Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Kópavogsstrœtó Aftur ný áætlun Fleiri vagnar - fleiri ferðir Fjölgun vagna á kvöldin og um helgar, sama skiptistöð, leið upp í Breiðholt, aukin tengsl austurbæjar við skiptistöð - þetta eru heistu atriðin í nýrri strætis- vagnaþáætlun í Kópavogi sem samþykkt var á bæjarstjórnar- fundi í fyrrakvöld. „Þetta kerfi á að gilda til 1. nóvember frá núverandi skipti- stöð“, sagði Björn Ólafsson bæjarfulltrúi í samtali við blaðið í gær. Hann var spurður hvort komið hefði til tals að flytja skiptistöðina í Hamraborg og sagði hann að sú hugmynd hefði fallið út: „það voru ýmsir ann- markar á því“, sagði hann, „en við erum að skoða ýmsa mögu- leika í þeim efnum. Mér sýnist að þetta kerfi veiti betri þjónustu en eldri kerfi, og ef koma í ljós erfið- leikar verður því að sjálfsögðu breytt. Við eigum reyndar von á því að þetta verði nokkuð stíft á álagstímum en það verða til aukavagnar til að mæta þör- finni“. „Ég held að þetta nýja kerfi þjóni það mörgum betur en þau sem áður hafa verið að það verði að teljast gott“, sagði Björn Ól- afsson að lokum. -gat Ég skal bara láta þig vlta það að ég skal fó hærra kaup, þó ekki væri nema vegna þess, að ég er ekkert skyld þér, erekki íflokknum þínum og mér dettur ekki í hug að gerast kunningl þinn. Kópavogur Ný sundlaug Unnið er að undirbúningi sundlaugarbyggingar í Kópavogi. Lögð hefur verið fram kostnaðar- áætlun varðandi 50X22 m laug og 10X10 mvaðlaug á Rútstúni í Kópavogi þar sem lítil sundlaug bæjarins er staðsett. Einnig hefur undirbúningsnefnd um byggingu sundlaugar verið með hugmyndir um 25 m laug. Högna Sigurðardóttir arkitekt að fyrri sundlaug bæjarins var ný- lega á fundi með nefndinni og er tillögum frá henni vænst í lok septembermánaðar. -jþ Enn á ný þurfa Kópavogsbúar að læra á ferðir strætisvagnanna. Rætt hefur verið um að færa skiptistöðina en þessi mun að minnsta kosti verða í notkun til 1. nóvember. Mynd -eik. Umhverfið Ferðast um Seltjarnarnes Seltjarnarnesið kann að vera lítið og lágt en þar er margt að sjá, bæði náttúru og sögulegar minjar. Á laugardaginn býður NVSV (Náttúruvernarfélag Suð- vesturlands) til skoðunarferðar um nesið með leiðsögn sérfróðra fararstjóra. Farið verður frá Norræna hús- inu klukkan 13.30 og er áætlað að ferðinni ljúki um fimmleytið. Gengið verður á Valhúsahæð og Tchernenko Heilsan að bila? Ekkert hefur verið minnst á Chernenko leiðtoga Sovétríkjanna opin- berlega í rúman mánuð. Vestrænir fréttaskýrendur telja að leiðtog- anum hafi mistekist að treysta stöðu sína innan kerfisins. Leiðtoginn er nokkuð við aldur, - og ekki heilsuhraustur, þannig að skýringin gæti eins verið heilsuleysi leiðtogans. farið útá Snoppu, eftir Kota- granda útí Suðurnes, lífríki fjör- unnar skoðað og fjörumór við Seltjörn, farið að Nesi og Bakka- vör.' Leiðsögumenn verða Ásgrím- ur Guðmundsson jarðfræðingur, Ása Aradóttir grasafræðingur, Jóhann Óli Hilmarsson (fuglar og fjörulíf) og Pétur Sigurðsson frá Hróflsskála (saga og örnefni). Fargjald er 200 krónur og eru allir velkomnir, einkum seltirn- ingar, sem hér gefst gott tækifæri til að fræðast betur um heima- byggð sína, náttúru hennar og mannvistarminj ar. Sauðamergur og Sortulyng Póst- og símamálastofnunin hefur gefið út tvö ný frímerki. Annað þeirra er af Sauðamerg og er verðgildi þess 650 aurar. Hitt er af sortulyngi og er verðgildi þess 750 aurar. Þröstur Magnússon teiknaði bæði frímerkin. Frímerkin eru marglit. -óg Leigubílar Steindórsmenn metnir einsog aðrir Framtíð bílstjóra á Steindóri rœðst í október. Umsóknir leigubílstjóra á Steindóri um akstursleyfi verða afgreiddar á sama hátt og umsóknir annarra. Þær fá engan forgang, en starfstími bifreiða- stjóranna á Steindóri verður tek- inn til greina þótt leyfi þeirra hafi dæmst ólögleg. „Ég er auðvitað ekki í úthlutunarnefndinni en þetta liggur í loftinu“, sagði Guð- mundur Valdimarsson formaður Frama, stéttarfélags leigubifr- eiðastjóra, í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Ráðherra hefur úrskurðað að dómi Hæstaréttarí Steindórsmál- inu verði að hlíta frá og með 11. október og verður Steindórsstöð- in þá lögð niður, að minnsta kosti í þeirri mynd sem rekstur hennar hefur nú. Um 30 bflar aka nú með Steindórsmerkið og töldu stöðv- armenn sig hafa 45 leyfi, en ljóst er talið að slíkan fjölda leyfa muni Steindórsmenn ekki hafa úr kiafsinu hjá úthlutunarnefnd akstursleyfa. Umsóknum um út- hlutun skal skilað fyrir fyrsta okt- óber. í úthlutunarnefnd sitja þrir, einn fulltrúi frá Frama, einn frá launþegum á leigubílum (þ.e. úr hópi væntanlegra umsækj- enda) og einn frá samgönguráð- herra. Ólíklegt er að Steindórsstöðin starfi áfram. „Það yrði of smá rekstrareining og varla áhuga- verð“, sagði formaður Frama. Þarvið bætist að Reykjavíkur- borg mun bráðlega eiga þess kost að nýta forkaupsrétt sinn á lóð bifreiðastöðvarinnar milli Austurstrætis og Hafnarstrætis og talið sennilegt að hún geri það. Varla mikil hœkkun Gjaldskrá leigubflstjóra hefur ekki breyst í tæpt ár og hyggjast forystumenn þeirra nú fara fram á endurskoðun. Að sögn Guð- mundar Valdimarssonar er ekki að vænta mikillar taxtahækkun- ar. Aðeins um 28% af fargjaldi með leigubfl rennur til bifreiða- stjóra sem kaup, og á móti al- mennum launahækkunum og verðbólgu vegur vaxtalækkun undanfarið ár. -m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.