Þjóðviljinn - 23.08.1984, Síða 9

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Síða 9
Áfengisumræðan Áfengisumræðan Þjóðviljinn leitar svara við grundvallarspurningum um áfengismáL Fulltrúar tveggja andstœðra sjónarmiða svara. mælum Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar langt aftan úr forn- eskju. Og jafnvel sæmilega greindir sakleysingjar taka undir vælið með áfengisgróðalýðnum. Það er í sjálfu sér sorglegt en sýnir mátt beins og óbeins áróðurs áfengisauðmagnsins. Það ver. sem kunnugt er, árlega fjárhæðum sem jafngilda mar- gföldum fjárlögum íslenska ríkis- ins til að brengla dóm greind fólks varðandi það vímuefni sem færir þeim ómæld auðæfi. Kann- ski mætti líka minna á að drykkja hefur tíðkast frá örófi alda en skipulögð samtök gegn því sið- leysi a menn hagnist á sölu vímu- efna eru aðeins rúmlega aldar- gamlar. Og hvor er þá á eftir tím- anum, sá sem selur fólki sjúk- dóma, gæfuleysi, slys og dauða eða hinn sem telur slíka kaup- mennsku siðlaust athæfi? Skynsamleg áfengismálastefna á víða erfitt uppdráttar. Tök áf- engisframleiðenda á stjórnvöld- um, einkum þar sem ölgerðir og brugghús eru öflug fyrirtæki, eru uggvænleg. Frægt er dæmið um skýrslu bresku vísindamannanna um hvernig Bretar gætu helst bjargast úr áfengisflaumnum. Skýrslan, sem var tekin saman fyrir ríkisstjórnina fyrir 5 árum, fékkst ekki gefin út í þessu landi frelsisins. Henni var komið til Svíþjóðar og í því úthrópaða landi boða og banna var hún gef- in út af félagsvísindadeild Stokk- hólmsháskóla. Svo samkvæmir eru þeir sjálfum sér, á- fengisgróðamennirnir sem mala í síbylju um andstyggð sína á boð- um og bönnum. Þegar þeir óttast um arð sinn af eitursölunni er ekkert sjálfsagðara en bann. 3. „Þar gerðuð þér mig langa- skuðarmát maddama góð“, mælti Jón okkar frá Rein fyrir margt löngu. Svokallaður alkóhólismi er afar óljóst hugtak, svo óljóst að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin not- ar það ekki lengur í skrám sínum. Kenningin um að drykkjuskapur sé sjúkdómur sætir nú æ harðari gagnrýni með ári hverju bæði austanhafs og vestan. Jafnvel Nó- belshafar í læknavísindum munu hafa talið þá kenningu rugl. Og hví skyldi þá vesalingur minn, alls ófróður um læknisfræði, halda einhverju fram um þau efni? þurrka upp það sem út úr flóir, gera við skemmdir. En ef einhver vill minnkað aðrennslið er hann úthrópaður frelsisfjandi. Talsmenn áfengisgróðalýðsins reyna að telja fólki trú um að- mannkynið skiptist í tvo misstóra hópa, annars vegar alkóhólista sem séu haldnir sjúkdómi, hins vegar allt annað fólk. Nú er þetta talin röng kenning og hættuleg. Sannleikurinn er sá að flestir, ef ekki allir, geta spillt ævi sinni með áfengi. Til þess þarf að vísu mismikla drykkju en það þarf enga sérstaka hæfileika til að gera þetta. Þannig mun þessu og varið með önnur vímuefni. Og hvergi hefur enn tekist að temja heilum samfélögum að drekka svo að ekki valdi einhverju tjóni. Full- yrðingar um að kleift sé að kenna þjóðum hóflega og tjónlausa á- fengisneyslu eru upprunnar í áróðursstöðvum áfengisauð- valdsins. Vísindamenn virðast nú leggja æ meiri áherslu á að hvert ein- stakt ölvunartilfelli getur valdið tjóni, jafnvelóbætanlegu. Margir þeirra telja tvíeggjað að sýna