Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 1
HEIMURINN
ÍÞRÓTTIR
Iðnrekendur
Margir vilja semja
Vinnuveitendasambandið heldur hins vegar fast í tauminn og vill heildarsamninga.
Þreifingar fyrir helgina.
Fyrir helgina áttu sér stað lítils-
háttar könnunarviðræður eða
„þreifingar“ milli iðnrekenda og
iðnverkafólks. í röðum iðnrek-
enda er að finna marga sem vilja
semja sem fyrst og eru í einkavið-
tölum ófeimnir við að láta í ljós þá
skoðun að þeir séu viljugir til að
greiða starfsfólki sínu hærra
kaup.
Um tíma virtist því sem ein-
hver glæta væri að fæðast, en á
formlegum fundi sem haldinn var
á laugardag, þar sem „varðhund-
arnir frá VSI“ voru líka mættir,
einsog einn viðmælandi Þjóðvilj-
ans orðaði það, virtist samnings-
viljinn, sem hafði komið í ljós í
„þreifingunum“, vera gufaður
upp.
Það virðist hins vegar sem í
röðum iðnrékenda sé nokkur vilji
til samninga, enda hefur iðnaður-
inn gengið mjög vel og svigrúm til
kauphækkana því gott, einsog
Guðmundur Þ. Jónsson, formað-
ur Landssambands iðnverkafólks
hefur bent á í viðtali við Þjóðvilj-
ann.
í bili eru því samningamálin í
einhverri biðstöðu, og Kristín
Hjálmarsdóttir, formaður Iðju á
Akureyri, sagði við Þjóðviljann í
gær að nú væri beðið eftir við-
brögðum Vinnumálasambands
samvinnufélaganna við kröfu-
gerð iðnverkafólks. Þeirra er að
vænta um miðja viku.
-ÖS.
Hœkkanir
Verðbólgan
yfir
21%
Verðbólgan sem láglaunafólk býr við
er þó miklu hœrri í reynd
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu íslands hækkaði
framfærsluvisitala frá því í byrj-
un mars og fram í ágústbyrjun
um 4.9 prósent. Á ársgrundvelli
þýðir þetta að verðbólgan er nú
komin yfir 21 prósent.
Þetta segir þó ekki alla söguna,
því verðlag á nauðsynjavörum
sem láglaunafólk eyðir ráðstöf-
unarfé sínu í, hefur hækkað
miklu meira en hækkun fram-
færsluvísitölunnar segir til um.
Til dæmis má nefna að á ofan-
greindu tímabili hafa kjöt og
kjötvörur hækkað um 14.2 prós-
ent, mjólk, rjómi, egg og ostar
um 13.1 prósent, kartöflur og
vörur unnar úr þeim um hvorki
meira né minna en heil 63.2 prós-
ent, og heilsuvernd - liður sem
vegur þungt á metunum hjá öldr-
uðum og öryrkjum - um 34 prós-
ent.
í raun er því verðbólgan sem
láglaunafólk býr við mun meiri
en hækkun framfærsluvísitölunn-
ar segir til um.
-ÖS.
FH-ingurinn Sigurður P. Sigmundsson varð sigurvegari í fyrsta Reykjavíkur-Maraþoninu sem fram fór á götum'
Reykjavíkur á-sunnudaginn og sést hann hér koma í mark. Hann hljóp á 2:28,57 klst. og var sjö mínútum frá
íslandsmeti sínu. Annar varð Steinar Friðgeirsson og þriöji Sighvatur Dýri Guðmundsson.
Leslie Watson frá Bretlandi sigraði í kvennaflokki á 2 klukkstundum og 53 mínútum. Hálfa maraþonið, 21 km, vann
Bandaríkjamaðurinn Thomas Gilligan en hin stöðfirska Lillý Viðarsdóttk sigraði í kvennaflokki. Martha Ernstsdóttir
hljóp frábærlega í 8 km hlaupinu og sigraði glæsilega í kvennaflokki, tæpum tveimur mínútum á undan Finni
Thorlacius sem sigraði í karlaflokki.
Hlaupið gekk vel fyrir sig þrátt fyrir rigningu og nokkurn vind og þátttakendur voru á þriðja hundrað, þar af um eitt
hundrað erlendir. (Myndina tók Atli). _ vs.
íþróttir eru á bls. 9 - 12 og 19.
Alusuisse
Verið að semja um14 millidali?
Kröfur fjármálaráðuneytisins hljóðuðu uppá 300 miljónir króna. Ætlar samninganefndin að semja
um að gleymaþeirri upphæð? Steingrímur og Sverrir sögðu 18 millidali,
en samninganefndarmenn tœpa á 14! Er enn einn ósigurinn í vœndum ?
r
Eg ætla að vona að frétt sjón-
varpsins sl. föstudagskvöld
byggð á viðtali við fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, dr. Gunnar G.
Schram um að von sé á 50% ábót
ofan á raforkuverðið frá bráða-
birgðasamkomulaginu eigi ekki
við rök að styðjast, segir Hjör-
leifur Guttormsson fyrrv. iðnað-
arráðherra í viðtali við Þjóðvilj-
ann sem birt er í heild sinni á bls.
2.
Hjörleifur bendir á að þetta
verð þýddi um 14 millidali, en
samningurinn í Ghana er talinn
þýða um 17-5 millidali en Grikkir
fengu sér dæmda 20.5 millidali.
Hjörleifur bendir á að viðræð-
umar dragist sífellt á langinn og
hefði verið gert ráð fyrir því í
bráðabirgðasamkomulaginu að
þeim lyki fyrir 1. apríl sl. Hann
bendir enn fremur á að Alusuisse
hafi tekist í fyrra að koma skatt-
svikamálunum útúr samnings-
bundnum gerðardómi. Og nú sé í
fullri alvöru farið að tala um
dómsátt og aðalnefndin sem haft
hefur skattsvikamálin til með-
ferðar hefur verið látin hætta
störfum.
Hér eru engar smá upphæðir á
ferðinni, og Hjörleifur bendir á
að kröfur fjármálaráðuneytisins
hljóði uppá 10 miljónir dollara
eða um 300 miljónir íslenskra
króna. Þá bendir hann á hvernig
samninganefndarmennirnir
Guðmundur G. Þórarinsson og
Gunnar Schram hafi með skrifum
sínum og yfirlýsingum veikt
samningsstöðu íslands gagnvart
Alusuisse. Og að Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
og Sverrir Hermannsson iðnað-
arráðherra hafi nefnt töluna 18
millidali, en nú sé farið að tæpa á
14 millidölum.
-óg.
Sjá viðtalið við
Hjörleif bls. 2.