Þjóðviljinn - 10.11.1984, Blaðsíða 17
Bakgrunnur
-wu j-i.j.jaexci3 euomunassonar
a Alþingi að kvöldi 11.10. 1984,
Vid skulum leysa deiluna . Hér töluöu áóan tveir kennarar, ef ég man rétt
•H.v. 11. þ.m. Reykv. , er hún ekki kennarí, ég held þaó/ekki rétt? Ég get
sagt ykkur þaó 1 hreinskilni aó kennaralaun eru of lág og ég hef ekkert á
moti þvi aö standa að þvi aó kennaralaun hakki. Þaó eru ekki há laun aö vinna vió
skul™ segja halfsdags vinnu fyrir 7-8 þús. kr. á nvánuði. haó er vinnuskylda á
hverjum degx eóa svo til. En ef kennarar gera kröfu til þjúófélagsins , þá
veróa þeix lxka að þola aó þjóófélagið geri kröfur til þeirra. Kennarar . hveriu
- ? &aa ^ 30 stunda vinnuvika. Hver klukkutúni er 48 minútur.
i jel2:-etta ar rar.gt raöh.) Er þaó rangt, já Þá skulum viö leióretta þaó
Hvað er hver klukkutind pr. kennara? Hvaó er vinnuskylda kennara'á timann*
Kennsiustundin já. (Cripió fram i: Heldur-ráóherra aó kennarar geri ekker^ nera aó
^ga.og enna...) paó gera allir eitthvað elskan min...(.7BH: Heldur ráóherra aó
Þm. gen ekkert nema aó gaspra i raóustögi?) 5m. eru nú komnir hingaó m.a. til
Þess. En vió skulum segja, a þaó sé lágmark 3 mánuóir i sumarfri. Er þaó rangt
TJca? (Gnpió fram i: Þaó er rangt lika). Er það rangt lika? •Þaó eru aórar
upplysingar sem ég hef. Þaó eru 9 sinnum mánaóarfridagar. Pessar 4o vikur sem eftir
tverr dagar, sunnudagar og laugardagar, þaó.eru 8o dagar. (Gri
Kennarar eru orðnir lang-
þreyttir á bágum kjörum sínum.
Þeir eru þreyttir á því að störf
þeirra eru metin til lágra launa og
þeir eru þreyttir á því að vinnu-
tíminn er af mörgum misskilinn.
í kjarasamningum kennara er
gert ráð fyrir að fjöldi vinnu-
stunda á árinu séu 1.800. Svo er
einnig í kjarasamningum annarra
stéttarfélaga. Gert er ráð fyrir að
hver kennari skili 45.75 klukku-
stunda vinnu í viku hverri. Inn í
það eru síðan reiknaðir matar- og
kaffitímar á sama hátt og hjá
öðrum stéttum. Kennarar sinna
fræðsluhlutverki sínu í 36 vikur á
ári hverju, þ.e. 9 mánuði sem
skólaárið nær yfir. Alls eru því
áætlaðar 1647 vinnustundir á
kennara yfir veturinn. Því til við-
bótar er gert ráð fyrir að þeir
vinni 153 stundir á árinu. Er þá
reiknað með vinnu við lokafrá-
gang eftir veturinn og undirbún-
ing kennslu næsta skólaárs. Einn-
ig er hægt að skylda kennara til að
fara á endurmenntunarnám-
skeið, sem þá reiknast inn í þess-
um 153 vinnustundum. Alls gera
þetta 1800 vinnustundir á ári.
Kennsluskylda er 30.5 stundir á
viku í 1.-6. bekk grunnskóla, 29
stundir í 7.-9. bekk og 26 stundir
á viku í menntaskóium. Hver
kennslustund er 40 mínútur.
Fyrir 10 árum síðan var
kennsluskylda í barnaskóla 36
stundir á viku hjá kennurum í
fullu starfi. Þessum stundum var
síðan fækkað í 34 og síðar í 32.
Eftir það hefur kennsluskyldan
smám saman verið minnkuð um
1/2 stund í hvert sinn. Um næstu
áramót verður hún 30 stundir.
Þeim mun meiri tími er nú ætlað-
ur til undirbúnings kennslu, enda
sífellt verið að endurnýja náms-
efni. Kennarar geta ekki lengur
þulið sömu gömlu rulluna og síð-
ustu ár yfir börnunum, heldur
verða þeir að setja sig inn í nýtt
efni og nýja starfshætti. Nemend-
/
um er ekki lengur raðað eftir
námsgetu í bekki, hópar eru
blandaðir og ætlast er til sjálf-
stæðra vinnubragða nemenda.
Námsefni er oftlega unnið í skól-
unum, enda tæknin töluverð og
námsefnisgerðin því auðveldari
en fyrr. Allt gerir þetta kröfu til
vinnu kennara.
