Þjóðviljinn - 28.08.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Page 11
VIÐHORF Hvað gerist á Alþýðusambandsþingi 1984? Á komandi hausti verður hald- ið í Reykjavík 35. þing Alþýðu- sambands íslands. Stór samkoma nokkuð á fimmta hundrað forystu- og liðsmanna verkalýðs- hreyfingarinnar. Áð þessu þingi beinist athygli launþega kannske í meira mæli en oft áður vegna stöðu verka- lýðshreyfingarinnar í þjóðfé- laginu í dag. Vafalaust verða þar, sem oft áður, kjaramálin efst á baugi, þó önnur stór verkefni bíði þess einnig. Mikið hefur verið rætt og ritað um gerð síðustu kjarasamninga ASÍ/VSÍ frá í febr. s.l. og sýnist sitt hverjum. Ég er í hópi þeirra, sem telja samningana nokkuð fyrir neðan það, sem viðunandi megi teljast. Ekki er ég í hópi þeirra, sem kasta meginsök á forseta A.S.Í. Ég tel mig hafa þekkt nokkuð vel til starfa Ás- mundar sem framkvæmdastjóra A.S.Í. og kaus hann sem forseta á þinginu 1980, vegna þeirra kynna, er ég hafði af honum haft um hæfni og verðleika, sem for- ystumanns í samtökum okkar. Það álit mitt hefur ekki breyst. Þar fyrir tel ég það hafi verið mis- ráðið af honum og öðrum vinstri mönnum í miðstjórn A.S.Í. að mæla með svo vafasömum samn- ingum, því sjáanlegt var af niður- stöðu atkvæða í fjölmörgum fé- lögum, sem samningana sam- þykktu, að það var ekki eining fyrir hendi, og í þeim tilfellum hefur afstaða miðstjórnar A.S.Í. vafalaust víða ráðið úrslitum um afgreiðslu félaganna. Það segir hins vegar sitt um hve samningsgerð þessi var á veikum grunni byggð, að þó aðeins þrjú félög felldu samningana tókst þeim að ná fram mjög þýðing- armiklum leiðréttingum, sem öll önnur verkalýðsfélög nutu síðan. Nú hefur það athyglisverða gerst, að hin stóru samflot eru að mati þeirra, sem ákvarðanir taka, ekki hin rétta leið lengur. Það er nú raunar ekkert nýtt að gagnrýni sé uppi um ágæti stóru samflotanna. Innan Verka- mannasambandsins hafa í gegn- um árin ávallt verið uppi sterkar eftir Björgvin Sigurðsson raddir um að sambandið semdi sér, þó ekki hafi það náðst fram. í stóru samflotunum hefur lág- launafólkið ávallt borið minnst úr býtum og svo var einnig í samn- ingunum í febr. s.l. þó atvinnu- rekendur haldi öðru fram. Launakjör láglaunafólksins verða ekki leiðrétt, né launa- jöfnuði komið á meðan verðbæt- ur og grunnkaupshækkanir ganga í prósentvís í gegnum allan launastigann upp í hæstu laun. Breytingu á því prinsip-atriði eru afar óheppileg og leiða jafnan Skipulagsmál samtakanna til fámennisstjórna þeirra, sem í verður að yfirvega af mikilli gætni höfuðborginni sitja. Félög yfir áður en til stórra breytinga er heil kjördæmi, eins og raddir gengið. Handahófskenndar til- hafa verið uppi um, eiga heldur lögur, sem fram hafa komið geta, ekki rétt á sér. Þar yrði félags- ef ekki er fullkomin gát höfð á, svæðið allt of stórt til að almennir skaðað samtökin meira en svo að félagsmenn yrðu í nokkru afger- auðvelt verði úr að bæta. andi sambandi við forystuna, sem Ég tel að mjög varlega verði að þá yrði í stærsta þéttbýli hvers fara í allar skipulagsbreytingar