Þjóðviljinn - 28.08.1984, Page 3
FRETTIR
Framsóknarflokkurinn
Gengu út af fundi!
Forsœtisráðherra lagðistgegn tillögu Vestfirðinga móti radarstöðvum.
Gífurleg óánœgja á kjördœmisþinginu. Fundarsköp þverbrotin. Fáheyrð tíðindi á Framsóknarþingi.
Mikil óánægja varð á kjör-
dæmisþingi Framsóknar-
flokksins á Vestfjörðum, sem
haldið var í Bolungarvík nú um
helgina. Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra og Benedikt
Kristjánsson bæjarfulltrúi í Bol-
ungarvík fundarstjóri á kjör-
dæmisþinginu lögðu allt í sölu-
rnar til að koma í veg fyrir sam-
þykkt tiUögu gegn radarstöð
hersins í Stigahlíð. AUar venjur
og fundarsköp voru þverbrotin og
gengu tveir flutningsmanna af
fundi í mótmælaskyni við ofríkið.
Tillagan fól í sér ítrekun á fyrri
samþykktum Framsóknarmanna
á Vestfjörðum gegn hernaðar-
brölti (en á kjördæmisráðstefn-
unni í fyrra var samþykkt ályktun
gegn staðsetningu radarstöðvar í
kjördæminu). í öðru lagi var lagt
til að kjördæmisráðstefna mót-
mælti staðsetningu radarstöðvar
á Vestfjörðum og í þriðja lagi var
skorað á þingflokkinn að standa
fast á þessu máli.
Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar var Dagbjört Hösku-
ldsdóttir útibústjóri í Tálknafirði
en hún var áður forystumaður
Framsóknarflokksins á Vestur-
landi. Aðrir flutningsmenn voru
m.a. Sigurgeir Magnússon úti-
bússtjóri Samvinnubankans á
Patreksfirði, Sigurður Viggósson
hreppsnefndarmaður Framsókn-
ar á Patreksfirði, Magnús Bjöms-
son oddviti á Bíldudal, Guð-
mundur Hagalínsson frá Hrauni
á Ingjaldssandi, fyrrverandi for-
maður kjördæmisráðsins og for-
ystumaður flokksins í kjördæm-
inu til margra ára, Guðmundur
Jónas Kristjánsson formaður
Framsóknarfélagsins á Flateyri
og harðskeyttur greinahöfundur í
Tímanum um málefni
Vestfirðinga og önnur þjóðmál,
Magdalena Sigurðardóttir leið-
togi Framsóknarmanna á ísafirði
um langt skeið, Heiðar Guð-
brandsson hreppsnefndarmaður
úr Framsóknarflokki og forystu-
maður hans í Súðavík, og nokkrir
fleiri.
Pegar tillagan hafði verið flutt
á þinginu, bregður svo við að
fundarstjóri boðar kaffihlé.
Fundarstjórinn var Benedikt
Kristjánsson bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins í Bolungarvík.
Einsog kunnugt er hafa bæjar-
fulltrúar Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins tekið þátt í
stjórn Sjálfstæðisflokksins í því
bæjarfélagi og m.a. samþykkt
með þögninni staðsetningu rad-
arstöðvar í Stigahlíð við Bolung-
arvík, en Sjálfstæðismenn hafa
verið með í ráðum um staðsetn-
ingu radarstöðvarinnar þar.
Að kaffihléi loknu stendur upp
forsætisráðherra, Steingrímur
Hermannsson og flytur mikla
Natólofgjörð. Og flytur svo
breytingartillögu, þess efnis að í
stað þess að mótmælt sé staðsetn-
ingu „radarstöðvar“ komi „her-
stöðvar“, en fram hafði komið í
máli Steingríms að hann liti ekki
á radarstöð sem herstöð.
Að tölu Steingríms lokinni á-
kveður Benedikt Kristjánsson
fundarstjóri að bera tillöguna
upp með breytingu Steingríms,
þannig að sjálf tillagan um mót-
mæli við staðsetningu radar-
stöðvar á Vestfjörðum var aldrei
borin upp á þinginu. Þingfulltrú-
ar brugðust ókvæða við þessari
nýlundu í fundarsköpum.
Heiðar Guðbrandsson hrepps-
nefndarmaður í Súðavík stóð upp
og mótmælti því að tillagan verði
borin upp með breytingu Stein-
gríms - en verði svo gert vilji
hann að nafn sitt verði strikað út
af flutningsmannalista þarsem
þetta sé ekki lengur sama tillaga.
Við þessari bón var ekki orðið.
Þá stendur einnig upp Guðmund-
ur Jónas Kristjánsson og mót-
mælir málsmeðferðinni og gengu
þeir Heiðar af fundinum við svo
búið. Þá stendur og upp Dagbjört
Höskuldsdóttir og mótmælti
harðlega málatilbúnaði forsætis-
ráðherraogfundarstjórans. Uppi
varð fótur og fit á þinginu og
endaði með þeim ósköpum að
ekkert var borið upp eða sam-
þykkt um radarstöðvarmálið á
þinginu.
