Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 13
U-SIÐAN Ætlar að verða eðlisfræðingur Það eru ekki margir sex ára krakkar sem geta státað sig af því að vera í „alvöru" vinnu. Viðmælandi okkar í dag getur það þó. Hann heitir Heimir Magni Hannesson og er sex ára en er að verða sjö. Það sem Heimir er að gera þessa dagana er að vinna á lager með pabba sínum. Og hvað ætli sex ára strákur geri í lagervinnu? Heimir sagðist vera að raða kössum og ýmsu dóti í hillur, svo sagðist hann hjálpa henni Jónínu, mat- og kaffíkonu staðarins. Hann er að bera fyrir hana kaffið og kókið og stússast ýmisiegt. Og launin eru kók og eitthvað meira. „Þetta er ofsalega gaman og ekk- ert erfitt.“ Heimir sagði að hann byggi í Mosfellssveit og hann hefur alltaf átt heima þar og hann vildi ekki flytja þaðan, „að fara frá öllum vinum mínum, nei alls ekki.“ Hann og vinir hans ieika sér í bflaleik, með pleymódót og margt fleira. Hann sagði að rétt þar sem þeir eiga heima, þar er lækur, ekkert djúpur, og þar væri ýmislegt hægt að gera. Nú til dæmis að vaða í stígvélunum, svo smíðuðu þeir fleka og eru að láta hann sigla. Að vísu gekk það svona og svona en var þó gaman, sagði Heimir. Á veturna sagði hann að þeir væru alltaf uppi á fjalli, þ.e. fyrir ofan þar sem þeir eiga heima er lítið fjall og er til- valið til þess að renna sér á snjó- þotu og vera í bflaleik eða hvað sem er. Heimir sagði að hann hafi átt hund sem hét Kátur. Hann var orðinn svo gamall og veikur að hann dó. „Það var þannig að þeg- ar ég var farinn að sofa þá varð hann mjög veikur, og dýralækni- rinn kom, og þegar ég vaknaði daginn eftir þá var hann dáinn. Við jörðuðum hann í garðinum okkar og ég smíðaði kross á leiðið hans. Eg sakna hans mikið en þegar ég verð stór þá ætla ég að fá mér annan hund og skíra hann Kát.“ Heimir verður sjö ára í nóv- bember og þá verður hann byrj- aður í skóla. Hann var í sex ára bekk í fyrra og lærði þá að skrifa stafina en næsta vetur ætlar hann að læra að lesa og skrifa. Fram- tíðaráætlunin er að fara í Menntaskólann við Sund og síð- an í Háskólann og læra eðlisfræði svo hann geti unnið í sama her- bergi og bróðir sinn. Síðan ætlar hann að verða lögga og flugmað- ur svo hann geti farið til útlanda. Það má segja að þessi ungi maður hafi tiltölulega ákveðna skoðun um framtíðina og þá er bara að óska honum góðs gengis. HS Við smíðuðum fleka en hann fór nú svona og svona. Mynd:eik. Minnisleikur Skoöið þessa mynd nákvæmlega í eina mínútu, flettið svo síð- unni og athugið hversu marga hluti þið munið. Þessi leikur fyrir tvo er einskonar veiðiferð. Þið eigið aö strika eftir línunum í sömu átt og örvarnar snúa og veiða sem flesta fiska. Með því að leggja saman númerin á þeim fiskum sem þið veiðið sjáið þið hvor er meiri veiðikló. Þriðjudagur 28. ágúst 1984 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.