unglingum fólk, er hætt hefur að drekka, sem dæmi um hætturnar af vímuefnaneyslu. Þeir telja að betra en það sé að sýna t.a.m. ungan mann sem hlotið hefur ævilöng örkuml vegna ölvunar- aksturs í fyrsta skipti sem hann drakk áfengi. Þá er þess að geta að mat þjóða á því hver teljast skuli drykkju- maður er afar mismunandi. Frakki þarf til að mynda að drekka töluvert meira en Norð- maður til að vera talinn alkóhó- listi. Og í Danmörku ganga tug- þúsundir manna að störfum þó að þeir drekki miklu meira en ýmsir þeirra sem gista íslenskar með- ferðarstofnanir fyrir drykkju- menn. Því er þetta óljósa hugtak tæpast nothæft í alvarlegri um- ræðu um tjón af völdum drykkju. Hins vegar telja þeir sem gerst vita tíðni skorpulifrar nákvæm- asta mæli, sem þekkist, á drykkju þjóða. Sá kvilli er miklu fátíðari meðal íslendinga en annarra þjóða sem gefa upp tölur um þessi efni. Bendir það til að nýjar áfengistegundir muni vart verða til góðs hérlendis og jafnvel að stórbreytingar á drykkjuvenjum kunni að orka tvímælis. gildi boð og bönn varðandi með- ferð áfengis. Annars mætti selja það hvar sem er, hverjum sem er og hvenær sem er. Nú er offram- Ieiðsla á þessu efni og birgðir hlaðast upp. Því þarf að finna nýja markaði. Engir fjárplógs- menn eru siðlausari en vímuefna- salar, nema e.t.v. vopnafram- leiðendur, því að störf beggja eru í raun siðleysi, jafnvel glæpur. í skýrslu, sem tveir sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar sömdu í hitteðfyrra, kemur fram að áróðrinum fyrir ágæti áf- engisneyslu er nú einkum beint að unglingum og konum. Þar eru meiri nýir markaðsmöguleikar en meðal karlmanna sem drekka mikið fyrir. Nú er talið sannað að drykkja mæðra á meðgöngutíma, jafnvel þótt í smáum mæli sé, geti valdið fósturskemmdum. Yfir því þegja áróðursvélar og leigupenn- ar áfengisauðvaldsins, jafnvel þeir sem skreyta sig viðhafnar- miklum lærdómstitlum. Þó er kannski óhugnanlegast hvernig áfengisauðmagnið gengur í lið með athafnadoðanum, von- Ólafur Haukur Árnason: Engir fjárplógsmenn eru siðlausari en vímuefnasalar, nema e. t. v. vopnaframleiðendur... Hins vegar get ég tíundað nokkrar staðreyndir: Eins og fyrr segir deyja a.m.k. 1500 Norð- menn árlega af völdum áfengis- neyslu. Einungis fjórðungur eða jafnvel aðeins fimmtungur þeirra eru ofdrykkjumenn, hinir neyta áfengis sjaldan, sumir aldrei en hafa orðið fórnarlömb ölvaðra ofbeldismanna eða ökumanna. Það er því ljóst að í mesta lagi fjórðungur þess tjóns, sem áfeng- isneysla veldur, stafar frá of- drykkjumönnum og er vandinn vegna þeirra þó ærinn. Hins veg- ar sér áfengisgróðalýðurinn sér leik á borði að gera sem mest úr þessum þætti en láta flest annað liggja í þagnargildi. Látið er að því liggja að áfengi valdi ekki öðru tjóni en svonefndum alkó- hólisma. Þess vegna þurfi ekkert að gera í áfengismálum annað en endurhæfa drykkjumenn; (kann- ski til þess að þeir geti byrjað að versla við eitursalann að nýju?) Öllum hinum sé óhætt. Þeirþegja yfir þeim sannleika að þarna gild- ir svipað lögmál og um vatn í fötu sem stendur undir krana. Vatnið flæðir yfir barmana og því meira sem bunan úr krananum er stærri. Okkur á að leyfast að 4. Áfengi er vímuefni. Það er sú grundvallarstaðreynd sem meðferð þess verður að