Ólafur þegir
og þegir
Mikla athygli vakti að í öllum
þessum átökum á kjördæmisráð-
stefnunni sagði Ólafur Þórðarson
ekki eitt einasta orð, en hann tal-
aði oftliga um málið á síðasta
þingi í Reykjavík. „Ólafur þagði
og þagði“, sagði heimildamaður
Þjóðviljans fyrir vestan.
Ýmsir talsmenn upprunalegu
tillögunnar á þinginu bentu á, að
þarsem ekkert hafi verið sam-
þykkt á þinginu gildi ályktunin
um radarstöðvamar frá í fyrra.
Þar af leiðandi sé Framsóknar-
flokkurinn á Vestfjörðum á móti
radarstöð hersins í kjördæminu.
-óg.
Erum ekki
Steingrímur
Stendur höllum fæti
Heiðar Guðbrandsson í Súðavík: Óeðlileg afskipti
Steingríms af málefnum Vestfjarðakjördœmis.
egar við lögðum þessa tillögu
okkar fyrir kjördæmisþingið
þá var ég ekki trúaður á að hún
færi í gegn, en nú að þinginu
loknu þá eru flestir þeirrar skoð-
unar að hún hefði farið óbreytt í
gegn og það hafi Steingrímur gert
sér grein fyrir. Því vildi hann
eyðileggja tillöguna með sinni
breytingartillögu, sagði Heiðar
Guðbrandsson hreppsnefndar-
maður úr Framsóknarflokknum í
Súðavík aðspurður um uppák-
omuna á kjördæmisþingi Fram-
sóknarmanna um helgina.
„Aðstaða okkar sem höfum
verið að beita okkur á vinstri
kantinum í Framsókn er orðin á
þann veg að það er ekki langt í
það að við getum ekki sætt okkur
við að Steingrímur verði í fram-
boði fyrir okkur hér á Vestfjörð-
um.
Hann hefur undanfarin ár ver-
ið með margvísleg undarleg af-
skipti af ýmsum málum hér í kjör-
dæminu, málum sem ekki hafa
komið nálægt hans verkahring.
Hann hefur einnig viljað ráða því
sjálfur hvaða menn séu með hon-
um í framboði hér í kjördæminu.
Ég held að hann hafi síður en svo
aukið álitið á sér með þessari
framkomu sinni hér á kjördæmis-
þinginu og það er fleira en þetta
sem hér er nefnt sem gerir það að
verkum að Steingrímur stendur
hér ekki styrkum fótum. Það
hallar verulega undan í öllu at-
vinnulífinu, rekstrargrundvöllur
útgerðar og fiskvinnslu er ekki til
þrátt fyrir hina gífiírlegu kaup-
skerðingu.
Forsætisráðherra mætir síðan
á þetta kjördæmisþing án þess að
hafa nokkuð fram að færa til úr-
bóta. Það mætti helst halda að
hann væri algerlega kominn úr
sambandi við það mannlíf og at-
vinnulíf sem hér er lifað."
Heiðar sagði ennfremur að
niðurstaðan af kjördæmisþinginu
hlyti að verða sú að leitað yrði til
þeirra framsóknarmanna og ann-
arra vestfirðinga sem vildu berj-
ast gegn uppsetningu radarstöðv-
arinnar. „Við eigum ekki annarra
kosta völ“.
„Það getur verið að það sé
meirihluti fyrir þessari njósna-
stöð í Bolungarvflc en fólk þar er
farið að trúa því að fasteignaverð
þar muni hækka verði stöðin reist
í Stigahlíðinni. Þar í bæ snýst um-
ræðan um njósnastöðina ekki
lengur um öryggi sæfarenda og
flugsins eins og áður var kallað
heldur fasteignaverðið í bænum.
Okkar málstaður á hins vegar
fylgi að fagna um alla Vestfirði en
ég reikna ekki með því að við
getum borið fyrir okkur annað en
blákaldan sannleikann um eðli og
tilgang þessarar njósnastöðvar.
Við getum ekki boðið fólki hér
hærra fasteignaverð í skiptum
fyrir öryggi okkar hér og annarra
jarðarbúa", sagði Heiðar. -Ig.
Alþýðubandalagið
Gegn radarstöð
Meðan andstœðingar radarstöðvar á Vestfjörðum þurftu að standa
íströngu hjá Framsóknarflokknum, var samþykkt einróma ályktun
hjáAlþýðubandalaginu.
Akjördæmisráðstefnu Alþýðu-
bandalagsins var samþykkt
harðorð mótmælaályktun gegn
staðsetningu radarstöðvar á
Vestfjörðum, en Alþýðubanda-
lagið hélt ráðstefnu sína á ísafirði
á sama tíma og Framsóknarmenn .
