Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 7
LANDÐ Tuttugasta og sjötta þing Fjórðungssambands Norðlend- inga verður haldið að Reykjum í Hrútafirði dagana 30. ágúst til 1. sept. n.k. Rétttil þingsetu hafa94 fulltrúar sveita- og sýslufélaga á Norðurlandi, auk alþingismanna og annarra gesta. Formaður Fjórðungssam- bandsins, Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, setur þingið með ávarpi. Greint verður frá framlögðum málum nefnda og Fjórðungsráðs. Fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins, Áskell Einarsson, flytur skýrslu um starfsemi þess. Tillögur endurskoðunarnefndar sveitarstjórnarlaga verða kynntar af ritara nefndarinnar, Hólmfríði Snæbjörnsdóttur. Þá flytja gestir ávörp og fram fara almennar umræður. Reykjaskóli í Hrútafirði þar sem fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið. Fjórðungsþing Menntunarmál dreifbýlisins aðalumræðuefnið á Fjórðungsþingi Norðlendinga Á föstudag flytur Friðfinnur K. Daníelsson, iðnráðgjafi, skýrslu sína og Einar Eyþórsson segir frá atvinnuráðgjöf í Noregi. Síðan verður rætt um nýjar leiðir í at- vinnuinálum þar sem þeir hafa framsögu Ingjaldur Hannibals- son, forstjóri Iðntæknistofnunar, Eyjólfur K. Jónsson, alþm. og Torfi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri. Seinnipart dagsins verður aðalumræðuefnið menntunarmál dreifbýlisins - fjárhagsleg staða og stjórnun. Framsögumenn: Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, Valgarður Hilmarsson, oddviti og Snorri Björn Sigurðs- son, sveitarstjóri. Guðmundur Ingi Leifsson kynnir rekstur fræðsluskrifstofa og Atli Guð- mundsson, formaður Menning- arsamtaka Norðlendinga, ávarp- ar þingið. Á föstudagskvöld verður samkvæmi með kynning- ardagskrá í boði Vestur- Húnvetninga. Síðari hluta laugardags er svo ætlunin að þinginu ljúki með afgreiðslu mála og kosningu fjórðungsráðs og nefnda. Fyrir þinginu liggja tillögur um eftirgreind mál: Staðarval stór- iðju. Fræðslustarfsemi í iðnþró- un. Iðnþróunarsjóði. Almenna atvinnuráðgjöf. Iðnfræðslu. Stöðu Kröfluvirkjunar. Hags- munasamstöðu innan sveitarfé- laga. Atvinnustöðu sveitanna. Skólamál í dreifbýli. Ferðamála- samtök. Langtímavegaáætlun. Flugvallaframkvæmdir. Skipu- lagslög. Merkingu bændabýla. Samræmingu á gjaldi ríkisstofn- ana. Tengsl við menningarsam- tökin. Norðurlandsleiki æskunnar. Endurskoðun út- varpslaga. Háskólakennsla á Norðurlandi. Tillögur frá Menn- ingarsamtökum Norðlendinga. Valddreifingu og byggða- jafnvægi. Framtíðarhlutverk landshlutasamtaka. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga. Tekjustofn sveitarfélaga. - mhg. ísafjörður Rýmist um Mjólkur- stöðina Viðbygging í undirbúningi Áformað hefur nú verið að stækka húsnæði Mjólkurstöðvar- innar á ísafirði, enda er orðið bagalega þröngt um starfsemi hennar. Með hinni fyrirhuguðu nýbyggingu vex húsrýmið um helming eða 311 ferm. Þar verða rannsóknarstofa, tvær skrifstof- ur, búningsherbergi, kaffistofa, frystir og kælir. Leitað var tilboða í bygginguna og bárust 6 tilboð. Voru 5 þeirra frá ísafirði og 1 frá Bolungarvík. Lægsta tilboðið var frá Gísla Guðmundssyni sf. og var því tekið. Hljóðar það upp á 4,4 milj. kr. og er 2,4% undir kostnaðará- ætlun. Hæsta tilboð var hins veg- ar 14,8% hærra en áætlunin. Húsið verður byggt í áföngum og var útboðið miðað við það. Er að