Þjóðviljinn - 10.11.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Side 5
í kjarasamningunum sem eru nýgengnir yfir tókst verkaiýðs- hreyfingunni ekki að ná fram ákvæðum sem tryggðu að sá kaupmáttur, sem náðist með samningunum, myndi haldast út næsta ár. Eitt helsta átakaatriði samninganna snerist þó einmitt um einhvers konar tryggingu á kaupmættinum. Samningamenn VSI og ríkisvaldsins voru hins vegar mjög fastir fyrir í því efni og léðu ekki máls á slíkum trygging- um. Festa þeirra í því efni var slík, að einn þeirra sem sátu í samninganefnd BSRB sagði um fjandaherinn að í því efni hefði gengislækkunum og tilheyrandi verðbólgu! Geir Haarde og norska útvarpið Síðast en ekki síst er svo rétt að vekja eftirtekt á frétt sem DV birti í vikunni, þar sem greint var frá því að í viðtali við norska út- varpið hefði Geir Haarde, að- stoðarmaður Alberts Guð- mundssonar, lýst því yfir að gengi íslensku krónunnar yrði fellt innan tíðar, og mögulega oftar en einu sinni. Skylt er að geta þess Gengislækkun myndi í upphafi leiða til feykilegs gróða fyrir verslunina í landinu, þar sem álagningargrunnurinn á innflutt- um vörum myndi hækka mjög. Þess vegna þrýsta talsmenn versl- unarinnar leynt og ljóst á gengis- fellingartakka stjórnarinnar, þó hagur verslunar hafi staðið með óvenju miklum blóma síðastliðin misseri. Þörf og græðgi Ríkisstjórnin er því undir mikl- um þrýstingi um gengislækkun úr Gróði milliliða Þess utan skulu menn ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd sem Þjóðviljinn hefur hamrað á undanfarið, að sjávarútvegurinn er mergsoginn af milliliðum. Með þvl að milliliðirnir verði látnir skila gróða sínum og með því að sjávarútvegurinn borgi lægri þjónustugjöld er hægt að stór- bæta stöðu hans. Tökum dæmi: Sjávarútvegurinn borgar 6-7 prósent af útgjöldum sínum í farmgjöld, sem eru hérlendis Fimm miljarðar gefnir eftir Þar að auki má alls ekki gleyma, að ríkisstjómin hefur hyglað þeim sem eiga fjármagn og fyrirtæki svo stórkostlega að þess eru fá dæmi úr íslandssög- unni. Á meðfylgjandi töflu er hægt að sjá að skattbyrði þeirra hefur verið minnkuð um rúma Fimm miljarða! Lækkun á skatti af fasteignum, arði, hlutafjáreign, afnám á skatti af vaxtatekjum - allt hefur þetta leitt til gífurlegs tekjutaps Gengisfelling er della Það má viðhalda kaupmættinum. Með því að skerða gróða milliliðanna og skattaívilnanir til fyrirtækja er hægt að afla fjár til að bæta stöðu sjávarútvegsins „ekkert verið hægt að kreista úr þeim í viðbót nema garnirnar". Gengisfelling boðuð Viðræður við forystumenn verkalýðshreyfingarinnar að loknum samningum endurspegl- uðu því nokkur vonbrigði með þetta atriði. í viðtölum við féiaga í verkalýðshreyfingunni kom ennfremur fram ótti um að stjórnvöld hygðust taka aftur alla fjárhagslega ávinninga samning- anna með gengisfellingum og til- heyrandi verðbólgu. Þannig sagði til dæmis hjúkrunarfræð- ingur í viðtali við Morgunblaðið, að „fyrst kaupmáttartryggingin náði ekki fram að ganga, er augljóst mál, að þetta verður tekið til baka með gengisfelligu. Sú tregða stjómvalda að semja ekki um kaupmáttartryggingu er beinlínis sönnun þess að meining- in er að fella gengið“. Formaður Dagsbrúnar tók í sama streng í viðtali og sagðist óttast að „það verði varla komið fram á mitt næsta ár þegar allur ávinningurinn er horfinn". Þessi uggur bæði forystufólks og annarra félaga í verkalýðs- hreyfingunni er ekki ástæðulaus þegar skoðuð eru ummæli oddvita ríkisstjórnarflokkanna. Steingrímur Hermannsson sagði í viðtali við Morgunblaðið að það væri „útilokað" að „verja þann kaupmátt sem fæst í upphafi samninganna" og virðist þar með vera að boða efnahagsráðstafanir sem muni einmitt rýra kaupmátt- inn. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði jafn- framt að hann teldi að uppsagn- arákvæði samningsins yrðu not- uð, þannig að samningnum yrði sagt upp áður en allt samnings- tímabilið væri úti. Þar með virðist formaður Sjálfstæðisflokksins einfaldlega vera að segja það, að eftir sjö mánuði verði búið að taka aftur kauphækkanirnar með að Geir hefur síðan svarið þetta af sér. Þetta sýnir hins vegar, hvert hugur og hjarta íslensku ríkis- stjórnarinnar hnígur: hún ætlar að fella gengið. Utreikningar og undirbúningur að því hefur þegar farið fram, en hins vegar er ólík- legt að nokkuð verði gert opin- bert um ákvarðanir í gengismál- um fyr en eftir 26. nóvember, þegar búið verður að mestu að fjalla um samningana í verkalýðs- félögunum. Fyrir ríkisstjórnina yrði það að sjálfóðra manna æði að ætla sér að ögra fólki með gengislækkunum áður en samn- ingarnir eru samþykktir. Slíkt gæti einfaldlega leitt til þess að vonbrigði fólks með ýmsa hluta samningsins myndu snúast upp í virka andstöðu. Hvers vegna gengisfellingu? En hvers vegna á að lækka gengið? Hvaða rök ligja þar að baki? Meginröksemdir talsmanna gengislækkunarleiðarinnar eru þær, að með kjarasamningunum hafi rekstrarkostnaður útflutn- ingsgreinanna hækkað um 6 til 7 prósent. Fiskvinnslan, þar sem sköpun verðmæta í landinu fer að verulegu leyti fram, þoli þá út- gjaldaaukningu engan veginn. Hún sé þegar rekin með 1 til 2 prósenta tapi, miðað við rekstr- arskilyrðin einsog þau voru áður en samningarnir voru gerðir. Eina leiðin til að auka tekjur fiskvinnslunnar og gera henni kleift að mæta gömlu tapi og nýju sé því að lækka gengið, þannig að fleiri krónur komi í kassann fyrir framleiðsluna. Sá böggull fylgir hins vegar því skammrifi, að fyrir alþýðu manna myndi gengislækk- un þýða að innfluttar lífsnauð- synjar stórhækkuðu I verði. Verðbólgan sem í kjölfar fylgdi myndi þannig á skammri stundu éta upp þann fjárhagslega ávinn- ing sem verkfall BSRB og ASÍ leiddu til. tveimur áttum: annars vegar frá talsmönnum fiskvinnslunnar sem stjórnast af þörf og hins vegar frá kaupsýslumönnum sem stjórnast af græðgi. Talsmenn beggja greina eiga sterk ítök í báðum stjórnarflokk- unum og því viðbúið að senn verði láti til skarar skríða. Því verður ekki neitað að fisk- vinnsluna skortir fé, þó einnig sé rétt að benda á, að einstakir þættir hennar standa sæmilega og skuldasúpan ekki jöfn yfir greinina alla. Sum fyrirtæki í greininni standa einfaldlega mjög vel. En ljóst er að þörfin á auknu fjármagni er'fyrir hendi. En þarf hins vegar að láta geng- isfellingu dynja yfir þjóðina til að afla þess fjár? Hér er vert að benda á, að vandi fiskvinnslunnar stafar með- al annars af því að á síðasta ári lækkuðu ýmsar sjávarafurðir okkar mjög í verði á erlendum mörkuðum. Dæmi eru um 20 til 30 prósent verðfail á sumum pakkningum (þorskblökk á Am- eríkumarkaði varíársbyrjun 1.17 dollara pundið en féll niður í 0.95 dollara). Nú er dæmið hins vegar að snú- ast við. Loðnuafurðir hafa á skömmum tíma hækkað um tugi prósenta. Þorskblokk á Banda- ríkjamarkaði er á sígandi uppleið og