Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 11
VIÐHORF Krafan er 4-6000 krónur á mánuði eftir Harald Steinþórsson Eru kröfur BSRB ofháar? Meginkrafa bandalagsins um 30% hækkun á föstum launum í stað 3% hækkunar 1. sept. hefur eðlilega vakið mikið umtal og er vafalaust einnig talsvert umdeild. Prósentutölur eru mörgum framandi og vekja gjarnan tor- tryggni - 27% viðbót á lágu launin okkar í dag bætir þó alls ekki nema um hluta af skerðingu þeirri, sem kaupið okkar hefur orðið fyrir á rúmu ári.-Þó er afar líklegt að fólk átti sig ekki á þessu og telji jafnvel að verið sé að villa um fyrir því með talnaleik og áróðri. Ef BSRB hefði tekið upp kröf- ur um allar þær hækkunarleiðir, sem búið er að innleiða hér á landi varðandi launakjör (álags- greiðslur, yfirborganir, bónus o.fl.) þá hefðu kröfurnar orðið mun hærri. - Launakerfi opin- berra starfsmanna er hins vegar fastmótað og lítið sveigjanlegt og því hljótum við að gera kröfur um leiðréttingu og jöfnuð við launa- kjör annarra í samræmi við gild- andi kerfi og þá með einfaldri kröfugerð. Að vandlega athug- uðu máli taldi samninganefnd BSRB, að næst yrði komist þeim launum, sem almennt væru ríkj- andi í þjóðfélaginu með því að krefjast sömu prósentukröfu á öll laun. Blöskra þér þessar tölur? Ástæða er til að gera nokkra grein fyrir því, sem raunverulega felst í þessum kröfum BSRB. Lægstu útborguð laun hækka úr 12.913 kr. í 16.787 kr. eða um nærri 4 þúsund krónur - og samt sem áður hrykkju þau tæplega fyrir framfærslu fjölskyldu. Það er þriðjungur ríkisstarfs- manna (og áreiöanlega svipað hlutfall bæjarstarfsmanna) sem fær laun neðar en í 13. launa- flokki (14.700 -16.400 kr.). Þessi hópur mundi fá innan við 5 þús. krónu hækkun 1. sept. ef krafan næðist fram að fullu. Fjölmennustu starfshóparnir eða tæplega helmingur félags- manna í BSRB er í 14. -19. launa- flokki og laun þar eru undir 20 þús. kr. á mánuði. Enda þótt kaup þessara starfsmanna hækk- aði um 5-6 þús. kr. þá næði það engan veginn samjöfnuði við launakönnun ýmissa starfshópa, sem Ásgarður hefur áður kynnt lesendum. Upplýsingar þessar lágu fyrir í sérkjarasamningum banda- lagsfélaganna, sem nýlokið er, og var þeim óspart beitt af banda- lagsfélögum okkar bæði gagnvart viðsemjendum hjá ríki og sveitarfélögum, svo og í málflutn- ingi fyrir kjaranefnd hjá þeim fé- lögum sem þangað leituðu. Vegna dræmra undirtekta og lít- ils árangurs í sérkjarasamningum er réttlátur samanburður við launakjör annarra starfshópa ennþá einn meginþátturinn í kröfum BSRB núna. Opinberir starfsmenn eru hvattir til að skýra öllum þeim sem telja kröfur okkar of háar frá því lága kaupi, sem þeir í raun búa við. - Almenningur þarf nefnilega að sannfærast um, að kröfur okkar stefna að því einu að bæta úr augljósu ranglæti. - Við höfum svo sannarlega dregist aftur úr og það verður ekki bætt nema með almennri launahækk- un. Geta ríkið og sveitarfélögin borgað? Sú viðbára er jafnan nærtæk, að fjárskortur ríkis og sveitarfé- laga sé svo mikill, að þau beri ekki hærri launagreiðslur. Á sama tíma er það almennt viðurkennd staðreynd, að af- koma atvinnurekenda hefur stór- batnað og hagnaður fyrirtækja hefur aldrei reynst meiri. Hluti gróðans kemur m.a. fram