Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 2
Hjörleifur Guttormsson Hef áhyggjur af viðræðunum Hjörleifur Guttormsson: Nú er verið að tæpa á 14 millidölum sem niðurstöðu meðan Ghana semur um 17.5 og Grikkirfá 20.5 millidali Óttast að Alusuisse sé að leika svipaða leiki og 1966 og 1975 Stjórnarandstaðan og almenningurfá ekki marktækar upplýsingar Ofsalega var Steingrímur klár, aö ætla að snúa á sveita- varginn fyrir vestan. Hann er líka þéttbýlistöffari - meö rad- arinn í lagi. VR Biðstaða Það hafa engir fundir verið boðaðir með okkur og vinnu- veitendum og raunar má segja að það hafí ekkert gerst síðustu tvær til þrjár vikurnar, sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslun- armannafélags Reykjavíkur við Þjóðviljann síðdegis í gær. „Það var samkomulag um það þegar við óskuðum eftir við- ræðum þann 7. ágúst, að sjá til hvað gerðist hjá öðrum félögum. Það var reyndar forsenda fyrir samningum af hálfu vinnu- veitenda að þeir yrðu gerðir á sem breiðustum grundvelli, þannig að ég hef ekkert verið að ýta eftir fundum meðan vitað er að það eru einhverjar viðræður í gangi hjá öðrum félögum. Málið er í biðstöðu eins og er“. -ÖS Gengið kol- fallið Gengi íslensku krónunnar er kolfallið en ríkisstjórnin þrjósk- ast við að viðurkenna það, sagði Ólafur Þ. Þórðarson í ræðu á kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins í Bolungarvík um helg- ina. Framsóknarmennirnir á fund- inum voru harðorðir um byggða og atvinnustefnu ríkisstjórnar- innar samkvæmt heimildum Þjóðviljans og máttu Steingrímur og ríkisstjórn hans mæta meiri andstöðu og óánægju en nokkru sinni. —óg Varðandi raforkuverðið er ver- ið að tæpa á 14 millidölum sem niðurstöðu á sama tíma og þróunarríki einsog Ghana semur um 17.5 millidali við mjög erfiðar aðstæður og gerðardómur í Sviss dæmir Grikkjum 20.5 millidali. Stjórnarandstaðan og almenn- ingur fær ekkert marktækt að vita um gang viðræðnanna en að- alforstjóri Alusuisse segir að skapast hafí ,Jétt andrúms!oft“ á samningafundum sem flestir eru haldnir erlendis. Þetta og margt fleira veldur því að ég hef miklar áhyggjur af gangi þessara við- ræðna og óttast að menn séu enn að láta Alusuisse vefja sér um fíngur einsog 1966 og 1975, sagði Hjörleifur Guttormsson m.a. í viðtali við Þjóðviljann þegar blaðið leitaði álits hans á nýjustu tlðindum af viðræðunum við Alu- suisse. - Þessar viðræður hafa teygst mjög á langinn og stjórnarand- staðan fær engar upplýsingar um gang mála fremur en almenning- í svari við bréfi 20 manna um flutning á íslensku efni fyrir sjón- varpsfréttir, segir Pétur Guð- fínnsson m.a. að tíminn milli táknmálsfrétta og frétta sé „sí- breytilegur“ og vegna lesmáls- skilta sem þá þurfí að birtast sé ekki talið rétt að flytja efni sem krefjist einbeitingar og næðis. Segir Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins að ljóða og sagnalestur hljóti að ur í gegnum fjölmiðla. Hið eina sem fram kemur frá formanni ís- lensku viðræðunefndarinnar, dr. Jóhannesi Nordal, eru almennar yfirlýsingar eftir hvern samnings- fund um að þessu þoki í rétta átt. Nú síðast að verulegur árangur hafi náðst. En efnislega kemur ekkert marktækt fram. - Ég ætla að vona að frétt sjónvarpsins sl. föstudagskvöld byggð á viðtali við fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins dr. Gunnar G. Schram um að von sé á 50% ábót ofan á raforkuverðið frá bráða- birgðasamkomulaginu hafi ekki við rök að styðjast. Þetta þýddi 14 millidali á sama tíma og 20 millidalir væri eðlileg samnings- niðurstaða. Ég trúi því ekki að óreyndu að ríkisstjórnin taki við slíkri niðurstöðu sem þýddi áframhaldandi stórfellda með- gjöf innlendra raforkunotenda með álverinu. - Forsætisráðherra hefur talað um 18 millidali sem lágmark og iðnaðarráðherra tæpir á svipuð- um tölum. Það er því furðulegt að njóta sín illa í þessu samhengi. „Sjónvarpið mun því hér eftir sem hingað til flytja slíkt menn- ingarefni á veglegri stað í fyrir- fram auglýstum dagskrárliðum með mynd flytjenda eða með myndefni sem hæfir