Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 1
Erlingur Sigurðarson afhendir forsætisráðherra undirskriftimar í gær. Mynd-eik. Steingrímur Ekki álver ef fólkið er á móti Forsœtisráðherra: Stóriðjuver eru ekki skemmtilegir vinnustaðir. Álversandstœðingar frá Eyjafirði afhentu Steingrími 3289 undirskriftir í gœr. Mér finns t ekki koma til greina að byggja álver þar sem íbú- arnir eru á móti því og ég er sam- mála ykkur að stóriðjuver eru ekki skemmtilegir vinnustaðir, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í gær þegar starfshópur gegn álveri við Eyjafjörð afhenti honum undir- skriftir 3.289 íbúa við Eyjafjörð. Þar er byggingu álvers í héraðinu mótmælt og skorað á stjórnvöld að beita sér fyrir uppbyggingu annarra nýgreina í atvinnulífi ásamt eflingu þeirra atvinnu- greina sem fyrir eru i héraðinu. „Það verður aldrei byggt stór- iðjuver ef íbúar eru á móti því“, sagði forsætisráðherra við af- hendinguna. Fulltrúar starfs- hópsins sem afhentu mótmæla- undirskriftimar, Erlingur Sigurð- arson kennari á Akureyri, Gunn- hildur Bragadóttir sjúkraliði á Akureyri og Bjarni Guðleifsson ráðunautur á Möðruvöllum í Hörgárdal, voru að vonum ánægðir með orð forsvarsmanns ríkisstjómarinnar. „Við væntum þess að ríkis- stjórnin taki tillit til undirskrift- anna. Þetta var enginn smá hópur sem skrifaði undir á aðeins 4 vik- um í sumar“, sagði Erlingur Sig- urðarson. Hann sagði mikilvægt að með undirskriftasöfnuninni og fundum í sumar auk blaðaskrifa hefði komist á umræða um at- vinnumál héraðsins almennt. „Rökin gegn álveri við Eyjafjörð em orðin fleiri og þyngri en í upp- hafi umræðunnar. Þá vom nátt- úmfarsleg rök mest áberandi en nú er ekki síður rætt um efna- hagsleg rök gegn álverinu. Það er þjóðinni mjög dýrt vegna virkj- unarkostnaðar og auk þess er þetta seinvirk leið til að skapa at- vinnutækifæri. Hvert starf í álveri er 50 sinnum dýrara en í al- mennum iðnaði og vinnan þar er afar einhæf“. Erlingur sagði að starfshópur gegn álveri væri þver- pólitískur og á undirskriftalistann hefði jöfnum höndum skrifað fólk utan flokka sem innan. -jp Hœkkanir Álmálið Knýjum á um úrslit Sverrir Hermannsson vonast til aðfá hœrra verð en!8 millidali verði ný verksmiðja reist. Álviðrœður íZiir- ich. Gerðardómsdeilurnar skiptimynt ísamningun- um? Árangur í Ghana og Grikklandi lyftistöng. Launin sitja eftir Heita vatnið 137 prósent. Launin 18 prósent. Iútvarpsþætti um málefni BSRB í síðustu viku komu fram mjög fróðlegar tölur hjá Einari Ól- afssyni, formanni Starfsmannafé- lags ríkisstofnana, um þróun verðlags á ýmsum nauðsynja- vörum frá því í mars 1983 og þangað til í mars á þessu ári. Einsog sést á meðfylgjandi töflu hefur kaupið hækkað miklu minna en vörur á þessu tímabili. Hækkanir f rá 1. mars 1983 til 1. mars 1984 Bensín 44 prósent Hitaveita Reykjavíkur 137 prósent Olíatilhúshitunar 21 prósent Afnotagjald síma 49 prósent Rafmagn til heimilisnota í Reykjavík 59 prósent Laun 18 prósent í ljósi þessara upplýsinga virð- ist eifitt að halda því fram einsog sumir atvinnurekendur hafa gert að undanfömu, að kaupkröfur launþega kunni að sliga ýmsar undirstöðugreinamar. Stað - reyndin er einfaldlega sú að laun hafa hækkað miklu minna en flestar nauðsynjavömr. Igær hófst viðræðufundur Alu- suisse og íslensku samninga- nefndarinnar í Zurich og mun orkuverðið sjálft vera helsta dagskrárefni. Sverrir iðnaðar- ráðherra Hermannsson sagði við Þjóðviljann ■ gær að 18 millidalir á kflóvattstund væru ekki langt frá framleiðslukostnaði og von- aðist hann eftir enn hærra verði á raforku til nýrrar verksmiðju ef af yrði. I máli ráðherra kom fram að Alusuisse-menn hafa þegar gert tillögur um að leysa deilumál ís- lendinga um hækkun í hafi og fleira á annan hátt en með gerð- ardómi, og virðist ljóst að þessi mál em notuð sem nokkurskonar skiptimynt í samningaviðræðun- um. Sverrir kvaðst óánægður með gang viðræðnanna; „nú hljótum við að knýja mjög harkalega á um úrslit í málinu". Fréttir um frammistöðu Grikkja og Ghana- manna ættu að verða samninga- r Igær voru stíf fundahöld með Vinnuveitendasambandinu og Verkamannasambandinu fyrir og eftir hádegi. Heimildarmenn Þjóðviljans kváðu aðila fyrst og fremst hafa verið að kanna viðhorf hvor ann- ars og töldu litla ástæðu til bjartsýni um skjóta lausn deilunnar. „Þetta fór þó allt fram með friði og spekt og það er alltaf góðs nefndinni lyftistöng í viðræðun- um. _m Sjá bls. 3 viti“, sagði einn af forystu- mönnum Verkamannasam- bandsins og bætti því við að stríðir fundir þýddu að minnsta kosti að menn hefðu eitthvað til að tala um! Viðmælendur blaðsins töldu að með helginni væri búið að kanna vígstöðuna nægilega til að einhverrar hreyfingar væri að vænta upp úr því. -ÖS Samningarnir Stífir fundir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.