lúta. Og vímuefnaneysla er ekki einkamál neytandans. Kostnaðinn vegna áfengisneyslu á íslandi ber þjóðin öll. Þar er ekki um smáar fjár- hæðir að ræða heldur tug- milljónir. Það væri t.a.m. hægð- arleikur að koma upp aðstöðu fyrir hjartaskurðaðgerðir hér- lendis ef til þess mætti nota það fé sem fer til endurhæfingar drykkjumanna. Fyrir hverja krónu sem ÁTVR fær fyrir áfengi verður þjóðin að gjalda þrjár vegna tjónsins sem þetta efni veldur. Handlangarar áfengis- auðmagnsins bera ekki þann kostnað. Þeir hirða gróðann og heimta æ rýmra athafnasvið til iðju sinnar. Ríkið greiðir meira fé með áfengissölu í landinu en nokkrum heiðarlegum atvinnu- rekstri. Enda sýnir ásóknin í vín- söluleyfi að þar er eftir einhverju að slægjast. Áfengið hefur þá sérstöðu meðal vímuefna að neysla þess er víða lögleg og margir fram- leiðendur auðugir og valdamikl- ir. Tíu auðhringar drottna yfir markaðnum. Þó eru alls staðar í leysinu og hungrinu í þróunar- löndunum. Ýmsar þjóðir okkur skyldar ieyfa t.a.m. ölgerðum sínum að úða þessu vímuefni yfir viðkvæma mannlífsakra þriðja heimsins og draga þaðan heim blóðpeninga í pyngjur sínar sem ýmsum finnst þó nógu þungar fyrir. Það eru vikadrengir þessara bandamanna hungurvofunnar í þriðja heiminum sem reyna að lauma þeirri þjóðlygi að fólki að nýjar tegundir áfengis muni verða til góðs hérlendis. Það eru þeir sem jarma eftir forskrift auðhringanna tíu heimskuveinið um boð og bönn. Ef þeir væru sjálfum sér samkvæmir heimtuðu þeir að Alþingi yrði lagt niður, þeir felldu úr gildi umferðarregl- ur en létu nægja að segja fólki hvernig það ætti að haga sér, og að sjálfsögðu væru þeir á móti þorskveiðibanni og allri stjórnun fiskveiða. Þá ætti einnig að leyfa sölu annarra vímuefna. En þeim er ekki eins leitt og þeir láta. Ef komið er við hagsmuni þeirra er sjálfsagt að bjóða og banna, sbr. bresku skýrsluna sem bannað var að gefa út. Áróðursmenn ölgerðanna reyna að telja fólki trú um að bjórsala dragi úr notkun ólög- legra vímuefna. Sú fullyrðing er staðlausir stafir. Hvergi í ná- lægum löndum er vímuefna- neysla meira vandamál en þar sem ölneysla er almennust. Næg- ir þar að nefna Danmörku, Vestur-Þýskaland, Holland og írland. Óg það er líka vafamál hvort áfengisauðmagnið hefur nokkurn áhuga á að draga úr neysiu vímuefna yfirleitt. Ymis- legt bendir til að það renni hins vegar hýru auga til þess að sala annarra vímuefna verði lögleyfð. Um 1970 voru þær raddir allhá- værar, bæði austanhafs og vest- an, að leyfa bæri sölu á kannabi- sefnum. Samkvæmt ekki ómerk- ari heimild um umsvif áfengis- auðvaldsins en Wall Street Jour- nal festu ýmsir áfengisframl- eiðendur þá kaup á víðum lendum sem hentugar væru til kannabisræktunar. Þeir ætluðu sem sé að taka þátt í keppninni um markaðinn ef til kæmi. Þann- ig er nú siðferðið á þeim bæ. Og þetta fólk styðja þeir sem kyrja sönginn um boð og bönn og taka undir kröfu vínsölulýðsins um sem víðtækast frelsi til umsvifa sinna við að svipta fólk frelsi sínu, ráði og rænu, viti og vilja, heilsu og hamingju. Margt er enn ósagt um þessi mál, kannski flest, enda blekk- ingar áfengisauðvaldsins fremur bókarefni en stuttrar greinar. Þó verð ég að geta þess að kannski er það „heimskast og andstyggi- legast af öllu“ þegar