Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 15
ÍÞROTTIR Bikarúrslit Miðasala hefst í dag í dag kl. 12 verður byrjað að selja miða á stórleik sumarsins í knattspyrnu - bikarúrslitaleik íA og Fram sem háður verður á Laugardalsvellinum kl. 14 á sunnudaginn. Miðar verða seldir í dag og á morgun við verslunina Víði í Austurstræti frá kl. 12-18. Á Laugardalsvellinum hefst miðasalan kl. 10 á laugardaginn og stendur til ki. 16 og á sunnudag hefst hún kl. 10. Miðaverð er 250 kr. í stúku, 180 kr. í stæði og 50 kr. fyrir börn. Á Akranesi verður forsalan í versluninni Óðni. Bik- arinn veglegi sem keppt er um verður til sýnis í Víði Austur- stræti og þar má jafnframt sjá gullskóinn sem veittur er marka- hæsta leikmanni 1. deildar. Úrslita- leikurinn í Laugar- j dalnum Nú er loksins búið að finna stað og stund fyrir úrslitaleik fslands- mótsins í kvennaknattspyrnu. Hann verður háður á Valbjarnar- velli í Laugardal á laugardaginn kemur og hefst kl. 16, að loknum leik Próttar og KA í 1. deild karla. Það eru lið Akurnesinga og Þórs Akureyri sem leika til úrslita en þau unnu sinn hvorn riðil 1. deildar kvenna í sumar. -VS Enn einn Hólmarinn! Úrvalsdcildarlið Vals í körfu- knattleik hefur fengið enn einn leikmann frá Stykkishólmi til liðs við sig. Sá er Sigurður Bjarna- son, lykilmaður f 2. deildarliði Snæfells sl. vetur. Margir snjallir körfuknattleiksmenn hafa komið frá Stykkishólmi og hafa Valsarar notið góðs af því. -VS Staðan í 1. deildinni í knattspyrnu eftir leik Breiðabliks og Víkings í fyrrakvöld: ÍA............14 11 1 2 27-13 34 ÍBK...........15 8 3 4 18-14 27 Valur.........15 6 5 4 21-14 23 Þróttur......14 4 7 4 15-14 19 Þór A.........15 5 3 7 22-22 18 KR............15 4 6 5 16-23 18 Víklngur......14 4 5 5 21-22 17 Brel&ablik....15 3 7 5 15-16 16 Fram..........15 4 3 8 1 5-20 1 5 KA............15 3 4 8 20-32 13 Markahœstir: Guðmundur Stelnsson, Fram.........7 Heimir Karlsson, Vfkingl..........5 Hllmar Slghvatsson, Val...........5 Hörður Jóhannesson, IA............5 Næstu leikir eru Þróttur-KA á Laugardalsvelli kl. 14 á laugar- daginn og ÍA-Víkingur á Akra- nesi á miðvikudagskvöld. Golf Norðurlandamótið sett í Grafarholti í kvöld Þátttakendur í Norðurlanda- mótinu f golfi sem hefst í fyrra- málið í Grafarholti við Reykjavík komu til landsins í fyrradag. Þeir æfðu á vellinum í gær og gera það einnig í dag en mótið sjálft verður sett kl. 19 í kvöld. Keppendur á mótinu verða 55, karlar verða 33 en konur 22. Keppnin stendur yfir í tvo daga, föstudag og laugardag, og verða leiknar 36 holur hvorn dag. Norðurlandamót hefur einu sinni áður verið haldið hér á landi, árið 1974. Á mótinu í ár er í fyrsta sinn keppt samtímis um Norðurlandameistaratitil í sveitakeppni og einstakling- skeppni. Þeir keppendur, sem skipa hverja sveit, keppa einnig sem einstaklingar. Jafnframt hef- ur hvert land heimild til að senda þrjá karla og tvær konur í keppn- ina sem einstaklinga. Dagskráin á morgun, föstu- dag, er á þá leið að kl. 8 í fyrra- 2. deild kvenna Fylkir og ÍBK bæði í 1. deild Höttur féll í 2. deild ásamt Víkingi Fylkir og ÍBK munu bæði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild kvenna í knattspyrnu næsta sum- ar! Þau unnu sinn hvorn riðilinn í 2. deild og það dugði vfst báðum til að komast upp. Ekki hefur ver- ið ákveðið hvenær þau leika til úrslita um sigurinn í 2. deild, leikurinn átti að fara fram á laugardaginn kemur en verður frestað. Samkvæmt upplýsingum Ingva Guðmundssonar formanns móta- nefndar munu einnig tvö lið falla í 2. deild. Víkingur, sem varð neð- stur í A-riðli, og Höttur, sem vaðr neðstur í B-riðli. Þetta kem- ur til með að riðla niðurröðun 1. deildar á næsta ári, aðeins eru þá eftir þrjú lið norðan- og austan- lands, Þór, KA og