Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Magapína Sjálfstæðisflokksins í leiðara Morgunblaðsins í gær er ráðist með háði og spéi að Framsóknarflokknum. Sjálf- stæðisflokkurinn vill spotta Framsókn vegna þess hve flokkurinn hefur haft lítið frumkvæði í stjórnarsamvinnunni. Orðrétt segir Morgun- blaðið: „Framsóknarflokkurinn hefur lítið sem ekkert frumkvæði sýnt í ríkisstjórninni". Þess í stað segir Morgunblaðið að Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi lagt hinar pólitísku línur í stjórnarsamstarfinu. Fram að þessu hefur fyrrverandi fulltrúi Vinnuveitenda- sambands íslands verið blaðafulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í raun. Þannig spáði einnig Styrmir Gunnarsson Morgunblaðsritstjóri fyrir honum. En Morgunblaðsritstjórinn Matthías Johannesen hefur hins vegar bent á að Þor- steinn Pálsson sé Morgunblaðsungi - og síð- an hefur blaðið gert hann að sínum manni. Og nú er komið að þeim tímapunkti, sem sker úr um pólitíska framtíð þessa Morgun- blaðsunga og fyrrverandi framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands; tekst hon- um að verða ráðherra í ríkisstjórninni hjá Steingrími Hermannssyni? Sjálfur hefur Steingrímur lýst því yfir að hann sé því fylgj- andi að fá Þorstein í sitt lið við ríkisstjórnar- borðið, en bendir á að það sé mál Sjálfstæðis- flokksins. Morgunblaðið segir í leiðara sínum í gær: „Framsóknarþingmönnum er augljóslega misboðið vegna þess hve mikið frumkvæði hefur verið hjá sjálfstæðismönnum í stjórnar- samstarfinu" - og stoltið leynir sér ekki yfir auðmýkingu samstarfsflokksins. í leiðara Nútímans í gær er slegið á Fram- sóknarstrengina í stjórnarsamstarfinu. „Sjálf- ur stjórnarsáttmálinn er ekki til meðferðar", segir í leiðara Tímans þvert á túlkun Sjálfstæð- isflokksins. Þar er því haldið fram að stefna ríkisstjórnarinnar sé ágæt eins og hún er. Þá segir málgagn Framsóknarflokksins að það sé „mikill misskilningur að hér sé um leiftursókn- arstefnu að ræða“. Þarna mælir NT gegn betri vitund, enda hefur Morgunblaðið margoft ít- rekað að stefna ríkisstjórnarinnar sé leiftur- sóknarstefnan gamla frá Verslunarráðinu. Viðræður ríkisstjórnarinnar eru einsog hver annar skrípaleikur. Annarflokkurinn heldurþví fram að um endurskoðun stjórnarsáttmála sé að ræða, hinn flokkurinn segir að verið sé að skoða málin. Báðir segjast hins vegar flokk- arnir standa þannig að viðræðunum, að for- menn flokkanna muni kalla til ráðuneytis á viðræðufundum menn sem þekkja til hinna ýmsu málaflokka. Þess vegna vekur það at- hygli að á fyrsta viðræðufundinn er kallaður til skrafs og ráðagerða Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra. A nú að byrja endurskoðun stjórnarsáttmálans á uppstokkun í utanríkis- málum? Það fer mjög fyrir brjóstið á Morgunblaðinu að Þjóðviljinn skuli geta Steingríms forsætis- ráðherra í vinsamlegum tóni. Það gerir Þjóð- viljinn á grundvelli þess að forsætisráðherra hefur hreinskilnislegá burði til að bera á stund- um. Þannig gefur Steingrímur forsætisráð- herra ríkisstjórnarstefnu sinni þá einkunn í við- tali að eftir standi að kjör launafólks í landinu hafi versnað. Og Steingrímur er ekki einsog Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að breiða yfir mistök sín með blekkingum og sjónhverfing- um. Hann kemur oft til dyranna einsog hann er klæddur. Hinar raunverulegu viðræður í ríkisstjórninni verða ekki um endurskoðun stjórnarsáttmál- ans. Þær verða aðallega um vætanlega kjara- samninga í haust. Þær verða að miklu leyti bundnar við Sjálfstæðisflokkinn. Meðal ann- ars vegna þess að fjármálaráðherra hefur hlaupið á sig í samskiptunum við launafólkið hjá BSRB. Og ekki síst vegna þess að nú upphefst hin þjáningarfulla magapína Sjálf- stæðisflokksins; hvaða ráðherra á að víkja fyrir Þorsteini. Það er því íhaldið sem engist nú á hinum pólitíska velli. Á meðan verður lítt af setningi slegið í stjórnarherbúðunum, þar sem nú er deilt um frumkvæði stjórnarflokka um ekki neitt. GuAmundur G. l*oririnv- ii.i•' H,M' | jfhcnl Volla AllH cr