Þjóðviljinn - 08.09.1984, Side 17
TÓNLIST
Á miðvikudaginn verða sett í umferð
Erðanúmúsík
Fjórir
hraðir
púlsar
Neðanjarðarböndin eru loks-
ins að koma upp á yfirborðið og
láta í sér heyra. Það var reyndar
mál til komið enda eru þessar
gömlu hljómsveitir alveg að gera
út af við mann. Þetta er svosem
ágætis fólk, einsog þeir sem voru í
Egó og Utangarðsmönnum, en
spiluð alveg þrællélega músik.
Þessi gullvægu orð mælir eng-
inn annar en forkólfur nýjasta
tónlistarforlags landsmanna,
Erðanúmúsik, en sá er Gunnar
Hjálmarsson. Forlagið er um
þessar mundir að senda frá sér
kynngimagnaða tónsnældu með
lögum eftir neðanjarðarliðið á
tónlistarsviðinu.
Snældan heitir Rúllustiginn og
á henni eru 27 lög eftir 10 hljóm-
sveitir, enda er snældan heilar ní-
utíu mínútur. Þar gefur að heyra
meðal annars lagið mannskepnur
með Vonbrigðum, Fan Houtens
Kókó leikur næturvélina og tákn-
myndir úr skýrlífi, Hana er með
lagið dansandi verur, Ást með
dansskóla Heiðars Ástvaldssonar
Gunnar Hjálmarsson, liðsoddur
Erðanúmúsík, sem gefur út Rúll-
ustlgann: „Gömlu hljómsveltirnar
að gera útaf við mann“. Ljósm.
-elk.
og dagblaðið, Svart Hvítur
Draumur með fjóra hraða púlsa,
Slagverkur með mömmu, Háveg-
ur með stingdu mig og Spilli-
köttur með í kaffi hjá láru.
„Hún er skítódýr en á þessu
stigi málsins er ekki alveg víst
hvar hún verður seld. Allar betri
búðirnar verða þó ábyggilega
með Rúllustigann. Annað væri
hneyksli."
„Snældan gefur mjög góða
mynd af því sem hefur verið að
gerast og er að gerast hjá neðan-
jarðarböndunum. Þetta er góð
músik fyrir stóran hóp af fólki,
enda eru þetta tíu hljómsveitir.
Mjög fjölbreytt. Eiginlega get ég
ekki skilið að nokkur sem hefur
snefil af áhuga á því sem er að
gerast í músíkinni geti látið þetta
fara fram hjá sér. Síðan fylgir
mjög rækilegur og veglegur
kynningarbæklingur með snæld-
unni. Ef mönnum líkar þetta
ekki, þá geta þeir bara étið það
sem úti frýs (og það er ekki ís)“.
NYR PEPfflSGASEÐILL
OGNÝMYNT
Á grundvelli laga um gjaldmiðil íslands nr. 22 frá 23. apríl 1968 mun Seðlabanki íslands
gefa út og setja í umferð hinn 12. september nk. eitt þúsund króna
peningaseðil og tíu króna mynt af svofelldri gerð:
10 KRÓNA MYNT
Stærð myntarinnar er 27,5 mm í þvermál og 1,78 mm að þykkt,
og hún er 8 g að þyngd. Myntin er slegin úr kopar/nikkel,
og er rönd hennar riffluð.
Á framhlið myntarinnar eru landvættirnar eins og á 5 króna myntinni,
verðgildi í bókstöfum, „Island“ og útgáfuár.
Á bakhlið er mynd af fjórum loðnum og verðgildi myntarinnar í tölustöfum.
1000 KRÓNA SEÐILL
Stærð: 150 x 70 mm
FRAMHLIÐ Aðallitur: fjólublár
Á spássíu (upptalning efnis ofan frá og niður):
Á myndfleti (upptalning frá vinstri):
Upphæð í tölustöfum
Númer seðilsins með bókstafnum E fyrir framan,
svart
Vatnsmerki ber mynd Jóns Sigurðssonar forseta
Tilvísun í lög Seðlabanka Islands
Undirskriftir tveggja bankastjóra í senn
Útgefandi Seðlabanki Islands
Borði, unninn út frá myndefni á rekkjurefli í
Þjóðminjasafni Islands
Blindramerki, 2 lóðrétt upphleypt strik
Oryggisþráður þvert í gegnum seðilinn
Upphæð í bókstöfum, leturgerð af skímarfonti úr
Brynjólfskirkju, Skálhölti
Grunnur, fjöllita
Mynd af Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi
(1605-1675)
Númer, prentað í rauðu, neðst til hægri
Upphæð í tölustöfum, lóðrétt, efst til hægri
BAKHLIÐ Aðallitir: fjólublár og gulbrúnn
Á myndfleti (upptalning frá vinstri):
Á spássíu (upptalning ofan frá):
Upphæð í tölustöfum neðst til vinstri
Sneiðing af Brynjólfskirkju efst til vinstri
Brynjólfskirkja í Skálholti, séð að vestan
Grunnmynstur sama og í borða á framhlið
Upphæð í tölustöfum
Vatnsmerki
Mynd af hring úr eigu Brynjólfs Sveinssonar
Laugardagur 8. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17