Þjóðviljinn - 10.11.1984, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Qupperneq 13
LEIKLIST Að elska og eiga „Það sem gerir þessa sýningu áhrifamikla er magnaður leikur þeirra Maríu Sigurðardóttur í hlutverki Petru (fyrir miðju) og Guðbjargar Thoroddsen í hlutverki Marlene (t.h.). Vilborg Halldórsdóttir var einlæg og falleg í hlutverki dótturinnar (t.v.)“, segir m.a. í leikdómnum. Alþýðulcikhúsið sýnir Beisk tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Leikmynd: Guðrún Erla Geirsdóttir Þýðing: Böðvar Guðmundsson Petra von Kant er tískuhönn- uður, hefur komist vel áfram í sinni grein og aflað töluverðs fjár, en skilið við mann sinn með- al annars vegna þess að hann þoldi ekki að henni gekk betur að afla fjár en honum. Þarmeð var karlmannlegt stolt hans sært og hann tók að umgangast hana einsog skepna. í upphafi verksins býr Petra ein ásamt Marlene, sem er henni algerlega undirgefin og lætur nota sig til allra verka og traðka á sér. Petra festir ást á ungri lágstéttarstúlku sem hún tekur að sér og gerir að sýningar- stúlku. Stúlkan bregst henni, og hámark verksins fjallar um harm Petru eftir þennan missi, og hvernig hún að lokum yfirvinnur hann þegar hún áttar sig á því að eitt er að elska og annað að vilja eiga. Einsog svo mörg önnur verk Fassbinders fjallar þetta um þá sjálfseyðingu sem ástin getur haft í för með sér. Petra elskar Karin hamslaust, gefur sig henni alger- lega en gerir um leið endalausar kröfur til hennar. Þegar Karin, sem ekki endurgeldur ástina en notar Petru sér til framdráttar, neitar að verða við þessum kröf- um, verður Petra algerlega ör- væntingarfull og langar til þess eins að deyja. Lok verksins eru þó óvenjulega bjartsýn af Fass- binder að vera. Petra sigrast á eigingirni sinni og snýr sér að þræl sínum, Marlene, sem elskar hana, og fer allt í einu að tala við hana einsog manneskju. Þetta verk er fremur einfalt í byggingu, en það er afar sterkt, gengur beint til verks og er laust við útúrdúra. Sigrúnu Valbergs- dóttur hefur líka lánast að leggja skýrar línur í uppfærslu sinni. Leikið er í mjög þröngu rými, fundarsal á Kjarvalsstöðum, og áhorfendur eru afar nálægt sýn- ingunni, þannig að öll geðhrif komast beint og sterkt til skila. Leikrit af þessu tagi skilar sér gjarnan mjög vel í rými sem þessu. Guðrún Erla hefur gert einfalda leikmynd sem leysir vandann sem af þrengslunum skapast mjög vel og gefur til kynna með gráum tónum og beinum línum tilraunir Petru til að hafa skipulag á lífi sínu. En hefði ekki verið skemmtilegt að hafa fleiri spegla að hætti Fass- binders? Það sem gerir þessa sýningu áhrifamikla er magnaður leikur þeirra Maríu Sigurðardóttur í hlutverki Petru og Guðbjargar Thoroddsen í hlutverki Mariene. María lýsti ástríðu og kvöl Petru af hófstiiltum ofsa og kom til skila sársauka sem gekk beint til hjart- ans, gaf sig alla í hlutverkið án þess að missa nokkurs staðar tök á tæknilegum smáatriðum né sleppa sér í geðofsa. Þetta er að mínu viti mikill sigur fyrir þessa ungu leikkonu, því að hlutverkið er erfitt og krefjandi. Ekki var síður til fyrirmyndar frammistaða Guðbjargar í þöglu hlutverki Mariene. Einmitt sú staðreynt að hún segir ekkert er notfærð til að beina athygli áhorfenda að hverri hreyfingu hennar, hverju minnsta augnatilliti, sem allt hef- ur skýra merkingu. Hver hreyf- ing Guðbjargar var hárnákvæm svo ekki skeikaði hársbreidd, og útgeislun hennar var slík að augu manns hvörfluðu einatt til hennar þó að hún væri aðeins þögull áhorfandi að því sem gerðist á sviðinu. Erla B. Skúladóttir var nokkuð misjöfn í hlutverki Karinar, en kann að hafa verið nokkuð óstyrk í upphafi því hún sótti í sig veðrið og varð öruggari þegar á leið. Samleikur hennar og Maríu var víða mjög sterkur, ekki síst þar sem stéttaandstæður þeirra koma hvað skarpast fram, en þar njóta þær góðs stuðnings af vandaðri þýðingu Böðvars Guðmunds- sonar, sem tekst vel að aðgreina málfar þeirra. Slíkt ætti ekki að vera tiltökumál, en bregst því miður of oft í íslenskum þýðing- um. Edda Guðmundsdóttir var dá- lítið klunnaleg í hlutverki Sidon- ie, frænku Petru. Hana vantaði það áreynslulausa yfirlæti sem svona fólki er gefið. Vilborg Halldórsdóttir var einlæg og falleg í hlutverki dótturinnar, og gaman var að sjá Kristínu Önnu Þórarinsdóttur skila hlutverki móðurinnar þannig að hvert við- bragð var satt, öll svipbrigði hár- rétt. Þessi sýning er í heild sinni sterk og áhrifamikil. Hún miðlar djúpum