Þjóðviljinn - 08.09.1984, Side 20

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Side 20
Jassviðburður á Borgínni; Jón Páll leikur Næsta sunnudag veröa haldn- ir miklir jazztónleikar á Hótel Borg og hefjast þeir klukkan fjögur. Þar mun gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason ásamt flestum helstu djassleikurum íslands leika. Jón Páll er einn af bestu og þekktustu jazzleikurum íslands fyrr og síöar og starfaði í Svíþjóð frá árinu 1973 þar til haustið 1983 að hann hélt til Los Angeles þar sem hann hefur m.a. stundað gít- arnám hjá Joe Pass. Bestan vitnisburð um gít- arsnilli Jóns Páls má finna á plötunum Gunnar Ormslev: Jazz í 30 ár, en þar leikur Jón Páll átta I lög með Ormslev og félögum. Plötumar hafa fengið mjög góða gagnrýni hér heima og í Dan- mörku, þar sem helstu gagnrýnendur hafa um hana fjall- að eins og Boris Rabonowitch hjá Politiken, er sagði að ballöðu- leikur Jóns Páls hefði heillað hann mest af öllu er á skífunum var að finna. Jón Páll mun leika á gítar með Bimi Thoroddsen, í tríói með Kristjáni Magnússyni og Áma Scheving (bassa), í kvartetti með Árna Scheving (víbrafón), Tóm- asi R. Einarssyni og Alfreð Al- freðssyni. Auk þess mun fjöldi annarra hljóðfæraleikara koma fram. Jón Páll er nýkominn frá Fær- eyjum þar sem hann lék á jazz- hátíð í Þórshöfn og upp úr miðj- um september mun hann halda aftur til Bandaríkjanna. Fyrirlestur um plöntu- kynbœtur Dagana 10. til 14. september verður prófessor Peter Tiger- stedt á Islandi í boði Norræna hússins. Hann mun haldaerindi í Norræna húsinu mánudaginn 10. sept. kl. 20:30 og nefnir: „Artfattigdomen i Nordensflora- 80 árs erfarenhet att berika den ( skog och park“. Peter Tigerstedt er prófessor í plöntukynbótum við háskólann í Helsinki. Hann hefur mikið unn- ið að erfðafræði plantna sem vaxa við erfið skilyrði, sérstaklega trjám ogrunnum. Finnar hafa langa reynslu af innflutningi erlendra tegunda plantna og kynbótum þeirra til að laga þær að breyttum aðstæðum. Pessi vandamál eru á margan hátt svipuð þeim sem hér er við að etja. PeterTigerstedt er mörgum Is- lendingum að góðu kunnur í margvíslegu norrænu samstarfi um ræktunarmál. Konur fyrir friði í dag, laugardag 8. september, kemur Jena Ishibashi, sem starf- ar að kvenna- og friðarbaráttu í San Francisco í Bandaríkjunum í heimsókn í Kvennahúsið í Hótel Vík, þar sem hún mun spjalla um málefni og baráttu fýrir friði. Húsið verður opnað klukkan 14. Allir velkomnir. Þessir tveir ungu menn sýna um þessar mundir í Kjarvals- salnum og lýkursýningu þeirra á sunnudag. Ásamt þeim sýna þeir Tumi Magnús- son og Árni Ingólfsson. Þessir heita Kristján Steingrímurog Daði Guðbjörnsson. Um verk þeirra segir Halldór fíunólfs- son í grein annars staðarí blaðinu: „ Verk hans eru goð- sagnakennd og rómantísk, norrænaðinntaki", (Kristján Steingrímur) og „ Hinn sér- stæði barokstíll Daða byggist á miklum teiknihæfileikum og leikni. “ Ijósm.-eik. Bestu kaupin maxell gæði maxell VHS-myndbandsspólur maxell maxell maxell 3 klst. kr. 394.- 2 klst. kr. 335.- 1 klst. kr. 299.- Beta-myndbandsspólur 3 klst. kr. 450.- Maxell er mörgum gæðaflokk- um ofar. Þú færð þetta verð hvort sem þú kaupir eina eða fleiri spólur. Fyrirtækiö, sem yinnur fyrir þig r 'i ini11 . nTfr .jga' ",nHi (1 II M 11 HllMim- H SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Sendum um allt land

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.