Þjóðviljinn - 10.11.1984, Page 3
FRETTIR
Rabbað við fulttrúa
á Sjómannaþingi
Ljóst er að kjaramálin brenna nú heitar á
sjómönnum en nokkru sinni fyrr. Svo sannar-
lega var það mál málanna á þingi Sjómanna-
sambands (slands, sem hófst sl. fimmtudag og
lýkur í dag, laugardag. Þjóðviljinn rabbaði við
þrjá fulltrúa á þinginu og kemur fram hjá þeim
öllum mikill ótti við þá launaþróun, sem sjó-
menn hafa búið við undanfarin misseri. Menn
fullyrða jafnvel að okkar duglegustu sjómenn
fari senn að ganga í land vegna þess að þeir
geti með auðveldum hætti fengið betri laun í
landi fyrir mun styttri vinnutíma og þægilegri
vinnu en á sjónum. En sjáum hvað þessir þrír
fulltrúar á Sjómannaþingi hafa um málin að
segja.
Kjartan Krístófersson
Margir sjómenn á leiö í land
Það er ekkert leyndarmál að
margir sjómenn eru á leið í
land vegna launamála. Allir
hljóta að sjá, að þegar svo er
komið að stærstur hluti bátaflot-
ans veiðir ekki nema fyrir trygg-
ingu, sem er 17.100 kr. á mánuði
fyrir ómælda vinnu, þá hljóta sjó-
menn að leita í aðra og léttari
vinnu, sem er jafnvel betur borg-
uð, sagði Kjartan Kristófersson
fulltrúi Sjómanna- og vélstjórafé-
lags Grindavíkur á Sjómanna-
þingi.
Kjartan sagðist orðinn hvekkt-
ur á eilífu krukki stjórnvalda í
laun sjómanna. Nú væri svo kom-
ið að um 40% af afla væru tekin
undan skiptum. Þess vegna væri
nauðsynlegt fyrir sjómenn að
finna þannig launakerfi að ekki
væri hægt að rjúfa það fyrirvara-
laust af stjórnvöldum.
„Ég gæti til að mynda vel hugs-
að mér svipuð kjör og menn hafa
við virkjunarframkvæmdir upp
til fjalla. Mér er kunnugt um að
menn hafa þar 70 til 80 þúsund
Tvöföldun
EÉgheld, þegar á allt er litið, að
við eigum ekki á betra völ sem
stendur en kvótakerfinu við
stjórnun flskveiða. Aftur á móti
eru á þvi annmarkar. Að mínum
dómi er sá verstur að leyfa sölu á
kvóta. Ég tel það afar hæpið að
leyfa útgerðarmönnum að selja
fisk í sjónum, án þess að nokkuð
komi á móti. Þessu tel ég og marg-
ir fleiri að verði að breyta, sagði
Hrafnkell A. Jónson formaður
Verkalýðsfélagsins Arvakur á
Eskifirði í samtali við Þjóðvilj-
ann, en hann er fulltrúi síns félags
á Sjómannaþingi.
Hrafnkell sagði að flestir bátar
eystra væru langt komnir með
kvóta sinn, en sem kunnugt væri
hefðu flestir verið á sfld að und-
anfömu og mikil vinna við síld-
arsöltun eystra. Aftur á móti
væru togarar á karfaveiðum og
hefðu siglt með afla sinn síðan í
október og því hefði frystihúsið á
krónur á mánuði, auk alls konar
fríðinda. Ég veit líka til þess að
útgerðarmenn em orðnir hræddir
við þá þróun sem átt hefur sér
stað í launamálum sjómanna.
Þeir óttast að missa bestu menn-
ina af bátunum, en auðvitað er
það þeim í hag að vera með sem
allra bestu skipshafnir", sagði
Kjartan.
Hann sagði ennfremur að ef til
vill hefðu sjómenn ekki verið
nógu harðir við að verja skipta-
prósentuna. Þó hafi þeir bent á
það réttlætismál að hækkun olíu,
og þar af leiðandi mikil hækkun á
olíukostnaði fiskiskipa, væri mál
allra landsmanna en ekki sjó-
manna einna. Þó hafi raunin orð-
ið sú að stjórnvöld létu sjómenn
bera kostnaðinn með þvf að taka
æ meira af óskiptum afla uppí
olíukostnað, þannig að nú færu
um 40% í þetta.
„Mér sýnist augljóst að ekki
þýði að semja við stjórnvöld, sem
síðan er ekki hægt að treysta.
Tvöföldun skiptaprósentu er því
fullkomið réttlætismál“, sagði
Kjartan Kristófersson.