kjördæmis. Sama er að segja um með valdboði ofan frá án sam- félög, semnáyfirheilasýslu,sem ráðs við félögin. Alþýðusam- nú eru til. Reynslan af þeim er sú, bandið og Landssamböndin eiga „Mér eru lítt skiljanleg rök fyrir því, að for- A ystumenn í stjórmálaflokki atvinnurekenda, þó cr1\ mœtir menn séu og greindir, sitji í yfirstjórn lp *'' verkalýðshreyfingarinnar. Slíkt er mér tjáð að þekkist ekki með öðrum þjóðum og mun því vera um alíslenskt fyrirbrigði að rœða“. virðist erfitt að fá fram, jafnt af atvinnurekendum sem þeim í for- ystu verkalýðshreyfingarinnar, er mestu hafa ráðið í hinum stóru samflotum. Ljóst er að febrúarsamning- arnir hafa staðfest áþreifanlega hvflíkt grundvallaratriði það er í skipulagsmálum verkalýðshreyf- ingarinnar að samningsrétturinn og endanlegt ákvörðunarvald sé og verði ávallt í höndum hvers einstaks verkalýðsfélags. Á þinginu í haust munu skipu- lagsmál verkalýðshreyfingarinn- ar almennt verða til meðferðar. í þeim málum þarf að mörgum þáttum að hyggja. Ýmsir telja stærð félaganna, þ.e. félags- mannafjölda þeirra vera það, sem meginmáli skipti varðandi styrk og starfsaðstöðu. En slíkt er misskilningur. Það er miklu fremur stærð félagssvæða, sem máli skiptir. Félög, sem ná yfir allt landið, svonefnd Landsfélög, FRA LESENDUM Árbœjarsafn Félag safnmanna sendir athugasemd Stjórn Félags safnmanna hefur sent borgarráði athugasemd vegna ráðningar í stöðu forstöðu- manns Árbæjarsafns. Athuga- semdin er svohljóðandi: „í frétt- um útvarps þriðjudaginn 14. ág- úst var greint frá því að Ragn- heiður Helga Þórarinsdóttir, mag.art. hefði á fundi borgarráðs þá fýrr um daginn verið ráðin for- stöðumaður Árbæjarsafns til eins árs. Vegna ofangreindrar á- kvörðunar borgarráðs vill stjórn Félags íslenskra safnmanna lýsa undrun sinni á þeirri tilhögun borgarráðs að auglýsa ekki stöðu borgarminjavarðar úr því að eng- inn af föstum starfsmönnum safnsins var fenginn til að gegna starfinu þennan tíma eins og venja mun vera í slíkum tilfell- um“. Undir bréfið ritar Lilja Árnadóttir formaður félagsins, en í því eru tæplega 50 manns, starfsmenn Þjóðminjasafns og byggðasafna á landinu. að þjónustan er fyrir stærsta þétt- býliskjarna hverrar sýslu. Það er staðreynd, sem reynslan hefur sannað, að félög, sem ná yfir víðáttumikil landsvæði hafa ekki reynst því umkomin að sinna skyldum sínum við félagsmenn út um félagssvæðið, svo sem þau fé- lög hafa gert, er ákveðið hafa sitt starfssvæði innan skynsamlegra marka. Félagssvæði Bjarma á Stokks- eyri nær vfir þrjú nágrannasveit- arfélög. I Bjarma er verkafólk, verslunar- og skrifstofufólk, sjó- menn, þar með taldir skipstjórar, stýrimenn, vélstjórar og mat- sveinar, iðnverkafólk og starfs- stúlkur á elli- og vistheimilum. Þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel. Félagssvæðið er ekki stærra en það, að virkt og náið samband allra félagsmanna er við forystuna og aðstaða til að ná persónulega til starfsmanns fél- agsins. Aldrei stofnun Mjög mikil ástæða er til í sam- bandi við skipulagsmálin, að vara við of mikilli yfirbyggingu í okkar samtökum. Má vel hafa í huga aðvörun formanns Dagsbrúnar, að verkalýðshreyfingin má aldrei verða stofnun í Þjóðfélaginu. Það er líka alveg sérstök ástæða til að benda á nauðsyn þess, að allir sjómenn á fiski- skipum í hinum smærri verstöðv- um, undirmenn og yfirmenn séu í einu og sama félagi. Þar sem undir- og yfirmenn á fiskiskipum eru aðskildir í félög undir- og yfir- manna, eru það félög undir- manna, sem berjast fyrir launa- kjörum beggja. Þau semja um híutaskiptaprósentuna, sem yfir- mannafélögin miða svo laun sinna félagsmanna við, með því að semja um ákveðið álag ofan á þau laun sem hásetafélögin hafa samið um og barist fyrir. í sameinuðu félagi undir- og yfirmanna, eins og Bjarma standa sjómenn sameinaðir í ein- ni fylkingu í átökum t.d. verkföll- um ef með þarf til að tryggja af- komu stéttarinnar. Sú sameining undir- og yfirmanna í sjómann- astétt fiskimanna, sem er í Bjarma er hið rétta skipulag og hefur átt sinn stóra þátt í því að Bjarmi hefur um mörg ár tryggt sjómönnum á Stokkseyri bestu sjómannakjör í landinu. heldur ekki með valdboði á þing- um sínum að svifta félögin frelsi til að ráða sjálf reglugerðum og samþykktum fyrir sjóðum sínum, en skotið hefur upp hugmyndum í þá átt. Milliþinganefndin, sem fer með þessi mál þarf að vanda vel til tillagna, sem hún leggur fram. Formaður nefndarinnar, Þórir Daníelsson, býr yfir langri reynslu í starfi innan verkalýðs- hreyfingarinnar og þekkir þar vel til mála. Þess er að vænta að á þinginu í haust verði þessum mál- um farsællega í höfn komið. Frá því fyrsta þing Alþýðusam- bandsins var haldið á árinu 1916 hafa miklar breytingar orðið í þjóðfélaginu. Þing sambandsins hafa sem annað í landi okkar tekið miklum breytingum. Þing Alþýðusambandsins sat ég í fyrsta sinn haustið 1936 í kjallara Alþýðuhússins við Hverfisgötu í Reykjavík, og þá sem Alþýðuflokksmaður. Þá var Alþýðusambandið og Alþýðu- flokkurinn eitt. Fyrstu ár tilveru sinnar var Alþýðuflokkurinn rót- tækari og harðari í sókn og vörn fyrir málstað verkafólks heldur en nokkur stjórnmálaflokkur á íslandi er í dag. Það var því engan veginn óeðlilegt að Alþýðuflokk- urinn og Alþýðusambandið væru sameiginleg órofa baráttu- samtök, ein samhent fylking, með þau viðfangsefni á sviði kjaramála og stjórnmála að tryggja bætt lífskjör og aukin réttindi alþýðunnar í landinu. En þegar Alþýðuflokkurinn hvarf frá upphaflegri stefnu sinni og lét í vaxandi mæli af stuðningi við málstað verkafólks hlutu leiðir að skilja. Á Alþýðusambandsþingi haustið 1940 eru svo formlega slitin tengsl Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. Sigurjón Á. Ólafsson vat kosinn forseti sambandsins, eftir að vinstri Al- þýðuflokksmenn höfðu á árinu 1938 gengið út, undir forystu Héðins Valdimarssonar. Um árabil voru þing Alþýðu- sambandsins baráttuvettvangur milli hægri og vinstri manna, þar sem hart var barist og í þinglok uppgjör milli fylkinga með mið- stjórnarkjöri, þar sem þeir, er í meiri hluta voru kusu sína menn í miðstjórn, engin sambræðslu- hugmynd heyrðist nefnd. Þó munaði stundum fáum at- kvæðum milli vinstri og hægri manna, t.d. niður í 6 atkvæði á þinginu 1956. Ekki er ég glöggur á hvenær sú hugmynd fæddist, að hver stjórnmálaflokkur fengi kvóta í miðstjórn A.S.