Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Blaðsíða 5
Landbúnaður Ólafur Guðmundsson. Tilraunir með búvélar hér- lendis má rekja aftur til ársins 1927. Þá samþykkti Búnaðar- þing tillögu um að komið yrði á fót „Verkfæranefnd" er skyldi „sjá um útvegun og tilraunir með verkfæri hér á landi“. í lögum frá 1940 segir að Verkfæranefnd skuli reyna ný verkfæri og sjá um breytingar á eldri verkfærum og fari tilraunirnarfram á Hvanneyri, nema annað þyki henta. Með gildistöku laga um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna, sem komu til framkvæmda 1965, var Verkfæranefnd lögð niður en verkefni hennar falið Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Síðan hefur Bútæknideild RALA annast prófun búvéla og aðrar rannsóknir, sem snerta tæknimál landbúnaðarins. Deildin hefur aðsetur á Hvann- eyri. Fastir starfsmenn hennar eru þrír: Ólafur Guðmundsson, sem er forstöðumaður, Grétar Einarsson og Magnús Matthías- son. Verkefni deildarinnar greinast einkum í fjögur svið: 1. Verkfæraprófanir. 2. Tilraunir með jarðræktartækni. 3. Tilraun- ir með fóðurverkun og tækni, sem lýtur að henni. 4. Tilraunir með innréttingar og tæknibúnað í útihúsum. Prófun búvéla Með búvélaprófuninni á að fást úr því skorið hversu vel vél- arnar henta við íslenskar aðstæð- ur, verkefni þeirra við fjölbreyti- leg skilyrði, afköst og aflþörf, slitþol og endingu. Samsvarar reynslutíminn til 2ja-3ja ára notkunar á meðalbúi. Að prófun lokinni er opinber skýrsla gefin út um hvert einstakt verkfæri. Ekki er skylda að senda nýjar vélar í prófun þótt trúlega sé það yfir- leitt gert því eðlilegt er að bændur kaupi fremur þær vélar, sem vel hafa reynst. 10-20 vélar koma ár- lega í prófun. Heyverkunar- tilraunir Helstu verkefni á sviði heyverkunar hafa á síðari árum verið þessi: - Akvörðun á fóðurtapi við notkun mismunandi gerða af sláttuvélum. - Áhrif knosara við slátt á nýt- ingu fóðursins, efnatap, þurrkun- aráhrif, lostætni. - Þurrkun heys á velli. Bornar eru saman mismunandi gerðir snúningavéla, þurrkun, efnatap. Áhrif snúningstíma og tíðni með- höndlunar. Gildi múgunar á þurrkunarskeiði. Áhrif sláttu- tíma og lengd þurrkunarskeiðs á fóðurgildi heyjanna. - Samanburður á verkun, fóð- urgildi og lostætni mismunandi grastegunda. - Gildi upphitunar á lofti til súgþurrkunar. Notkun varma- dælu við súgþurrkun. Saman- burður á súgburrkun bundins heys og lauss. Áhrif hitamyndun- ar í heyi á efnatap og fóðurgildi. Loftmagn og þrýstifall lofts í súg- þurrkunarkerfum. - Ákvörðun á rúmþyngd heys í hlöðum. - Hraðþurrkun heys. Tilraunir að Reykhólum með þurrkun við jarðhita. Ákvörðun á hámarks- lofthraða við hraðþurrkun heys á færibandi. - Votheysverkun: Samanburð- ur á verkun og nýtingu uppskeru af sömu túnspildu, sem annars- vegar er verkað sem vothey, hins- vegar sem þurrhey. Tilraunir með áhrif söxunar, forþurrkunar og þroskastig grasa. Könnun á votheysverkun hjá bændum á ákveðnum landssvæðum. Til- raunir með verkun bundins heys í piastpokum. Útihús - búfjárhirðing - Vinnurannsóknir varðandi mjaltir og hirðingu nautgripa þar sem gerður er samanburður á vinnuhagræðingu og afköstum við mismunandi aðstæður. - Vinnurannsóknir á sauðburði m.t.t. fyrirkomulags í fjárhúsi og annarrar aðstöðu. - Vinnurannsóknir við mis- munandi aðstöðu á vetrarhirð- ingu sauðfjár. - Áhrif húsagerðar, loftræst- ingar og einangrunar á fóðurnýt- ingu, ullargæði og afurðir sauðfjár. - Tilraunir með varmatap ■ sauðfjár. - Prófun á innréttingum í fjós- um, milligerðir, flórristar. - Prófun á járnristum í fjárhús- gólf. - Heylosunarbúnaður í hey- geymslum. - Samanburður á ýmsum varn- arefnum á steinsteypu í vot- heysgeymslum. - Tilraunir með notagildi raf- girðinga fyrir búfé, við marg- breytilegar aðstæður. Hafa þær tilraunir leitt í ljós að fullnægjandi rafgirðingar eru um helmingi ódýrari en venjulegar girðingar. Nú eru fáanlegir staurar frá Nýja-Sjálandi, sem ekki þurfa einangrun, og kostar staurinn eitthvað á annað hundr- að kr. Helstu verkefnin á því sviði eru: - Mismunandi jarðvinnsluað- ferðir við endurræktun túna. - Tilraunir með niðurfellingu búfjáráburðar í gróið land í sam- anburði við yfirbreiðslu. - Samanburður á framræslu lands með pípuræsum og plóg- ræsum. - Sáning grasfræs með þyril- dreifurum. - Setning kartaflna með sjálf- virkum vélum. Áverkar á spírum af völdum vélanna og áhrif þeirra á uppskeru. - Upptaka kartaflna með vél- um, afköst, upptökuhæfni, áverkar á kartöflunum af völdum vélanna. - Flokkun, pökkun og geymsla kartaflna. Mælingar á áhrifum einstakra þátta í meðhöndlun kartaflna eftir upptöku á geymsluþol og útlit þeirra. - Vatnsúðun á kartöfluakra til varnar frostskemmdum á kart- öflugrasi. - mhg. Áður þóttu svona rakstrarvélar hötuðþing og voru það. Nú eru þær orðnar sjaldgæf sjón. Og fáir leggja nú lengur aktýgi á hest, ef nokkrir. Bútæknideildiná Hvanneyri Annast margháttaðar rannsóknir og tilraunir UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON Fimmtudagur 23. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.