína- kjöti,“ sagði drengurinn. „ Að hugsa sér, hvað borða þeir fleira Gljápanna frænka?“ „Kjúklinga.“ „Kjúklinga?" „í milljónatali.“ „Fjaðrirnar og allt?“ „Nei vinur, ekki fjaðrirnar. Hlauptu nú út og náðu í dálítið af graslauk handa Gljápönnu frænku, gerðu það lambið mitt.“ Súsanna Svavarsdóttir Flmmtudagur 9. ágúst 1984 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.