Þjóðviljinn - 10.11.1984, Page 4
Kjartan
Jóhannsson
formaður
Alþýðuflokksins
fekinn á beihið
Kjartan Jóhannsson for-
maöur Alþýöuflokksins situr á
völtum stóli þessadagana.
Um næstu helgi verður hald-
inn landsfundur Alþýðuflokks-
ins og að öllum líkindum verð-
ur þar hart barist um forystu-
sætið. Jón Baldvin Hanni-
balsson hefur ótvírætt gefið til
kynna að hann sé tilbúinn að
bjóða sig fram á móti Kjartani í
formannssætið og vill kenna
Kjartani um hvernig komið er
fyrirflokknum. Hvað segir
Kjartan um þessa hluti? Ber
hann einn ábyrgðina á fylgis-
hruni síðustu ára? Er Alþýðu-
flokkurinn á leið inn í núver-
andi ríkisstjórn? Er Alþýðu-
flokkurinn vinstri flokkur? Er
Kjartan orðinn fyrir í flokkn-
um? Þessar og fleiri spurning-
arvoru lagðarfyrirflokksfor-
manninn í gær.
„Deyjandi flokkur“, segir
Morgunblaðið í vikunni um Al-
þýðuflokkinn og hrósar forystu-
sveit Sjálfstæðisflokksins fyrir að
hafna stjórnarþátttöku krata.
Var rangt af þeim að hafna ykk-
ur?
- Það er ekkert nýtt að menn
tali um Alþýðuflokkinn sem
deyjandi á síðum Morgunblaðs-
ins og Þjóðviljans. Ragnar Am-
alds taldi það eitt höfuðmarkmið
sitt að ganga að flokknum
dauðum. Alþýðuflokkurinn sæk-
ir hins vegar ætíð í sig veðrið þeg-
ar að honum er sótt. Allt tal um
hugsanlega aðild okkar að þess-
ari ríkisstjórn kemur mér ansi
spánskt fyrir sjónir. Við höfum
aldrei fengið neitt slíkt tilboð,
ekki nú frekar en endranær. Það
er út í hött að ræða slíkt. Það er
alrangt að Alþýðuflokkurinn
sækist eftir aðild að þessari
stjórn. Við erum á móti þessari
stjórn og þessi umræða í stjórnar-
blöðunum lýsir best hvernig á-
standið er á stjórnarheimilinu um
þessar mundir.
Flokksþing ykkar er um næstu
helgi. Jón Baldvin hélt framboðs-
ræðu tU formanns í útvarpsum-
ræðunum á fimmtudag. Telur þú
þig bera sigurorð af honum á
flokksþinginu?
- Jón Baldvin hefur ekki sagt
ennþá að hann ætli fram. Ég hef
látið í ljós og sagt að ég sé tilbúinn
til að gefa kost á mér sem formað-
ur áfram. Ég hef einfaldlega
metið það svo, að ég gerði
flokknum gagn með því að gefa
kost á mér, og fengið þann sama
skilning hjá þeim fjölmörgu
flokksfélögum sem ég hef rætt
viö. Ég geri ráð fyrir að sá skiln-
ingur sýni sig á þinginu.
Áhrifamiklir flokksmenn hafa
verið að gefa yfirlýsingar í blöð-
um um að skipta þurfi um for-
ystusveit flokksins. Ert þú orðinn
fyrir í formannssætinu?
- Ég er sammála því að það
þurfi að styrkja forystu- og fram-
kvæmdavæng flokksins. Við
erum þeirrar skoðunar í flokkn-
um, en ég tel mig ekki vera fyrir í
þeim efnum. Hitt er augljóst að
þegar menn eru búnir að vera í-
pólitík einhvern tíma þá verða
þeir umdeildari en þegar þeir
byrja nýir. Það kemur ekki á
óvart.
Alþýðuflokkurinn hefur verið
á mikilli niðurleið síðustu árin.
Hann hafði 14 þingmenn 1978.
Nú eru þeir orðnir 6 og sam-
kvæmt nýjustu skoðanakönunum
3. Er hlutvérki þessa flokks að ,
fjúka? Er hann að þurrkast út?
- Nei. Ég er sannfærður um að
flokkurinn muni rétta sig af.
Hann hefur miklu hlutverki að
gegna og það er von okkar að allir
jafnaðarmenn sameinist í Al-
þýðuflokknum. Sagan hefur
sannað að hann berst af miklum
þrótti við mikla ágjöf. Við hlut-
verki flokksins getur enginn ann-
ar tekið. Ég tek lítið mark á nýj-
ustu skoðanakönnunum og tel að
staða flokksins sé mjög svipuð og
í síðustu kosningum.
Berð þú sem formaður flokks-
ins ekki ábyrgð á fylgistapi síð-
ustu ára eða hverju viltu um
kenna?
- Ég skorast ekki undan því að
ég ásamt öðrum er ábyrgur fyrir
stöðu flokksins í dag. Það má
jafnframt spyrja sig hvort starf
flokksins á þar sök eða hvort
flokkurinn stæði betur ef hann
hefði breytt öðruvísi á einhverj-
um tímapunkti.
