Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 8
„Ekki get ég sagt þaö. Ég býst
við því, að aðstæður og uppeldi
hafi átt þátt í því að ég aðhylltist
snemma það sem mér þótti vera
alþýðu manna í hag hverju sinni.
En um eiginleg stjórnmál hugsaði
ég annrs lítið. Ég hafði að vísu
veður af ágreiningi manna um
þau efni og af togstreitunni milli
kaupmanna og kaupfélaga,
o.s.frv., en svo ekki söguna
meir.“ Fyrstu eiginleg kynni mín
af stjórnmálum hófust með Al-
þingiskosningunum 1924. Tveir
menn voru þá í framboði í
Vestur-ísafjarðarsýslu, Ásgeir
Ásgeirsson, síðar forseti, fyrir
Framsóknarflokkinn, en fyrir
fhaldsflokkinn Guðjón Guð-
laugsson, sem verið hafði þing-
maður Srandamanna og lands-
kjörinn þingmaður. Ásgeir stóð
sig vel á framboðsfundinum og
síðar flutti hann svo skemmtilegt
og fróðlegt erindi um alþýðu-
menntun í Svíþjóð. Ýmsir töldu
að Ásgeir væri allróttækur, og við
strákarnir, sumir hverjir, vildum
líka vera róttækir og fylgdum
honum að málum. í kosningabar-
áttunni heyrðist þess vísa, sem
sumir eignuðu séra Böðvari
Bjamasyni á Rafnseyri, kannski
með vafasömum rétti:
/ kosninganna svörtum saur
sálir ykkar lítið fríkka.
En ég vil hvorki gamlan gaur
né grímuklœddan bolsévikka.
Svo lauk þessari kosningasnerru,
og Ásgeir var kosinn þingmað-
ur.“
„Var rætt um stjórnmál á
heimili þínu?“
„Naumast gat það heitið, og
við keyptum heldur engin þjóð-
málablöð, og svo var reyndar um
velflesta íbúa kauptúnsins. En
svo tókum við nokkrir strákar
upp á því að fara að halda mál-
fundi, einskonar stjórnmála-
fundi, í káettunni á kútter Helga,
sem stóð þarna uppi á kambi.
Þetta mun hafa verið 1925 og ’26.
Þóttumst við þá stundum vera til-
teknir alþingismenn að fjalla um
ákveðin mál. Má nærri geta hvað
þær umræður hafa verið gáfu-
legar eins og þekkingu okkar á
þjóðmálum var háttað. Þó stóðu
þeir eitthvað skár að vígi sem
komu frá heimilum þar sem
þjóðmálablöð voru keypt. Ég var
yngstur eða næstyngstur í þessum
hópi og helst til ófróður í þessum
efnum.“
„Hafðir þú þá ekki lesið neitt
um stjórnmál er hér var kornið?"
„Ekki gat það heitið. Þýsku-
kennari minn hafði að vísu léð
mér nokkur þýsk smárit, sem
fjölluðu um ýmis mál frá sósíal-
ísku sjónarmiði, en eiginleg
stjórnmál komu þar lítt við sögu.
Svo fylgdist maður að sjálfsögðu
með umræðum á leiðarþingum
alþingismannsins okkar. Það var
líka um þessar mundir, ég held
einhvern tíma á árinu 1926, sem
ég las bókina Rök jafnaðarstefn-
unnar eftir Roy Hendersen í þýð-
ingu Yngva Jóhannessonar. Éf ég
man rétt var boðskapur hennar
sá, að fátækt og misrétti yrði því
aðeins útrýmt að auðlindir og
helstu atvinnutæki yrðu þjóðar-
eign og væru skynsamiega nýtt,
áætlunarbúskapur yrði að koma
þartil. í bókinni varsterkursið-
rænn undirstraumur og þetta var
þokkalegasta rit.“
í skóla
ó Akureyri
„Hvenær fórstu svo í Gagn-
fræðaskólann á Akureyri?“
„Það var um haustið 1926. Um
vorið hafði ég sótt um skólavist
og fengið jákvætt svar. Heimavist
fékk ég hinsvegar ekki að þessu
sinni. Ég var kominn langt á 17.
árið, þegar hér var komið. Móðir
mín fór með mér til Akureyrar og
sýslaði m.a. í því að útvega mér
samastað og fæði. Að því búnu
hélt hún aftur heim á leið, en ég
tók inntökupróf í 2. .bekk.“
„Hvernig leist þér svo á
skólann?“
„Mér leist vel á hann, ég kunni
vel við kennarana og bekkjar-
systkinin. Þar voru margir ágæt-
ismenn eins og t.d. Sigurður Þór-
arinsson, Jón heitinn Magnússon
og Ármann heitinn Halldórsson.
Af bekkjarbræðrum mínum sem
enn eru á lífi má t.d. nefna dr.
