Þjóðviljinn - 10.11.1984, Qupperneq 11
Hvert er leyndarmálið við að halda
sér svo vel hálffimmtug?: „Syngið,
svitnið, öskrið, stökkvið og dansið í
20 ár, og þið munuð jafnvel virðast
ódauðleg", segir Tina Turner og
glottir við tönn í svitastorknum kjól.
DÆGURMÁL
Tina Turner, eöa Annie Mae
Bullock, er enginn nýgræðingur í
sönglistinni. Hún er fædd 26.
nóvember 1939, veröur því 45
ára eftir nokkra daga. Eins og svo
margir söng- og tónlistarmenn úr
rööum blökkumanna Ameríku,
hóf hún feril sinn sem söngvari í
kirkju, þar sem faðir hennar var
prestur babtistasafnaðar. Nú er
Tina hinsvegar Búddisti.
Tina Turner hitti fjölhljóðfæra-
leikarann Ike Turner árið 1956,
og söng sitt fyrsta lag opinber-
lega með hljómsveit hans í klúbbi
einum í St. Louis. Tina, þá kölluð
Little Ann, steig þar uppá sviðið
öllum að óvörum og tók að
syngja með sveitinni. Það var
ekki að sökum að spyrja, ike réð
hana og 1958 voru þau gift.
Fyrsta plata þeirra kom út
1960, undir nafninu Ike og Tina
Turner. Hún innihélt lagið Afool
in love sem komst í 2. sæti ryþma-
og blús listans í USA. Tina varð
þar með miðpunktur sjómennsku
þeirra hjóna með níu manna
hljómsveit á bak við sig og
þriggja kvenna fákiætt bakradda-
band, The Ikettes.
Sviðsframkoma Tinu vakti at-
hygli fyrir hve geysi kröftug og
mögnuð hún var (og er víst enn),
þar sem hún fór sér að öllu óðs-
lega, svo vel að enginn þótti
standa henni á sporði. Mick Jag-
ger er eitt dæmi um rokkara sem
reynt hefur að taka upp stfl og
takta Tinu á sviði, en verður lítið
annað en klaufalegur í saman-
burði við hana.
Eins og flestum er líklega
kunnugt, kom út ekki alls fyrir
Ike og Tina Turner. Tina yfirgaf hann
á miðju hljómleikaferðalagi árið 1976
eftir að hann hafði lagt hendur á
hana, og með 35 sent og benzínkrít-
arkort í vasanum hóf hún sólóferil
sinn. f hjónabandi sínu ólu þau upp 4
syni, 1 áttu þau saman, Tina kom
með 1 í hjónabandið og Ike 2.
löngu plata með heiðurskvinn-
unni og kallast Private Dancer.
Hún geymir tíu lög sem eiga það
eitt sameiginlegt að vera vel
sungin. Þarna er að finna lagið
hans Johns Lennon, Help, í nýrri
útsetningu öllu hægari í sál-
tempói. Lumman hans Als
Green, Lets stay together, 1984
hans Davids Bowie, Private
Dancer sem Mark Knopfler hefur
samið og telja verður eitt besta
lag þessarar plötu, ásamt hinu
hraða Steel Claw en bæði síðast-
töldu lögineru krydduð gítarsólói
Jeffs Beck. Þá er að nefna What’s
love got to do with it, sem er eitt
besta popplag í langan tíma og
hefur gert það gott.
Nánari sálmar verða ekki
sungnir hér yfir þessari afurð
Tinu Turner, aðeins minnt á gæði
hennar sem liggja kannski helst í
þeim tjáningarmætti sem rödd
Tinu býr yfir. Líklega hefur Tina
Turner ekki fyrr sýnt á einni og
sömu plötunni eins blæbrigðarík-
an söng og á Private Dancer, en
slíka viskírödd og það eins kraft-
mikla og Tina er með er auðvelt
og jafnvel freistandi fyrir söngv-
ara að ofnota á fullum styrk. Þess
má loks til gamans geta, að Janis
heitin Joplin var mikill aðdáandi
Tinu Turner.
A $
David alitaf snja
Nýjasta platan hans Davids
Bowie verður víst ekki talin til
hans bestu verka. Þó er það svo
að undirrituð kann betur við hana
en þá þar á undan, Let’s dance,
en þá er á að líta, að hann hefur
aldrei verið mitt átrúnaðargoð þó
að snilli hans fari ekki á milli
mála. Er svo enn og þessi nýj-
asta plata Davids er langt fyrir
ofan meðallag í rokk- og popp-
tónlistinni enda þótt David standi
nú heldur lakar að vígi gagnvart
sjálfum sér.
