Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 7
HEIMURINN Starf fornleifafræðinga neðansjávar er eins og annars staðar, en vinnuskilyrðin eru erfiðari. Fornleifarannsóknir neðansjávar: „Ölvun undirdjúpanna“ 2000 árum síðar Þegar ríkur Gallverji í forn- öld ætlaði að halda veislu, sendi hann þræla sína til að kaupa eina eða tvær „amfórur" af víni hjá næsta kaupmanni, en það voru leirkrúsir sem tóku um 26 lítra hver og voru notaðar til að flytja úrvalsvín frá Italíu til Miðjarðarhafsland- anna. Lægri stéttar menn fóru hins vegar með ílát sín og keyptu venjulegt borðvín frá Sorrente, sem flutt var í stór- um „tankskipum" á þeirra tíma vísu: í þeim voru risastór ker, sem kölluð voru „dolia" og tóku um eða yfir 1600 lítra hvert. Þótt litlar skrifaðar heimildir séu til um þessa vínverslun í hinu forna Rómaveldi, er hún nú allvel þekkt, því að fornleifafræð- ingar hafa getað rannsakað skip, sem sokkið hafa við strendur Miðjarðarhafsins með öllum sín- um farmi. Slíkt rannsóknarstarf er að sjálfsögðu mjög vandasamt og mega fornleifafræðingar í kaf- arabúningum gæta sín vel til að fá ekki köfunarveiki við þessa leit að fornum vínkerjum: hún er líka kölluð „ölvun undirdjúpanna" á frönsku, svo segja má að áhrifin hafi ekki breyst þótt vínið hafi blandast sjó á þeim 2000 árum sem liðin eru. En það sem finnst gefur mjög miklar upplýsingar um lífið í Rómaveldi. Með því að rannsaka stíl og gerð leirílátanna, sem finnast í ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 hinum fornu skipsflökum er hægt að tímasetja skipið og farminn nokkuð vandlega. En vörumerki framleiðendanna, sem eru á leirkerjunum, sýna nákvæmlega hvaðan farmurinn kom og gera jafnvel kleift að dagsetja hann mjög nákvæmlega. Rannsókn- irnar hafa þannig leitt í ljós að fram að dögum Ágústusar keisara fluttu ítalir vín í amfórum í mjög stórum stíl um öll Miðjarð- arhafslöndin. Síðan dregur úr þessum útflutningi víns í amfór- um, og drógu menn af því þá ál- yktun, að þá hefði hafist vínrækt víða um Rómaveldi, og hefðu menn ekki lengur notað amfórur nema til að flytja út úrvalsvín, t.d. Falerne-vín, sem frægt er í fornum bókmenntum. Hvort tveggja virðist vera rétt, en forn- leifarannsóknir hafa nú leitt í ljós, að útflutningur á venjulegu borðvíni frá Ítalíu hélt áfram engu að síður, en tæknin breyttist: farið var að flytja það út í „tankskipum", sem rúmuðu sex eða sjö „dolia“ auk annars farms. Hvert „dolium" tók eins og áður er sagt um 1600 lítra eða meir, og hefur sennilega vegið um 2,5 tonn, þegar það var fullt af víni. Engin leið var til að skipa upp slíkum leirkerum eða flytja þau á landi, heldur voru þau fyllt og tæmd með sérstökum dælum. Fyrir nokkrum árum fundu forn- leifafræðingar stóra hluta af slíkri dælu og hafa menn nú allná- kvæmar hugmyndir um gerð þeirra, sem var talsvert flókin. Það hefur komið fram við forn- leifarannsóknir, að þegar skip sökk með vínfarmi nálægt strönd- inni, reyndu rómverskir kafarar að ná upp mikilvægustu hlutum dælunnar, vegna þess að slíkur tæknibúnaður var þá mjög verð- mætur. (Endursagt eftir ,,Libération“) Svindilbrask Réttarhöld hafin vegna „dagbóka“ Hitlers Fyrir viku hófust í Hamborg réttarhöld í einu mesta og frægasta svindlmáli síðustu ára í Þýskalandi, máli hinna fölsuðu „dagbóka" Adolfs Hitlers, sem vikuritið Stern hóf að birta fyrir rúmu ári, áður en upp komst hvers eðlis þær voru. Réttarhöldin fara fram í stærsta réttarsalnum í borg- inni, en hann er þó allt of lítill fyrir alla þá sem vilja fylgjast með, bæði almenning og fréttamenn víðsvegar að. „Við hefðum getað haldið réttar- höldin í Ráðstefnumiðstöð Hamborgar", sagði starfsmað- ur sem vann við að greiða götu erlendra blaðamanna. Hinir ákærðu eru tveir: Gerd Heidemann, sem lét vikuritinu Stern „dagbækurnar“ í té, og Konrad Kujau, sem hefur viður- kennt að hafa sjálfur skrifað þess- ar dagbækur. Heldur saksóknari því fram að Heidemann hafi þeg- ar vitað það sumarið 1981, að „dagbækurnar“ voru falsaðar og hafi hann stungið undan 1,7 milj- ónum marka, af þeim 10 miljón- um marka, sem yfirmenn viku- ritsins greiddu honum til að hafa uppi á handritunum. Kujau er ákærður fyrir fölsun og fyrir að hafa þegið fyrir það eina og hálfa miljón marka frá Heidemann. Állt þetta mál er eitt hið versta áfall fyrir þýska blaðamennsku sem um getur, og tapaði Stern ekki aðeins yfir 20 miljónum marka á því, heldur minnkaði sala þess um 150.000 eintök næstu mánuði eftir að svindlið komst upp. En ýmislegt er þó óljóst enn. Málið hófst 25. apríl 1983, þeg- ar yfirmenn vikuritsins Stern boðuðu á sinn fund blaðamenn frá ýmsum löndum og sérfræð- inga í sögu Þriðja ríkisins. Til- kynntu þeir hátíðlega að Hitler hefði haldið dagbók frá júní 1932 til apríl 1945, og hefði frétta- manninum Gerd Heidemann tekist að hafa uppi á þessum stór- merku heimildum 40 ár eftir stríðslok. Dagbækurnar voru 60 bindi í bláu bandi og merkt með upphafsstöfunum A.H. Yfir- menn Stern luku miklu lofsorði á Heidemann við þetta tækifæri, töldu hann besta rannsóknar- blaðamann Þýskalands og bentu á að á 32 ára starfsferli hefði aldrei verið höfðað mál gegn honum. Sérfræðingar í sögu Þriðja ríkisins voru þó ráðvilltir, enda fengu þeir ekki nema mjög takmarkaðan aðgang að handrit- unum, og Gerd Heidemann vildi ekki skýra frá því nákvæmlega hvernig hann hefði komist yfir „dagbækurnar". Aðeins hálfum mánuði seinna komst upp um svindlið. Sérfræð- ingar ríkisskjalasafnsins lýstu því yfir að þessar „dagbækur“ væru klunnaleg fölsun, í pappírnum væri efni, sem óþekkt hefði verið fyrir 1955, og falsarinn hefði stuðst við kunn sagnfræðirit um Hitlerstímabilið, tekið upp svo til orðrétta kafla og jafnvel skyssur. Yfirmenn Stern urðu að hætta birtingu „dagbókanna" og biðja lesendur afsökunar. En það hefur ekki enn komið í ljós hvað varð af þeim peningum sem Heidemann fékk greidda til að hafa uppi á „dagbókunum" né hver átti upptökin að fölsuninni og hver var tilgangurinn með þessu öllu saman. (Eftir „Le Monde“)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.