Friðrik Einarsson, Pál Hallgríms-
son sýslumann, Jón Sigtryggsson
tannlækni og Hörð Bjamason
húsameistara ríkisins. Síðar
komu svo dr. Matthías Jónasson,
Kristján Kristjánsson, Tryggvi
Pétursson og Eiríkur heitinn
Magnússon."
„Og hvernig gekk svo námið
og á hvaða greinum hafðir þú
mestan áhuga?“
„Námið gekk vel. Ég minnist
þess að vísu ekki að ég yrði
nokkru sinni dúx, en ég var svona
einhversstaðar í efri kantinum,
þetta 3., 4., 5. eða svo. Ég hafði
fengið áhuga á íslensku þegar í
barnaskóla, en kennari minn þar
Ólafur Ólafsson var mikill móð-
urmálsunnandi, og sá áhugi jókst
nú enn meir; og ég einbeitti mér
nokkuð í því efni. Eg hafði einnig
talsverðan áhuga á náttúrufræði,
einkum jarðfræði - en kennarar í
báðum þessum greinum voru frá-
bærir, Sigurður skólameistari í ís-
lensku og Pálmi Hannesson, síð-
ar rektor, í náttúrufræði, og hefur
það eflaust orðið til að efla áhug-
ann.“
„Hvaða sumarvinnu fékkstu
svo?“
„Fyrstu tvö sumurin var ég
sfldarbátum, hið fyrra á m/s
Báru, hið síðara á m/s Þingey.
Þetta voru ekki sérstök sfldar-
sumur, en ég hafði þó viðunandi
kaup sem hrökk nokkurn veginn
fyrir heimavist og öðrum skóla-
kostnaði. En ég var í heimavist
2., 3. og 4. vetur minn í skóla.
Heimavistin var tiltölulega ódýr;
og ef sumarvinna var sæmileg
gátu skólapiltar unnið fyrir sér.
Þriðja sumarið var ég í síma-
vinnu. Og heim kom ég aðeins
eitt vorið meðan ég var í skóla.“
Ungír
jafnaðarmenn
„Gafstu þig eitthvað að
stjórnmálum á skólaárunum?“
„Ekki kvað nú mikið að því
fyrstu tvo-þrjá veturna a.m.k. Ég
taldi mig að vísu vera róttækan
jafnaðarmann og gerðist áskrif-
andi að Rétti. Það var ekki fyrr en
í 4. og þó einkum 5. bekk að ég
fór að skipta mér meir af
stjórnmálum. Ég gekk þá í Félag
ungra jafnaðarmanna á Akur-
eyri. Við sóttum leshring hjá Ein-
ari Olgeirssyni þar sem hann fór
m.a. yfir Kommúnistaávarpið og
Rök jafnaðarstefnunnar, en Ein-
ar er sem kunnugt er hinn ágæt-
asti kennari og honum lét einkar
vel að fræða æskufólk um þessi
efni. 1. maí 1929 áttum við svo
þátt í að hvetja menn til að taka
sér frf þann dag, en 1. maí var þá
enn ekki orðinn lögboðinn frí-
dagur verkafólks, og það átti eftir
að kosta talsverða baráttu að ná
því fram. Um kvöldið efndum við
í FUJ til smágöngu út í verkalýðs-
hús.“
„Og hvernig gast svo skólayfir-
völdunum að þessu hátterni ykk-
ar?“
„Þetta var nú ekki vel séð, og
skömmu síðar var okkur Eggert
Þorbjarnarsyni tilkynnt að til
stæði að setja sérstaka reglugerð
sem tæki til (pólitísks) framferðis
skólanemenda út á við, og yrðum
við sem og aðrir nemendur að
undirgangast hana ef við vildum
vera áfram í skóla. En ekki hafði
þá enn verið gengið að fullu frá
þessari reglugerð hvorki að inn-
taki né formi."
„Hvar varstu svo um sumar-
ið?“
„Um sumarið vann ég á sfld-
arplani á Siglufirði, Rauða plan-
inu svonefnda sem sumir kölluðu
meira að segja „Rauða torgið“.“
„Rak Sfldareinkasala ríkisins
planið?“
„Já, og Einar Olgeirsson var þá
enn forstjóri hennar. Á Siglufirði
kynntist ég mörgum róttækum
ungum mönnum, þ.á.m. heima-
mönnum eins og Þóroddi Guð-
mundssyni og Gunnari Jóhanns-
syni, Eyjólfi Árnasyni, sem átti
þá enn heima á ísafirði, Sverri
Kristjánssyni úr Reykjavík,
Kristjáni Júlíussyni frá Húsavík
og Jóni Rafnssyni úr Vestmanna-
eyjum ofl. ofl.“
Andstœður
skerpast
„Bilið milli hinna róttæku og
hægfara í Alþýðuflokknum mun
hafa farið vaxandi er hér var
komið sögu.“
„Það er reyndar rétt. Á þingi
Alþýðuflokksins í desember 1927
höfðu þessar andstæður skerpst.