þurftu að ganga af fundi í Bolung-
arvfk vegna radarstöðvarmáls-
ins. Ályktunin frá Alþýðubanda-
laginu hljóðar svo:
„Kjördæmisráðstefna Alþýðu-
bandalagsins á Vestfjörðum
haldin á ísafirði 25 og 26. ágúst
1984 ítrekar andstöðu sína við
fyrirhugaðar radarstöðvar á
Vestfjörðum og Norð-Austur-
landi og varar sterklega við tví-
skinnungi stjórnvalda í þessu
máli, þar sem auglj óslega er verið
að ganga erinda Bandaríkja-
manna. Tálbeitan er aukið öryggi
á sjó og í lofti sem við nánari
skoðun orkar tvímælis, enda væri
stjórnvöldum nær að huga að ör-
ygginu og öðrum hagsmunamál-
um Iandsbyggðarinnar á
heilbrigðari forsendum.
Ráðstefnan bendir á þau áhrif
sem heimamenn geta haft á fyrir-
ætlanir stjómvalda um radarstöð
og má nefna þá andstöðu sem
rannsóknir við Barðann mættu í
fyrra. Eins verða Bolvíkingar og
aðrir Vestfirðingar að hafa mátt
til að hrinda þessum fyrirætlun-
um af höndum sér.
Fulltrúar mikils meirihluta
kjósenda á Vestfjörðum hafa lýst
andstöðu sinni við fyrirhugaða
radarstöð og er sú afstaða í sam-
ræmi við vaxandi friðarumræðu
og friðarvilja almennings um
heim allan“.
-óg
í minnihluta
Steingrfmur flutti breytingar-
tillögu og f því formi var þetta
ekki lengur það sem við vorum að
meina, sagði Dagbjört Höskulds-
dóttir framsóknarmaður á
Tálknaflrði um gang kjördæmis-
þingsins á Vestfjörðum. - Ég dró
þessvegna tillögu okkar til baka.
Tveimur flutningsmanna mislfk-
aði afgreiðslan á þessu og gengu
af fundi. Ég gerði það hinsvegar
ekki vegna þess að ég tel að þetta
hafl gengið lýðræðislega fyrir sig.
Ég harma að þeir skyldu hafa
gengið af fundi, sagði Dagbjört.
Hún var spurð hvort úrslit á þing-
inu táknuðu að andstæðingar
radarstöðvar væru í minnihluta
innan Framsóknarflokksins á
Vestfjörðum og svaraði: Alls
ekki. Ég tel að tillaga okkar hefði
verið samþykkt ef breytingartil-
lagan hefði ekki komið fram. Og
ég vil taka fram að þetta var ekki
vantraust á Steingrím, þvert á
móti, það var einmitt tekið tillit
til hans þarna.
-m
Radarstöðvar
Munaði
þremur atkvæðum
Aðalfundur sambands sveitarfélaga
á Austurlandi felldi með naumum
meirihluta ályktun gegn radarstöð
á Norð-Austurlandi.
Aðalfundur sambands sveitar-
félaga á Austurlandi felldi
með þriggja atkvæða mun tillögu
um áskorun á ríkisstjórn og Al-
þingi að ,rstanda gegn hverskonar
áformum um byggingu
mannvirkja til hernaðarnota svo
sem radarstöðva“. í tillögunni
segir að ef nauðsynlegt reynist
vegna öryggisþjónustu fyrir skip
og flugvélar að byggja upp radar-
stöðvar, eigi slík starfscmi alfarið
að vera byggð upp af íslendingum
„og það tryggt að rekstrinum
verði á engan hátt blandað inn í
hernaðarbrölt stórveldanna á
Norður-Atlantshafi“. Margir
fulltrúar á aðalfundinum um sl.
helgi sátu hjá, en tUlagan var felld
með 21 atkvæði gegn 19. Flutn-
ingsmenn tUIögunnar voru úr
Sjálfstæðisflokki, Framsóknar-
flokki og Alþýðubandalagi.
Fyrsti flutningsmaður var
Hrafnkell A. Jónsson bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins á Eski-
firði. Meðflutningsmenn hans
voru þeir Aðalsteinn Valdimars-
son bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins og forseti bæjarstjómar
á Eskifirði, Hafþór Guðmunds-
son sveitarstjóri á Stöðvarfirði,
Árni Ragnarsson hreppsnefndar-
maður Alþýðubandalagsins á
Reyðarfirði og Guðjón Björns-
son bæjarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins á Eskifirði.
Veruleg spenna ríkti á fundin-
um um afdrif þessarar tillögu en í
fyrra flutti Hrafnkell svipaða til-
lögu sem þá var vísað frá af
fundarstjóra. Allsherjarnefndin
fjallaði um tillöguna og taldi eðli-
legt að hún hlyti afgreiðslu á
fundinum. Tillagan var felld með
21 atkvæði gegn 19 - og hafði þá
verið þrítalið enda mjótt á mun-
um. Állmargir fulltrúar sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Af úrslitunum má ráða að
mikil andstaða sé innan allra
stjórnmálaflokka við áformaðar
radarstöðvar á Norð-
Austurlandi.
-óg.
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3