i cijtu fyr^fl old* »g Kaiscr v s(*rstuállramlcl FramlciAslugcf IKLIPPT OG SKORIÐI Mánudaqur 20. *gú»t 1984 1 2 Guðmundur G. Þórarinsson: Nýr orkusamningur í Ghana ■ Islcndingar gcra scr v»nir um að nýi orkusammngunnn i Ghana vem »g gcrðardómur mn. scm nylallinn cr varðandi orkuvcrð (il álvcrs Pcchincy i Grikklandi. slyrki þá i loka- hrinu samninganna við Alu- vuissc. Á þvi ci cnginn vafi að okkur cr (aisverður slyrkur af þessum tvcim atriðum Fréttir rikisfjölmiðlanna af orkusamningum í Ghana hafa vcrið ónákvimar og zskilcgt cr að mcnn geri sér almcnnt bctur grem fyrir hvað um cr að rarða. Alusuissc fylgisl na- kvzmlcga mcð nýjum samn- ingum og vcit i smájj hvcruig þcir Alusuissc ‘ “ Sammngar hofðu Maðiö i Ih mánuði ct niðurstaða náðist Orkuvcrðið cr háð l.MF-vcrði undattgcgninna h manaða »g hrcylilcgt cftir þvi hvorl nxgi lcg orka cr afhcnt til tvcggja kcrskala cða fjogurra cða fimm. Formiilan. scm gildir cforka cr afhcnt til fjoguira kcrskála. Orkuvcrð - 5 61 x W Vj^ (LMIi i c/lbs|/73 mill/1 verðiðvar5.6lji ' ingana I v rir 4 kciskála cr hins vcgar lagmarksvcrðið III mill/kWh. cn gxti nað 24 mill/kWh við alvcrð 120 c/lbs. I inuritið. scm l.andsvirkjun hclur unmð. sýnir samhcngi þcssara stxrða og cf menn skoða það sjá þcuAuðv itað að það cr lal^ik^^Bfoldun að ifisam- kftekið cru mikilvxgar. Ma þar nctna að aðalsammngur vcrður cndurskoðaður IUKX »g siðan tckjuskalt knnlcndir nolcndur hafa \xga »rku ^sammngi var orkuaí- ^1241 GWh/ari. cn cr mwh/a‘ri Skattprós harkkar ur 4tru i 4h"„. cn ckki cr Ijost að þctla valdi harri skattgrciðslum vcgna brcyttrar viðmiðunar. - Pcim vorullokkunt. sein vcrksmiðjan rr:i flytja inn tollfrjalst. cr fxkkað. þii’cru þxr vorur. scm notaðar cru bcint við rcksiur og viðhald. ckki lollaðar Arðgrciðslur Valco cru skattlagðar um 15".. og 10“.. skattur cr lagður a vaxtagiciðslur Valco (il cr- lcndra lánadrottna ncma til Ex/lm bankans (ihana fxr siðan tvo mcnn i stjorn fyrirtxkisins og rctt til að kaupa allt að 20".. hlutatjar- Tclja vcröur þvi að Ghana- monnum hafi vcgnað vcl i sammngunum. þott ckki sc alvcg cinfall að ihcta' mður- stoðurnar. Ghana, Gi jnnar og Gut Imundur liiil iil „Freltir nkisfjolmiðlanna af orkusamningnum i (ihana hafa veriö ona- kvxmar og arskilegt er að mcnn geri ser almennt belur grein fyrir hvað er um að raröa." Þióðtríljaræknsið pjóðviljinn hefur nu náð þv i Hgfxringar flcin hafa marki að vcrða helsta sorpblað Hamcnn fengið fram scm Islcndinga. Morgum góðum og gcgnunt Alþyöubandalag*- monnum cr raun uð skritum. utliti og ofgum PjvKÍviljans F.inn þingmaður Alþýðu- bandalagsins sagði við mig um daginn. ,.f:g vcit ckki hvað Pjóðviljinn a að gcra cf eitt- hvað skcöur i þjóðfélatinu Pcir nota heimssiyrjaldarlctur á hverja smatrcttina eftir aðra Lf citthvað markvcrl gerist vcrða þcir bara með cinn staf a siöu " öll skrif Þjrtðvíljans bcra vott um ofgar og fordóma Á einhvern oskiljanlegan hátt hafa þcir talið samninginn i (ihana asta-ðu til þess að ráðast sérstaklega á íslcnsku samninganefndina I stað þess að rcyna að sctja sig inn i malin notar blaðið slcggjudoma og cinlaldar full- Hljóðir og hógværir menn Það eru hljóðir og hógværir menn sem hitta fulltrúa Alusuisse að máli í Ziirich í dag. Nú er ekki talað um jákvæðan árangur, að málin þokist, að samkomulags- horfur séu í flestum greinum, og senn taki þrefinu að ljúka. Dr. Jóhannes Nordal segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann sé hóflega bjartsýnn á þessar við- ræður, sem væntanlega þýðir á venjulegu máli að hann sé mjög svartsýnn. „Meiningin er að ræða aðallega um orkuverðið og reyna að komast að raun um hvort skil- yrði fyrir samkomulagi eru að skapast eða ekki.