En þá var Spörtu, félagi róttækra
jafnaðarmanna í Reykjavík synj-
að um inngöngu í Álþýðuflokk-
inn.“
„Og dró svo ekki til frekari tíð-
inda á þingi Sambands ungra
jafnaðarmanna á Siglufirði síð-
sumars 1930?“
„Ekki verður því neitað, að
þau tíðindi voru að sumu leyti
óvænt. Samband ungra jafnaðar-
manna var ekki gamalt. Upphaf-
ið að því var stofnun Félags ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík í
nóvember 1927. Litlu síðar voru
stofnuð tvö önnur félög, annað í
Hafnarfirði, hitt á Akureyri
(okkar félag). Þessi þrjú félög
mynduðu svo með sér samband í
maí 1929, ásamt Félagi járn-
smíðanema í Reykjavík, þar sem
stofnþing sambandsins var hald-
ið. Á aukaþingi sambandsins í
nóvember 1929 var félagi á Siglu-
firði veitt viðtaka. Svona stóðu
málin þegar 3. þing SUJ kom
saman á Siglufirði 13. september
1930.“
„Og lágu margar inntöku-
beiðnir fyrir?“
„Já, fram komu inntökubeiðn-
ir frá 8 félögum, félagi á ísafirði, í
Hnífsdal, á Sauðárkróki, í Álfta-
firði og Glerárþorpi, á Hvítár-
bakka og Húsavík. Þeim var
meinuð innganga. Leystist þingið
þá upp og fyrrverandi sambands-
stjórn og fylgjendur hennar
gengu af fundi. Félögin á Akur-
eyri og Siglufirði mynduðu þá
ásamt þeim félögum, sem synjað
hafði verið um inngöngu, nýtt
samband sem seinna hlaut svo
nafnið Samband ungra kommún-
ista.“
„Það mun hafa verið um þetta
leyti eða nokkru síðar sem þú
tókst saman ritgerðina „Hreyfing
íslenskrar öreigaæsku“ sem birt-
ist í Rétti um haustið.“
„Satt er það.“
„Ég kom með ljósrit af henni.
Þú kemst þar m.a. svo að orði:
„Innan FUJ þarf einnig að skipu-
leggja fræðslustarfsemi. FUJ
verða að halda uppi kommúnist-
ískum kvöldskólum og lesstofum
þar sem unglingum er kynntur
marxisminn og viðhorf hans. En
alla þessa fræðslu verður að miða
við hagsmuni stéttabaráttunn-
ar..“ Síðar víkur þú svo að vinnu-
brögðum fyrrverandi sam-
bandsstjómar og segir þá m.a.
„Engar kröfur hafa verið teknar
upp fyrir vinnandi æskulýð til að
bæta kj ör hans og aðstöðu,... “ og
svo síðar „Útbreiðslustarf fýrr-
verandi sambandsstjórnar var
líka hið hörmulegasta. í sumar
sendi hún tvo félaga út á land til
að stofna ný félög,... Ekkert nýtt
félag var stofnað af þeim“.
„Telur þú að þessi umskipti í
æskulýðshreyfingunni hafi ýtt
undir stofnuriKommúnistaflokks
íslands?“
„Ekki vil ég fullyrða neitt um
það, en hitt er ljóst að þessir at-
burðir juku enn á spennuna milli
hinna róttæku og hægfara í Al-
þýðuflokknum. Alþýðusam-
bandsþingið þá um haustið tók
svo af skarið. Með samþykktum
þess var hinum róttækari, komm-
únistunum, gert illkleift að starfa
áfram innan Alþýðuflokksins.“
Rekinn úr skóla
„Allir þessir atburðir og sér-
staklega skrif þín í Rétti drógu
dilk á eftir sér fyrir þig sjálfan.“
„Já satt er það. Menntamála-
ráðuneytið hafði nú með nýrri
reglugerð bannað nemendum
framhaldsskóla að vinna að
stjórnmálum utan þeirra - og
raunar innan þeirra líka.“
„Samt voru nemendur fram-
haldsskóla almennt eldri þá en
nú. Þú verður t.d. tuttugu og eins
árs um haustið sem þú ert í 6.
bekk. Nú yrði reglugerð sem
þessari væntanlega hnekkt sem
stj órnarskrárbroti. “
„Má vera, en á grundvelli
hennar var mér samt vikið úr
skóla“.
„Og þú mótmæltir og kvaddir
með grein í Verkamanninum.“
„Ég kallaði hana „Kveðju“.“
„Ljósrit hef ég líka af henni.