þjónar á- fengisauðvaldsins tengja það kjarki og hugprýði ef menn tala máli vínsölulýðsins. Þessu er nefnilega öfugt farið. Það þarf kjark til að segja sannleikann um það vímuefni sem gróðalýður hefur sveipað dýrðarljóma. Þann kjark sýndu nokkrir alþingis- menn í vor og hlutu fyrir virðingu þeirra manna sem hafa kynnt sér starfshætti þeirra sem græða á að lyginni um þetta vímuefni sé haldið að fólki. Að síðustu er rétt að staldra við nokkrar einfaldar staðreyndir: Ekkert heimili verður sælla en fyrr þó að rýmkuð séu fríðindi vímuefnasala, enginn launamað- ur bættari þó að bætt sé öli í á- fengisfenið, ekkert barn ham- ingjusamara þó að vímuefninu áfengi sé tyllt á stall og því lotið eins og skurðgoði. Og við höfum eina einfalda viðmiðun varðandi áfengismála- stefnu, einn áttavita sem ekki skekkist: Ef þeir sem græða á sölu áfengis eru andvígir stefnu okkar þá erum við á réttri leið. Ólafur Haukur Árnason. Vatn vín? „ Vert þú ekki lengur að drekka vatn, heldur skalt þú neyta lítils eins af víni vegna magans og veikinda þinna sem eru svo tíð,“ bauð postulinn Páll, en það er mála sannast að mannkyninu hef ur gengið illa að hlíta þessum fyrirmælum hans - sumir fara með þau út yfir öll mörk en aðrir hundsa þau með öllu. Og nú er enn deilt um þetta mál - þingskipuð nefnd sendi nýlega frá sér tillögur um það hvernig bæri að taka á áfengisvandanum, og menn eru fráleitt á eitt sáttir um þær: Sumir telja þær forneskjulegar, óraunsæjar og kreddufullar en nefndarmenn vitna í Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og telja tillögur sína fylgja nýjustu straumum í meðferð áfengisvandamálsins. í þessari umræðu hefur heldur lítið borið á því að menn reyni að glöggva sig á grundvallarspurningum og til þess að reyna að bæta úr því höfum við fengið fulltrúa andstæðra sjónarmiða til að svara fjórum spurningum. Þetta eru þau Guðrún Helgadóttir alþingismaður, sem er hlynnt rýmkun á gildandi áfengislögum, og Ölafur Haukur Árnason áfengisvarnarráðunautur sem vill herða þessi lög - eða að minnsta kosti ganga harðar fram í að fylgja þeim eins og þau eru. -gat 1. Hvert á markmið opinberrar áfengisstefnu að vera? 2. Hvaða leiðir á að fara til að ná fram því markmiði? 3. í hverju felst áfengisvandamálið: alkohólisma minnihlutans, eða hófdrykkju meirihlutans, eða hvoru tveggju? 4. Snýst svokallað bjórmál um háskalegan þrýsting auðmagnsins eða um grundvallarrétt einstaklingsins til að ráða sér sjálfur? 1. í Vestur-Evrópu deyr árlega um hálf milljón manna af völdum drykkju. í Noregi þar sem minna er drukkið en víðast annars stað- ar, falla 1500-2000 manns í valinn vegna áfengisneyslu ár hvert og hérlendis a.m.k. 80-100. Hér eru aðeins talin dauðsföll. Annað tjón, efnahagslegt, félagslegt og heilsufarslegt, er gífurlegt og fjöl- skylduharmleikir vegna neyslu vímuefna verða seint tíundaðir. Ef upp kæmi að eitthvert ann- að efni en áfengi ylli slíku tjóni yrði vafalítið skorin upp herör gegn dreifingu þess meðal manna. Hér er því sem sé ekki að heilsa að orsök tjónsins og mannfallsins sé ókunn. Það er líka vitað hvernig draga má úr þessum ósköpum. