Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. DJðÐVILJINN Flmmtudagur 23. ógúst 1984 189. tölublað 49. árgangur Albert Kunningjarnir fá kauphækkun Mikil reiði í ríkiskerfinu vegna geðþóttakauphœkkana fjármálaráðherrans sem neitar að semja við opinbera starfsmenn Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra, sem neitar að af- henda BSRB gagntilboð í yfir- standandi samningaumleitunum, hefur að undanförnu hækkað laun einhliða hjá ýmsum starfs- mönnum. Nýjasta dæmið um þetta er, að starfsmaður ríkis- stofnunar bað Alhert að koma því um kring að laun hans yrðu hækkað. Eftir örfáa daga fékk launadeild ráðuneytisins til- skipun frá ráðherra um að hækka þennan niann í launum úr 14. launaflokk í 17. flokk. Á vinnu- stað mannsins ríkir mikil óá- nægja með þetta vinnulag ráð- herrans sem neitar að gera sæm- andi samkomulag við stéttar- samtök opinberra starfsmanna. Tildrög málsins eru þau að maðurinn sem unnið hefur í ára- tugi hjá sömu ríkisstofnun hafði reynt ýmsar leiðir til að knýja fram kauphækkun. í viðtali við Þjóðviljann kvaðst hann hafa gefist upp á hinum hefðbundnu leiðum og leitað til fjármálaráð- herra, sem brást vel við. Hér er ekki um há laun að ræða; maður- inn kvaðst hækka í launum úr 19.400 krónum í 21.700 krónur. Hins vegar eru samstarfsmenn mannsins og launafólk í öðrum ríkisstofnunum, sem þekkir svip- uð dæmi, ævareitt við fjármála- ráðherrann, Albert Guðmunds- son, sem tileinkar sér vinnubrögð „í 19. aldar stfl“, einsog einn við- mælandi blaðsins komst að orði. „Þetta er í hæsta máta ósmekk- legt“, sagði einn samstarfsmanna mannsins. Fleiri tóku í sama streng og einn hafði á orði að næst þyrfti að sýna Albert flokks- skírteini í Sjálfstæðisflokknum eða hlutabréf í stórfyrirtæki til að fá kauphækkun. -ekh/óg/gal Iðnverkafólk Lágmarkslaun verði 14 þúsund Svipuð kröfugerð og hjá Verkamannasambandinu. Hafnað umsvifalaust af iðnrekendum Kröfur iðnverkafólks eru mjög svipaðar kröfum Verka- mannasambandsins, við viljum 14 þúsund krónur sem alger lág- markslaun og endurröðun í launaflokka að einhverju leyti. Þetta sagði formaður Lands- sambands iðnverkafólks, Guð- mundur Þ. Jónsson, við Þjóðvilj- ann í gær. Kröfugerð sambands- ins gagnvart atvinnurekendum var þá lögð fram á fundum með iðnrekendum og síðar Vinnu- málasambandi samvinnufélag- anna. Iðnrekendur höfnuðu um- svifalaust en Vinnumálasamb- andið svarar eftir viku. í kröfunum er líka farið fram á að tímakaup fyrir yfirvinnu verði 1 prósent af föstum mánaðar- launum. Jafnframt er krafa um að við 30 ára aldur fari starfsfólk í iðnaði aldrei neðar en á taxta sem miðast við tveggja ára starfsald- ur, og eftir 35 ára aldur ekki neð- ar en á þriggja ára taxtann. Þetta nýmæli er ekki að finna í kröfum Verkamannasambandsins. Ennfremur er gerð krafa um að samið verði sérstaklega um laun fyrir afbrigðilegan vinnutíma. Þar er átt við fólk sem vinnur til að mynda einvörðungu á nótt- unni, einnig sérstakar tólf tíma vaktir, líka nýmæli sem færist í vöxt í fataiðnaði og felst í vinnu utan hins hefðbundna vinnutíma. Þensla í ýmsum iðnaði, til dæmis saumaskap, er nú slík að til að anna eftirspum eru settar upp vaktir eftir að vinnutíma lýkur. Gróin fyrirtæki í fataiðnaði á Reykjavíkursvæðinu hafa