hófleg bjartsýni ríkir um að verðið nái innan tíðar fyrra stigi. Það er því út í hött að halda öðru fram en að verðhækkanir muni bæta rekstrarstöðu fisk- vinnslunnar töluvert á næsta ári. miklu hærri en gerist erlendis. Gleggst dæmi um það er frétt Þjóðviljans, sem vakti mikla at- hygli, þess efnis að farmgjöld á sfld hjá íslenskum skipafélögum væru þrisvar sinnum hærri en fyrir sambærilega flutninga er- lendis! í umboðslaun erlendis þarf fiskvinnslan svo að greiða upp í 11 prósent. Fyrir pakkningar utan um fiskinn þarf að greiða um 4-5 prósent af verðmæti vörunnar, og dæmi eru um einstakar pakkning- ar sem taka 11 prósent af verð- mætinu. Olíukostnaður skipa er miklu hærri hér en ytra og nemur stund- um upp í 30 prósent af heildar- kostnaði við rekstur togara. Ríkisstjórnin lofaði að vísu sællar minningar að lækka hann 1. nóv- ember, en það var svikið. Þess í stað er nú fyrirhugað að hækka hann um 15 prósent innan tíðar! Ofan á allt þetta bætist svo fár- ánleg vaxtastefna (frjálsu vext- irnir hans Þorsteins Pálssonar) sem veldur því að um 20 prósent af tekjum íslenska sjávarútvegs- ins fer í fjármagnskostnað. Ein- ungis lækkun vaxta um þriðjung gæti staðið undir kauphækkun til þeirra sem starfa við fiskvinnslu um 25 prósent! Einfaldlega með þvl að beita lagasetningu til að minnka hlut þessara milliliða - sem hafa fitnað einsog fjósbitapúkinn - mætti stórlega bæta rekstrarstöðu sjáv- arútvcgsins. hjá ríkinu. Með því að minnka milliliðagróðann og með því að nema á brott þó ekki væri nema hluta af þeim skattaívilnunum sem lýst er í töflunni, þá mætti afla fjár fyrir sjávarútveginn sem myndi stórbæta rekstrarstöðuna ' og gera stórfelldar gengislækkan- ir óþarfar. Nýjar hugmyndir í viðbót má svo geta mikil- vægra tillagna sem Alþýðu- bandalagið er að leggja fram, og gera ráð fyrir að gróðinn sem verslun og þjónusta hafa búið við á undanförnum misserum verði skertur. 1 stuttu máli leggja þær til að hagnaður Seðlabankans verði gerður upptækur og fjárm- unirnir notaðir í þágu útflutnings- greinanna. Jafnfraint verði hinn gífurlegi gróði verslunarinnar minnkaður með því að leggja hærri skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, og kannað, hvort ekki beri að leggja tímabundinn veltuskatt á fyrirtækin, sem mest hafa grætt á þeim þrem misserum frá því stjórnin tók við völdum. Veltuskattur verði einnig lagður á banka (einsog var gert 1982) og þannig aflað hárra upphæða. Þessi dæmi sýna að peningarnir eru til. Með því að hreyfa fjár- muni með beitingu laga er hægt að flytja fé frá verslun og þjón- ustu, sem hafa rakað saman gróða, til útflutningsgreinanna, fyrst og fremst sjávarútvegsins. Með því að breyta misvæginu milli þessara atvinnugreina má einfaldlega breyta aðstæðum þannig að gengisfellingu þurfi ekki til. Þar með má líka komast hjá verðbólgunni og halda kaupmættinum í réttu horfi. Niðurstaðan er sú að gengis- felling er ekki óhjákvæmileg - það er hægt að viðhalda kaup- mætti launafólks. En til þess þarf pólitískan vilja stjómvalda. Össur Skarphéðinsson Lækkun á skattbyrði (fyrirtækja og fjármagnseigenda) ) Eftirgjöf á vangoldnum sköttum 260 miljónir Óinnheimtir beinir skattar 2.5 miljarðar Lækkun skatta á hluta- fjáreign og arði 1.6 miljarðar Lækkun eignaskatts 160 miljónir Afnám skatta á vaxtatekjum 570 miljónir Alls 5 miljarðar Laugardagur 10. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.