í formi yfirborgana til starfsmanna. Þessum aðilum hefur auk þess verið og er hlíft við skattlagningu enda hefur það verið stefna stjórnvalda að undanförnu að létta stöðugt álögum og útgjöld- um af fyrirtækjum á sama tíma og útsvör og skattar á einstaklinga hækka. Þannig hefur fjármálaráðherra haft forgöngu um afnám gjalds á ferðamannagjaldeyri, leyfis- gjalda af bflum, vörugjalds af til- teknum innflutningi að upphæð 300 milljónir svo og ívilnanir vegna arðs af hlutabréfum og skattfrelsi vegna fjárfestinga. Við þetta bætist svo sú al- menna vitneskja, að skattsvik eru bæði stórfelld og algeng og þau stuðla að gífurlegum ójöfnuði í þjóðfélaginu. Ríki og sveitarfé- lög gætu með auknu og bættu skattaeftirliti stóraukið tekjur sínar og reynst þannig megnug að greiða laun til jafns við aðra. Það verður reynt að sundra okkur Fyrstu viðbrögð ríkisins við kröfum BSRB um leiðréttingar gefa ekki tilefni til bjartsýni, og benda til átaka og e.t.v. verkfalls- boðunar með tilheyrandi sáttatil- lögu og allsherjaratkvæða- greiðslu. Þá verður leitast við að sundra okkur og veikja samtakamáttinn. Reynt er m.a. að ala á tortryggni milli starfshópa, svo og varðandi kröfugerðina og síðast en ekki síst verður ógnað með því að verðbólguskriða hljóti að koma f kjölfar hækkana. Félagsmenn BSRB eru innan við fimmtungur af heildarfjölda launafólks hér á landi. Kauphækkun til þessa hóps til samræmingar við almenn launa- kjör í landinu getur því vart hleypt af stað stórfelldri skriðu, nema því aðeins að stjórnvöld kjósi að nota það sem átyllu til frekari hækkunar opinberrar þjónustu, sem hefur eins og allir vita margfaldast á síðastliðnu kj araskerðingarári. Hins vegar sverja íslenskir ráðamenn sig sannarlega í ætt við atvinnurekendakórinn, sem í flestum löndum stefnir að því að veikja áhrif stéttarfélaga með því að hræða launafólk annaðhvort með verðbólgu eða atvinnu- leysisgrýlu. Þörfin fyrir verulegri kjarabót er alveg ótvíræð og afar brýn fyrir alla félagsmenn BSRB. - Þeir lægstlaunuðu þurfa að eiga fyrir nauðþurftum og lifa mannsæmandi lífi. - Fjölmenn- ustu starfshóparnir hafa dregist svo langt afturúr í launaþróun undanfarinna ára, að það ástand er algerlega óviðunandi. Megin- hluti opinberra starfsmanna er kominn á slíkt láglaunastig, að það þjappar mönnum saman til baráttu. Oft er þörf, en nú er nauðsyn að sanna getu og mátt stéttarsam- takanna og standa þéttan vörð um réttmætar kröfur. (Grein þessi birtist í nýútkomnu tölu- blaði Ásgarðs, blaðs BSRB, en Har- aldur Steinþórsson veitti Þjóðviljan- um góðfúslega leyfi til að birta hana hér. Haraldur Steinþórsson er fram- kvæmdastjóri BSRB). „Hins vegar sverja íslenskir ráðamenn sig sannarlega í œtt við atvinnurekendakórinn sem í flestum löndum stefnir að því að veikja áhrif stéttarfélaga með því að hrœða launafólk annað- hvort með verðbólgu eða atvinnuleysisgrýlu“. FRÁ LESENDUM „Var enginn í heimi þeim jafn“ í því felst hin œðsta snilli að iðka það sem mitt er á milli. Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllum sig hópaði þjóðanna safn. Þangað fór og af íslandi flokkur af keppendum snjöllum og fékk á sig töluvert nafn: í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum var enginn í heimi þeim jafn. Svo kvað læknir einn fyrir fáum árum, og greindi menn þá nokkuð á um, hvernig skilja bæri vísdóminum, - einkum þar sem skáldmenni þetta hefur drjúgum látið að því liggja, að hann ætti greiðan aðgang að öðru - og betra? - tilverusviði, og hefur sökum trúar margra hérlendis á miðlum og hindurvitnum aflað sér verulegra tekna með þessum hætti, að því er kunnugir telja. Á þessu fræga ári, 1984, kom svo fram í útvarpi einn af forvígis- mönnum í svokallaðri Ólymípunefnd, og kvað það ætlun og markmið, að okkar menn yrðu „um miðju“ í Los Angeles. Ekki var nú markið sett hátt, enda kannske ekki von eftir allar hrakfarir íslendinga þar um áratuga skeið. Því var full ástæða til þess að Jón prófessor Helgason skyldi setja saman alkunnan kviðling þar að lútandi, en hann er á þessa leið: Telja má víst, að ýmsir álíti óviðeigandi, að rifja upp þennan kveð- skap nú um þessar mundir, þegar íslendingar eru rétt nýbúnir að fá brons í Los Angeles (eða var það kannske hálft brons, sem þeir hlutu þar, af því að tveir deildu þeim verðlaunum?) - og eru nú að rifna af monti yfir afrekinu. - Ja, hvað skyldi gerast, ef einhver íslendingur einhvern tímann hlyti gullverðlaun? Hvað sem hver segir, þá ætla ég hiklaust að láta í ljós þá skoðun mína, að enn sem fyrr sé árangur okkar manna næsta rýr í roðinu. Ekkert skorti þó á fjölda fararstjóra, liðsstjóra, þjálfara, aðstoðar- manna og jafnvel blaðafulltrúar og læknar voru með í förinni. Sagt er, að sumir í hópnum hafi einnig haft konur sínar með í för. Svo mikið er víst að þær sáust innan um hópinn við ýmis tækifæri. Þá voru og í fararstjórn þarna menn, sem lítið hafa lagt á sig árum saman fyrir íþróttirnar, annað en að fara hverja förina á fætur annarri á Ólympíu- leika út um allan heim (ef þessu verður mótmælt, mun ég nefna nöfn í næsta pistli mínum um þessi efni). Nei - það ætti að taka upp sama háttinn og 1956. Eins og kunnugt er, Árið 1956 voru sendir tveir keppendur og einn fararstjóri á Ólympíuleika og sneru þeir heim með ein silfurverðlaun. Nú er sendur herskari keppenda, fararstjóra ofl. og menn halda vart vatni yfir einu bronsi. voru þá sendir héðan þrír menn: Tveir kepperidur og einn fararstjóri og árangurinn var: Silfrið hans Vilhjálms Einarssonar. Guðmundur Jónsson Æsufelli 2. Eiga hvergi höfði sínu að halla Árni Bergmann og fleiri blaða- menn skrifa á stundum að menn eigi „hvergi höfði sínu að halla“. Rétt er hins vegar að segj a að þeir eigi hvergi höfði sínu að að halla. Skrifað stendur: „Refir eiga greni, fuglar himins hreiður, en manns sonurinn á hvergi höfði síriu að að halla“. (Matt. 8.20). NN. Leiðrétting Hagstofustjóri borinn röngum sökum Soffía Ingadóttir á Hagstofunni hringdi: í slúðurdálkum Sunnudags- blaðs Þjóðviljans var sagt að Hagstofustjóri hefði ekki heilsað uppá nema suma starfsmenn stofnunarinnar. Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Hinn ný- ráðni Hagstofustjóri hefur ekki hafið störf og hefur þarafleiðandi ekki heldur heilsað uppá sam- starfsmenn sína á stofnuninni. Mér er fullkunnugt um að þessi frétt Um Hagstofustjóra er því hreinasta slúður - og á því ekki við nein rök að styðjast. Fimmtudagur 23. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.