þannig tekið upp vaktir frá 6 til 10 á kvöldin. „Ég get ekki séð annað en þetta séu mjög réttlátar og sann- gjarnar kröfúr“, sagði Guð- mundur Þ. Jónsson. „Það er nú mikil eftirspurn eftir fólki í sumar greinar iðnaðar og góð afkoma þar, þannig að ég fæ ekki annað séð en það sé gott olnbogarými til að greiða hærri laun“. -ÖS Kartöflur Hvað er heild- sala? Gunnlaugur Björnsson for- stjóri Grænmetisverslunar Ríkis- ins vildi ekki láta hafa neitt eftir sér í gær þegar Þjóðviljinn spurði hann um þá staðhæfingu sem kom fram í DV í gær að núgild- andi sölukerfl á kartöflum væri að hrynja. „Hvað er heildsala?“, spurði hann þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á þeirri ákvörð- un Landbúnaðarráðuneytisins að leyfa bændum að selja kartöflur sínar beint’til smásala á annan hátt en í heildsölu. „Grænmetis- verslunin er númer 1, 2 og 3 fyrir kartöflubændur- og neytendur“, sagði hann ennfremur. I Þjóðviljanum í gær birtist við- tal við Sigurjón Gunnarsson á Hofi í Öræfum þar sem Sigurjón gagnrýnir dreifinguna á kart- öflum og telur að þær fari í gegn- um hendur of margra aðilja áður en þær komist til neytandans svo gæðin rými. Sigurjón nefnir sem dæmi að hans kartöflur séu flutt- ar fyrst að Svínafelli þar sem þeim er pakkað í neytendaum- búðir, þaðan fari þær með bfl til Hafnar, frá Höfn með skipi jafnvel kringum land til Austfjarða og Vestmannaeyja. „Þetta er þeirra mál“, sagði Gunnlaugur um þennan flutn- ingsmáta, „og spuming um flutn- ingsverð". Um sölukerfið almennt og hvort það væri að hrynja vildi Gunnlaugur ekkert láta hafa eftir sér. -gat Akureyri Þolanlegar undirtektir Kröfum verslunar- manna ekki illa tekið Fulltrúar kaupmanna og KEA tóku alls ekki illa í kröfur okkar skrifstofu- og verslunarfólks á Akureyri þegar við lögðum þær fram, sagði Jóna Steinbergsdóttir við Þjóðviljann í gær, að loknum fundi milli atvinnurekenda á Ak- ureyri og félags Verslunar- og skrifstofufólks. Einsog Þjóðviljinn greindi frá í gær, vill félagið fá 25 prósent kauphækkun. „Þeir höfnuðu kröfugerðinni ekki, en sögðust hins vegar þurfa að ráðfæra sig við þá fyrir sunnan“, sagði Jóna. Á Austfjörðum, Suðumesjum og í Árnessýslu era verslunarmenn einnig að kynna atvinnurekend- um kröfur sínar um þessar mund- ir. _ÖS Seyðisfjörður Bágt atvinnuástand Á fundi bæjarstjórnarinnar á Seyðisflrði þann 16. ágúst komu fram áhyggjur vegna atvinnuá- standsins í kaupstaðnum, en nú yfir hásumarið eru hátt í 100 manns atvinnulausir vegna rek- strarerfiðleika í sjávarútvegi og fískvinnslu, skipin sigla með aflann í staðinn fyrir að landa honum heima til vinnslu. í ályktun bæjarstjómarinnar sem samþykkt var samhljóða er þess krafist að „höfuðatvinnu- vegi þjóðarinnar verði búin við- unandi rekstrarskilyrði“ og minnt á að um 75% gjaldeyris- tekna þjóðarinnar komi frá sjáv- arútvegi. -gat Málfræðingarnir í góða veðrinu Málfræðingarnir, Höskuldur Þráinsson prófessor í Háskóla Islands og Helgi Bernódusson skjalavörður háttvirts Alþingis, brugðu undir sig betri fótunum í góða veðrinu í gær. Hvort þeir voru að styrkja málbeinin fremur en aðra líkamshluta vitum við ekki. „Er greiðslan í lagi?" spurðu þeir þegar myndinni var smellt af þeim. Mynd -eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.