Þér farast þar m.a. svo orð: „Nú
er að athuga hina nýju reglugerð
og þau straumhvörf, sem hún
táknar í sögu skólans.. .Nemend-
ur mega ekki koma opinberlega
fram, hvorki í ræðu né riti“. „Þeir
mega eigi stunda „sálnaveiðar“
meðal félaga sinna né reyna að fá
þá til að ganga í pólitísk félög.
Þeir mega eigi taka þátt í verk-
föllum, meðan þeir eru í skólan-
um, helst ekki á sumrin heldur.
Þannig hefur meistari skýrt
reglugerðina. Það hefur reyndar
verið leyft, að menn væru í pólit-
ískum félögum, þó að erfitt sé að
fá það út úr reglugerðinni ...
Þessi nýja reglugerð brýtur alger-
lega í bága við stjórnarskrá ís-
lands, þar sem hverjum íslensk-
um þegn er heimilað fullt ritfrelsi
og leyft að stofna félög í sérhverj-
um löglegum tilgangi. Hún er því
nokkurs konar lögbrotslög. ...
Nú er svo komið, að ég hef brotið
þetta ákvæði reglugerðar og ver-
ið rekinn úr skóla ... Við þennan
brottrekstur minn setti meistari
mér svokölluð tilboð, sem eru
allskringileg á sína vísu. Má
segja, að fyrra tilboðið sé svokall-
að aðeins til að sýnast. í stað þess
að spyrja og rannsaka, hvort ég
hafi skrifað þessa grein eftir eða
áður en reglugerðin kom, í stað
þess að fylgja þessari sjálfsögðu
rannsóknarskyldu, er mér gert
tilboð um, hvort ég vilji lýsa því
yfir, að ég hafi skrifað hana áður.
Það er eins og ég hefði þarna al-
gerlega frjálsan vilja til að velja
um, en hann væri eigi háður
þeirri staðreynd, er að baki fæl-
ist. Hitt tilboðið er um að segja
mig úr skóla og hafa þó mötu-
neyti í skólavist og vissu fyrir að
fá að taka stúdentspróf. - Mér
var boðið að vera áfram formað-
ur FUJ svo fremi, að það ræki eigi
útbreiðslustarfsemi, hvorki í
ræðuné riti... Mérer fullljóst,að
hér er um hreina stéttabaráttu að
ræða og skoða mig sem einn lið í
sveitum verkalýðsins og þarf
enga píslarvættisgloríu til að
halda kjarki.““
„Þetta hafa verið langar og
strangar tilvitnanir og ýmsu þó
líklega sleppt, og þær rifjuðu upp
fyrir mér sumt, sem ég var næst-
um búinn að gleyma. Ég hafði
t.d. um þetta leyti lesið nokkur
sænsk smárit eftir sósíalista yst á
vinstri væng. Þar á meðal voru
bæklingar eftir sænska rithöfund-
inn og ljóðskáldið Ture Nermann
og smárit þýdd úr rússnesku,
m.a. eftir málsvara hinnar svo-
nefndu öreigamenningar(Prolet-
kult), A. Bogdanov og fleiri. Og
er ég ekki frá því að sjá megi ein-
hver áhrif frá þessari lesningu í
skrifum mínum um þessar mund-
ir, td. í greininni um öreigaæsk-
una í Rétti. En svo vikið sé aft-
ur að brottrekstrinum, þá sótti ég
um að fá að taka stúdentspróf ut-
anskóla við Menntaskólann á
Akureyri. En mér var tjáð að í
því efni yrði ég að snúa mér til
menntamálaráðuneytisins. Ég
sendi síðan umsókn í skeyti suður
og bað um svar, en það kom ekki.
Eftir nokkurn tíma sendi ég aftur
skeyti og ítrekaði umsóknina, en
svar barst ekki að heldur. Sá ég
þá að hverju fór.“
Með
kommúnistunn
„Hvað tókust þér svo fyrir
hendur að svo komnu máli?“
„Mig minnir að næstu vikur
hafi ég unnið við að þýða ritgerð
Leníns, Marxismann, sem hann
samdi upphaflega fyrir svissneskt
alfræðirit. Og þýðinguna birti ég í
næsta árgangi Réttar.“
„Það er sennilega besta fram-
setningin á marxismanum í stuttu
máli.“
„Það má vera, en ég var óvanur
þýðandi og margt í þýðingunni
má færa til betri vegar.“
„Varst þú á stofnþingi Komm-
únistaflokks íslands í desember
1930?“
„Nei, ég fór til Siglufjarðar og
var þar um veturinn. Ég annaðist
þar fræðslustarf á vegum
hreyfingarinnar, Kommúnistafé-
lagsins, og FUK.“
„Hvar varstu svo næsta sum-
ar?“
„Ég var á sflarplani á Siglu-
firði, og veturinn eftir (1931-32)
Ásgelr Blöndal.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. nóvember 1984