efni því sem flutt er hverju sinni“. Á hinn bóg- inn segir framkvæmdastjórinn „sígild lög af léttara tagi“ koma vel til greina á þessum tíma. Hann segir íslenskt efni af þeim samningamenn stjórnarflokk- anna eru að gefa í skyn allt aðrar og lakari niðurstöðu. Þessar mót- sagnakenndu yfirlýsingar ráð- herra og samninganefndarmanna hljóta að veikja samningsstöðu okkar svo ekki sé minnst á furðu- skrif Guðmundar G. Þórarins- sonar og ummæli Gunnars G. Schram að undanförnu varðandi nýjan samning í Ghana. - í sambandi við gömlu deilumálin og fyrirhugaða dóms- sátt, - er ekki aðeins unnið and- stætt því sem bráðabirgða- samkomulagið í fyrra gerði ráð fyrir og hátíðlegar yfirlýsingar iðnaðarráðherra á Alþingi sl. vor. Heldur virðist sem samn- inganefndin hafí nú fengið um- boð ráðherra til að stinga þessum málum undir stól. í stað þess að reka skattsvikamálið fyrir gerð- ardómi einsog samningar gera ráð fyrir, eru málin fyrst sett í flókið nefndarkerfi að kröfu Al- usuisse, og nú hefur vinna í aðal- nefndinni verið stöðvuð og ekki einu sinni minnst á málið í síðustu toga hafa verið flutt fram að þessu, en mætti auka flutning slíks efnis þann tíma sem enn er til stefnu. Hins vegar muni þetta umdeilda bil milli táknmálsfrétta og frétta hverfa með breytingum á dagskrá 1. október næstkomandi. í lokin þakkar framkvæmdastjórinn fyrir áhuga á starfsemi sjónvarpsins og „kveð yður með virðingu". -óg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. ágúst 1984 Höfn. Bragi Bjarnason og Björn Gunnlaugsson að gera við humartröll í lok vertíðar. „Við erum ekkert svo öánægðir með humarvertíðina í ár. Hún var svolítið lengri en í fyrra og eitthvað meiri afli.“ (Myndina tók Gerður Oskarsdóttir sem var á ferð um Suð-Austurland á dögunum). Sjónvarpið Hafnar sagnalestri Hinn umdeildi tími milli táknfrétta og almennra frétta ekki fallin til efnis sem krefst einbeitingar og nœðis Hjörleifur Guttormsson: Enn eru við- ræðurnar ekki til lykta leiddar og unnt ætti að vera að rétta af kúrsinn. fundalotu að sögn Jóhannesar Nordal. - Menn geta rétt ímyndað sér hvort svona vinnubrögð eru lík- leg til að styrkja stöðu okkar. Þar fyrir utan eru hér verulegar upp- hæðir á ferðinni, þarsem krafa fjármálaráðuneytisins nam 10 miljónum dollara eða um 300 miljónum íslenskra króna. - Bráðabirgðasamkomulagið í fyrra var að mínu mati afleitur gjörningur og hafði að geyma ýmis atriði sem Alusuisse gat beint gegn íslendingum í áfram- haldandi viðræðum. Reyndin til þessa hefur orðið enn lakari en ég gerði mér í hugarlund. Allir bókaðir frestir eru löngu liðnir og íslensku samninganefndarmenn- irnir eyða púðri sínu í árásir á mig og síðustu ríkisstjórn og leggja um Ieið Alusuisse vopnin uppí hendurnar. Það er ekki amalegt fyrir auðhringinn að lesa það eftir Gunnari G. Schram og Morgun- blaðinu að eiginlega þýði þre- földun á raforkuverði í Ghana aðeins 5.6 millidali! - Ég vona að áhyggjur mínar af gangi samningaviðræðnanna reynist ástæðulausar. Enn eru þær ekki til lykta leiddar og unnt ætti að vera að rétta af kúrsinn, sagði Hjörleifur Guttormsson að lókum. -óg Bankarnir Verður þeim fækkað? Nýlega var sett á laggirnar þriggja manna nefnd sem á að gera tillögur um fækkun og sam- einingu viðskiptabanka samhliða færslu viðskipta og útibúa milli banka. En áhugi á fækkun banka og þeim sparnaði sem því er sam- fara hefur lengi verið mikill með- al alþýðu þessarar bankaríku þjóðar. Tillögurnar eiga að fela í sér drög að skipulagsbreytingum sem leiða til eðlilegs hlutfalls milli skuldbindinga og ráðstöfun- arfjár bankanna, góðs jafnvægis í útlánum bankanna til einstakra atvinnugreina, bættrar þjónustu þeirra við atvinnulífíð og síðast en ekki síst til lægri kostnaðar við bankarekstur. Viðskiptaráðherra fól þremur valinkunnum mannvitsbrekkum að sitja í nefndinni, þeim Gylfa Þ. Gíslasyni prófessor, Sigurgeiri Jónssyni aðstoðarbankastjóra í Seðlabankanum, að ógleymdum Birni Líndal, deildarstjóra í við- skiptaráðuneytinu. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.