Þjóðviljinn - 10.11.1984, Qupperneq 3
Kirkjuþing
Spjallað vlð Gunnlaug Finnsson í Hvilft
COTT VEGGRIP
GÓÐ ENDING
Kirkjuþingi lauksl.
fimmtudag og hafði þá staðið í
10 daga. Einn fulltrúa á þing-
inu var Gunnlaugur Finnsson
frá Hvilft í Önundarfirði. Þótt
annríki væri mikið á þinginu
varð Gunnlaugur við þeirri
beiðni blaðamanns, að svara
fáeinum spurningum hans.
Var Gunnlaugur þáfyrst
spurðurað því, hvort Kirkju-
þing væri haldið á hverju ári.
- Já, nú orðið eru þingin haldin
árlega, en til skamms tíma, eða
allt til ársins 1982, voru þau hald-
in annað hvort ár. Á meðan svo
var máttu þau standa 14 daga
mest. En um leið og þinghaldið
varð árlegur viðburður var tím-
inn styttur niður í 10 daga.
- Hvernig er hagað kosningum
til þingsins og hverjir skipa það?
- Samkvæmt lögum um
Kirkjuþing er landinu skipt niður
í 8 kjördæmi. Hvert kjördæmi
utan Reykjavíkur kýs tvo fulltrúa
á Kirkjuþing og skal annar vera
prestur en hinn leikmaður.
Reykjavík hefur þá sérstöðu
vegna fjölmennis, að þar eru
kosnir 4 fulltrúar, 2 leikmenn og
2 prestar. Síðan er fulltrúi frá
guðfræðideild Háskólans og ann-
ar frá brauðlausum prestum.
Biskup og kirkjumálaráðherra
eru sjálfkjörnir á þingið. Ráð-
herra hefur að sjálfsögðu lítinn
tíma til þess að sitja þingið en
annar mætir þá í hans stað.
- Hverjir kjósa fulltrúana?
- Prestarnir kjósa sína fulltrúa
en leikmennirnir eru kosnir af
Gunnlaugur Finnsson
sóknamefndum og safnaðarfull-
trúum.
- Hver greiðir kostnaðinn við
þinghaldið?
- Það gerir ríkið og er sérstök
fjárveiting á fjárlögum, sem til
þess er ætluð.
- Hvert er hlutverk Kirkju-
þings?
- Það má segja að hlutverk þess
sé tvíþætt. í fyrsta lagi er því ætl-
að að vera ráðgefandi um þau
löggjafaratriði, sem snerta kirkj-
una og í annan stað að fjalla um
innri mál hennar.
- Hvað hafa mörg mál verið
lögð fyrir það þing, sem nú stend-
ur yfir?
- Fyrir þetta þing hefur komið
41 mál og er það einu fleira en í
fyrra.
- Nú hefur mér virst að menn
haldi sig hér mjög vel að verki.
Finnst þér tíminn, sem ykkur er
ætlaður til þinghaldsins, vera of
stuttur?
- Hann er óneitanlega í stytsta
lagi þegar afgreiða þarf þetta
mörg mál. Það er hætt við að
tímaskortur geri það að verkum
að þau fái ekki öll þá umfjöllun,
sem þörf væri á. Það er rétt að hér
er ekki slegið slöku við og yfir því
skal ekki kvartað. En vissulega er
það ekki nógu gott ef kasta þarf
höndunum til afgreiðslu mála
vegna tímaskorts.
- Hver telur þú vera merkust
þeirra mála, sem liggja fyrir
þessu þingi?
- Að mínu áliti er veigamesta
málið drög að frumvarpi til laga
um starfsmenn þjóðkirkjunnar.
Frá þinginu fer það til laganefnd-
ar þjóðkirkjunnar, sem tekur það
tillögfræðilegrar athugunar og af-
greiðir það svo væntanlega með
ósk um að það verði flutt á Al-
þingi.
Eg vil einnig nefna mál, sem
lýtur að því að hefja undirbúning
þess að minnst verði 1000 ára af-
mælis kristninnar á íslandi, - árið
2000 - og þá með tilliti til útgáfu-
starfa og annarra þátta, sem
þurfa langan undirbúng og krefj-
ast mikillar vinnu.
Loks vil ég svo nefna kynningu
á skýrslu trúar- og skipulags-
nefndar Alkirkjuráðsins.
Og þar með varð að slá botninn
í þetta rabb því Gunnlaugur var
kallaður á nefndarfund. -mhg
ífs Fastara grip
$ öruggari hemlun
$ Hljóölátarí akstur
ÖLL HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
FYRIR FÓLKSBI'LA OC SENDIBÍLA
HEKIAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
Til sölu eru:
tvær 40.8m2 einstaklingsíbúðir
tvær 60.1m2 2ja herbergja íbúðir
fjórar 66.4m2 2ja herbergja íbúðir
þrjátíu 70.0m2 2ja herbergja íbúðir
sex 89.0m2 3ja herbergja íbúðir
tíu 98.6m2 3ja herbergja íbúðir
sex 99.3m2 3ja herbergja íbúðir
Hér er um að ræða netto stærðir íbúða, án
hlutdeildar 1 sameign.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur auglýsir:
Til sölu 60 íbúðir fyrir aldraða
félagsmenn VR við Hvassaleiti 56-58.
Þeir félagsmenn VR sem orðnir eru 63 ára
eiga rétt á að kaupa íbúð, þó þannig að fé-
lagar 67 ára og eldri eiga forgangsrétt á
íbúðunum. Miðað ervið að þessum aldurs-
mörkum sé náð um áramótin 1985/1986.
Þeim félagsmönnum, sem áhuga hafa á að
kaupa þessar íbúðir, er bent á að koma á
skrifstofu félagsins, í Húsi verslunarinnar
8. hæð, og kynna sér teikningar og fá upp-
lýsingar um verð íbúðanna.
Skilafrestur umsókna er til 7. desembern.k.
VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR