Þjóðviljinn - 08.09.1984, Síða 7
■■
LEiKLISTARSKÓU
ÍSLANDS:
Hopurinn sem vinnur að .Grænfjoðrungi' asamt Helgu skolastjora
Ljosm. eik.
Kolbrun með
japanskan kvenmaska
Einar Jon
með hetjumaska
Með haustnóttum taka
skólar borgarinnar til starfa að
nýju og eru þeir býsna marg-
víslegir. Einn „vinsælasti"
skóli borgarinnar ef umsækj-
endur eru taldir, (aðeins 10-
20% umsækjenda kemst inn)
er líklega Leiklistarskóli ís-
lands. Leiklistarskólinn er rík-
isskóli og lögboðið að ekki
skuli vera fleiri en 8 nemendur
í hverjum bekk, en umsækj-
endur eru jafnan 50-60 talsins
og þurfa þeir að gangast undir
ströng og erfið inntökupróf.
Hvorki er það þó vænlegur at-
vinnumarkaður með há laun í
boði né vel búinn skóli sem dreg-
ur að nemendur, ef að líkum
lætur. Byrjunarlaun fastráðinna
leikara eru aðeins 14-15 þúsund
krónur á mánuði. Aðeins örfáir
leikarar fá fastráðningu af þeim
fjölda sem útskrifast og sjaldnast
fyrr en eftir margra ára barning.
Aðbúnaður skólans er heldur
varla sérlega aðlaðandi, hann
hefur ekkert fast húsnæði og í
vetur eru heimilisföng Leiklistar-
skóla íslands ekki færri en 7, allt
bráðabirgðahúsnæði. í vetur eru
nemendur samtals 22 talsins.
„Við erum mjög ánægð yfir að
hafa aðgang að þessu húsi, en
vonumst þó til að komast í eigið
húsnæði áður en allt of langt líð-
ur. Kópavogsbær hefur sýnt
húsnæðismálum skólans mikinn
áhuga og mun láta okkur í té æf-
ingasvið við Félagsheimili Kópa-
vogs í vetur. Miðbæjarskólinn,
sem hefur verið okkar aðal aðset-
ur undanfarin ár, verður í vetur
nýttur fyrir hluta Vesturbæjar-
skólans og þar með neyðumst við
til að vera með kennsluna út um
allan bæ. Húsnæðið í Lækjar-
götunni, þar sem gamli Fóstru-
skólinn var til húsa, höfum við
aðeins í vetur, svo nú er brýnt að
gera gangskör í húsnæðismálum
skólans til frambúðar“, sagði
Helga Hjörvar, skólastjóri Leik-
listarskólans þegar við litum inn á
æfingu hjá 4. bekknum, Nem-
endaleikhúsinu, í Lindarbæ á
dögunum. Nemendurnir, sem
eru 8 talsins, voru þá á æfingu hjá
Hauki Gunnarssyni, leikstjóra.
Hann leikstýrir fyrsta verkefni
vetrarins, „Grænfjöðrungi“ eftir
Carlo Gozzi og voru nemendurn-
ir í kennslustund um stílleikhús.
Haukur var íklæddur japönskum
búningi, nokkrir nemendanna
höfðu fengið japanskan maska,
en í sýningunni verða notaðar
hálfgrímur og brúður. Leikmynd
gerir Guðrún Sigríður Haralds-
dóttir, grímur og búninga Dom-
enique Polain, lýsingu annast
David Walters, sem lýst hefur
allmargar sýningar í Nemenda-
leikhúsinu undanfarin ár. Hann
er nú nýkominn frá Ástralíu
(hann er raunar Ástralíumaður)
og fer þangað aftur eftir áramótin
að vinna sem ljósahönnuður.
Frumsýningin á „Grænfjöðr-
ungi“er fyrirhuguð25. október,
síðan tekur Nemendaleikhúsið
væntanlega þátt í „Jónsmessu-
næturdraumi" í samvinnu við
L.R. Síðasta verkefnið verður
svo „Fugl sem flaug á snúru“ eftir
Nínu Björk Árnadóttur. Þá var
flutt í vikunni útvarpsleikrit með
Nemendaleikhúsinu og 1. des-
ember verður sýnd í sjónvarpi
dagskrá sem þau fluttu í Norræna
húsinu í fyrra undir heitinu
„Reykjavík er perla“. Hinir 8
verðandi leikarar heita: Alda
Amardóttir, Barði Guðmunds-
son, Einar Jón Briem, Jakob Þór
Einarsson, Kolbrún Ema Péturs-
dóttir, Rósa Þórsdóttir, Þór Túl-
inius og Þröstur Gunnarsson.
UMSJÖN: ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
Laugardagur 8. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7