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin telur að greiðasta leiðin til að draga úr hörmungum þessum sé að minnka neysluna. Og hún bendir á tiltæk ráð. Sömu lögmál gilda um baráttu gégn hvers kyns vímuefnum enda gerist nú æ tíð- ara að menn bæti neyslu annarra vímuefna við áfengið en það - og þá kannski einkum öldrykkja - plægir jarðveginn fyrir sterkari efni. í skýrslu landlæknisembættis- ins um neyslu áfengis, tóbaks, fíkniefna og ávanalyfja á íslandi en hún kom út 1982 er markmið opinberrar áfengismálastefnu skilgreint svo: „Takmarkið hlýtur að vera að draga verulega úr heildarneyslu áfengis.“ f sömu skýrslu segir ennfremur: „Enda þótt allir viðurkenni að mikið og óhamlað framboð á ólöglegum vímuefnum leiði til aukinnar neyslu virðist samt gleymast að nákvæmlega sama gildir um áfengi og tóbak. Fjöldi útsölu- staða, sölutími og verðlagning hafa áhrif á heildarneysluna. Er mjög nauðsynlegt að stjórnvöld nýti sér þessar staðreyndir í bar- áttunni fyrir minni notkun áfeng- is og tóbaks.“ Hér er raunar svar- ið við annarri spurningunni í hnotskurn. En Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in gerir síður en svo ráð fyrir að auðveldar verði framkvæmdir á þessu sviði. Hún spáir átökum milli heilbrigðisyfirvalda og á- fengisframleiðenda næstu ára- tugi. Það stríð virðist þegar hafið í Bandaríkjunum og lyktaði fyrstu lotunni með sigri hinna fyrrnefndu. Lögaldur til áfeng- iskaupa hefur verið hækkaður í 21 ár í öllum fylkjum Bandaríkj- anna og í New York er nú skylda að festa upp á öllum áfengissölu- stöðum viðvaranir þar sem van- færar konur eru minntar á hver hætta fóstri er búin ef móðir neyt- ir áfengis á meðgöngutímanum. Á Alþingi kom fyrir nokkrum árum fram tillaga um að lækka lögaldur til áfengiskaupa í 18 ár. Sú röksemd fylgdi helst að 20 ára iögaldur bæri vott um afturhalds- semi og sveitamennsku en gagnvart slíkum fullyrðingum er vanmetakennd sumra opin kvika. Það eru þá meiri sveita- mennirnir fyrir vestan haf! Ljóst er að í áfengismálum verða menn nú að velja milli þessa hvort þeir taka afstöðu með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eða áfengisauðhringunum í heiminum. Þar verður hver að skipa sér í flokk eins og hann hef- ur upplag og innræti til. 2. Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in leggur áherslu á að til þess að ná æskilegum markmiðum í á- fengismálum sé vænlegasta leiðin að fækka sölustöðum áfengis, stytta opnunartíma, hækka verð og takmarka framleiðslu, t.d. með kvótaskiptingu. Svo langt er gengið í tilmælum hennar að mælt er með algeru áfengisbanni þar sem sögulegar forsendur og menningarlegur grundvöllur sé fyrir slíku. Og svo rísa upp íslenskir fjár- plógsmenn og telja tillögur sem grundvallast á þessum nýju til- Guðrún Helgadóttir: Enginn getur borið alla ábyrgð á einstaklingnum nema hann sjálfur... þamba þeir brennivín á sama hátt. Sem betur fer er þetta þó nokk- uð að breytast. Þeir unglingar sem ég þekki neyta áfengis á miklu skynsamari hátt en gert var áður. Þá var ansi smart að liggja dauður úti í horni af því að það var með öllu bannað að drekka, en nú sitja unglingar frekar með hvítvínsglas og þykir heldur heimskulegt að drekka einhvern brenndan rudda og liggja dauður. Það er fráleit aðferð að taka hluti frá smábörnum svo að þau skemmi þá ekki. Flestir foreldrar fara þá leið að kenna þeim að umgangast hluti í umhverfi sínu án þess að eyðileggja þá. Á sama hátt held ég að farsælast sé að kenna unglingum að fara með áfengi drykki af einhverju viti. Boð og bönn í þessu efni eru al- gjört óraunsæi. 