Þjóðviljinn - 08.09.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Page 11
Myndlist Septem sem kvintett Guðmundur Benediktsson sýnir með hópnum Um síðustu heigi voru þrjár sýningar opnaðar að Kjarvals- stöðum. Meðal þeirra er sýning Septem-hópsins í vestursalnum. Þetta er tólfta sýning Septem- manna frá því samtökin voru reist, eða endurreist, allt eftir því hvemig menn vilja líta á þau. Fráfall Þorvaldar Skúlasonar hvílir óneitanlega yfir salarkynn- um og blómabúkettar við myndir hans minna sýningargesti á að Septem-sýningin í ár er eins kon- ar „posthumus-sýning“ þessa mikla meistara. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þá sem eftir eru að halda uppi sama kraftinum, þegar stór skörð eru höggvin í raðir þeirra. Með þeim Sigurjóni og Þorvaldi eru horfnir elstu og reyndustu lista- menn hópsins og fyrir bragðið verður heildin ekki nema svipur hjá sjón. Þá vantar tilfinnanlega Karl Kvaran sem nú sýnir í Listmunahúsinu. Hann hefur mér fundist jafnbestur gegnum árin og gefa Septem-sýningunum það pund sem svona hópsýningar þurfa til að standa undir sér list- rænt séð. Minningarsýning Skyldi þá ekkert vera bitastætt í vestursalnum? Jú, því þrátt fyrir lát Þorvaldar standa verk hans óhögguð sem vottur um mikla andlega frjósemi til hinstu stund- ar. Og við minnumst ekki ein- göngu eins manns, því Kristján Davíðsson sýnir okkur mikla og stórbrotna mynd málaða í minn- ingu Ragnars í Smára. Kristján er aldrei betri en þeg- ar hann fæst við alvöruna í náttúr-j unni þar sem mætast himinn, haf og jörð, mörk lífs og dauða. í' fiæðarmálinu og á Rauðasandi öðlast verk hans þá dýpt sem gera hann tvímælalaust að okkar besta landslagsmálara, a.m.k þegar hann vill það við hafa. Náttúran virðist ljá frjálsum abstrakt- myndum hans einhvem heim- spekilegan tón sem stórlega eykur gildi þeirra. Guðmundur Benediktsson er gestur Septem-hópsins að þessu sinni. Mig grunar að ekki líði á löngu þar til hann verði fullgildur meðlimur. Ekki mun vanta pláss- ið. Auk þess sver hann sig í ætt við þau norm sem gilda innan Septem-hópsins. Þau má finna samkvæmt staðli gefnum upp í listaverkabókum um það hvernig vönduð eftirstríðsáralist skuli vera. „Látið Paris gefa tóninn“ minnir mig að ein þessara bóka heiti, en þær eru fleiri. Misskilin klassík Guðmundur er þrátt fyrir allt góður listamaður og þótt stíll hans sé örlítið klemmdur og var- færinn, bera myndir hans vott um íhygli og kunnáttu samfara ljóð- rænni vitund. Og svo er hér allt í einu fígúrat- iv mynd eftir Jóhannes Jóhannes- son. Hún jaðrar að vísu við flott- heit í fínessum sínum, en hér kveður við nýjan tón og það veit á eitthvað forvitnilegt. Hið sama verður víst ekki sagt um verk Guðmundu Andrésdótt- ur. Ef því hefur einhvem tíma verið fram haldið að stflræn stað- festa væri aðalsmerki góðrar list- ar, hefur Guðmunda löngu hrak- ið þá kenningu með því að snúa henni upp í háðulegt skop. Nú er svo komið að enginn getur lengur sagt mér hvort þessar myndir séu þær sem hún sýndi í fyrra eða hittifyrra, ellegar fyrir tíu ámm. Hið eina sem ég veit er að einu sinni var blár eða brúnn þar sem nú er grænn. Einnig rámar mig f hringi þar sem nú em bylgjur, en hvar eða hvenær er mér ómögu- legt að muna. Ef tilveran er stöðnuð og tilbreytingalaus, þá em verk Guðmundu sönnust af öllu sönnu. HALLDÓR * B. RUNÓLFSSOf Vandamál Valtýs Péturssonar em annars eðlis og miklu augljós- ari. Þar er um hreint afturhvarf að ræða til skólabókarinnar. Allir anfarin 50 ár eða meir, hafa um leið gengið gegnum sinn Céz- anne. Ég hef alltaf haldið að það væri til að efla með mönnum formrænna hugsun, en ekki svo þeir sætu fastir í stfl þessa ágæta málara. En eftir að nemendur Ingres höfðuendanlega rúið sígildan stfl Rafaels öllu innihaldi, fóm menn að þreifa fyrir sér um nýjan klass- ískan staðal sem hægt væri að byggja á nútímalegan akadem- isma. Aumingja Cézanne varð fyrir valinu og þrátt fyrir það að Braque leiddi kenningar hans til lykta á fyrstu ámm aldarinnar (og Jón Stefánsson hér á landi), héldu vissir menn áfram að apa eftir stíl hans eins og ekkert hefði í skorist. Fyrir Valtý eins og aðra céz- annista hefur listin sjálf verið til lykta leidd með kenningum meistarans frá Aix. Ekkert er eftir nema endurtekningin. Þetta er synd þegar þess er gætt að Valtýr var annars sinnis fyrir Málverk eftir Þorvald Skúlason þrem áratugum, þegar hann stóð í fylkingarbrjósti fyrir vissri form- byltingu. Að skólabok Thénots (útgefin 1838) skuli nú kitla hann nærri 150 ámm eftir útkomu er hreint furðulegt. -HBR Hér nýtur japanskt hugvit sín til fulls. Elektrónískar ritvélar með minni gerast ekki léttari og fyrirferðaminni. Brother verksmiðjurnar framleiða um eina milljón véla árlega, sem er um 15% af markaðsþörf. Það ætti ekki að_þurfa fleiri meðmæli. CE 50 sú létta 1. Skiptanleg leturkróna 2. Kasettuborðar 3. Síritun allra lykla 4. Sjálfvirk 5 bila inndrögun 5. Hraðvirk afturfærsla 6. Sjálfvirk endurstaðsetning eftir leiðréttingu 7. Uppsetning talnadálka 8. Stillanlegur ásláttarþungi 9. Vz stafabil 10. Sjálfvirk 1 línu leiðrétting 11. Lok með handfangi GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNADUR SF Smiðjuvegi 8 - Simi 73111 n i 3912 C CE 60 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Auglýsingastofa Gunnars

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.