Í. Mér eru lítt skiljanleg rök fyrir því, að for- ystumenn í stjórnmálaflokki at- vinnurekenda, þó mætir menn séu og greindir, sitji í yfirstjórn verkalýðshreyfingarinnar. Slíkt er mér tjáð að þekkist ekki með öðrum þjóðum og mun því vera um alíslenskt fyrirbrigði að ræða. Sambræðslustjórnir manna með andstæð sjónarmið og gjöró- lík lífsviðhorf eru jafnan veikar stjórnir. Það er makkað um mál- in og útkoman sú, að sá, sem hægast vill fara og minnstar kröf- ur gera ræður ferðinni til að unnt sé að ná samhljóða niðurstöðu, sem jafnan er stefnt að til að sýna einingu út á við. Vinstri stjórn íA.S.Í. Á þingi Alþýðusambandsins 1976 var uppi sterk hreyfing um að vinna að myndun vinstri stjórnar í sambandinu, sem tekið gæti af festu á málum og þyrfti ekki að leita eftir málamiðlun hjá hægri mönnum í hverju máli. Ekki er hægt að segja að neinum sigri í þeim efnum hafi þar verið náð, en þó má fullyrða að barátta hinnar svokölluðu „órólegu deildar" hafi þar nokk- ur áhrif haft á skipan miðstjórn- ar. Sá ávinningur þurrkaðist hins vegar út og meira til á þinginu 1980. Þá náðu hægri menn meiri ítökum en þeir hafa áður haft í miðstjórn sambandsins, jafn- framt því, sem róttækum kröftum á vinstri væng var ýtt út. Sú breyting gaf ekki fyrirheit um rót- tækni né baráttuhörku. íslensk verkalýðshreyfing var mynduð af róttæku félagshyggju- fólki, sem gerði sér í upphafi göngunnar ljóst, að aðgerðirnar kostuðu fórnir, atvinnuofsóknir og margs konar erfiðleika, bar- áttu við hagsmunaöfl gróða- hyggju og arðráns, harða lífs- kjarabaráttu þeirra réttlitlu í þjóðfélaginu við þau hægri öfl, er vörð stóðu um forréttindi þeirra ríku, á kostnað hins vinnandi fólks til sjós og lands, er verð- mætin báru í bú þjóðarinnar. Ríkisstjórn sú, sem nú situr í landinu hefur að dæmi annarra hægri stjórna ráðist á lífskjör verkafólks og þrengt að afkomu- möguleikum alþýðuheimilanna. Engum vafa er bundið að ísland getur brauðfætt þjóðina og veitt hverjum þjóðfélagsþegni menntun og mannsæmandi lífs- kjör, aðeins ef tekjum þjóðarinn- ar og arðinum af vinnu fólksins er réttlátlega skipt. Verkalýðshreyfingin á vöxt sinn og viðgang undir því að vinstri menn haldi vöku sinni og láti ekki blekkjast af áleitnum áróðri hægri manna, sem túlka sjónarmið andstæð hugsjóna- og lífsstefnu verkalýðshreyfingar- innar. Vonir alþýðunnar í landinu standa til þess að fulltrúar á 35. þingi Alþýðusambandsins beri gæfu til að standa saman að meiri hluta um að kjósa samstillta stjórn vinstri manna í sambandið fyrir næstu fjögur ár. Stokkseyri, 19. ágúst 1984 Björgvin Sigurðsson Björgvin Sigurðsson hefur um áratugi verift óbilandi baráttumaó- ur í verkalýðssamtökunum. Hann var lengi formaöur verkalýösfé- lagsins Bjarma á Stokkseyrl. Þrlðjudagur 28. ágúst 1984 ÞJÓÐVIUINN - S(ÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.