-S.dór
Elías Björnsson
Þessum kjörum una
menn ekki lengur
Iaugum okkar sjómanna í Vest-
mannaeyjum er skipta-
prósentan heilagt mál og að okkar
dómi kemur ekki til mála að fella
hana niður. Hitt er svo annað, að
stjórnvöld hafa hvað eftir annað
verið að krukka í hana, sjómönn-
um í óhag, þannig að nú fara 39%
af afla framhjá skiptum í sjóða-
kerfið. Þetta er auðvitað fullkom-
lega óviðunandi fyrir sjómenn og
með minnkandi afla verða þeir
með einhverjum hætti að tryggja
sig og því er fram komin sú sjálf-
sagða krafa að tvöfalda
Hrafnkell A. Jónsson
kauptryggingar sjálfsögð krafa
Eskifirði verið lokað síðan. Hann
sagðist búast við, að þegar sfld-
arsöltun er lokið yrði mikið
atvinnuleysi hjá konum eystra,
karlar myndu aftur á móti hafa
vinnu lengur við sfldarverkunina.
Hrafnkell var spurður álits á
kröfunni um tvöföldun kaup-
tryggingarsjómanna. Hann sagð-
ist að sjálfsögðu vera henni
hlynntur, en hann sagði að í því
sambandi yrði að athuga vel með
loðnusjómennina. Þá sagði
Hrafnkell yfirleitt ná tryggingu,
en engir sjómenn hafa orðið fyrir
jafn mikilli kjaraskerðingu og
þeir. Hitt sæi hver maður að fyrir
aðra sjómenn, sem eru með allt
að 26 daga vinnuskyldu á mánuði
fyrir 17.100 kr., væri tvöföldun
kauptryggingar ekki of mikið.
Hann sagðist í komandi samning-
um vilja líta á fleiri þætti í kjörum
sjómanna en kauptrygginguna
eina.
-^S.dór
kauptrygginguna, sagði Elías
Björnsson formaður Sjómanna-
félagsins Jötuns í Vestmannaeyj-
um.
Eiías bætti því við í sambandi
við þetta mál, að þegar afli væri
orðinn lítill, hvort heldur er
vegna aflabrests eða kvótaskipt-
ingar, að hann næði ekki hlut hjá
sjómönnum, væri ekki hægt að
ætlast til þess að menn reru fyrir
17.100 kr. á mánuði, þar sem
vinnutími er ótakmarkaður á sjó.
Aðspurður hvort hann óttaðist
að vanir og duglegir sjómenn
færu að leita í land eftir atvinnu,
sagði Elías svo vera. Hann sagð-
ist raunar vita til þess að þetta
væri byrjað. Þegar menn gætu
fengið betri laun í landi fyrir mun
styttri vinnutíma og þægilegri
vinnu, þá væri ekki nema von að
menn litu í kringum sig. Elías
sagði að það væri ekki bara
minnkandi afli, heldur líka
aflasamsetning sem veldur því að
laun sjómanna hafa hrapað niður
úr öllu valdi. í því sambandi
nefndi hann að nú þyrfti togari að
veiða á milli 4 og 5 þúsund lestir á
ári til þess að sjómenn hefðu
sömu laun og þeir fengu fyrir
2500 árslesta afla 1974. Það ár var
ekki byrjað að taka af afla fram-
hjá skiptum eins og nú er.
Varðandi kvótakerfið sagðist
Elías ekki sjá annað betra kerfi
við að takmarka afla eins og nú
þarf. Hitt sagði hann annað mál
að á kerfinu væru annmarkar sem
hægt væri að snúa af. Lang verst
væri að útgerðarmönnum skuli
leyft að selja kvóta. „Þeir geta
lagt bátunum að vild og selt
fiskinn í sjónum fyrir 2-3 kr. kíl-
óið. Hvaða vit er í svona
löguðu?“, sagði Elías Björnsson.
-S.dór
Lionsklúbbar
Safna gömlum gleraugum
Lionsklúbbarnir á íslandi hafa
ákveðið að safna notuðum
gleraugum um land allt vikuna
11.-18. nóvember. Að söfnun lok-
inni munu Lionsfélagar safna
saman öllum gleraugunum - at-
huga hvort þau eru heU - og senda
þau til Sri Lanka í Ceylon.
Lionsklúbbar út um allt land
hafa komið fyrir vel merktum
kössum á söfnunarstöðum, versl-
unum, apótekum og bensín-
stöðvum, og er fólk beðið um að
láta notuðu gleraugun þar.
Þegar gleraugun komast á áf-
angastað munu Lionsfélagar í
Ceylon taka við þeim, flokka þau
og yfirfara. Þar er augnlækn-
ingarstöð á vegum Lionsh-
reyfingarinnar þar sem barist er
við augnsjúkdóma.
Lionsfélagar hafa með áskorun
hvatt almenning til þess að taka
söfnuninni vel, kanna hvort ekki
liggi í skúffum og skotum gler-
augu sem komið gætu að notum í
landi þar sem fjöldi fólks þarf á
þeim að halda en hefur ekki efni á
að útvega sér þau með öðrum
hætti.
-óg
Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir
gaf fyrstu gleraugun í þessa söfnun.
------------------s-------------------------------
Laugardagur 10. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3