Það eru efalaust fleiri en Al-
bert sem hugsa sem svo að kenn-
arar hafi margra mánaða sumar-
frí og stutta vinnuviku. Slíkt er
ekki undarlegt vegna þess að
vinnutími kennara er reiknaður
út á allt annan hátt en hjá öðrum
stéttum. Auðvitað er erfitt að
meta undirbúningstíma fyrir
kennslu og sjálfsagt eru til kenn-
arar sem ekki nota þennan tíma
sem skyldi. í öllum starfsgreinum
er fólk sem vinnur misjafnlega
samviskusamlega. Einnig er
horft í allar frímínúturnar sem
kennarar hanga í. Gleymist þá
stundum að þeir eru bundnir í
kennslustundunum og gefst þá
enginn tími til að taka sér hlé.
Kaffitíma fá þeir eins og aðrir.
Endurmenntunarnámskeiðin
hafa verið vel sótt. Kennarahá-
skólinn hefur staðið fyrir þeim.
Rósa Björk Þorbjarnardóttir
endurmenntunarstjóri segir kon-
ur hafa verið hlutfallslega dug-
legri við að sækja þau en hlutfall
þeirra í kennarastétt segir til um.
75% almennra kennara í grunn-
skólum eru konur. Af þeim eru
meira en 50% í skertri stöðu. Þær
sinna flestar öðru starfi jafnhliða
kennslunni. Finnst gott að fá
langt sumarfrí, jólafrí og páska-
frí. Öðrum kennurum finnst
æskilegt að fá jafnari vinnu allt
árið og aukavinnu greidda. -jp
Guðríður Schröder hjúkrunarfrœðingur,
móðir skólabarna:
Ekki vanmetið umfram aðrar
stéttiropinberra starfsmanna
„ Ég held að það sé einka-
skoðun kennara að þeirra stétt
hafi dregist meira aftur úr í
launum en aðrarstéttir. Hjúkrun-
arfræðingar álíta t.d. slíkt hið
sama um sig. Kennarastarfið er
vanmetið til launa eins og önnur
störf opinberrastarfsmanna. Þar
er engin stétt undanskilin. Tvö
launakerfi eru í landinu; kerfi op-
inberra starfsmanna og kerfi
hinna," sagði Guðríður Schröder
hjúkrunarfræðingurog móðir
fjögurra barna, þar af tveggja á
skólaaldri.
„Ég álít að það verði ekki mál-
stað kennara til framdráttar ef
þeir fara fram á hækkun umfram
aðrar stéttir opinberra starfs-
manna. Kjarabaráttan hefur ekki
verið skemmtileg vegna þess að
það er aldrei heppilegt að einn
hópur taki sig út, eins og kennar-
ar hafa gert, og segi sig vanmet-
inn og illa skilinn."
Guðríður sagðist hafa af því
áhyggjur að kennarar skammti
sér jafnvel sjálfir vinnutíma
innan Iaunarammans. „Ég hef
heyrt það sjónarmið hjá ungum
kennara að ekki sé hægt að sinna
heimavinnu, eins og t.d. að fara
yfir verkefni, því launin séu svo
íág. Skólastjórar verða auðvitað
að halda utan um vinnuskil hvers
kennara."
-jp
Sólrún Jensdóttir menntamólaráðuneytinu
Brýnt að fram fari endurmat
„Eins og Ragnhildur Helga-
dóttir, menntamálaráðherra, hef-
ur lýst yfir, er brýnt orðið að fram
fari endurmat á kjörum kennara
með hliðsjón af menntun þeirra
og ábyrgð, og ríkisstjórnin hefur
látið í Ijós þann vilja, að staða
kennara innan launakerfisins
verði endurskoðuð. í mennta-
málaráðuneytinu er nú unnið að
undirbúningi þessa máls og er
þess vænst að niðurstaða fáist
sem allrafyrst", sagði Sólrún
Jensdóttir, skrifstofustjóri skóla-
deildar menntamálaráðuneytis-
ins.
„Löggilding starfsheitis kenn-
ara er mikilvægt skref í þá átt að
þeir fái kjör sín rétt metin. Starfa
fulltrúar kennarasamtakanná nú
að því ásamt starfsmönnum
menntamálaráðuneytisins að
semja lagafrumvarp um það efni.
í umræðunni að undanförnu
hefur athyglin einkum beinst að
grunnskólakennurum en ekki er
síður ástæða til að endurmeta
kjör framhaldsskólakennara.
Það verður að búa vel að kenn-
urum því að menningarleg og
efnahagsleg framtíð þjóðarinnar
veltur á því að takast megi að
hlúa að hæfileikum unga fólksins
svo að þeir nýtist sem best ein-
staklingum og þjóðfélaginu til
heilla.
-jP
Sunnudagur 11. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17