Tonight heitir skífan og hafa
útvarpshlustendur orðið allvarir
við lagið Blue Jean, sem mér að
vísu finnst lakasta eða kannski
leiðinlegasta og jafnframt eina
leiðinlega lagið á plötunni. Tvær
gamlar lummur hefur David út-
sett upp á nýtt, I keep forgettin',
sem lagasmiðirnir gamalreyndu
Leiber og Stoller sömdu 1962, og
svo Beachboys-lagið góða God
only knows. Harla gott, en eink-
um gleðst hjartað af fyrrnefnda
lagínu.
Þá eru ótalin 6 lög sem eru
hvert öðru betra, einkum Loving
the Alien, þar sem David Bowie
gagnrýnir trúarbragðastríð - í
þessu tilfelli gyðinga og múham-
eðstrúarmanna, og Tumble and
twirl, sem hann semur með Iggy
Pop. Sá kemur frekar til sögu
þessarar plötu sem lagasmiður og
tekur undir með David í Dancing
with the Big boys. Þá kemur vin-
kona okkar Tina Turner við söng
titillagsins og skemmir ekki fyrir.
Við fyrstu yfirferð virkar To-
night nokkuð samhengislaus en
með tímanum spái ég að eyru og
sál meti vel og sætti öll lagasýnis-
horn skífunnar, þar sem David
minnir okkur á í einni bunu svo
ólíka menn sem Bob Marley
(Don’t look down) og Scott
Walker - ef einhver man nú eftir
þeim alvarlega hjartaknúsara
(God only knows), auk þess að
vera í sínu eigin Bowie lflci.
A
________MYNDHST______
Eldlönd Ásgerðar
„Ásgerður Búadóttir hefur
orðið til þess, fremur en nokk-
ur annar vefari, að breyta allri
ásýnd íslenskrarvefjarlistar.
Verk hennar skipa sér á alger-
lega eðlilegan hátt við hlið
málverka, höggmyndaog
annarra tjáningarforma
„frjálsrar listsköpunar í ís-
lensku samfélagi. Því marki
hefur hún náð vegna hinnar
nákvæmu og ströngu kröfu
sem hún hefursett sér, afneit-
unar hverskonar undansláttar
og ákveðni í að virða að fullu
hin sömu fagurfræðilegu
lögmál og starfsfélagar henn-
ar á sviði málverksins“. Svo
kemst Aðalsteinn Ingólfsson
að orði í formála sýningar-
skrár fyrir sýningu sem Ás-
gerðuropnar á Kjarvaisstöð-
um í dag.
Vulkan heitir þetta verk Ásgerðar.
Ljósm.: eik
Við hittum Ásgerði að máli er
hún var að undirbúa sýninguna.
Hún sagði að mörg verkanna á
þessari sýningu hefðu verið á
flakki um heiminn að undan-
fömu, sum allt að tvö ár, þau sem
vom á sýningunni Scandinavia
Today, önnur skemur svo sem
verk af Borealis í Finnlandi og
þau sem vora á sýningu hennar
og Svavars Guðnasonar í
Nikolaj-kirkjunni í Kaupmanna-
höfn í sumar. Ásgerður sagði að
mikið hefði verið skrifað um sýn-
ingu þeirra Svavars í dönsk blöð
og hún fengið lofsamlega dóma.
Sýning á verkum Borghildar
Óskarsdóttur stendur yfir um
þessar mundir í Gallerí Langbrók.
Borghildur stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og Edinburg College of
Art. Hún hélt einkasýningu í
Flest listaverk Ásgerðar á sýn-
ingunni sem verður opnuð í dag
eru stór og þau heita nöfnum eins
og Eldland, Bláin, Elektra,
Vulkan, Jörð, Sfinx og Dögun.
Flest era þau ofin í ull og hross-
hár. Hún sagðist oft verða fyrir
áhrifum af náttúruhamförum
eins og þegar eldur er uppi á ís-
landi, jafnvel þó að hún læsi að-
eins um hann í blöðunum.
Sýning hjá Ásgerði er alltaf
viðburður enda má hiklaust kalla
að hún standi í fremstu röð vef-
listarmanna á Norðurlöndum.
Ásmundarsal árið 1983 og hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga.
Borghildur er félagi í Leirlistarfé-
laginu og er ein af Langbrókum.
Sýningin er opin virka daga kl. 12
- 18 og um helgar kl. 14 - 18.
-GFr
Gallerí Langbrók
Keramikverk Borghildar
Laugardagur 10. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11