“ Og síðar í við- talinu segir hann „að nú vildu menn reyna að komast svolítið áfram með viðræður um raforku- verðið“. Við skulum vona að hér sé um að ræða það sem enskurinn kallar „understatement" og að dr. Jó- hannes ætli að koma okkur á óvart með samningum á næstunni sem sómi sé að. En núverandi ríkisstjórn sem ætlaði að drífa af samninga við Alusuisse er komin á sitt annað aldursár án þess að nokkuð sé farið að rofa til. Áróður stjómarflokkanna gegn Hjörleifi Guttormssyni iðnaðar- ráðherra á sínum tíma var eitt versta hervirki sem framið hefur verið í íslenskum stjórnmálum og alþjóð sér eftir hið langa samn- ingaþóf „herramannanna“ að hann var gjörsamlega tilhæfu- laus. Þetta er „þungaiðnaður“ eins og Sverrir Hermannsson hef- ur réttilega sagt eftir á að hyggja og má þar hvorki skorta herslu né samstöðu. Stóryrðin innávið peir eru ekki tilætlunarsamir í orðum íslensku samningamenn- irnir gagnvart Alusuisse og ekki fellur stóryrði í garð svissnesku samningamannanna af þeirra tungu. Guðmundur G. Pórarins- son á þó ekki tregt tungu að hræra þegar að því kemur að hella fúkyrðum yfir samlanda sína sem ekki vilja þola svik né undirverð á raforku af hálfu Alu- suisse. Svona fallega talar hann um okkur Þjóðviljamenn í NT: „Þjóðvilinn hefur nú náð því marki að verða helsta sorpblað íslendinga... Öll skrif Þjóðviljans bera vott um öfgar og fordóma. Á einhvern óskiljanlegan hátt hafa þeir talið samninginn í Ghana ástæðu til að ráðast sér- staklega á íslensku samninga- nefndina. í stað þess að reyna að setja sig í málin notar blaðið sleggjudóma og einfaldar fullyrðingar. Ég held helst, að jafnvel Rússar myndu roðna ef þeir læsu þessi skrif Þjóðviljans og kalla þeir ekki allt ömmu sína í þessum efnum þegar snúa þarf staðreyndum gjörsam- lega við. Nýjasti leiðari Þjóðviljans, Ghana, Guðmundur og Gunnar sýnir hversu þeim Þjóðvilja- og Álþýðubandalagsmönnum líður nú illa. Þeir vita að þeir hafa stór- skaðað íslenska hagsmuni um ófyrirsjáanlega framtíð með frá- leitum vinnubrögðum sínum á undanförnum árum. Þeir eru greinilega svo hræddir um að við- unandi samningar náist við Alu- suisse að þeir eira engu. Hitt vita flestir íslendingar að ef ekki hefðu komið til eindæma fáránleg vinnubrögð þessara aula værum við löngu búnir að ná samningum og líklega betri en þeim sem Ghanamenn náðu.“ Vefjist honum eigi tunga um höfuð í Sviss Það er kjaftur á keilunni! Sjá menn Guðmund G. Þórarinsson standa frammi fyrir þeim Alu- suissemönnum í Zurich svo kjaftagleiðan að verja íslenska málstaðinn í áldeilunni? Ein- hvern veginn gengur erfiðlega að koma þeirri mynd sér fyrir hug- skotssjónir. Klippara þótti rétt að birta þessi snöfurlegu ummæli ef vera kynni að einhver hefði gefist upp á að éta sig í gegnum talnar- unur Guðmundar í NT áður en kom að rúsínunni í pylsuendan- um. Þjóðviljamenn eru hinsvegar ekkert hræddir um að góðir samningar náist í Zurich. Þeir yrðu fyrstir manna til þess að fagna því og hefja Guðmund til skýjanna. Hinsvegar eru þeir haldnir nokkrum ótta, ekki verð- ur því neitað, um að viðunandi samningar náist ekki. Og rétt er líka að minnast á ástæðuna fyrir skammarflaumi Guðmundar, sem þrátt fyrir allt bendir til þess að hann sé ekki eins og ærulaus íhaldsmaður heldur haldi enn í gamlan Framsóknarsóma dauða- haldi. Við leyfðum okkur að segja að ekki mætti í milli sjá hvort þeir Guðmundur G. og Gunnar G. væru blaðafulltrúar Alusuisse eða samningamenn fyrir íslands hönd. Er nokkuð of- sagt með þeim orðum? Klippari óskar Guðmuridi G. svo góðrar ferðar til Zurich og er vonandi að honum nýtist kjaftur- inn til þess að kveða samninga- menn Álusuisse í kútinn. En vara má hann sig á því að tungan vefj- ist honum ekki um höfuð í við- skiptum við glúrna Svissara. -ekh DJÓDVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttaatjórar: óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, Víöir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- héðinsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Lftltt og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Bjömsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Framkvœmda8tjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrslo, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmíðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Askriftarverð ó mónuði: 275 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.