Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 9
SUMARFERÐ Þórður Skúlason les um Reynisstaðabræður við varðeldinn. Slappað af á Hveravöllum. Sumarferð AB á Norðurlandi vestra var að þessu sinni farin á Kjöl og að Hvítárvatni um versl- unarmannahelgi. Vestur- Hún vetningar skipulögðu ferðina undir forystu Sverris Hjalta- sonar, rafvirkja og tókst hún með ágætum, þótt þátttaka væri að Oft myndi reimt á Kili en ekki í þetta sinn vísu nokkuð dræm úr austan- verðu kjördæminu. Fyrst var farið um virkjunar- svæði Blöndu og gerði Haukur Hafstað grein fyrir legu væntan- legs uppistöðulóns og tilhögun virkjunarinnar, en hann hefur í sumar haft eftirlit með fram- kvæmdum af hálfu Náttúru- vemdarráðs. Síðan var haldið til Húnavalla og þaðan að Hvítárvatni. Veður var ágætt á fyrsta og seinasta degi en nokkuð rigndi á sunnudegin- um þegar farið var í Kerlingar- fjöll. Við Hvítárvatn var kveiktur eldur af nokkrum fúadrumbum sem hafðir voru með í för og efnt til kvöldvöku. Svo vel vildi til, að einn helsti forvígismaður ferða- mála í Skagafirði, Ingólfur Niko- demusson, var með í för og félst á að miðla af sínum mikla fróðleik um öræfi landsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af hópnum við eldinn hlýða á Þórð Skúlason lesa um hinstu för Reynisstaðabræðra. RA Og ekki var kaffið forsómað. | Veðrið á hálendinu lék við ferðalangana. Leiðrétting Púkinn ætlaði að aðstoða ríkis- stjórnina Stundum er einsog allir árar glepjist til að hjálpa ríkisstjórn Islands. í þann andskotaflokk bættist prentvillupúki Þjóðvilj- ans í Innsýnargrein um helgina. Niður féllu línur og púkinn dikt- aði upp launahækkun almúga- manna - og hefði betur verið satt að laun hefðu hækkað um 44% en 18%. Umræddar prentvillur eru í öðrum dálki þessarar greinar fyrir miðju. Rétt er setningin þannig: „Eða hvað kallar maður þá staðreynd sem BSRB hefur bent á að frá 1. mars 1983 til 1. mars 1984 hafa laun hækkað um 18%, meðan heita vatnið í Reykjavík hækkaði um 137%, bensínið hækkaði um 44%, síminn um 49%“ o.s.frv. Þannig varð verðhækkun á bensíni að launahækkun fólks og púkinn vildi fela hækkunina á heita vatninu - 137%. En nú er þetta vonandi komið til skila. -óg Við veitum • / m. m mmm. iwar mm m m ma “n allt lan< onustu Samvinnubankinn er ávallt skammt undan Samvinnubankinn starfrækir 19 afgreiðslustaði um land allt, sem tryggja viðskiptavinum fjölþætta þjónustu. Auk almennra bankaviðskipta annast Samvinnubankinn gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn og námsmenn í flestum útibúum sínum. Einnig er hægt að opna innlenda gjaldeyrisreikninga í sömu afgreiðslum. Samvinnubankinn afgreiðir einnig VISA-greiðslukort, en þau eru útbreidd um allan heim. Samvinnubankinn leggur áherslu á persónuleg samskipti í heimilislegu umhverfi. Samvinnubankinn Útibú í öllum landsfjórðungum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.