því stefnt að steypa húsið og ljúka við það að utan fyrir 1. nóv. n.k. Síðan verður aftur hafist handa 1. apríl og á húsið að verða fullbyggt 1. okt. að hausti. -mhg Ferðamál Hornstrendingur Nýr ferðamannabátur Ferðamenn leggja nú leið sína í síauknum mæli til Hornstranda og mun engan undra, sem þang- að hefur komið. Fagranesið sér um flutninga þangað og, að því er fregnir herma, á það fullt í fangi með að anna þeim, enda hefur það í fleiri horn að líta. Nú er kominn á flot nýr bátur, sem ætlað er að flytja ferðamenn til Hornstranda og fleiri staða, ef Glatt á hjalla á Homströndum. svo vill verkast. Heitir farkostur- inn Hornstrendingur, keyptur, ófullgerður, í Noregi en síðan gerður „sjóklár" í Reykjavík, og fýlgdist Siglingamálastofnun grannt með því verki. Eigendur Homstrendings eru Hallvarður Guðlaugsson og fjöl- skylda hans, Tryggvi Guðmunds- son og Kjartan Sigmundsson, sem sjá mun um flutningana. Báturinn verður rekinn í sam- vinnu við Ferðaskrifstofu Vestf- jarða. -mhg Út er komið 4. tbl. Sveitar- stjórnarmála þ.á., fjölbreytt að efni og smekklegt að frágangi. Meðal efnis að þessu sinni er langt og fróðlegt viðtal við Hjálmar Vilhjálmsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóra, sem nú er áttræður. Hjálmar hóf störf að sveitarstjórnarmálum 1930 og kann frá mörgu að segja af þeim vettvangi. Jón Eiríksson, oddviti í Vorsabæ á Skeiðum, segir frá endurbyggingu Reykjarétta á Skeiðum, í daglegu tali nefndar Skeiðaréttir. Þær voru upphaf- lega byggðar 1881 og þótt þær entust afburðavel var svo komið 1975 að þörf þótti orðin á að endurbyggja þær. Var því verki lokið á aldarafmæli réttanna og voru þær vígðar 29. ágúst 1981. Réttirnar héldu fyrra formi og byggðar úr sama efni og áður, hraungrýti. Sigurþór Skærings- son, fyrrum bóndi á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, hlóð réttirnar og eru þær mikið listaverk. Þá ritar dr. Ólafur R. Dýr- mundsson grein um orlofsbyggð á ríkisjörðum, Þorvarður Jóns- son, yfirverkfræðingur, um nýj- ungar í símatækni, Ágúst Guð- mundsson hjá Landmælingum um notkun loftmynda og Arn- Tímarit Sveitarstjórnarmál ljótur Björnsson, prófessor, um skaðabótaábyrgð sveitarfélaga. Einnig eru birtar greinar um orkuspamaðarátakið, sem yfir stendur, boðveitur sveitarfélaga, varnir gegn tannskemmdum með flúorskolun. Og svo eru hinir föstu efnisdálkar: Frá almenn- ingsbókasöfnum, Fjármál sveitarfélaga, Frá landshlutasam- tökunum, Á Lögbergi og Kynn- ing sveitarstjórnarmanna. Á kápu blaðsins er litprentuð ljós- mynd af Skeiðaréttum. Ritstjóri Sveitarstjómarmála er Unnar Stefánsson en ábyrgð- armaður Björn Friðfinnsson. -mhg Patreksfjörður Tilboð í Strandgötu Opnuð hafa verið tilboð í vinnu við Strandgötuna á Patreksfirði. Sex tilboð bárust. Tekið var til- boði frá Vinnuvélum á Patreks- firði og Hagvirki í Hafnarfirði, 2,89 milj. kr. Tilboð Barðs sf. á Akur- eyri var raunar ívið lægra, 2,83 milj. en það barst of seint. Óðinn, Hvolur og Verktækni buðu 3,47 milj., Vesturfell á ísa- firði 3,86 milj., Guðmundur Ó. Kristjánsson, Kópavogi, 4,18 milj. og Ræktunarsamband V- Barðastrandarsýslu 4,31 milj. kr. Athygli vekur að öll vom til- boð langt undir kostnaðaráætlun, sem er 6,18 milj. kr. Er tilboð Vinnuvéla og Hagvirkis hartnær helmingi lægra. -mhg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.