tilfinningum kvenna og átökum þeirra á milli með sönn- um og eftirminnilegum hætti. Ég er viss um að hér hefur skipt máli að Ieikstjóri er kona, sem skynjar betur en karlar hvernig konur bregðast við og hvernig látæði þeirra er. Það er kannski ágætt að Alþýðuleikhúsið er a.m.k. um stundarsakir orðið að kvenna- leikhúsi - ef það skilar fleiri sýn- ingum sem eru jafn ferskar, sann- ar og fullar af lífi og þessi. KVIKMYNDIR Barnaleg vandamálamynd Moskva við Hudson-fljót (Moscow on the Hudson, USA 1984) Handrit og stjórn: Paul Mazursky Kvikmyndun: Donald McAlpine Leikendur: Robin Williams, María Conchita Alonso, Cleavant Derricks. Sýnd í Stjörnubíói. Paul Mazursky hefur á liðnum árum gert nokkrar myndir sem flokkast undir „manneskjulegar kvikmyndir“ innan bandaríska iðnaðarins. Þá er átt við að í stað þess að vera hryllingsmyndir eða stórmyndir eru þetta ósköp nota- legar myndir sem fjalla mest um mannleg samskipti. Jaðra stund- um við að vera vandamálamynd- ir. Af fyrri afrekum Mazurskys má t.d. nefna Harry og Tonto (1974) um vandamál ellinnar, Næsta stöð: Greenwich village (1976) um vandamál upprenn- andi listamanna, og Ógift kona (1978) um vandamál kvenna. Nú er hann búinn að gera nýja mynd um vandamál innflytjenda, Moskva við Hudson-fljót. Þar segir frá Vladimír ívanoff, sem er saxófónleikari við fjöllleikahúsið í Moskvu og „hoppar af“ þegar hann er í New York á sýningar- ferð með fjölleikahúsinu. Fyrri myndir Mazurskys hafa þótt nokkuð yfirborðslegar, nema þá helst Harry og Tonto, sem var einstaklega ljúf mynd, ekki síst vegna aðalleikarans, Arts Carney. En aldrei hef ég séð yfirborðslegri Mazursky-mynd en þessa síðustu, Moskva við Hudson-fljót. Hún er sneisafull af klisjum og ómerkilegheitum, þykist vera „manneskjuleg“ og heiðarleg en er í raun lítið annað en áróðursmynd fyrir bandarísk- um lifnaðarháttum og þessu fræga bandaríska „frelsi“. Það er segin saga, að þegar Bandaríkjamenn ætla að leika Rússa eða sýna okkur lífið í So- vétríkjunum falla þeir í þá freistingu að nota klisjur, sýna okkur einfaldlega þá mynd sem þeir sjálfir, og bandarískur al- menningur, gerir sér af Rússum og Rússlandi. Þetta virkar hjá- kátlega á þá sem þekkja eitthvað til mála, en það versta er þó að með þessu móti er fordómum og ranghugmyndum gefinn byr undir báða vængi. Með því að gefa sannleikanum svolítið undir fótinn, taka fyrir atriði sem þekkt eru úr fréttum (spillingu, bið- raðir, njósnir um einkalíf manna, andóf o.fl.), þykist leikstjórinn vera að sýna raunveruleikann. Það er vetur í Moskvu og fólkið er svartklætt og drungalegt, toginleitt og dapurt og biðraðirn- ar eftir klósettpappír eru kíló- metralangar. Gyðingar standa á götuhorni með skilti sem á stend- ur: Ég vil fara til ísraels, og auðvitað er þeim strax smalað upp í bíl af ábúðarmiklum heljar- mennum í svörtum frökkum. Svona er lífið í Moskvu og ekki öðruvísi. í New Y ork er hinsvegar sumar og þar eru allir glaðir, þar er nóg af öllu og engar biðraðir og frels- ið indælt. En auðvitað gengur ekki að hafa þetta svona alveg svart-hvítt. Þessvegna er brugðið á það ráð að sýna dálítið af svörtu hliðunum líka: atvinnuleysi, fá- tækt (kona að tína upp úr ösku- tunnu) og ofbeldi (aðalhetjan er lamin og rænd). Én samt... já samt er „frelsið“ svo miklu betra en ófrelsið, ekki sati? Og það er farið með klausur úr bandarísku stjómarskránni því til staðfest- ingar, ekki einu sinni, heldur oft í myndinni. Allt er þetta svo barnalegt að manni fallast hendur. Sem fyrr- verandi Moskvubúi þykist ég vita að lífið þar sé öllu margbrotnara en fram kemur í þessari mynd. Og þótt ég hafi aldrei til Banda- ríkjanna komið þykist ég vita að það sé ekki alveg svona einfalt mál að gerast innflytjandi, jafnvel ekki fyrir sovéska „af- hoppara", sem eru þó með vin- sælli innflytjendum. Þótt reynt sé að gleyma ailri jjólitík og einblína á kvikmyndina sem slíka virðist mér harla fátt bitastætt í henni. Hún er stfllaus að mestu - það er einsog |bikstjórinn hafi ekki gert upp við sig hvort þetta ætti að vera gam- anmynd eða „drama“. Yfirborðs- leg ástarsaga með dæmigerðum amerískum endi er fléttuð inn í söguna af aðlögun Vladimírs ívanoffs að bandarískum siðum. Leikararnir eru allir lítt þekktir og standa sig vel, einsog siður er þar sem Mazursky er við stjórnvölinn. En vonandi á hann eftir að gera betri myndir en þessa á næstu árum, blessaður maðurinn. Laugardagur 10. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.