3. Áfengisvandamálið er vandi þess fólks sem ekki hefur stjórn á drykkju sinni og ræður ekki við líf sitt lengur þess vegna. Menn greinir á um, hvort áfengið sjálft er orsök þessara vandamála, eða mér er til efs að þeir hafi beitt meiri þrýstingi en ýmsir þeir sem vilja gjarnan geta keypt sér bjór og telja svo létt áfengi æskilegra en sterkari drykki. Sé hið opin- bera svo hrætt við auðvaldið, gæti það þá ekki einfaldlega framleitt bjórinn í ríkisfyrirtæki! Þar væru komin nú „atvinnufyrirtæki" eins og stjórnmálamenn orða það - hræðilegt orð að vísu. Já, mér finnst bjórmálið snúast um rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um eigið líf. Enginn getur borið alla ábyrgð á einstakl- ingnum nema hann sjálfur. Það er ekkert við það að athuga að fjölmargt fólk neytir alls ekki áf- engra drykkja, en það hefur eng- inn beðið um forsjá þess fólks yfir okkur hinum. Við áskiljum okk- ur einfaldlega rétt til að bera fulla og óskoraða ábyrgð á gerðum okkar. Ofstæki og fordæming eru hættuleg fyrirbæri og gera meiri skaða en gagn. Og endanlega skulum við reyna að vera betri hvert við annað og byggja betra og réttlátara þjóðfélag þar sem allir einstaklingar fá að njóta sín, og þá hygg ég að áfengisneysla verði minna vandamál. 1. Markmið opinberrar stefnu í áfengismálum á fyrst og fremst að vera það, að menn kunni að fara með áfengi sjálfum sér og öðrum til gleði og ánægju. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta, stendur einhvers staðar, og víst er það rétt. 2. Til þess að svo geti orðið, þurfa menn að kunna skil á vín- tegundum og áhrifum þeirra, og þess vegna er eðlileg umgengni og fræðsla nauðsynleg - og um- fram allt þarf syndarhugtakið að vera víðs fjarri. Sérhver einstakl- ingur verður að þekkja takmörk sín, og engum á að líðast að af- saka hegðun með áfengum drykkjum. En einmitt það að við eigum okkur enga vínmenningu eða hefð hefur valdið því að menn hvolfa í sig brenndum drykkjum til að verða fullir og vitlausir, því það er ljótt að drekka hvort sem er. Unglingum er kennt að þeir megi ekki bragða áfengi, og þar sem unglingar gera gjarnan það sem þeir ekki mega, hvort þessir einstaklingar grípa til áfengis sem yfirborðslausnar eða öllu heldur flótta frá sálarkrepp- um sem þeir ráða ekki við og hefðu þurft að leita aðstoðar við að leysa. Áfengisneysla sem einungis er til ánægju og gleði er auðvitað ekkert vandamál. Hún verður þá fyrst vandamál, er hún veldur neytandanum og umhverfi hans leiðindum og sorgum. Ofdrykkjufólki ber að hjálpa á allan máta, en það er fráieitt að taka mið af þessum minnihluta við mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum. Það er eins og að banna matvörukaupmönnum að hafa á boðstólum freistandi mat- arborð vegna þess að til er fólk sem kann sér ekki hóf í mataræði og skaðar heilsu sína með ofáti, eða banna sölu eggjárna af því að óhamingjusamt fólk fer sér að voða með þeim. 4. Eflaust hafa einhverjir fjármagnseigendur áhuga á að hagnast á framleiðslu bjórs, en

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.