Margir Alþýðuflokksmenn
viðurkenna nú þegar þeir horfa
upp á skipsbrot flokksins að úr-
sögn ykkar úr stjórninni 1979 hafi
verið stærstu mistök sem flokkur-
inn hafi gert á síðari árum og
hann sé enn að súpa seyðið af því.
Ert þú sama sinnis í dag?
- Allt orkar tvímælis. Það er
rétt að margir innan flokksins
telja úrsögnina hafa verið mikil
mistök. Hins vegar lá alveg ljóst
fyrir að sú stjórn var ekki lífvæn-
leg og náði ekki neinum tökum á
málum. Menn geta velt fyrir sér
hver staðan væri nú ef við hefðum
setið áfram í þeirri stjórn án þess
að koma stefnumálum okkar
fram, ng ná tökum á efna-
hagsmálum.
Vestfirðingar hafa ákveðið að
breyta prófkjörsreglum hjá sér
þannig að einungis flokksmenn
fái að velja á framboðslista. Þetta
er í ósamræmi við flokkslög ykk-
ar. Ætlar þú að knésetja þá í
þessu máli?
- Þetta er misskilningur. Það
getur ekkert kjördæmisráð breytt
flokksiögum. Þeir ætla hins vegar
að leggja fram tillögu um þetta
efni.
Hver er þín afstaða til þessara
mála?
- Ég er á því að þetta verði sett
í vald kjördæmisráðanna og þá
geti menn ákveðið hvort viðhafa
eigi opið prófkjör eða aðeins
meðal flokksfélaga.
Alþýðuflokkurinn hefur átt
erfitt með að marka sér pláss síð-
ustu misserin. Ríkisstjórnardaðr-
ið bendir til að flokkurinn sé sí-
fellt að hallast til hægri. Er flokk-
urinn ennþá vinstri flokkur að
þínu mati?
- Ég kannast ekki við neitt
ríkisstjórnardaður. Við getum
ekki gert að því þó það sé rætt í
ríkisstjórninni hvort heppilegt sé
að fá okkur inn í stjórnina eða
ekki. Við höfum gagnrýnt þessa
stjórn harðiega. Það er enginn
vafi á því að við erum í harðri
stjórnarandstöðu. Þessi stjórn er
hrein hægri stjórn. Það hefur
ekkert farið á milli mála. Alþýðu-
flokkurinn er vissulega vinstri
flokkur, hann er flokkur launa-
fólks. Menn mega ekki rugla
utanríkismálum inn í þetta dæmi.
Afstaðan til þeirra er ekki spurn-
ing um vinstri eða hægri.
Þarna ert þú kominn í pólitísk-
an ágreining við Jón Baldvin sem
segir flokkinn vera eins konar
miðjuflokk. Mun flokksþingið
kannski skera úr um hvar flokk-
urinn stendur?
- Ég kannast ekki við þessi
ummæli Jóns Baldvins og vil ekki
tjá mig um það sem ég hef hvorki
séð né heyrt.
Jón Baldvin hafnaði í
kosningaræðu sinni í fyrrakvöld
hugmyndum um samstarf í formi
kosningabandalags við Alþýðu-
bandalagið. Gerir þú það líka?
- Já.
Sérð þú fyrir þér virka sam-
vinnu og jafnvel sameiningu fé-
lagshyggjuaflanna í samfélaginu?
Vilt þú mynda ríkisstjórn með
þeim flokkum án aðildar Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks?
- Samstarfið í ríkisstjórninni
1978 var hörmungarsaga. Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokkur
fóru í hár saman og held að mér sé
óhættað fullyrða að okkur í Al-
þýðuflokknum urðu það mikil
vonbrigði hvernig til tókst í þeim
efnum. Menn hafa ekki óskað
aftur eftir slíkri samvinnu. Varð-
andi ríkisstjórnarmyndun, þá
höfum við Alþýðuflokksmenn þá
afstöðu að vera ekki að rígbinda
okkur við það að starfa einungis
með einum flokki eða öðrum,
heldur byggjum á málefnalegum
grundvelli. Ég vil því ekki gefa
yfirlýsingu um það að við munum
ekki fara með einum eða öðrum
eða endilega einhverjum í stjórn.
Finnst þér sjálfum ekki kominn
tími til að skipta um forystu í Al-
þýðuflokknum? Telur þú þig fær-
an um að halda utan um flokkinn
heilan og óskiptan?
- Ákvörðun mín að gefa kost á
mér er ekki af neinum persónu-
legum rótum runnin. Menn gefa
ekki kost á sér nema þeir telji sig
gera gagn. Vitaskuld er það hug-
mynd mín að gera gagn og vinna
flokknum hið besta. Eg met það
svo að það sé flokknum tvímæla-
laust til góða að ég gefi kost á mér
heldur en ég geri það ekki. -Ig.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. nóvopiber 1984 '