Súlan, en sjö lið sunnan- og vestanlands. „Ætli þurfi ekki að koma til einhver reglugerðarbireyting á ársþinginu í vetur“, sagði Ingvi í gær. -VS Bikarúrslitin Framliðið Skagamenn smeykir Framarar tilkynntu í gær hvaða 16 leikmenn yrðu í hópn- um í úrslitaleik bikarkeppni KSI gegn IA á sunnudaginn. Sam- kvæmt listanum ættu þessir að byrja leikinn: Guðmundur Baldursson, Þor- steinn Þorsteinsson, Trausti Har- aldsson, Hafþór Sveinjónsson, Sverrir Einarsson, Kristinn Jóns- son, Viðar Þorkelsson, Guð- mundur Steinsson, Þorsteinn Vil- tilkynnt við magakveisu! hjálmsson, Guðmundur Torfa- son og Ómar Jóhannsson. Skagamenn hafa ekki tilkynnt lið sitt formlega en þar eru allir við ágæta heilsu, nema hvað Sig- þór Ömarsson meiddist á æfingu á mánudaginn. Hann verður þó sennilega með. Að vísu voru Skagamenn smeykir við maga- kveisu illvíga sem gengur ljósum logum á Akranesi þessa dagana en vonuðu að enginn leikmann- anna smitaðist! -VS Bikarkeppni FRÍ UMFKogUSVH uppí 2. deild málið leika karlar fyrstu umferð en fyrsta umferð kvenna hefst kl. 10. Önnur umferð karla hefst kl. 13.30 og önnur umferð kvenna kl. 15.30. Á laugardag hefst þriðja um- ferð kvenna kl. 7.30 og 3. umferð karla kl. 9 og loks hefst 4. umferð kvenna kl. 13 og 4. umferð karla ki. 14.30. Um kvöldið, kl. 21, verður verðlaunaafhending og lokahátíð. Keppendur íslands eru: Óskar Sæmundsson, Hannes Eyvinds- son, Björgvin Þorsteinsson, Úlfar Jónsson, Sigurður Péturs- son, ívar Hauksson, Magnús Ingi Stefánsson, Jón H. Guðlaugsson, Ragnar Ólafsson, Þórdís Geirs- dóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Jó- hanna Ingólfsdóttir, Kristín Þor- valdsdóttir og Sólveig Þor- steinsdóttir. Liðsstjóri beggja liða er Guðmundur S. Guð- mundsson. -VS Steinunn Sæmundsdóttir og Ragnar Ólafsson keppa bæði á Norðurlanda- mótinu sem hefst í fyrramálið. Eins og áður hefur verið sagt frá urðu UMFK og USVH efst í 3. deild bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum en 3. deildarkeppnin fór fram við Reykjaskóla í Hrútafirði. Sigurvegar- ar í einstökum greinum urðu eftir- taldir: Karlar: 100 m hlaup-Jón Hilmars- son, UMFK (11,8 sek). 400 m hlaup- Bjarki Haraidsson, USVH (55,1 sek). 1500 m hlaup - Björn Hatldórs- son, UNÞ (4:27,4 mín). 5000 m hlaup - Björn Halldórsson, UNÞ (17:04,3 mín). 1000 m boðhlaup - UMFK (2:14,0 mín). Hástökk - Þorbjörn Guðjónsson, HVÍ (1,86 m). Lang- stökk - Jón Hilmarsson, UMFK (5,99 m). Þrístökk - Öm Gunnarsson, USVH (12,84 m). Kúluvarp - Sigur- þór Hjörleifsson, HSH (13,14 m). Kringlukast - Sigurþór Hjörleifsson, HSH (38,34 m). Spjótkast-Björgvin Þorsteinsson, HSH (55,62 m). Konur: 100 m hlaup - Dagbjört Leifsdóttir, HVÍ (14,1 sek). 400 m hlaup - Anna Gunnarsdóttir, UMFK (66,7 sek). 1500 m hlaup - Guðlaug Sveinsdóttir, UMFK (5:53,8 mín). 4x100 m boðhlaup - USVH (56,5 sek). Hástökk-Dagbjört Leifsdóttir, HVÍ (1,60 m). Langstökk - Ðagbjört Leifsdóttir, HVÍ (4,98 m). Kúluvarp - Guðrún Magnúsdóttir, USVH (10,55 m). Kringlukast - Guðrún Magnúsdóttir, USVH (29,60 m). Spjótkast - Halla Halldórsdóttir. UNÞ (34,44 m). UMFK varð bikarmeistari karla, hlaut 66stiggegn 52 hjá HSH. USVH varð bikarmeistari kvenna, hlaut 49 stig en HVf 45. Samanlagt fékk UMFK 106 stig og varð því bikar- meistari í 3. deiid 1984. USVH fékk 100 stig, HSH 89, HVÍ 83, HSS 75, UNÞ 67 og USÚ 10 stig. jrwf 9 1 Sk- •. f* ’bfM ; m's* r*.SbC.'- Jm ÉL<~ýl Úrslitaleikurinn í bikarkeppni 1. flokks i knattspymu fór fram á KR-vellinum ( gærkvöldi. Valur og KR lóku til úrslita og sigruðu KR-ingar með 3 mörkum gegn 2 eftir framlengdan leik, en jafntefli var, 2-2, eftir venjulegan leiktíma. A mynd- inni eru sigurhreifir KR-ingar, eftir að þeir tóku við verðlaunum. Ljósm! -eik- ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.